Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTIÁ SUNNUDEGI Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fyrirliðar Elements hf. á Sauðárkróki, f.v. Páll Kolbeinsson framkvæmdastjóri og Gunnar Þór Gestsson rekstrarstjóri hugbúnaðarsviðs. VINNA í FJAR VINNSL U UMLANDALLT vœsDmftmNNuiiF Á SUNNUDEGI ► Páll Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Elements hf., er fæddur í Reykjavík árið 1964. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og lauk BS-prófí í viðskiptafræði frá Wisconsin-háskóla árið 1989. Páll vann sem verkefnisstjóri hjá Sljórnunarfélagi ís- Iands íþrjú ár og var síðan íþrótta- og tómstundafulltrúi á Sauðár- króki frá 1993 eða þar til hann tók við starfí framkvæmdastjóra Elements hf. í júlí síðastliðnum. Páll lék körfuknattleik með KR, Tindastóli og landsliðinu og þjálfaði lið Tindastóls um skeið. Hann er nú bæjarfulltrúi í Skagafirði. Eiginkona Páls er Þórunn Péturs- dóttir stuðningsfulltrúi og eiga þau þijár dætur. ► Gunnar Þór Gestsson, rekstrarstjóri hugbúnaðarsviðs Elements hf., er fæddur árið 1971 á Sauðárkróki. Hann er stúdent frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki og lauk hagfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1995. Gunnar vann hjá ýmsum fyrirtækjum á Sauðárkróki en að námi loknu tók hann að sér að stjórna tölvuvæðingu Kaupfélags Skagfirðinga. Gunnar tók til starfa hjá Elementi hf. árið 1997 þegar fyrirtækið keypti tölvudeild KS. Kona Gunnars Þórs er Guðný Guðmundsdóttir bankastarfs- maður og eiga þau tvær dætur. eftir Helga Bjarnason UNNIÐ er að uppbygg- ingu Elements hf. á Sauðárkróki sem tölvu- og hugbúnaðaríyrir- taekis á almennum markaði eftir að hátæknihluti fyrir- tækisins var skilinn frá því og seldur. Starfsmenn Elements vinna í fjar- vinnslu inni á tölvum viðskiptavina sinna og segja stjórnendur fyrirtæk- isins að ekki skipti öllu máli hvar fyr- irtæki af þessu tagi eru. Element er orðið stærsta hugbúnaðarfyrirtækið utan höfuðborgarsvæðisins og stefnt er að áframhaldandi uppbyggingu, meðal annars með þátttöku í Fjöl- neti ehf. sem leggur ljósleiðaranet um Sauðárkrók. Stofnað upp úr deildum KS Meginhluti starfsemi Elements hefur orðið til við þróunarstarf í tveimur deildum Kaupfélags Skag- firðinga. Upphafið má rekja til árs- ins 1992 er stofnað var skynjarasvið á rafmagnsverkstæði KS í þeim til- gangi að þróa kæligasskynjara. Sér- stakt hlutafélag, Element-Skynjara- tækni hf., var stofnað um framleiðslu á skynjurum og tengdum vörum á árinu 1996 og ári síðar keypti fyrir- tækið tölvudeild KS. Stofnað var til tölvudeildarinnar vorið 1995 þegar Gunnar Þór Gestsson kom heim frá námi og fékk það verkefni að stýra tölvuvæðingu kaupfélagsins. Starfs- menn voru orðnir þrír þegar tölvu- deildin rann inn í Element-Skynj- aratækni rúmum tveimur árum síðar. Element-Skynjaratækni starfaði á báðum sviðunum í tæp tvö ár eða þar til síðastliðið vor að hátæknihlutinn var seldur. Eftir stendur tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækið Element hf. og tók Páll Kolbeinsson við fram- kvæmdastjórn fyrirtækisins á þeim tímamótum. ' Að sögn Páls felst starfsemi fyrir- tækisins í því að aðlaga og reka tölvukerfi fyrir fyrirtæki og stofnan- ir um land allt. Mesta áherslan er lögð á hugbúnaðarvinnu og er Gunn- ar Þór Gestsson, sem stjómaði tölvudeild KS, rekstrarstjóri hug- búnaðarsviðs. Páll segir að fyrirtæki úti á landi vilji gjaman geta fengið alla þjónustu á sama stað. Þess vegna hafi einnig verið stofnað tæknisvið til að veita þjónustu á sviði vélbúnaðar og annars skrifstofubún- aðar. Unnið með osta og skuldabréf Element starfar í nánum tengsl- um við Streng, Opin kerfi og Nýherja og er mest unnið með Nav- ision-viðskiptahugbúnaðinn. Stærstu