Morgunblaðið - 23.01.2000, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
AFMÆLI
SUNNUDAGUR 23. JANIJAR 2000 49
SIGURÐUR JÓNSSON
Vinur minn Sigurður
Jónsson málari frá Ein-
arsstöðum í Reykjadal
er áttræður í dag, 23.
janúar.
Sigurður var mikill
vinur foreldra minna
Regínu og Geirs Jóns
Helgasonar á meðan
þau lifðu og hefur hann
haldið tryggð við okkur
afkomendur þeirra síð-
an.
Reynsla mín af Sig-
urði er í alla staði með
ágætum. Hann er
ábyggilegur, fróður og
snyrtimenni með afbrigðum. Eg hef
alltaf haft ánægju af að heimsækja
Sigurð því hann er gestrisinn, vel
lesinn og skemmtilegur. Það er auð-
séð á umhverfi hans að hann er mjög
hagur fyrir utan að vera smekkmað-
ur góður. Enda talinn, af þeim sem
hafa vit á, góður listamaður.
Fáir einstaklingar hafa gengið í
gegnum þá lífsreynslu sem Sigurður
hefur. En, þótt oft hafí á mótið blás-
ið, hefur hann aldrei látið bugast og
ætíð hefur hann haldið sinni góðu
kímni. Þótt ýmsir hafi gert honum
illt, þá hef ég aldrei heyrt hann segja
styggðaryrði um nokkurn mann.
Sigurður hefur skráð uppkast af
ævisögu sinni og er að leita að góðum
rithöfundi til að gera efninu góð skil,
en víst er að sú saga yrði mörgum
skemmtilegur fróðleikur.
Sigurður er friðsamur maður sem
vill öllum vel. Hann hefur haldið
sinni einföldu barnatrú er hann lærði
við kné móður sinnar og telur sig
ekki þurfa að leita frelsara síns á há-
værum sértrúarsamkomum sem
sumt ráðvillt fólk telur þörf á. Hann
álítur frelsara sinn vera með sér
hvar sem hann er og telur sig því
ekki vera í neinum feluleik við hann.
Sigurður á ekkert til sem heitir of-
stæki. Mest virði ég þó við vin minn
að hann er góður íslendingur.
Siguður fór ungur að vinna erfiðis-
vinnu á óðalsbýlinu fýrir norðan og
var alla tíð augasteinn foreldra
sinna. Ungur varð hann mikill skíða-
garpur og einn besti fimleikamaður-
landsins og sýndi víðs-
vegar um land, en það
var á þessum árum
sem hann kynntist eig-
inkonu sinni, Sigríði,
dóttur Gunnars í Von.
Sigurður þakkaði fim-
leikahæfni sína eldri
bróður sínum Haraldi
sem hann unni mikið
og var víðfrægur
glímumaður. Haraldur
æfði sig á Sigurði, sem
var svo kattliðugur að
það var á fárra færi að
fella hann.
Sigurður var leigu-
bílstjóri öll stríðsárin, en að þeim
loknum hóf hann að keyra út olíu hjá
Esso. Á árunum 1952-1960 brá hann
undir sig betri fætinum og hóf störf
hjá BB Janusson, Building Con-
struction and Son í Kanada, Vancou-
ver.
Þau hjónin Sigurður og Sigríður
eignuðust tvö góð og dugleg böm.
Lilju, sem býr á Akureyri og er
landsfræg íþróttakona og Jón Gunn-
ar, sem býr í Vancouver, Kanada, og
rekur þar eigið tannsmíðafyrirtæki.
Sigurður elskar böm sín mjög og
saknar þeirra, enda kemst oft ekki
annað að hjá vini mínum en ágæti
þeirra. Ég veit fyrir víst að Sigurður
þráir ekkert fremur í lífinu, en nær-
vera barna og barnabarna sinna.
Fyrir utan að vera húsmálari hef-
ur Sigurður Jónsson alla tíð verið
listhneigður og málað um ævina góð
málverk sem hafa selst vel. Þess
vegna er hann kallaður Sigurður
málari.
