Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 22
22 SUNNUÐAGUR 23. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/GolU Guðbjörg Linda Rafnsdóttir verkefnisstjóri: Okkar hlutverk er að fínna vinnustaði þar seni úrbóta er þörf og gera kröfúr um að gengið verði í verkið. Vinnukönmm vekur upp spurningar VINNA BARNA OG UNGLINGA Enginn skriflegur starfssamningur á (slandi | í Danmörku í Svíþjóð | í Finnlandi | í Noregi | Óþægindi eða veikindi vegna vinnunnar.. 82% Á íslandi: Ertu oftast ein(n) eða með öðrum í vinnunni | 68% J64% ] 61% 54% í Danmörku | á Islandi | í Finnlandi | 18% ' í Svíþjóð □ 4% í Noregi Q 2% 127% 19% -► Bakverkur 47% 17 ára [ 116% 16 ára | [ 16% 15 ára | 14 ára [ 13 ára Með öðrum ungmennum 17 ára O 6% 16 ára [J 6% 15 ára [ |8% 14 ára | 112% 13 ára HíFWJ 20% Ein(n) J 38% | 45% 3 46% A Islandi: Tegund óþæginda eða veikinda vegna vinnunnar. Ofnæmi, útbrot, kláði Verkir í vöðvum eða liðum Höfuðverkur Annað 1 □ 26% Með fullorðnum 1 □ 22% 17 ára I □ 25% b Á □ 21% 16 ára | ] 23% £ w EH 15 ára J 20% cz: ] 14% 14 ára □ ] 22% A Islandi: Unnið með A Islandi: Unnið með vélar efni merktu hættumerki sem geta verið hættulegar 17 ára l I 35% 17ára 16 ára I 139% 16 ára 15 ára I -i A ■ I--’-- 14 ara | 13ára 13 ára 12% 40% □ 46% 117% ] 18% 12% 15 ára 14 ára j 13 ára I 30% 24% 21% Með ungmennum og fullorðnum 17 ára | [ 50% 16 ára | 152 15 ára | 131% 14ára 13 ára 19% 14% Niðurstöður könnunar um vinnu barna og ungl- inga á Norðurlöndunum eru um margt athyglis- verðar og þar sannaðist að oft og tíðum vakna margar spurningar þá einni er svarað. Meðal annars var goðsögn hnekkt og viðhorf vinnuveitenda til þessa vinnuafls afhjúpaðist. Guðmundur Guðjóns- son ræddi við Guð- björgu Lindu Rafns- dóttur, félagsfræðing hjá Vinnueftirliti ríkis- ins, en hún var verkefn- isstjóri könnunarinar og sér í kjölfar hennar um að miðla niðurstöðum hennar á réttar hendur. Könnunin var gerð að frumkvæði Vinnueftirlits ríkisins og styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Úr- takið var 2000 börn og unglingar á aldrinum 13 til 17 ára í hverju landi, skipt jafnt eftir kynjum. Samræmd- ur spumingalisti var sendur til þátt- takenda og því síðan fylgt eftir með símhringingum. Þátttaka var 87% sem er með besta móti og sagði Guð- björg það einmitt hafa komið skemmtilega á óvart, bæði hve fúsir krakkamir hefðu verið til samvinnu svo og hversu greiðlega það gekk að ná sambandi við þá. Það sem lá efst í körfunni og mest bar á í fréttaflutningi í vikunni sem leið var goðsögnin um hina vinnu- sömu íslensku unglinga. f Ijós kom, að dönsk ungmenni reyndust vinna mun meira heldur en íslensk. Að vísu höfðu íslensku krakkarnir mikla sérstöðu hvað varðaði sumar- vinnu, en Guðbjörg taldi það stafa fyrst og fremst af mun lengra sum- arleyfi á íslandi, þ.e.a.s. styttra skólaári. Alls reyndust 92% ís- lenskra ungmenna á umræddum al- dri vinna á sumrin á móti 70% danskra ungmenna. En alls reynd- ust 60% danskra ungmenna á um- ræddum aldri vinna með skóla á skóladögum, en samsvarandi tala á íslandi var 25%. Á laugardögum og sunnudögum reyndust síðan 52% danskra krakka vinna með skóla, en 29% íslenskra barna og unglinga. En Guðbjörg Linda segir niður- stöðurnar verða að skoðast m.a. í fjósi nýrra reglna um vinnu barna og unglinga frá Brussel og tekið hef- ur gildi. T.d. hvað varðar vinnutíma. „Ef við lítum á súluritin kemur í ljós að 81% íslenskra krakka á þess- um aldri vinna á bilinu frá klukkan 20 til 08 að morgni. Það endurspegl- ar að þau eru að vinna við barna- pössun útburð morgunblaða og af- greiðslustörf, m.a. í sjoppum, pizzastöðum og fleira. Eldri krakk- arnir mega reglum samkvæmt ekki vinna lengur en til klukkan tíu að kvöldi. Þeir mega þó vera til mið- nættis, t.d. í sjoppum og myndb- andaleigum í fylgd með þeim sem orðnir eru 18 ára. Samanlagður vinnustundafjöldi gildir einungis fyrir þá sem eru í skyldunámi (13-15 ára) og mega þeir bara vinna 2 stundir á dag, eða mest 12 stundir á viku. Þá er átt við virkan vinnutíma, þ.e. vinnutíma