Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Upptökum á fyrsta hluta Villiljóss er lokið Ljósmynd/Inga Lísa Middleton Tóta og Birna á örlagaríkri stundu í Villiljósi. Morgunblaðið/Ásdls Ásgeirsdóttir Fjórar myndarlegar; Hafdís Huld, Guðrún, Inga Lfea og Álfrún Helga. Ragnheiður Steindórsdóttir í hlutverki sínu sem eigandi spilasalar ins. Bjamadóttur og Álfrúnu Helgu Öm- ólfsdóttur. Þær em allar mjög örugg- ar og með mannlega dýpt og næmi sem gerði það að verkum að þær geta sett sig í spor söguhetjanna á mjög sannfærandi hátt. Ekki skemmir það fyrir að þær hafa allar mikla útgeisl- un í mynd. Það reyndist síðan alveg sérstak- lega gaman að vinna með stelpunum, og við áttum uppskeruríkan undir- búningstíma þegar við unnum saman að karaktersköpuninni áður en tök- umar hófiist. Upptökumar vora auðvitað líka ánægjulegur tími og Agúst Jakobs- son er sérlega skemmtilegur töku- maður sem lumar á mörgum snilldar- legum lausnum. Síðast en ekld síst var sérstök lífsreynsla að vera sjálf ólétt. Annars vegar vegna þess að ég er í sömu aðstöðu og söguhetjumar sem óneitanlega gefur mér dýpri skilning og hins vegar hefur aldrei verið stjanað jafn mikið við mig á „setti“ því allir í tökuliðinu vora ótrú- lega góðir og tillitssamir og gerðu allt til þess að það færi sem best um mig.“ Listin að klappa kúlunni Nú kemur til okkar Hafdís Huld, en hún hefúr áður leikið pönkara- stelpu í Blossa, kvikmjmd Júlíusar Kemp, eitt aðalhlutverkanna í Is- lenska draumnum eftir Robert Doug- las, auk þess að hafa víðtæka reynslu eftir að hafa verið í fjöllfetahópnum gusgus. Inga Lfea: Eg ákvað að taka stelp- umar mínar með mér í foreldraf- Leitað að lj ósinu Innan um svört tjöld, gervireyk og spila- kassa eru fjórar ungar konur með stóra maga. Leikstjórinn Inga Lísa Middleton er komin sjö mánuði á leið en leikkonurnar eru með platbumbu. Hildur Loftsdóttir sá Mömmuklúbbinn verða til. TTT*11*1# * i »i j • ^ Villiljos og leikstjorar Mömmuklúbburmn: Inga Lísa Middleton Líkið í Iestinni: Dagur Kári Undir hnattkúluhatti: Ragnar Bragason Heimsyfirráð eða bleiuskiptingar: Ásgrímur Sverrisson Guð hrapar iír vélinni: Einar Þór Gunnlaugsson AÐ er verið að taka upp kvikmyndina Villiijós eftir handriti Huldars Breið- fjörð, þar sem leikstjóram- ir verða fimm og hver fær sína sögu að stýra. Zik Zak framleiðir kvik- myndina en framleiðendur era Skúli Fr. Malmquist og Þórir Snær Sigur- jónsson. Mömmuklúbburinn er fyrsti hlutinn sem tekinn er upp og stjómin er í höndum Ingu Lísu Middleton. Leikstjórinn situr dúðaður í hæg- indastól með mónitór fyrir framan sig og horfir á það sem gerist í upptökun- um. „Finnst ykkur þetta ekki sorg- legt?“ stynur hún af innlifun. Áreið- anlega, en í næsta atriði er Inga Lísa samt farin að hlæja! Að gera upp líf sitt og sambönd „Þetta era fimm sögur sem gerast allar á sama hálftímanum í myrkvaðri iteykjavík þar sem rafmagnið er farið af, en sögumar tengjast í gengum persónumar og mynda eina heild,“ segir Huldar. „Umfjöllunarefnið er sambönd í ýmsum myndum, hvort sem það era vinasambönd, ástarsam- bönd eða sambönd við gæludýr. Pers- ónumar gera upp eigið líf og sam- bönd og átta sig á því að einhvers staðar tók það fram úr sjálfu sér. Og í rafmagnsleysinu fer fram sjálfsskoð- un og örvæntmgarfull leit að ljósinu í myrkrinu." - Er ekki erfítt að taka upp kvik- mynd sem gerist öll ímyrkri? „Jú, eiginlega er þetta alveg ömur- leg hugmynd að kvikmyndahandriti, ( og mér væri nær að reyna að selja - það sem útvarpsleikrit,“ segir Huldar og blaðamaður er ekki viss hvort hann sé að spauga eða ekki. „Jú, það er mjög mikið af myrkri í þessari mynd, en rafmagnið fer af þegar sög- umar era u.þ.b hálfnaðar, en aðstæð- ur era alltaf þannig að það er einhver birta í kringum persónumar. Það reynir líka á tökuliðið að finna góðar úrlausnir, ekki er hægt að taka raf- magnið af Reykjavík í nokkra daga.“ Kolsvört kómedía - Vildir þú hafa marga leikstjóra að myndinni? „Já, mér datt það í hug þegar ég var að skrifa fyrsta uppkast að þessu og framleiðendumir tóku strax vel í það. Svo ræddum við þetta það mikið að það var ekki aftur snúið. Við sáum fram á að þetta yrði spennandi tilraun sem allir gætu lært af.