verkefnin em á Sauðár- króki og í Reykjavík en Element er einnig með verkefni fyrir fyrirtæki á Egilsstöðum, Höfn, Blönduósi, Hvammstanga og í Borgamesi. „Fyrirtækið er stofnað upp úr tölvu- deild Kaupfélags Skagfirðinga sem hefur með höndum mjög fjölbreytt- an rekstur. Við þurftum að búa til sérlausnir fyrir þetta fyrirtæki og komið hefur í ljós að þær nýtast öðr- um. Við höfum því verið að selja þá þekkingu sem varð til við tölvuvæð- ingu KS til kaupfélaga og annarra fyrirtækja um allt land,“ segir Gunn- ar Þór þegar hann er spurður um möguleika fyrirtækisins. Starfsmenn Elements hafa hann- að í Navision-viðskiptakerfinu hug- búnað sem sér um afreikning og skýrslugerð fyrir afurðastöðvar og í framhaldi af því framleiðslukerfi sem veitir stjómendum nákvæmar upplýsingar um stöðu mála í fram- leiðslu og sölu. Meðal verkefna sem fengist hafa út á þessa þekkingu nefnir Gunnar uppsetningu nýs upplýsingakerfis hjá Osta- og smjörsölunni í Reykja- vík. Annað stórt verkefni hjá Elementi er af öðram toga. Fyrirtækið er þátt- takandi í verkefni með Fjárvaka og Opnum kerfum um að sefia upp nýtt skuldabréfakerfi fyrir Ibúðarlána- sjóð. Fjárvaki ehf., sem er dótturfé- lag Kaupfélags Skagfirðinga, fékk þetta verkefni hjá Ibúðarlánasjóði eftir útboð. Fyrirtækið hyggst nota við það indverskan hugbúnað fyrir banka og fjármálafyrirtæki, sem nefnist Flex Cube. Hjá Elementi hefur einnig verið þróað tímaskrán- ingarkerfi í Navision en það vinnur úr upplýsingum stimpilklukku. Það kerfi er verið að setja upp á nokkram stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Með báða fætur á jörðinni Element stækkar nokkuð ört. Þar era nú þrettán starfsmenn en fyrir skiptingu fyrirtækisins vora þeir ell- efu, þar af sjö við hátæknihlutann sem var seldur. Að sögn Páls hefur veltan aukist úr 43 milljónum á árinu 1997 í rúmlega 80 milljónir á síðasta ári og ef einungis er litið á veltuna af hugbúnaðarvinnunni sést að hún hefur meira en tífaldast á milli ára. Element lagði mikla orku og fjár- muni í þróun á meðan fyrirtækið starfaði á hátæknisviðinu. Páll segir að það hafi bitnað á afkomunni á síð- asta ári en eftir skiptinguna sé rekst- urinn að snúast aftur til betri vegar. Kaupfélag Skagfirðinga á meiri- hluta hlutafjár eða 55%, og hinn hluti hlutafjárins er í eigu um 30 aðila, meðal annars lífeyrissjóða og starfs- manna. Páll segir að eigendahópur- inn hafi orðið til þegar fyrirtækið var í annarri starfsemi og býst við að hann breytist í takt við breyttan rekstur. Sjálfur hefur hann áhuga á að koma á eignatengslum við sam- starfsfyrirtæki Elements í tölvu- heiminum og að gefa fleiri starfs- mönnum kost á að eignast hlut. Stjómendur fyrirtækisins hafa hug á að stækka það enn meira á næstu árum, takmarkið er fimmtán starfsmenn í ár og 20% aukning veltu. „Við ætlum að reyna að vera með báða fætur á jörðinni. Teljum farsælla að fara rólega í sakirnar og gera hlutina þeim mun betur,“ segir Páll. Skipulag fyrirtækisins er komið í það horf sem stjómendur þess vilja. „Við skiptum verkum með okkur þannig að menn nái að einbeita sér að þeim verkefnum sem þeir eiga að vinna að,“ segir Gunnar. Mest unnið í fjarvinnslu Flest eða öll vaxandi tölvufyrir- tæki eiga í vandræðum með að fá hæft fólk til starfa. Páll segir að EI- ement fari ekki varhluta af því. „Við eram með traust starfsfólk sem á rætur hér í Skagafirði en þurfum að bæta við og leitum mjög stíft um þessar mundir. Einkum höfum við verið að horfa til þess að fá til baka ungt fólk sem farið hefur suður, fólk sem hægt er að tengja aftur við heimahagana,“ segir Páll. Gunnar bætir því við að minni hreyfing sé á fólki hjá fyrirtækjum á Sauðárkróki en á höfuðborgarsvæðinu. „Þegar menn era komnir til okkar á annað