að frádregnum mat- ar- og kaffípásum. Um 50% 17 ára og um 40% 16 ára íslenskra unglinga 9 stundir eða meira, en milli 25 og 30% þessara krakka vinna 12 stund- ir eða meira á viku og 30-35% 7 til 12 stundir. Það mega þeir samkvæmt reglum, þótt þetta geti verið tals- vert vinnuálag. Á sumrin giida önn- ur lögmál og þá ná unglingamir lengri samfelldum vinnudegi, auk þess sem sumarvinna er nánast al- menn á íslandi og sú mesta á öllum Norðurlöndunum. Athygli vekur, að lengstum vinnudegi ná unglingarnir að sumarlagi á Norðvestur- Vestur- og Austurlandi. Þar fer vinnudagur þessara krakka allt upp í 12 stundir á dag. Þetta gefur til kynna að krakkarnir láta til sín taka í fisk- vinnslu, landbúnaði og í söluskálum. í þessu sambandi hefur komið fram, að viðhorf kennara og skólayfir- valda á hverjum stað eru breytileg. Kennarar á höfuðborgarsvæðinu kvarta meira skarist vinna og nám. Þeir eru ekki umburðarlyndir. Úti á landsbyggðinni kveður oft við annan tón þegar t.d. heill árgangur þarf að skella sér í fískvinnslu í einn eða tvo daga. Þá þarf að snúa bökum saman og öllu er tjaldað," segir Guðbjörg. Slys og álagseinkenni Fram kemur í athuguninni að 11% íslenskra unglinga hafa lent í vinnuslysum og hafa 48% þeirra þurft að vera minnst einn dag heima til að jafna sig. Þar skara íslending- ar fram úr, Danir eru með 31% ungl- inga heima að jafna sig. Guðbjörg segir eina af mörgum spumingum sem vakni þá hvort vinnuslysin á Islandi séu alvarlegri. A.m.k. verði að komast til botns í því með því að grafast fyrir um eðli slysanna. í þessari könnun má sjá fylgni milli vinnutíma og óþæginda af völdum vinnunar. Því meira sem krakkarnir vinna, því líklegra er að þeir finni til tiltekinna óþæginda. Þau sem vinna með skóla eru líklegri til að fá óþæg- indi en þau sem vinna bara á sumrin „Alls hafa 19% íslenskra 13-17 ára krakka kvartað undan óþægindum eða veikindum vegna vinnunar og það er mjög skýr fylgni þar sem þeir sem vinna mest kvarta mest undan bakverk, verkjum í vöðvum eða lið- um og höfuðverk. Bakverkir eru í miklu meirihluta, 47% nefna bak- verki. Verkir í vöðvum og liðum eru einnig algengir og tæplega 5% þess- ara krakka telja að þeir muni ekki ná sér að fullu. Athygli vekur enn fremur að 26% unglinga nefna of- næmi, útbrot og kláða.“ Hvað býr þar að baki? „Það kemur í ljós í könnuninni, að 35% 17 ára og 40% 16 ára unglinga og 12 til 18% þeirra yngri vinna með efni sem merkt eru hættumerkjum og tiltekinn hópur vinnur með hreinsiefni. Hér sjáum við einnig skýra fylgni á milli notkun þessara efna og ofnæmis, útbrota eða kláða.“ Hvaða störf geta hér verið á ferð- inni? „Samkvæmt könnuninni vinna 10% þessara krakka við ræstingar í fyrirtækjum og 3% við þrif á heimil- um. Þetta er hópur sem vinnur með efni sem geta hugsanlega valdið húðvandamálum," segir Guðbjörg. Og hún heldur áfram: „Annað sem kemur á daginn er að krakkarn- ir eru tíðum að lyfta of þungum byrðum en heimilt er samkvæmt reglunum. 36% 13-15 ára og 46% 16 og 17 ára eru að lyfta 13 til 25 kg þungum hlutum og 19% 13-15 ára og 27% 16 og 17 ára lyfta byrði sem er meira en 25 kg í vinnunni. Þetta er augljóslega mikið álag á krakkana því samkvæmt reglunum eiga þeir ekki að bera þyngri hluti en sem nemur 12 kg í einu.“ Hvað með námsárangur? „Hann er ekki skoðaður í þessari könnun, en hvernig fer með hann er ein af þessum spumingum sem við erum að tala um að skjóti upp kollin- um. Aðrar athuganir hafa sýnt að krakkar sem vinna mikið með skóla geta gefið eftir í námi, eiga á meiri hættu að flosna upp frá námi, leiðast út í neyslu vímuefna, auk þess sem stúlkur sem mikið vinna með skóla eru í meiri hættu að fá þunglyndis- einkenni. Aftur á móti er þetta ekki einhlýtt. Talað er um að unglingar sem stunda t.d. tónlist og íþróttir læri að skipuleggja tímann sinn bet- ur og komist því yfir meira. Reikna má með því að þeir sem hafa lagt sig í mikla vinnu geti skipulagt sig á sama hátt. Svo eru mótsagnir í þessu. Ljóst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.