Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ GAGNAGRUNNUR Á HEILBRIGÐISSVIDI SAMKOMULAG MILLIHEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARÁÐHERRA OG ÍSLENSKRAR ERFÐ AGREININ GAR EHF. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins, í samkomulagi þessu nefndur „leyfisveitandi“ og Islensk erfðagrein- ing ehf., kt. 691295-3549, Lynghálsi 1, Reykja- vík, í samkomulagi þessu nefnd „leyfishafi", sameiginlega nefndir „aðilar", gera með sér svofellt samkomulag: 1. gr. Grundvöllur. Leyfisveitandi mun laugardaginn 22. janúar 2000 veita leyfishafa tímabundið rekstrarleyfi til gerðar og starfrækslu miðlægs gagna- grunns á heilbrigðissviði, hér eftir í samkomu- lagi þessu nefnt „rekstrarleyfið". Meðal annars með tilvísun til 5. mgr. 4. gr. og 2. mgr. 11. tl. 5. gr. laga nr. 139/1998 um gagnagrunn á heil- brigðissviði og greina 9.5. og 10.6. í rekstarleyf- inu hafa aðilar orðið sammála um gerð sam- komulags þessa og þau ákvæði sem í þvi greinir. 2. gr. Störf utan höfuðborgarsvæðisins. Leyfishafi lýsir því yfir að við starfrækslu gagnagrunnsins á gildistíma rekstarleyfisins muni hann stefna að og vinna að því að hluti af starfsemi hans, dótturfélaga hans og/eða sam- starfsaðila fari fram utan höfuðborgarsvæðis- ins. í þessu efni er m.a. átt við hugbúnaðargerð, gagnaflutning og önnur skyld verkefni. Unnið verður að því af hálfu leyfishafa að koma upp starfsaðstöðu utan höfuðborgarsvæðisins þar sem slíkt þjónar hagsmunum fyrirtækisins og/ eða leita eftir samstarfi eða samvinnu við þjón- ustuaðila utan höfuðborgarsvæðisins sem sinnt geta slíku hlutverki með sambærilegum hætti. 3. gr. Árlegt fastagjald. Leyfishafi skal auk greiðslna sem tilgreind eru í lögum nr. 139/1998, reglugerð um gagna- grunn á heilbrigðissviði og rekstrarleyfinu sjálfu, inna af hendi séstakt árgjald til íslenska ríkisins svo sem nánar greinir hér á eftir í 4., 5. og 6. gr. Gjaldinu skal leyfisveitandi verja til að efla heilbrigðisþjónustu, til rannsókna og þró- unar, sbr. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 139/1998. 4. gr. Upphæð árgjalds. Leyfishafi skal á leyfistímanum, árin 2000 - 2011 að báðum árum meðtöldum, greiða árlegt gjald til íslenska ríkisins að fjárhæð kr. 70.000.000.- -sj ötíu-millj ónirkróna00/l 00-. Árgjaldið skal frá upphafi og á leyfistímanum öllum taka breytingum í samræmi við breyt- ingar á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar sparifjár og lánsfjár og miðast í upphafi við grunnvísitölu janúarmánaðar árið 2000, sem er 194,0 stig. 5. gr. Endurskoðun árgjalds. Leyfishafi getur, frá þeim tíma að 6 ár eru liðin frá útgáfu rekstrarleyfisins, óskað þess að árgjald skv. 4. gr. komi til endurskoðunar fyrir þann tíma sem þá er eftir af leyfistímanum, enda hafi rekstrarforsendur og áætlanir leyfis- hafa breyst verulega og fyrirsjáanlegt er að fyrirtæki hans muni ekki skila rekstrarafgangi á næstu 2 til 3 árum. Slík endurskoðun skal þó aldrei leiða til þess að árgjald skv. 4. gr. nemi lægri fjárhæð en kr. 50.000.000,- -fimmtíumillj- ónumkróna00/100-, verðtryggt með sama hætti og greinir í 4. gr„ það sem þá er eftir leyfistím- ans. Þegar og ef til endurskoðunar árgjalds kemur samkvæmt þessari grein skulu gjald- fallin árgjöld ekki sæta endurskoðun. 