Ég minnist þess að ég hitti Stein-
grím Sigurðsson listmálai’a eitt sinn
á fömum vegi. Mig langaði til að
stríða honum svolítið, svo ég sagði
við Steingrím: „Ég veit um einn
listamann sem slær þig út, Stein-
grímur.“ Hann glápti á mig og spurði
hver það væri. Ég sagði honum að
það væri Sigurður Jónsson listmál-
ari. Þá sagði Steingrímur: „Ja, það
má vel vera, enda er hann að norðan
eins og ég!“ Mér kom viðbragð
Steingríms á óvart, en þótti þetta
mikil viðurkenning fyrir vin minn af
vöram svo þekkts og viðurkennds
listmálara.
Sigurður hefur verið vinmargur
um ævina, en þar sem hann er nú
orðinn áttræður hafa margir horfið
úr hópnum, sem eðlilegt er. í dag era
bestu vinir hans gæða heiðursmenn
sem hann hittir daglega í eftirmið-
degiskaffi á vinalegu kaffihúsi á
Rauðarárstígnum.
Ég óska vini mínum Sigurði Jóns-
syni málara innilega til hamingju
með áttræðisafinælið og góðrar
heilsu og hamingju á komandi árum.
Auk þess færi ég honum kveðjur og
hamingjuóskir frá fjölda vina hans
vestan frá Vancouver, Kanada.
Lifðu heill, góði vinur!
Helgi Geirsson.
Veður og færð á Netinu
V©/. ALLTA^ mb l.is
EITTH\SA£J /VÝT7
(& ÚTFARARÞJÓNUSTAN „
10 ára
1990 - 2000
Persónuleg þjónusta
Aðstoðum við skrif minningarrgreina
Sími: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is
Rúnar Geirraundsson Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri útfararstjóri
Stökktu til
Kanarí
20. febrúar
0,34.855
Nú seljum við síðustu sætin til Kanan í febrúar, en eyjarnar
eru langvinsælasti vetraráfangastaður okkar og þúsundir
íslendinga ferðast þangað á hverjum vetri til að njóta eins
besta veðurfars heimsins og stytta veturinn hér heima.
Nú bjóðast síðustu sætin til Kanarí á hreint frábærum kjörum.
Þú bókar núna og tryggir þér sæti og 5 dögum fyrir brottför
látum við þig vita hvar þú gistir.
20. febrúar
Verð frá kr.
34.855
20. febrúar, vika, m.v. hjón með 2 böm.
Aukavikafrá kr. 7.700.
Verð kr.
44.990
M.v. 2 í íbúð, 1 vika.
27. febrúar
Verð frá kr.
69.990
Hvenær er laust?
20. feb. - 18 sæti
27. feb. - 11 sæti
12. mars - 21 sæti
19. mars - 31 sæti
26. mars - laust
2. apríl - laust
9. apríl - laust
16. apríl - 29 sæti
2 í smáhýsi, Green Sea, 2 vikur.
Austurstræti 17, 2. hæð,
sími 562 4600.
www.heimsferdir.is
Stjörnuspá á Netinu ^mbl.is
ALLiyKf= e/TTH\SAÐ AÍÝT7
Madagaskar
Náttúruperlan í Indlandshafi
Vesturgata 5,101 Reykjavík
Sími 511 3050
Ferðin skiptist í 2ja vikna dvöl í Madagaskar þar
sem ferðast er um miðbik, suður og vesturhluta
eyjunnar. Að því loknu er boðíð upp á 6 dýrðar-
daga á Máritíus á lúxushótelinu Paradise Cove.
0
LANDNÁMA
Um páskana: 19. april til 2. maí - aðeins 6 vinnudagar.
Framlengíng um viku á Márítíus gegn aukagjaldi
^ Ertu í leít að ævíntýrum?
Viltu fara ótroðnar slóðir á ferðalögum?
Víltu forðast að lenda í hjörð hundruða ferðamanna?
Ertu í hópi náttúruvænna ferðamanna sem vilt leggja þitt af mörkum til
að vernda regnskóga hítabeltísíns?
Viltu njóta hvíldar á eínkaströnd við fagurblátt Indlandshaf?
Viltu skoða plöntu- og dýrategundír sem fínnast hvergi annars staðar í veröldínní?
Landnáma er náttúruvæn ferðaskrifstofa sem
opnar íslendingum dyr að nýjum áfangastöðum og
nýjum ferðamáta. í ferðum Landnámu þarf ekkí að
greíða aukalega fyrir skoðunarferðir og fæðí.
Aðeíns 25 manna sérhópur Íslendínga
Madagaskar: Verð kr. 259.000
Hluti af verði ferðarinnar rennur til
verndunar lífríkis og regnskóga
Madagaskar.