Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 GAGNAGRUNNUR A HEILBRIGÐISSVIÐI MORGUNBLAÐIÐ rekstrarleyfisveitandi eða sá, sem hann kann að fela starfrækslu gagnagrunnsins, geti haldið áfram gerð og starfrækslu hans. Rekstrarleyf- ishafi skal í þeim tilfellum að viðsemjandi hans hætti leyfisveitingum eða þjónustu við hugbún- aðinn, verði bú hans tekið til gjaldþrotaskipta eða verði hann af einhverjum ástæðum ekki í stakk búinn til að standa við samninginn, leit- ast við að tryggja að rekstrarleyfishafa, heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyti, eða þeim sem ráðherra kann að fela starfrækslu gagna- grunnsins skuli heimilt að fá afhent gögn, sem nauðsynleg eru til að viðhalda og þróa hugbún- aðinn þrátt fyrir að þau kunni að vera í vörslum annars en rekstrarleyfishafa. Rekstrarleyfis- hafi skal tryggja framangreint í öllum samn- ingum um sérsmíði, aðlögun eða þróun á hug- búnaði. Rekstrarleyfishafi skal tryggja að sérhver starfsmaður hans, fastráðinn eða lausráðinn, sem á eða hefur átt þátt í tilurð hugverkarétt- inda, m.a. gerð og viðhaldi gagnagrunns og þróun, hönnun og viðhaldi hugbúnaðar, undir- gangist í ráðningarsamningi eða með annarri skriflegri skuldbindingu ákvæði um að hug- búnaðurinn og hugverkaréttindi séu að fullu og öllu eign rekstrarleyfishafa og að honum sé heimilt að nýta og ráðstafa þartilgreindum réttindum hérlendis og erlendis með sérhverj- um hætti sem nú þekkist eða síðar kann að tíðkast, framselja þau þriðja aðiia að hluta eða í heild og breyta og þróa áfram þau verk er rétt- indin kunna að taka til. í ráðningarsamningi eða skuldbindingu samkvæmt grein 8.7. skal koma fram yfirlýsing starfsmanns um að honum sé óheimilt að veita öðrum aðgang að upplýsingum eða gögnum sem tilheyra hugbúnaði eða hugverkaréttind- um eða nota slík gögn eða upplýsingar í sjálfs síns þágu eða annarra. Rekstrarleyfishafa er óheimilt að framselja til þriðja aðila eða veita þriðja aðila nokkur þau réttindi yfir hugbúnaði, gagnagrunni eða önn- ur hugverkaréttindi sem koma í veg fyrir að rekstrarleyfisveitandi eða sá sem hann kann að fela starfrækslu gagnagrunnsins geti við lok rekstrarleyfisins nýtt sér hugbúnaðinn, gagna- grunninn eða réttindin við starfrækslu gagna- grunnsins. Rekstrarleyfishafi skal tryggja að ákvæðum þessarar greinar verði framfylgt meðal annars í samningum um afhendingu upplýsinga úr gagnagrunninum. Við lok gildistíma rekstrarleyfis er rekstrar- leyfishafi skyldugur til að gera það sem nauð- synlegt er til þess að rekstrarleyfisveitandi eða sá sem hann kann að fela starfrækslu gagna- grunnsins geti nýtt sér hugverkaréttindi, svo sem að undirrita sérstaka samninga við rekstr- arleyfisveitanda, gefa út staðfestingar til þriðja aðila eða vegna skráningar réttinda sé þess þörf hérlendis eða erlendis. Sé rekstrarleyfishafi, þegar rekstrarleyfið fellur úr gildi, eigandi höfundaréttar að hug- búnaði, eða eigandi annarra hugverkaréttinda, sem notuð eru við gerð og starfrækslu gagna- gnmnsins, skal hann næstu tvö ár eftir að leyf- ið fellur úr gildi láta rekstrarleyfisveitanda, eða þeim sem hann kann að fela starfrækslu gagna- grunnsins, í té afnot af nýjum útgáfum er hann kann að þróa á hugbúnaðinum. Rekstrarleyfishafi skal tryggja að öll gögn er varða hugbúnað, m.a. handbækur, kerfislýs- ingar og