6. gr. Hagnaðarhlutdeild. Til viðbótar árgjaldi skv. 4. gr. sbr. 5. gr. skal leyfishafi á leyfistímanum, vegna áranna 2000 - 2011 að báðum árum meðtöldum, greiða árlega til íslenska ríkisins viðbótargjald sem skal nema 6,0 % af hagnaði íslenskrar erfðagrein- ingar ehf. fyrir álagningu skatta viðkomandi ár. Hagnaður skal í þessu sambandi vera tekju- skattsstofn leyfishafa skv. 2. tl. 62. gr. laga um tekju- og eignarskatt nr. 75/1981. Viðbótar- greiðsla á ári skv. þessari grein skal þó aldrei nema hærri fjárhæð en kr. 70.000.000.- -sjö- tíumilljónumkrónaOO/100-, verðtryggt skv. ákvæði 4. gr. 7. gr. Greiðsla gjalda. Greiðsla árgjalds skv. 4. gr„ sbr. 5. gr„ skal fara fram í einu lagi 1. júlí ár hvert fyrir við- komandi ár, fyrst 1. júlí árið 2000 fyrir það ár, sbr. þó ákvæði 2. mgr. 9. gr. Greiðsla viðbótargjalds skv. 6. gr. skal fara fram í einu lagi, einum mánuði eftir að árs- reikningur íslenskrar erfðagreiningar ehf. hef- ur verið staðfestur á aðalfundi félagsins. Heildargreiðsla á ári skv. 4. gr„ sbr. 5. gr„ og 6. gr. samkomulags þessa skal aldrei nema hærri upphæð en kr. 140.000.000,- -eitthundr- aðogfj örutíumillj ónum-króna00/l 00-, ver ð- tryggt skv. ákvæði 4. gr. 8. gr. Greiðslustaður. Leyfishafi skal inna af hendi allar greiðslur sínar til íslenska ríkisins samkvæmt samkomu- lagi þessu hjá ríkisféhirði. 9. gr. Samningar við heilbrigðisstoftianir Að frumkvæði leyfishafa munu aðilar vinna sameiginlega að því að samningar leyfishafa við heilbrigðisstofnanir og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn um aðgang að upplýs- ingum úr sjúkraskrám og meðferð slíkra upp- lýsinga geti tekist sem fyrst. Stefnt er að því að gerð og undirritun slíkra samninga verði lokið í árslok árið 2000. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 7. gr. skal fyrsta greiðsla árgjalds ekki fara fram fyrr en leyfishafa hefur tekist að gera samn- inga við Sjúkrahús Reykjavíkur og/eða Ríkis- spítala, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og tvær aðrar heilbrigðisstofnanir í öðrum lands- fjórðungum, í samræmi við ákvæði rekstrar- leyfisins, einkum 4. gr„ sbr. 5. gr. þess, um samninga leyfishafa við heilbrigðisstofnanir og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn um aðgang að upplýsingum úr sjúkraskrám og meðferð slíkra upplýsinga. Dragist gerð slíkra samninga skal árgjald skv. 4. gr„ sbr. 5. gr„ samkomulags þessa, uppsafnað og verðtryggt skv. viðmiðun í 4. gr„ greitt í einu lagi þegar samningar við framangreindar stofnanir hafa tekist. Takist ekki vegna ófyrirséðra atvika samningar við fleiri heilbrigðisstofnanir en að framan greinir, innan tveggja ára frá útgáfu rekstrarleyfisins, eru aðilar sammála um að taka árgjald skv. 4. gr. til endurskoðunar. 