Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 1
19. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bardagarnir í Grosní Mótspyrna skæruliða mjög hörð Moskvu. Reuters, AFP. YFIRSTJÓRN rússneska hersins í Tsjetsjníu sagði í gær að rússneska herliðið í Grosní væri smátt og smátt að ná yfirhöndinni í þeim hverfum borgarinnar þar sem skæruliðar Tsjetsjena veita enn harða mót- spyrnu. Ennfremur héldu rússnesk- ir hermenn aftur af tilraunum upp- reisnarmanna til að brjótast út úr bækistöðvum sínum í fjöllunum í suðurhlutasjálfstjórnarlýðveldisins. In terfax-fréttastofan hafði eftir heimildamönnum hjá hernaðaryfir- völdum að Minutka-torg, þar sem mikilvægar samgönguæðar Grosní mætast, væri á valdi Rússa, en Itur- Tass sagði Rússa ekki hafa nema um þriðjung borgarinnar á valdi sínu sem stendur. Sögðu heimildamenn Tass að mótstaða skæruhða væri svo hörð að það væri álitinn góður ár- angur að komast nokkur hundruð metra áfram á einum degi. AP Loftbelgja- keppni í Sviss LOFTBELGIR líða litskrúðugir upp mót himni í svissneska alpa- bænum Chateau d’Oex í gær, þar sem keppni í flugi þeirra stendur yfirtil 30.janúar. Forseti Ekvadors hrakinn frá völdum og farinn í felur AP Þúsundir Ekvadorbúa fagna því á Sjálfstæðistorginu í miðborg höfuðborgarinnar Quito aðfaranótt gærdagsins að bráðabirgðastjórn undir forystu Carlos Mendoza, æðsta hershöfðingja iandsins, hefði tekið við völdum af Mahuad forseta. Mendoza sagði siðan í gær að bráðabirgðastjórnin hefði verið leyst upp. Herinn segir vara- forsetann taka við Quito, Washington. Reuters, AFP, AP. CARLOS Mendoza, yfirmaður her- afla Ekvadors, lét í gær undan þrýst- ingi frá Bandaríkjamönnum og leysti upp þriggja manna bráðabirgða- stjóm, sem hann hafði áður lýst yfir að hefði tekið við völdum í landinu af ríkisstjórn Jamils Mahuads forseta, sem neitaði að segja af sér en fór í fel- ur í kjölfar múgæsingarmótmæla við stjómarbyggingar í höfuðborginni, Quito. Sagði Mendoza að varaforsetinn, Gustavo Noboa, myndi taka við völd- um. Staðfest var um miðjan dag í gær að Noboa hefði með undirritun tilskipunar í vamarmálaráðuneytinu fallist á að axla ábyrgðina á stjórn ríkisins. Hann er sjötti forseti Ekva- dors á fjómm árum. Áður hafði Mendoza lýst því yfir, að hann, indíánaleiðtoginn Antonio Vargas og fyrrverandi hæstaréttar- dómarinn Carlos Solorzano hefðu myndað bráðabirgðastjóm. Sagðist hershöfðinginn hafa ákveðið að leysa bráðabirgðastjómina aftur upp eftir viðræður við fulltrúa Bandaríkja- stjómar, sem leggja áherzlu á að stjómarskránni verði fýlgt. „Ég vil segja ekvadorsku þjóðinni að við höfum farið með sigur af hólmi,“ sagði indíanaleiðtoginn Varg- as, sem fór fyrir þúsundum manna í kröfugöngum gegn stjórninni í vik- unni. Mótmælin náðu hámarki á fostudag, þegar múgurinn réðst inn í þinghúsið og hermenn sem studdu málstað mótmælenda tóku þátt. Mendoza sagðist ekki vita hvar Mahuad væri niður kominn, þegar hann var beðinn að staðfesta sögu- sagnir um að Mahuad hefði verið tek- inn höndum. Vladimiro Alvarez, tals- maður ríkisstjómar Mahuads, lét þau boð út ganga að forsetinn væri á ömggum stað og með honum