frumforrit, og gögn er varða gagna- grunninn og önnur hugverkaréttindi séu varð- veitt með tryggilegum og skipulegum hætti. Skal meðferð gagnanna á gildistíma rekstrar- leyfis jafnan vera með þeim hætti, komi til aft- urköllunar leyfisins, að rekstrarleyfishafa sé unnt að afhenda þau rekstrarleyfisveitanda, eða þeim sem hann kann að fela starfrækslu gagnagrunnsins, og að unnt sé þá þegar að taka við gerð eða starfrækslu gagnagrunnsins. í fyrsta sinn ári eftir að rekstrarleyfi þetta er gefið út og síðan árlega á gildistíma leyfisins er starfrækslunefnd heimilt að láta fram- kvæma könnun á gögnum rekstrarleyfishafa í því skyni að staðreyna að ákvæðum 8. gr. rekstrarleyfisins og ákvæðum í viðauka G um öryggiskröfur og skilyrði tölvunefndar um meðferð gagna sé framfylgt. Skal rekstrarleyf- ishafa skylt að veita aðgang að starfsstöð sinni og gögnum í þessum tUgangi 9. gr. Meðferð við niðurfellingu rekstrarleyfis. 9.1. Þegar rekstrarleyfi fellur úr gildi sam- kvæmt ákvæðum greinar 15.1. eða verði rekstrarleyfið afturkallað eða rekstrarleyfis- hafi sviptur því samkvæmt ákvæðum laga, reglugerða eða ákvæða í leyfinu sjálfu skal rekstrarleyfisveitandi taka ákvörðun um með- ferð og starfrækslu gagnagrunnsins. Starf- rækslunefnd starfrækir gagnagrunninn uns endanleg ákvörðun hefur verið tekin um starf- rækslu hans til frambúðar. 9.2. Rekstrarleyfishafi skal þegar rekstrar- leyfi fellur úr gUdi afhenda rekstrarleyfisveit- anda, eða þeim sem ráðherra kann að fela starfrækslu gagnagrunnsins, gagnagrunninn og öll gögn er varða hugbúnað er hann á eign- Samræmt sjúkra skrárkerfi fyrir allar stofnanir VEGNA undirbúnings útgáfu rekstrarleyfis fyrir miðlægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði hefur verið unnin almenn kröfulýsing fyrir sjúkraskrárkerfi og önnur um lág- markskröfur til gagnagrunna og upp- lýsingakerfa með heilbrigðisupplýsingum. Kröfulýsingarnar eru viðauki við rekstrar- leyfið og eru í raun hluti af rekstrarleyfinu. Lýsingarnar eru unnar af tveimur starfs- húpum sem báðir eru undir forystu Ingimars Einarssonar skrifstofustjúra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Meginmarkmiðið með almennri kröfulýs- ingu fyrir sjúkraskrárkerfi er að samræma skráningu á upplýsingum, samræma form helstu upplýsinga sem fara á milli stofnana og kerfa innan heilbrigðiskerfisins og skil- greina lágmarkskröfur. Auk þess eru til- greindar almennar kröfur sem gerðar eru um virkni slíks kerfis. í kröfulýsingunni eru settar fram grunn- kröfur fyrir tölvukerfi sem heldur utan um gögn sjúklings sem verða til við komu eða legu á stofnunum. Kerfið þarf að halda utan um grunnupplýsingar um sjúkling, fram þarf að koma ástæða komu hans á sjúkra- stofnun, skoðun, meðferðir, árangur og af- drif. Auk þess þarf kerfið að halda utan um öll formleg samskipti milli heilbrigðisstarfs- manna um sjúklinginn, til dæmis bréf, beiðn- ir og svör. Kerfið þarf að geta haft sam- skipti við önnur tölvukerfi innan og utan stofnunar. Farið er ítarlega yfir hvað skuli að lág- marki skrá í rafræna sjúkraskrá og hvaða upplýsingar skuli dulkúðaðar. Þá eru fyrir- mæli um öryggismál, í þeim tilgangi að veija persúnuupplýsingar fyrir úheimilum aðgangi, breytingum eða miðlun. Á grundvelli kröfulýsingar er það síðan heilbrigðisyfirvalda, einstakra heilbrigðis- stofnana eða annarra