10. gr. Starfræksla í allt að 9 mánuði. I allt að 9 mánuði eftir að rekstrarleyfið rennur út eða fellur úr gildi af öðrum ástæðum er leyfishafa skylt, án sérstaks endurgjalds, að láta leyfisveitanda eða starfrækslunefnd skv. 6. gr. laga nr. 139/1998 í té afnot af öllum vélbún- aði, sem nauðsynlegur er til gerðar og starf- rækslu gagnagrunnsins, og „hugbúnaði" og „hugverkaréttindum“, eins og þau hugtök eru skilgreind í grein 8.1. í rekstrarleyfi. Leyfis- veitandi skal á þessu tímabili greiða þjónustu- gjöld og sambærileg gjöld vegna nauðsynlegra réttinda sem leyfishafi lætur leyfisveitanda í té, þ.m.t. leyfisgjöld af einkaleyfum og skráning- argjöld vegna nauðsynlegra réttinda leyfishafa er kunna að vera gjaldkræf á þessu tímabili. ÍSLENSKRI erfðagreiningu er gert skylt að aðskilja gagnagrunninn fjárhagslega frá annarri starfsemi sinni. Ríkisendurskoðun hefur sett saman skilmála um þetta efni sem heilbrigðisráðuneytið birtir sem viðauka við rekstrarleyfið. Samkvæmt skilmálunum ber íslenskri erfðagreiningu að grípa til ákveðinna að- gerða til þess að tryggja fjárhagslegan að- skilnað starfrækslu gagnagrunnsins frá ann- arri starfsemi sinni. Stofnuð verði sérstök eining um rekstur hinnar leyfísbundnu starfsemi. Reiknings- hald hennar skal vera sjálfstætt. Gera skal sérstakan stofnefnahagsreikn- ing. Skulu þær eiguir sem teljast til leyfis- bundnu starfseminnar metnar á markaðs- verði ef þess er kostur en annars á endurkaupsverði að frádregnum hæfilegum afskriftum. Með skuldum gagnagrunnsins skulu ein- göngu teljast skuldbindingar sem tengjast honum einum. Oll sameiginleg nýting leyfísbundnu starf- scminnar og samkeppnisrekstrar íslenskrar erfðagreiningar, svo sem nýting fasteigna, véla, vinnuafls og fleira, skal verðlögð eins og um viðskipti miili óskyldra aðila væri að ræða. Ef markaðsverð liggur ekki fyrir skal 11. gr. Starfræksla án viðskiptalegs tilgangs. Haldi leyfisveitandi eða starfrækslunefnd eða sá sem kemur í þeirra stað áfram starf- rækslu og gerð gagnagrunnsins, eftir að rekstrarleyfið fellur úr gildi og/eða í framhaldi af allt að 9 mánaða tímabilinu skv. 10. gr. sam- komulagsins, og sé gagnagrunnurinn eingöngu starfræktur til þjónustu við heilbrigðiskerfið, almenning og opinbera aðila, án viðskiptalegs tilgangs, skal leyfishafi ekki eiga rétt á endur- gjaldi fyrir „hugbúnað" og „hugverkaréttindi", eins og þau hugtök eru skilgreind í grein 8.1. í rekstrarleyfi, og sem leyfisveitandi fær afhent og getur haft framtíðarafnot af. Leyfisveitandi, starírækslunefnd eða sá sem kemur í þeirra stað, skal eftir að allt að 9 mánaða tímabilinu skv. 10. gr. lýkur greiða þjónustugjöld og sam- bærileg gjöld vegna nauðsynlegra réttinda sem leyfishafi afhendir leyfisveitanda, þ.m.t. leyfis- gjöld af einkaleyfum og skráningargjöld vegna nauðsynlegra réttinda. 12. gr. Starfræksla í viðskiptalegum tilgangi. Haldi leyfisveitandi, starfrækslunefnd eða sá sem kemur í þeirra stað áfram starfrækslu og gerð gagnagrunnsins í viðskiptalegum tilgangi, eftir að rekstrarleyfið fellur úr gildi í framhaldi af allt að 9 mánaða tímabilinu skv. 10. gr. sam- komulagsins, eða ef starfræksla gagnagrunns- ins í viðskiptalegum tilgangi verður hafin á ný innan 5 ára frá lokum leyfistíma skv. grein 15.1. í rekstrarleyfi, skal leyfishafi eiga rétt á endur- gjaldi fyrir „hugbúnað" og „hugverkaréttindi", eins og þau hugtök eru skilgreind í grein 8.1. í rekstrarleyfi, og sem leyfisveitandi fær til um- ráða og getur haft framtíðarafnot af. Leyfis- veitandi, starfrækslunefnd eða sá sem kemur í þeirra stað skal, eftir allt að 9 mánaða tímabil- inu skv. 10. gr. lýkur, greiða þjónustugjöld og sambærileg gjöld vegna nauðsynlegra réttinda sem leyfishafi afhendir leyfisveitanda, þ.m.t. leyfisgjöld af einkaleyfum og skráningargjöld vegna nauðsynlegra réttinda. 