Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Farandsýning um læknaskop á tíu sjúkrahusum ' Hláturinn lengir lífið^ FARANDSÝNINGIN Hláturgaa 2000 verður opnuð í K-byggingu Landspítalans á morgun kl. 15. ’drfA U nJ D— Það hefur aldeilis hlaupið á snærið hjá heilbrigðisráðherra með sparnaðinn í kerfinu. Blómstr- andi undan snjónum SUMARBLÓM frá siðasta sumri komu í ljós í garði einum við Vallhólma í Kópavogi þegar snjórinn hvarf í hlákunni. Sljúpu- blómið var að visu illa farið en þó með sinum bláu blómum. Garð- eigandinn segist hafa keypt blóm- in og plantað í garðinum í vor og þau hafi greinilega haft skjól af snjónum og þolað kuldann. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson (Í)inDesiT AEG (h) Husqvarna Adstandendur geðsjúkra Þeir þurfa meiri aðstoð Guðný Anna Arnþórsdóttir Landlæknisembætt- ið hefur undanfar- ið staðið fyrir átaki á sviði geðheilbrigð- ismála - þemað hefur bernst að þunglyndi, sem er mjög algengur sjúk- dómur og getur verið lífs- hættulegur. í umræðunni hafa augu manna ekki síst beinst að geðdeildum og öðrum stöðum þar sem geðmeðferð fer fram. Ymsar rannsóknir hafa farið fram á líðan að- standenda og þörfum þeirra. Guðný Anna Arn- þórsdóttir framkvæmda- stjóri Geðsviðs Sjúkra- húss Reykjavíkur hefur kynnt sér þessar rann- sóknir. „Bæði reynsla og rann- sóknir gefa okkur til kynna að aðstandendur geðsjúkra hafa mikla þörf fyrir fræðslu og stuðning fagfólks. Starfsfólk geðheilbrigðissviðs er alltaf að vakna betur til vitundar um mik- ilvægi þessara þátta í meðferð hins geðsjúka og þýðingu þess að styðja við aðstandendur." - Hvernig er hægt að aðstoða aðsta ndendur? „ Slík fjölskylduþjónusta felst einkum í fræðslu og stuðningi. Fræðslan getur falist í upplýs- ingum um sjúkdóm ástvinarins, meðferð hans og horfum, ráðleg- gingum um viðbrögð við ákveðnu hegðunarmunstri, meðferð lyfja, hvert beri að snúa sér með ákveðin mál og svo framvegis. Bæði er unnt að gera þetta í einkaviðtölum og í formi fyrir- lestra. Stuðningurinn getur fal- ist í símtölum, einkaviðtölum eða hópviðtölum, tilvísunum til ann- arra fagaðila og svo framvegis." - Hvaða niðurstöður hafa fengist í rannsóknum á líðan að- standenda geðsjúkra? „Á íslandi hafa ekki verið gerðar margar rannsóknir á þessu efni, en þær sem hafa ver- ið gerðar leiða eitt og annað fróðlegt í ljós. í rannsókn sem læknarnir Ólafur Þ. Ævarsson og Lárus Helgason gerðu 1990 kom fram að 70% aðstandenda geðsjúkra höfðu fengið kvíða- og/eða þunglyndisköst eftir að veikindi fjölskyldumeðlims hóf- ust, 52,8% höfðu leitað til læknis vegna eigin vanlíðanar. í rann- sókn hjúkrunarfræðingsins Ey- dísar Sveinbjarnardóttur 1993 kom m.a. fram að vanlíðan fjöl- skyldumeðlima hefur áhrif á líð- an sjúklingsins og hægir á bat- anum hjá honum. Eydís gerði ennfremur rannsókn 1996 á þessu efni og þar kom fram að aðstandendum fannst að stuðn- ingur heilbrigðisstarfsfólks mætti vera bæði formlegri og sýnilegri. Þegar þessir aðstan- dendur voru beðnir að skilgreina hvað stuðningur væri nefndu þeir eftirfarandi þætti: 1. mark- viss samskipti við hjúkrunarfólk. 2. aukið upplýsinga- flæði. 3. fræðslu um sjúkdóminn, einkum í upphafi veikinda. 4. sýnilegri vettvang fyr- ir fjölskylduna að fá útrás.“ - Benda erlendar rannsóknir í sömu átt? „Já, þær gera það mjög svo. Sænsk rannsókn frá 1999, gerð af Magne-Ingvar og Ojehagen, sýndi að 63% aðstandenda þeirra sem reynt höfðu sjálfsvíg töldu sig hafa geðræn vandamál og 80% þeirra töldu sig hafa önnur vandamál við að stríða, svo sem fjárhagsleg og félagsleg. í rann- ► Guðný Anna Amþórsddttir fæddist á Eskifirði 1951. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslun- arskóla íslands 1972, BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla ís- lands 1977, kennslu og upp- eldisfræði frá sama skóia 1979 og MS-prófi frá University of Co- lorado í geðhjúkrun og stjórnun 1995. Hún var hjúkrunarfræð- ingur á Geðdeild Landspitalans á Kleppi og við Hringbraut frá 1978 til 1989. Hefúr kennt geð- hjúkrun við námsbraut í hjúkr- unarfræði við HÍ frá 1982 og var lektor í geðhjúkrun frá 1984 til 1992. Frá 1989 hefur Guðný Anna verið hjúkrunarfram- kvæmdastjóri geðsviðs Sjúkra- húss Reykjavíkur. Hún er gift Hjálmari Kjartanssyni hagfræð- ingi og eiga þau tvö börn. sókn sem gerð var í Bandaríkj- unum 1999 af Gaskue-Carter og Curlee voru aðstandendur beðn- ir að forgangsraða óskum sínum um stuðning varðandi geðsjúkan fjölskyldumeðlim, 66% þeirra óskuðu fyrst og fremst eftir ein- staklingstímum með geðheil- brigðisstarfsfólki." - Hver er reynsla starfsfólks í geðheilbrigðiskerfinu í þessum efnum? „Heilbrigðisstarfsfólk er oft- ast ekki búið að vinna lengi á geðdeildum og/eða við meðferð geðsjúkra þegar það finnur sterklega fyrir þörf aðstandenda fyrir stuðning. Geðsvið sjúkra- húsanna hafa reynt að mæta þessari þörf með ýmsu móti og námskeið fyrir aðstandendur (fyrirlestraraðir) hafa meðal annars verið haldin á Geðdeild Landsspítala og Geðsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur, á Hvítabandi og deild A2. En bet- ur má ef duga skal. Það þarf að hnýta betur saman öll möguleg bjargráð sem mættu verða að- standendum geðsjúkra að liði. Rætt hefur verið um sjúkrahús- tengda geðhjúkrun sem einn möguleikann, ellegar þá hreyf- anlegt þverfaglegt teymi sem myndi sinna vitjunum utan stofnana. Komið hefur fram m.a í könnun sem gerð var á A2 á SHR í við- tölum að aðstandendur eru mjög ánægðir með þann stuðning sem þeir fá frá fagfólkinu þegar fólk biður um hann, en það eru ekki allir sem áræða að biðja um að- stoð og þar þurfum við að reyna að gera aðstoðina „formlegri og sýnilegri." Þess má geta að í febrúar verður aðstandendadagur á Hvítabandi SHR. Fjölskyldur geðsjúkra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.