rekstraraðila að út- vega hugbúnað og tölvukerfi sem uppfylla kröfurnar. Stöðulýsing á heilbrigðisupplýsingum í skýrslunni um lágmarkskröfur til gagna- grunna og upplýsingakerfa er að finna nokkurs konar stöðulýsingu á tölfræðilegum heilbrigðisupplýsingum. Ekki er sérstaklega gert ráð fyrir breytingum á þeim. Heildrænar upplýsingar um heilbrigðis- mál eru aðallega birtar af fjúrum aðilum, það er að segja heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu, landlæknisembættinu, Hagstofu Islands og Þjúðhagsstofnun. Til- koma gagnagrunns á heilbrigðissviði verður viðbút við núverandi söfnun og úrvinnslu upplýsinga, þú að ekki sé með öllu ljúst hvernig það verði. Upplýsingarnar eru meðal annars notaðar við stefnumútun heilbrigðisyfirvalda og áætlana og skýrslugerð. í skýrslunni er gefíð yfirlit yfír núverandi söfnun hagtalna um heilbrigðismál og aðrar heilbrigðisupplýsingar. Veittar eru upp- lýsingar um þarfir ráðuneytisins, landlækn- is, Hagstofu, Þjúðhagsstofnunar og fleiri op- inberra aðila fyrir tölulegar og aðrar upplýsingar um heilbrigðismál á aðgengi- legu formi. Upplýsingarnar eru einkum ætl- aðar til gerðar heilbrigðisskýrslna, land- hagsskýrslna, áætlana og mats á árangri þeirra, stefnumútunar og annarra verkefna á vegum þessara aðila. arrétt að og nauðsynleg eru til gerðar og starf- rækslu gagnagrunnsins m.a. kerfislýsingar og frumforrit. Jafnframt skal rekstrarleyfishafi afhenda nauðsynleg skilríki fyrir framsali eða veitingu nytjaleyfa til annars hugbúnaðar sem nauðsynlegur er til gerðar og starfrækslu gagnagrunnsins. Við afhendingu gagna skal fylgt fyrirmælum í viðauka G um tækni-, ör- yggis- og skipulagsskilmála tölvunefndar um meðferð gagna eða eftir atvikum skjali, er kem- ur í þess stað við endurskoðun skilmálanna. Þegar rekstrarleyfi fellur úr gildi er rekstr- arleyfishafa í næstu níu mánuði eftir að rekstr- arleyfið rennur út skylt án sérstaks endur- gjalds að láta rekstrarleyfisveitanda og starfrækslunefnd í té afnot af öllum vél- og hugbúnaði sem nauðsynlegur er til gerðar og starfrækslu gagnagrunnsins. Rekstrarleyfis- veitandi skal á þessu tímabili greiða þjónustu- gjöld og sambærileg gjöld vegna hugbúnaðar, þ.m.t. leyfisgjöld af einkaleyfum og skráning- argjöld vegna annarra réttinda er kunna að vera gjaldkræf á þessu tímabili. Rekstrarleyfishafi skal á níu mánaða tíma- bili eftir að rekstrarleyfið fellur úr gildi sam- kvæmt grein 15.1. eða af öðrum ástæðum tryggja að hugverkaréttindi falli ekki niður eða fari forgörðum af öðrum ástæðum. Rekstrar- leyfishafi skal, í samráði við leyfisveitanda og starfrækslunefnd, gera í þessu tilliti allar nauð- synlegar ráðstafanir, m.a. samkvæmt samn- ingum er rekstrarleyfishafi á aðild að við þriðja aðila, til skráningar réttinda og aðrar ráðstaf- anir sem kann að vera kveðið á um í lögum. í sjálfstæðum samningi á milli rekstrarleyf- ishafa og leyfisveitanda, sem undirritaður hef- ur verið við útgáfu rekstrarleyfisins, er nánar kveðið á um með hvaða hætti réttindi rekstrar- leyfishafa, sem til hefur verið stofnað, skulu ganga til leyfisveitanda við lok rekstrarleyfis- ins. Eitt af skilyrðum fyrir útgáfu rekstrarleyf- isins er tilvist og gildi slíks samnings. Vanefnd- ir á samningnum geta valdið missi rekstrarleyfis. 