13. gr. Mat á endurgjaldi. Við mat á endurgjaldi fyrir þann hugbúnað og/eða þau réttindi sem leyfishafi afhendir leyf- isveitanda og hann á rétt á endurgjaldi fyrir skv. 12. gr„ skal miðað við framtíðar not leyfis- veitanda, starfrækslunefndar eða þess sem kemur í þeirra stað, af hugbúnaði og/eða rétt- indum í viðskiptalegum tilgangi. Jafnframt skal tekið tillit til framtíðar notagildis hugbún- aðar og réttinda og markaðsverðs þess á af- hendingardegi. Hvor aðili skal tilnefna einn að- ila til þess að leggja mat á fjárhagslegt verðmæti og greiðslufyrirkomulag. Um frekari miða við kostnaðarverð að viðbættri hæfi- legri álagningu. Viðskipti milli deilda skulu fara fram eins og um viðskipti milli óskyldra aðila væri að ræða. Þeir sem fara með daglega sljóm gagna- grunnsins skulu ekki hafa með höndum stjóm þeirra deilda íslenskrar erfðagrein- ingar ehf. sem stunda samkeppnisrekstur. Tekið er fram hvemig meta skuii hlut- deild gagnagmnnsins í sameiginlegum kostnaði íslenskrar erfðagreiningar, eins og til dæmis vegna húsnæðis og skrifstofuhalds. Fram kemur að gert er ráð fyrir að helstu tekjulindir gagnagrunns á heilbrigðissviði muni eiga rætur að rekja til gmnnrann- sókna, meðferðagreiningar, meðferðastjóm- unar og kostnaðargreiningar. f skilyrðunum kemur fram að við ákvörðun söluverðs á upplýsingum, þjónustu eða öðmm afurðum hinnar leyfisskyldu starfsemi skuli miða við að það standi undir öllum kostnaði við starf- semina að viðbættri hæfilegri álagningu, sem ætlað er að tryggja eðlilega og viðun- andi arðsemi hennar. Sérstaklega skal sjá til þess að söluverð í viðskiptum hinnar leyfis- bundnu starfsemi við önnur rekstrarsvið leyfishafa ákvarðist með sama hætti og sölu- verð í viðskiptum milli óskyldra aðila. greiðslu til leyfishafa vegna framtíðar notkun- ar þess sem afhent er og nýtist til frambúðar skal ekki vera að ræða. 14. gr. Gerðardómur. Takist ekki samkomulag milli aðila um end- urskoðun árgjalds skv. 5. gr. eða fjárhæð end- urgjalds skv. 13. gr. skal ákvörðun falin gerðar- dómi, sem starfa skal samkvæmt lögum nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma. Hvor aðili um sig skal þá tilnefna einn gerðar- mann og aðilar síðan sameiginlega óska eftir að dómkvaddur verði hlutlaus oddamaður af Hér- aðsdómi Reykjavíkur til þess að taka þátt í meðferð ágreiningsmálsins og skipa þeir þá þriggja manna gerðardóm. Skal gerðardómur ljúka meðferð málsins innan þriggja mánaða frá því að gerðardómur er fullskipaður. Niður- staða gerðardóms skal vera endanleg í deilu að- ila og verður henni ekki skotið til dómstóla. 