Morgunblaðið - 23.01.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 23.01.2000, Síða 1
19. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bardagarnir í Grosní Mótspyrna skæruliða mjög hörð Moskvu. Reuters, AFP. YFIRSTJÓRN rússneska hersins í Tsjetsjníu sagði í gær að rússneska herliðið í Grosní væri smátt og smátt að ná yfirhöndinni í þeim hverfum borgarinnar þar sem skæruliðar Tsjetsjena veita enn harða mót- spyrnu. Ennfremur héldu rússnesk- ir hermenn aftur af tilraunum upp- reisnarmanna til að brjótast út úr bækistöðvum sínum í fjöllunum í suðurhlutasjálfstjórnarlýðveldisins. In terfax-fréttastofan hafði eftir heimildamönnum hjá hernaðaryfir- völdum að Minutka-torg, þar sem mikilvægar samgönguæðar Grosní mætast, væri á valdi Rússa, en Itur- Tass sagði Rússa ekki hafa nema um þriðjung borgarinnar á valdi sínu sem stendur. Sögðu heimildamenn Tass að mótstaða skæruhða væri svo hörð að það væri álitinn góður ár- angur að komast nokkur hundruð metra áfram á einum degi. AP Loftbelgja- keppni í Sviss LOFTBELGIR líða litskrúðugir upp mót himni í svissneska alpa- bænum Chateau d’Oex í gær, þar sem keppni í flugi þeirra stendur yfirtil 30.janúar. Forseti Ekvadors hrakinn frá völdum og farinn í felur AP Þúsundir Ekvadorbúa fagna því á Sjálfstæðistorginu í miðborg höfuðborgarinnar Quito aðfaranótt gærdagsins að bráðabirgðastjórn undir forystu Carlos Mendoza, æðsta hershöfðingja iandsins, hefði tekið við völdum af Mahuad forseta. Mendoza sagði siðan í gær að bráðabirgðastjórnin hefði verið leyst upp. Herinn segir vara- forsetann taka við Quito, Washington. Reuters, AFP, AP. CARLOS Mendoza, yfirmaður her- afla Ekvadors, lét í gær undan þrýst- ingi frá Bandaríkjamönnum og leysti upp þriggja manna bráðabirgða- stjóm, sem hann hafði áður lýst yfir að hefði tekið við völdum í landinu af ríkisstjórn Jamils Mahuads forseta, sem neitaði að segja af sér en fór í fel- ur í kjölfar múgæsingarmótmæla við stjómarbyggingar í höfuðborginni, Quito. Sagði Mendoza að varaforsetinn, Gustavo Noboa, myndi taka við völd- um. Staðfest var um miðjan dag í gær að Noboa hefði með undirritun tilskipunar í vamarmálaráðuneytinu fallist á að axla ábyrgðina á stjórn ríkisins. Hann er sjötti forseti Ekva- dors á fjómm árum. Áður hafði Mendoza lýst því yfir, að hann, indíánaleiðtoginn Antonio Vargas og fyrrverandi hæstaréttar- dómarinn Carlos Solorzano hefðu myndað bráðabirgðastjóm. Sagðist hershöfðinginn hafa ákveðið að leysa bráðabirgðastjómina aftur upp eftir viðræður við fulltrúa Bandaríkja- stjómar, sem leggja áherzlu á að stjómarskránni verði fýlgt. „Ég vil segja ekvadorsku þjóðinni að við höfum farið með sigur af hólmi,“ sagði indíanaleiðtoginn Varg- as, sem fór fyrir þúsundum manna í kröfugöngum gegn stjórninni í vik- unni. Mótmælin náðu hámarki á fostudag, þegar múgurinn réðst inn í þinghúsið og hermenn sem studdu málstað mótmælenda tóku þátt. Mendoza sagðist ekki vita hvar Mahuad væri niður kominn, þegar hann var beðinn að staðfesta sögu- sagnir um að Mahuad hefði verið tek- inn höndum. Vladimiro Alvarez, tals- maður ríkisstjómar Mahuads, lét þau boð út ganga að forsetinn væri á ömggum