Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ
48 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000
4-----------------------
01999 Tribune Media Servlce*. Inc.
All RlgMs Reserved.
Dýraglens
GETURÐU EKKILA TIt> PER DETTA
EITTHVAÖ FRUfALEGRA í HUG ?
Grettir
Ljóska
Ferdinand
Heyrðu Magga, þessi bók sera
við eigum að lesa, ertu búin
að kikja á hana.
f henni er formáli, inngangur og kynning,
athugasemdir, heimildir, nafnaskrá
og fullt af kortum.
Eru þau kolgeggjuð?
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni I 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Nútímalegra
tímatal
Frá Þresti Sigtryggssyni:
NOKKUÐ hefur verið þráttað um
það í gegnum aldirnar hvenær séu
aldamót og líklegt er að svo verði
áfram. Sumir
álíta að tímatal
okkar eigi að telj-
ast frá fæðingu
Jesú Krists og
hann hafi verið 0
ára þegar hann
fæddist, þá hefj-
ist hans fyrsta ár
og þannig sé ald-
Þröstur ur manna greind-
Sigtryggsson ur nú á tímum.
Menn verði 10 ára þegar þeir eru
búnir að vera á tíunda ári í eitt ár frá
því þeir urðu 9 ára, og 100 ára þegar
mtugasta og níunda ári er lýkur. Ný
öld hafí því byrjað kl. 00.00, 1. jan-
úar árið 2000.
Aðrir telja að talan 1 eigi að tákna
fyrsta ár Jesú og aldamót verði því
ekki fyrr en í árslok árið 2000. Væna
þeir hina stundum um að kunna ekki
að telja og benda þeim á að reyna að
ná áttum með því að æfa sig í að
telja hluti, t.d. kartöflur, og muna
bara eftir að byrja á 1.
Almanak hins íslenska þjóðvinafé-
lags um árið 2000 er komið út fyrir
nokkru.
Þar segir á bls. 95 að meðal sagn-
fræðinga og annarra sem fróðir eru
um tímatal hafi aldrei verið ágrein-
ingur um þetta. „Öldinni lýkur hinn
31. desember árið 2000.“
Og ennfremur segir að í öllum
tímatölum mannkynssögunnar sé
fyrsta árið auðkennt með tölunni 1,
annað með tölunni 2 o.s.frv. og höf-
undur tímatalsins nefnir fyrsta árið
(á latínu) Anno Domini Nostri Jesu
Christi I , er gæti þýtt „fyrsta ár
herra vors Jesú Krists" að mati rit-
stjóra.
Nú er undirritaður hvorki sagn-
fræðingur né fróður um tímatöl og
verður því að trúa því sem í Alman-
akinu stendur um upphaf tímatals
kristinna. Heyrst hefur að talan 1 sé
notuð af því að talan 0 var ekki til í
rómverska talnakerfinu.
Við miðum aldur okkar við ár, þ.e.
umferðarhring Jarðarinnar um
Sólu. Aldursmæling hefst þegar
skeiðklukka lífshlaups manns, er þá
stendur á núlli, er ræst við fæðingu.
Þá erum við á fyrsta ári og verðum
það þangað til fyrsta hring lýkur og
við verðum eins árs. Hliðstæð taln-
ing gildir t.d. á umferðarhringjum
hlaupabrauta.
Við mælum fjarlægðir, vega-
lengdir, hafdýpi, flughæðir o.fl. í
einingum er byrja á 0 og við mælum
tíma í einingum er allar byrja á 0
(nema aldir frá fæðingu Krists).
A bls. 2 í áður nefndu almanaki
segir að Kristur hafi fæðst á tímabil-
inu 7-2 ár f. Kr. Þessa hefur verið
getið í Almanakinu í nokkur ár. Það
þýðir þá að við síðustu áramót var
liði 2001 ár að minnsta kosti frá fæð-
ingu Krists, kannske 2006. Og þar
sem núllið er orðið fast í talnakerfi
heims í gegnum margra alda notk-
un, þá legg ég til eftirfarandi:
Tökum í notkun nýtt tímatal. Ein-
kenni þess verður, að fæðingarár
Jesú Krists verður auðkennt með
tölunni 0 og það næsta með frumtöl-
unni 1 o.s.frv. Arið sem auðkennt er
með tölunni 0 er þá „fyrsta ár herra
vors Jesú Krists“.
Með þessu ynnist einkum tvennt.
Leiðrétting á tímatalinu um 1 ár og
þrætur um aldamót yrðu úr sögunni.
Sumum finnst það kannske ekki
neinn ávinningur, en ég er viss um
að menn finna sér fljótlega eitthvað
miklu skemmtilegra að þrátta um.
Ég ætla nú ekki að setja fram
neinar kröfur um að teljast höfund-
ur þessa nýja tímatals, þó ég hafi
ekki séð þessa hugmynd áður, en
mun gangast við faðerninu án mikils
þrýstings. En þá mun ég leggja til
að síðasta ár hvers áratugar - það
níunda - verði nefnt Ar spörfuglsins
og önnur ár eftir öðrum fuglum,
fiskum eða dýrum er okkur hafa
verið hugleikin.
Þetta er nú bara skrifað af því ég
hef ekkert annað að gera í augna-
blikinu.
Þakka samt lesturinn.
ÞRÖSTUR SIGTRYGGSSON,
skipherra á eftirlaunum.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.