borð era minni líkur á að þeir hlaupi eitthvert annað. Við leitum einmitt að starfsfólki sem við getum byggt á til frambúðar," segir hann. Vegna umfangsmikilla verkefna á höfuðborgarsvæðinu hyggst Elem- ent koma þar upp starfsstöð. Til- gangurinn er að nýta betur tímann hjá mönnunum sem vinna við verk- efni í höfuðborginni. Annars era öll verkefni Elements, hvar sem er á landinu, að mestum hluta unnin frá höfuðstöðvum fyrirtækisins á Sauð- árkróki. Element er með fjar- vinnslulínur inn í öll fyrirtækin sem það þjónar. Starfsmennirnir fara þannig inn á tölvur viðskiptavinanna og vinna þar frá sinni eigin tölvu. „Það skiptir ekki máli hvar þjónustu- fyrirtæki í hugbúnaði er, hvort það er hér á Sauðárkróki, erlendis, á höf- uðborgarsvæðinu eða í sama byggð- arlagi og viðskiptavinurinn. Ég held reyndar að það sé best að vinna hér á skrifstofunni, hér er meira næði en í höfuðborgarstreitunni og minni traflun en hlýst af því að vera inni í fyrirtækjunum í eigin persónu," seg- ir Gunnar Þór. Páll segir að erfiðast sé að sannfæra stjórnendur fyrir- tækja og stofnana um að unnt sé að vinna með þessum hætti. „Þó fá þeir þjónustuna fyrr en ella, umferðin er greiðari um símalínumar en Miklu- brautina. Það tekur okkur aðeins nokkrar sekúndur að komast í sam- band og notendumir sjá breyting- amar jafnóðum inni á tölvukerfun- um,“ segir hann. Páll og Gunnar segja að vel hafi gengið að vinna með þessari tækni. „Við höfum þurft að tileinka okkur ný vinnubrögð og eram orðnir vanir þeim." Þeir segjast þó þurfa að koma við í fyrirtækjunum til að sýna sig og •kynnast aðstæðum. „Fyrirtæki í hugbúnaðarþjónustu þarf að þekkja vel aðstæður notandans. Við leggj- um metnað okkar í að gera það vel og veitum jafnframt ráðgjöf um skipu- lagið, sé þess óskað, enda era hjá okkur starfsmenn sem hafa mikla reynslu af því að vinna í fyrirtækjum af þeirri gerð sem við vinnum mest fyrir,“ segir Gunnar. Ljésleiðaranet á Sauðárkréki Element hf. er aðili að fyrirtæki sem hyggst leggja ljósleiðaranet um Sauðárkrók og jafnvel viðar um Skagafjörð. Fyrirtækið heitir Fjöl- net ehf. og auk Elements standa At- vinnuþróunarfélag Skagafjarðar og Fjárvaki að félaginu. Á netinu verð- ur flutt tölvusamband og sjónvarps- merki. Þegar er byrjað að tengja fyr- irtæki og stofnanir við Fjölnetið, markmiðið er að fjölga þeim í ár og jafnvel að hefja tengingu heimila. Langtímamarkmið félagsins er að tengja saman öll fyrirtæki, stofnanir og heimili á Sauðárkróki með þess- um hætti. Miðjan í Ijósleiðaranetinu er í húsnæði Élements og þaðan er kerfið rekið. Páll og Gunnar Þór segja að Fjöl- netið muni hafa heilmikla þýðingu fyrir byggðarlagið. Flutningsgeta eykst. Sem dæmi um það nefna þeir að hraði í tengingum verði fimmtán- hundraðfalt meiri en í venjulegu ISDN-sambandi. Samtenging fyrir- tækja og stofnana skapar ýmsa möguleika, til dæmis samnýtingu hugbúnaðar og vélbúnaðar og era þess þegar farin að sjást merki. Al- mennir íbúar fá hagkvæmt, öflugt og stöðugt samband við umheiminn, bæði tölvusamband, símasamband og aðgang að sjónvarpsmerkjum. Það gerir aftur að verkum að fólk getur unnið meira heima hjá sér. „Við erum einfaldlega að taka þátt í samkeppninni. Koma upp tækni- væddu umhverfi sem gerir fyrir- tækjum og fólki hér kleift að keppa á lands- og alþjóðamarkaði," segja Páll og Gunnar. Áfram sókn Element hf. er að öllum líkindum stærsta hugbúnaðarfyrirtækið á landsbyggðinni og þar er stefnt að frekari landvinningum. „Það þýðir ekki annað en að sækja fram. Eg er sannfærður um að við getum gert jafnvel og aðrir. í þessari atvinnu- grein er unnt að vinna hvar sem er á landinu og Sauðárkrókur hefur upp á ýmislegt að bjóða,“ segir Páll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.