10. gr. Greiðsla kostnaðar o.fl. Rekstrarleyfishafi skal á gildistíma rekstr- arleyfisins árlega greiða íslenska ríkinu kostn- að og gjöld svo sem nánar er kveðið á um hér á eftir í greinum 10.2 - 10.8 og í reglugerð um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Rekstrarleyfishafi skal greiða allan kostnað við undirbúning og útgáfu rekstrarleyfisins og fer um greiðslu þessa eftir ákvæðum reglu- gerðar um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Rekstrarleyfishafi skal greiða allan kostnað af starfi starfrækslunefndar. Eftir lok hvers mánaðar skal gera rekstrarleyfishafa reikning vegna kostnaðar af starfi nefndarinnar í liðnum mánuði. Reikninginn skal greiða innan 15 daga frá útgáfu hans. Rekstrarleyfishafi skal greiða allan kostnað sem tengist þjónustu og eftirliti með starf- rækslu gagnagrunnsins, þ.m.t. eftirliti tölvu- nefndar og kostnaði landlæknis við útgáfu og kynningu á réttindum sjúklinga, sbr. 8. gr. laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Eftir lok hvers mánaðar skal gera rekstrarleyfishafa reikning vegna kostnaðar samkvæmt grein 10.4 í liðnum mánuði. Reikninginn skal greiða innan 15 daga frá útgáfu hans. Rekstrarleyfishafi skal greiða allan kostnað sem stofnað er til við vinnslu upplýsinga til flutnings í gagnagrunn á heilbrigðissviði, þ.e. allan kostnað við vinnslu upplýsinga heilbrigð- isstofnana og sjálfstætt starfandi heilbrigðis- starfsmanna til flutnings í gagnagrunninn og við gerð samræmds upplýsingakerfis, sbr. grein 4.8, eins og nánar verður mælt fyrir í samningum rekstrarleyfishafa við þá aðila sem hér um ræðir. Auk greiðslu á kostnaði samkvæmt grein 10.1 til 10.5 mun rekstarleyfishafi á grundvelli sjálfstæðs samnings við leyfisveitanda, sem undirritaður hefur verið við útgáfu rekstrar- leyfisins og er jafnframt eitt af skilyrðum fyrir útgáfu þess, greiða fast endurgjald til íslenska ríkisins og hagnaðarhlutdeild af rekstri ís- lenskrar erfðagreiningar ehf. og skal þeim var- ið til eflingar heilbrigðisþjónustu, rannsókna ogþróunar. Rekstarleyfishafi skal inna af hendi allar greiðslur sínar samkvæmt liðum 10.2, 10.3 og 10.4 hjá ríkisféhirði. Um greiðslur samkvæmt liðum 10.5 og 10.6 fer samkvæmt nánara sam- komulagi. Standi rekstrarleyfishafi ekki í skilum með þær greiðslur sem honum ber að inna af hendi á gildistíma rekstrarleyfisins samkvæmt þess- ari grein eða honum ber að standa skil á sam- kvæmt samningi á grundvelli greinar 10.6 get- ur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra svipt rekstrarleyfishafa rekstrarleyfinu. 11. gr. Eftirlit. Starfrækslunefnd skal hafa umsjón með því að við starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðis- sviði sé í hvívetna fylgt ákvæðum laganna, reglugerða settra samkvæmt þeim og skilyrð- um rekstrarleyfisins. Nefndin skal fylgjast með öllum fyrirspurnum og úrvinnslu úr gagnagrunninum og skal reglulega senda vís- indasiðanefnd skrá yfir allar fyrirspurnir sem gerðar eru í gagnagrunninum, ásamt upplýs- ingum um fyrirspyrjendur. Nefndin skal tafar- laust gera ráðherra og tölvunefnd viðvart ef hún telur að misfellur séu á starfrækslu gagna- grunnsins. Nefndin skal jafnframt veita heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyti og land- lækni ráðgjöf varðandi nýtingu upplýsinga úr grunninum. Tölvunefnd hefur eftirlit með gerð og starf- rækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði að því er varðar skráningu og meðferð persónuupplýs- inga og öryggi gagna í gagnagrunninum og annast eftirlit með því að þeim skilmálum sem hún setur sé fylgt. Þverfagleg siðanefnd skal meta rannsóknir sem gerðar eru innan fyrirtækis rekstrarleyf- ishafa og fyrirspumir sem berast. Mat nefnd- arinnar verður að hafa leitt í Ijós að engin vís- indaleg eða siðfræðileg sjónarmið mæli gegn framkvæmd rannsókna eða vinnslu fyrir- spurna. Endurskoðandi ársreiknings rekstrarleyfis- hafa skal árlega, þegar eftir að ársreikningur hans hefur verið samþykktur, senda leyfisveit- anda staðfestingu á því að ákvæði rekstrarleyf- isins um fjárhagslegan aðskilnað hafi verið virt. Ríkisendurskoðun skal hafa eftirlit með því að greiðslur og uppgjör rekstrarleyfishafa fari fram í samræmi við ákvæði rekstrarleyfisins og lög þar að lútandi. Rekstrarleyfishafa er skylt að láta Ríkisendurskoðun í té aðgang að öllum gögnum og upplýsingum í þessu efni. Rekstrarleyfishafa er óheimilt að hefja flutn- ing í gagnagrunninn og vinnslu í honum fyrr en öll skilyrði rekstrarleyfisins eru uppfyllt að mati eftirlitsaðila til starfrækslu gagnagrunns- ins. Bijóti leyfishafi gegn ákvæðum rekstrar- leyfisins eða laganna skal ráðherra veita hon- um skriflega aðvörun og hæfilegan frest til úr- bóta. Aðgerðarleysi rekstrarleyfishafa, ásetn- ingur og stórkostlegt gáleysi varðar aftur- köllun rekstrarleyfis. 12. gr. Framsal og aðfararhæfí. 12.1.Rekstrarleyfi og gagnagrunnur á heil- brigðissviði eru hvorki framseljanleg né aðfar- arhæf. Óheimilt er að setja rekstrarleyfið og gagnagrunninn til tryggingar hvers konar fjárskuldbindingum. gr. Agreiningsmál. 13.1 Rísi ágreiningur um framkvæmd sam- kvæmt rekstrarleyfinu eða um túlkun leyfisins að öðru leyti skera íslenskir dómstólar úr ágreiningi. Aðilum er þó heimilt að leggja slík ágreiningsmál fyrir gerðardóm takist um það fullt samkomulag með aðilum. gr. Leyfissvipting, refsingar, viðurlög og bætur. 14.1Um afturköllun og sviptingu rekstrar- leyfis, refsingar og bótaskyldu vísast til VI. kafla laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði, sbr. 13. -17. gr. laganna. gr. Gildistími, endurskoðun og útgáfa leyfis. Rekstrarleyfið öðlast gildi þann dag sem það er gefið út með öllum þéim skilyrðum, réttind- um og skyldum sem fram koma í leyfinu. Rekstrarleyfið gildir til og með 21. janúar árið 2012. Óheimilt er að hefja vinnslu gagnagrunnsins fyrr en öll skilyrði rekstrarleyfisins hafa verið uppfyllt að mati eftirlitsaðila. Rekstrarleyfið skal tekið til endurskoðunar eigi síðar en 1. október árið 2008. Taka má rekstrarleyfið til endurskoðunar ef fram kem- ur krafa þess efnis frá rekstrarleyfishafa eða heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Rekstrarleyfið er alfarið háð ákvæðum laga nr. 139/1998, um gagnagrunn á heilbrigðissviði, og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra. Leyfið skal koma til endurskoðunar af hálfu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ef breytingar verða gerðar á lögunum eða reglu- gerðum settum samkvæmt þeim. Rekstrar- leyfið skal einnig koma til endurskoðunar ef það samræmist ekki íslenskri löggjöf eða reglum eða alþjóðlegum samningum, sáttmál- um og samþykktum sem ísland er aðili að á hverjum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.