15. gr. Skaðleysi. Leyfishafi lýsir því yfir að hann mun ekki meðan rekstrarleyfið er í gildi, eða síðar með vísan til þess, gera neins konar kröfur hvaða nafni sem nefnast á hendur leyfisveitanda f.h. íslenska ríkisins vegna hugsanlegra breytinga sem gerðar verða á lögum eða reglum sem tengjast gagnagrunninum sökum þess að þau teljast ekki samrýmast reglum Evrópska efna- hagssvæðisins eða öðrum alþjóðlegum reglum og samningum sem Island er aðili að eða gerist síðar aðili að. Leyfishafi lýsir því jafnframt yfir að verði leyfisveitandi eða íslenska ríkið með endanlegum dómi einhverra hluta vegna, eitt sér eða ásamt leyfishafa, talið ábyrgt og/eða greiðsluskylt gagnvart þriðja aðila vegna laga- setningar og/eða útgáfu rekstrarleyfisins, skuldbindur leyfishafi sig til þess að taka á sig allar skyldur leyfisveitanda og íslenska ríkisins eftir því sem það er unnt og endurgreiða jafn- framt íslenska rikinu allar þær bætur sem kunna að falla á það vegna slíkrar ábyrgðar og greiðsluskyldu, svo og alla vexti og allan kostn- að íslenska ríkisins sem af þess háttar ábyrgð og greiðsluskyldu hlýst, enda hafi ríkið haldið uppi fullum vörnum í viðkomandi málum. Gangi íslenska ríkið til samninga við þriðja að- ila um greiðslu bóta á grundvelli bótaskyldu ríkisins vegna lagasetningar um gagnagrunn- inn og starfrækslu hans og/eða útgáfu rekstr- arleyfisins skuldbindur leyfishafi sig til þess að greiða þess háttar bætur eða endurgreiða ís- lenska ríkinu þær bætur sem það hefur innt af hendi af þeim sökum ásamt áföllnum kostnaði þess, enda sýni íslenska ríkið fram á að því hafi verið bæði rétt og skylt að inna greiðslur eða bætur af hendi. 16. gr. Ákvæði samningalaga. Aðilar hafa samið um og samþykkt ákvæði 3„ 4„ 5„ 6„ 10., 11., 12., 13., 14. og 15. gr. að framan í fullri vitneskju um ógildingarákvæði III. kafla, einkum 36. gr„ laga nr. 7/1936 um samn- ingsgerð, umboð og ógilda löggeminga, með áorðnum breytingum skv. lögum nr. 11/1986 og lögum nr. 14/1995. 17. gr. Gildistími. Samkomulag þetta gildir meðan á leyfistíma rekstrarleyfisins stendur. Samkomulagið má þó taka til endurskoðunar og breyta á leyfis- tímanum með viðaukasamningi fallist báðir að- ilar á slíkt. 18. gr. Viðræður um rekstrarleyfi. Aðilar lýsa því yfir að þegar endurskoðun rekstrarleyfis skv. grein 15.3. í rekstrarleyfi fer fram muni þeir taka upp viðræður um endur- nýjun rekstrarleyfisins, enda uppfylli leyfishafi á þeim tíma öll almenn skilyrði gildandi laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði, reglugerð um gagnagrunn á heilbrigðissviði og rekstar- leyfis. Slíkar viðræður skulu byggjast á mál- efnalegum sjónarmiðum og samræmast gild- andi lögum, reglum og alþjóðasammingum sem Island er aðili að. Endurnýjun rekstrarleyfis- ins er jafnframt háð því að nýtt eða viðbótar samkomulag takist í stað samkomulags þessa 19. gr. Skilyrði og leyfissvipting. Þar sem samkomulag þetta er eitt af skilyi'ð- um fyrir útgáfu rekstrarleyfis til handa leyfis- hafa, sbr. greinar 9.5. og 10.6 í rekstrarleyfinu, svo og efndir þess af hálfu leyfishafa á gildis- tíma rekstrarleyfisins, er leyfishafa fullkunn- ugt um að vanefndir á ákvæðum samkomulags þessa og greiðsludráttur af hans hálfu getur varðað hann sviptingu rekstrarleyfisins. Stofnud verður sér- stök rekstrareining
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.