“ - Er þetta aivara, grín eða tragi- kómedía? „Það er búið að vera mikið basl að skilgrema þetta handrit. En tragi- kómedía, eða kannski kolsvört kóm- edía, kemst líklega næst því. Ef hún er tragikómedía er líklega lögð aðeins meiri áhersla á bæði tragíkina og kó- medíuna en að undanfömu í tragikó- medíum sem hafa verið dálítið mikið kúl og kaldhæðnar.“ - Er þetta ekki spennandi fyrir þig? ,Jú, mjög spennandi. Mér finnst ég læra svo mikið af því að vinna með fimm leikstjórum með fimm ólík við- horf sem stundum þarf að sætta, og um leið fá fimm ólík sjónarhom á alla myndina. Eins er gaman að fá að vinna með öllum þessum leikuram. Til dæmis leystu stelpumar í Mömmuklúbbnum sín hlutverk frá- bærlega og fóra mun lengra með persónunar en mér datt í hug að kom- ist yrði með þær.“ - Eru kvUonyndir mjög spennandi vettvangur fyrir þig sem rithöfund? „Já, mér líður betur með skáld- skapinn í kvikmyndahandritsform- inu, heldur en þegar ég er að skrifa prósa. Ég er einfaldlega miklu af- slappaðri. Prósaskrif era heimavöll- urinn, en að skrifa handrit eins og að kíkja í partí. En svo verður maður þreyttur á stuðinu og vill komast heim aftur. Þannig að ég á eflaust eft- ir að sinna hvorutveggja í framtíð- inni.“ Hræðslan við framtíðina Inga Lísa hefur áður leikstýrt hreyflmyndinni Ævintýri á okkar í myrkrinu tímum og stuttmyndinni í draumi sérhvers manns. „Þetta er svoh'tið sérkennilegt handrit, allt öðravísi og á margan hátt og mun dekkra en það sem ég hef leikstýrt áður, þótt grátbroslegt sé,“ segir Inga Lísa þegar blaðamaður hittir hana eftir að tökum er lokið. „Aðalsöguhetjurnar era þijár óléttar stelpur sem era ungar, óreyndar, óþroskaðar og hræddar við framtíðina. Þær era inni í spilasal mestallan tfmann, og það myndast sérstakt samspil milli unglinganna sem standa með byssur og skjóta nið- ur tölvuskrímsli og annan óargalýð, á meðan þær era að tala um framtíðina og bameignir. Þetta era sterkar og myndrænar andstæður og mig lang- aði að útfæra spilasalinn á frekar stíl- færðan hátt og því lítur hann út eins og hrapandi geimskip. Handritið er vel skrifað og það var sérlega gaman að útfæra það. Krakk- amir í spilasalnum era nokkurs kon- ar undirmeðvitund stelpnanna og andrúmsloftíð í salnum fylgir umræð- umþeirra. Þó svo að sögumar fimm séu mjög ólíkar eru aðalsöguhetjumar allar ungt fólk á tímamótum. Þær fjalla m.a. um hræðslu ungs fólks við fram- tíðina, ellina, ný hlutverk og missi æskunnar. Eins og verið sé að takast á við hræðslu á mismunandi hátt.“ Þær geisla allar í mynd „Fyrst í stað hafði ég áhyggjur af því hvemig við færum að því að finna þrjár reyndar leikkonur undir tvítugu því sögupersónumar era 16-17 ára, og nokkuð flóknar. En ég þurftí ekki að eyða mikilli orku í áhyggjur því fljótlega var ég búin að velja Hafísi Huld Þrastardóttur, Guðrúnu ræðslu heilsuvemdarstöðvarinnar því líklegt er að sögupersónumar hefðu farið þangað. Ljósmóðirin Eva og verðandi foreldramir tóku því al- veg ótrúlega vel. Þeim fannst það kannski örhtið skrítið fyrst þegar ég birtist með tvær skutlur með mér og bamsfaðirinn hvergi sjáanlegur, enda var hann ekki á landinu. Hafdfe Huld: Ljósmóðirin var til- búin að hjálpa okkur og bauð okkur meira að segja að hringja heim tíl sín ef okkur vantaði einhverjar frekari upplýsingar. Inga Lfea: Hún sýndi okkur myndband af tveimur af fæðingum, Hafdísi tíl mikfllar hrellingar. Það fer greinilega hroilur um Haf- dísi en hún erfljót aðjafna sig. Hafdfe Huld: Það var frábært að Inga Lísa skyldi vera ólétt, því þá gat maður alltaf spurt hana hvemig mað- ur ættí að hreyfa sig: Hvemig stend- urðu upp? Hvemig labbarðu? Og Inga Lísa sýndi okkur þetta allt. Inga Lfea: Til dæmis klappar mað- ur kúlunni á ákveðinn hátt, sérstak- lega þegar bamið er að sparka. Þá ýt- ir maður á móti. Hafdfe Huld: Við þurftum að vera með lóð fest undir bumbunni. Fyrst vora það 14 kíló og síðan minnkað nið- ur í sjö því við héldum ekki jafnvægi! Inga Lfea: Við vildum hafa þetta sem eðlilegast en forðast ýkjur. Eng- in grindargliðnun hjá okkar dömum! Ha, ha! - Hvemig var að leika nokkuð yngri stelpur? Hafdfe Huld: Við vorum gerðar gelgjulegar með því að setja vel af augnblýanti á okkur, unglingalegar spennur og Álfrún var með góm sem hún var alltaf að fikta í. Svo vorum við með tyggjó, mjög ýktar í öllu og síflis- Lgósmynd/Inga Lísa Middleton Silja er komin níu mánuði á leið þegar hún lendir í vandræðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.