stað og með honum væm nokkrir ráðherrar, „til að votta hon- um hollustu sína“. Gríðarlegnr efnahagsvandi Tilefni byltingarinnar gegn Mahu- ad er efnahagsvandinn sem rfidr nú í landinu og er sagður vera sá alvar- legasti um áratuga skeið; verðbólga hefur verið gríðarleg, hagvöxtur neikvæður og atvinnuleysi og fátækt aukizt þá 17 mánuði frá því Mahuad tók við völdum. Svo virtist sem Mahuad væri að ná tökum á efnahagsvandanum þegar hann kynnti fyrr í þessum mánuði róttæka umbótaáætlun, sem meðal annars gekk út á að taka upp Banda- ríkjadollarann sem gjaldmiðil lands- ins, í þeirri von að það yrði til að skapa stöðugleika og hleypa nýju lífi í efnahaginn. Þau áform mættu hins- vegar andstöðu verkalýðsfélaga og hagsmunahópa frumbyggja af indí- ánaættum, á þeirri forsendu að þess- ar aðgerðir rfldsstjómarinnar myndu leiða enn meiri fátækt yfir þá með því að ýta verðlagi upp en halda launum niðri. Neikvæð viðbrögð Viðbrögð annarra þjóða við valda- ráninu vora almennt neikvæð í gær. Bandaríkjastjóm fordæmdi hvers kyns tilraunir til að steypa réttkjör- inni rfidsstjóm. Samtök Ameríku- ríkja, OAS, héldu neyðarfúnd vegna málsins í Washington í gær. Fram- kvæmdastjóri samtakanna, Cesar Gaviria, sagðist í CNN-viðtali „for- dæma þessa atburði, sem hunza leikreglur lýðræðisins". Yinnukönnun vekur upp spurningar 26 Erfítt að gera upp á milli kennslu og rannsókna VINNA í FJAR VINNSL U UMLANDALLT OA VIÐSKIFTIAIVINNULÍF WW Á SUNNUDEQI SUNNUDAGUR .... ..fl Hákarljnn . er örugglega aauður efnmður fær ;^^r:^..mænuna up| iey Bílastæði eða flug- braut? Wellington. Daily Telegraph. FLUGMÁLAYFIRVÖLD í Auekland á Nýja-Sjálandi hafa heitið að taka öryggismálin á flugvelli borgarinnar til endur- skoðunar. Er ástæðan sú, að fyrir nokkmm dögum lá við slysi er japanskur ökumaður var að þvælast um á einni flug- brautinni í leit að bílastæði. Er þota frá ástralska flugfé- laginu Qantas, Boeing 767 með 218 farþega, var að koma inn til lendingar sá flugstjórinn allt í einu bflljós á miðri brautinni og náði að hætta við lendingu á síð- ustu stundu. Þarna var á ferð fimmtugur, japanskur ferða- maður að leita sér að bílastæði. Er hann ólæs á ensku og þurfti túlk er hann var dreginn fyrir dómara. Var honum sleppt gegn tryggingu, en gert að koma ekki nálægt flugvellinum. Lifað yfír ár- þúsundamót London. Morgunblaðið. TALIÐ er að fjöldi Breta hafi treint í sér líftómna til þess eins að upp- lifa árþúsundamótin að því er The Sunday Telegraph segir frá. Rösk- lega 20.700 manns létust í fyrstu viku ársins og segir blaðið, að ekki sé hægt að rekja stóran mun frá þeim fjölda, sem dó síðustu vikuna í desember, til flensunnar því hún hafi heijað jafnt báðar vikurnar. Fólk hafi víða fleytt sér yfir ár- þúsundamótin á viljastyrknum ein- um saman og nefnd eru dæmi um sjúklinga, sem báðu um að meðferð yrði haldið áfram fram á nýárið, en síðan vildu þeir fá frið. Meðaltal lát- inna Breta í fyrstu viku síðustu fimm ára er 15.900. 10 miðaeigendur fá milljón á þriðiudaginn Fáðu þér miða! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings MORGUNBLAÐiÐ 23. JANÚAR 2000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.