væm nokkrir ráðherrar, „til að votta hon- um hollustu sína“. Gríðarlegnr efnahagsvandi Tilefni byltingarinnar gegn Mahu- ad er efnahagsvandinn sem rfidr nú í landinu og er sagður vera sá alvar- legasti um áratuga skeið; verðbólga hefur verið gríðarleg, hagvöxtur neikvæður og atvinnuleysi og fátækt aukizt þá 17 mánuði frá því Mahuad tók við völdum. Svo virtist sem Mahuad væri að ná tökum á efnahagsvandanum þegar hann kynnti fyrr í þessum mánuði róttæka umbótaáætlun, sem meðal annars gekk út á að taka upp Banda- ríkjadollarann sem gjaldmiðil lands- ins, í þeirri von að það yrði til að skapa stöðugleika og hleypa nýju lífi í efnahaginn. Þau áform mættu hins- vegar andstöðu verkalýðsfélaga og hagsmunahópa frumbyggja af indí- ánaættum, á þeirri forsendu að þess- ar aðgerðir rfldsstjómarinnar myndu leiða enn meiri fátækt yfir þá með því að ýta verðlagi upp en halda launum niðri. Neikvæð viðbrögð Viðbrögð annarra þjóða við valda- ráninu vora almennt neikvæð í gær. Bandaríkjastjóm fordæmdi hvers kyns tilraunir til að steypa réttkjör- inni rfidsstjóm. Samtök Ameríku- ríkja, OAS, héldu neyðarfúnd vegna málsins í Washington í gær. Fram- kvæmdastjóri samtakanna, Cesar Gaviria, sagðist í CNN-viðtali „for- dæma þessa atburði, sem hunza leikreglur lýðræðisins". Yinnukönnun vekur upp spurningar 26 Erfítt að gera upp á milli kennslu og rannsókna VINNA í FJAR VINNSL U UMLANDALLT OA VIÐSKIFTIAIVINNULÍF WW Á SUNNUDEQI SUNNUDAGUR .... ..fl Hákarljnn . er örugglega aauður efnmður fær ;^^r:^..mænuna up| iey Bílastæði eða flug- braut? Wellington. Daily Telegraph. FLUGMÁLAYFIRVÖLD í Auekland á Nýja-Sjálandi hafa heitið að taka öryggismálin á flugvelli borgarinnar til endur- skoðunar. Er ástæðan sú, að fyrir nokkmm dögum lá við slysi er japanskur ökumaður var að þvælast um á einni flug- brautinni í leit að bílastæði. Er þota frá ástralska flugfé- laginu Qantas, Boeing 767 með 218 farþega, var að koma inn til lendingar sá flugstjórinn allt í einu bflljós á miðri brautinni og náði að hætta við lendingu á síð- ustu stundu. Þarna var á ferð fimmtugur, japanskur ferða- maður að leita sér að bílastæði. Er hann ólæs á ensku og þurfti túlk er hann var dreginn fyrir dómara. Var honum sleppt gegn tryggingu, en gert að koma ekki nálægt flugvellinum. Lifað yfír ár- þúsundamót London. Morgunblaðið. TALIÐ er að fjöldi Breta hafi treint í sér líftómna til þess eins að upp- lifa árþúsundamótin að því er The Sunday Telegraph segir frá. Rösk- lega 20.700 manns létust í fyrstu viku ársins og segir blaðið, að ekki sé hægt að rekja stóran mun frá þeim fjölda, sem dó síðustu vikuna í desember, til flensunnar því hún hafi heijað jafnt báðar vikurnar. Fólk hafi víða fleytt sér yfir ár- þúsundamótin á viljastyrknum ein- um saman og nefnd eru dæmi um sjúklinga, sem báðu um að meðferð yrði haldið áfram fram á nýárið, en síðan vildu þeir fá frið. Meðaltal lát- inna Breta í fyrstu viku síðustu fimm ára er 15.900. 10 miðaeigendur fá milljón á þriðiudaginn Fáðu þér miða! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings MORGUNBLAÐiÐ 23. JANÚAR 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.