Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 33 STOFNAÐ 1918 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR EGAR umræður stóðu yfir um byggingu álversins í Straumsvík fyrir bráðum fjór- um áratugum trúðu menn því, að stóriðja mundi draga úr sveiflunum í íslenzku atvinnu- lífi, sem einkenndu sjávarút- veginn ekki sízt. Sumarið 1966 veiddum við rúmlega eina mil- ljón tonna af síld, sumarið 1967 veiddum við um 150 þúsund tonn og sumarið 1968 fórum við niður fyrir 100 þúsund tonn. Þessar tölur segja sína sögu. Og þess vegna þarf engan að undra, þótt stuðningur við byggingu álvers í Straumsvík hafí verið mikill á þeim tíma. Rúmum áratug síðar upp- götvaði þjóðin, að það urðu ekki síður sveiflur í stóriðju en sjávarútvegi. Það kom í ljós, þegar mikið verðfall varð á af- urðum járnblendiverksmiðj- unnar í Hvalfirði, sem Islend- ingar áttu þá meirihluta í. Sú meirihlutaeign var þannig til- komin, að Alþýðubandalagið hafði haldið uppi harðri gagn- rýni á það, að Svisslendingar ættu álverið í Straumsvík og beitti sér fyrir þeirri stefnu- mörkun í vinstri stjóyninni, sem sat 1971 til 1974, að íslend- ingar skyldu eiga meirihluta í næsta stóriðjuveri. Það varð ekki ferð til fjár. Nú erum við reynslunni rík- ari og áttum okkur betur á því, hvernig stórfyrirtæki vinna á alþjóðavísu. A síðustu misserum hefur ol- ía hækkað mjög í verði eins og landsmenn hafa fundið óþyrmi- Árvakurhf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. lega fyrir. Ástæðan er sú, að OPEC, samtök olíuframleiðslu- ríkjanna, hafa náð samstöðu um að draga stórlega úr fram- leiðslu sinni og minnkað þannig framboð á heimsmarkaði, sem aftur hefur leitt til þess, að olíuverð hefur stórhækkað. Þessi ákvörðun OPEC-ríkj- anna hefur því haft bein áhrif á lífskjör okkar hér sem annarra. Benzínið hefur hækkað. Vísi- talan hefur hækkað vegna benzínhækkunar. Húsnæðis- lánin og bílalánin hafa hækkað vegna vísitöluhækkunarinnar o.s.frv. Auk þess hefur kostn- aður atvinnufyrirtækjanna hækkað og þá ekki sízt útgerð- arinnar, sem notar mikið af ol- íu. Á sama tíma og olían hefur hækkað í verði hefur álverð líka hækkað, sem hefur að sjálfsögðu komið okkur til góða með ýmsum hætti vegna þess, að nú eru rekin hér tvö álver. Ekki er óeðlilegt að hækkandi álverð verði til þess að auka mönnum bjartsýni varðandi nýtt álver á Reyðarfirði, sem á að verða að meirihluta í ís- lenzkri eigu, alveg eins og járn- blendiverksmiðjan forðum daga. En í álheiminum er ekki allt sem sýnist, ekkert frekar en í öðrum slíkum atvinnugreinum. Á undanförnum árum hafa ál- fyrirtækin dregið mjög úr framleiðslu sinni vegna lækk- andi verðs á áli. Þessi fram- leiðsluminnkun hefur haft sömu áhrif og framleiðslu- minnkun OPEC-ríkjanna, ál- verðið hefur hækkað. Hækkandi álverð hefur hins vegar orðið til þess að stóru ál- fyrirtækin hafa nú ákveðið að auka framleiðslu sína á nýjan leik. Þannig lýsti Alcoa því yfír fyrir nokkrum dögum, að fyrir- tækið, sem hafði dregið úr framleiðslu sinni sem svaraði 450 þúsund tonnum á ári mundi auka hana um 200 þúsund tonn. Þrátt fyrir þessa aukningu hefur Alcoa enn möguleika á að auka álframleiðslu sína með skömmum fyrirvara um 250 þúsund tonn til viðbótar, Alcan getur aukið framleiðslu sína um 130 þúsund tonn og Reyn- olds um 47 þúsund tonn. Þessar aðferðir olíufyrir- tækjanna til þess að hækka ol- íuverð með minnkandi fram- leiðslu sýna að við íslendingar, eins og aðrar þjóðir, getum í engu ráðið örlögum okkar að þessu leyti. Lífskjör okkar versna eða batna eftir því hvaða ákvarðanir OPEC-ríkin taka. Með sama hætti verðum við lítið peð á álmarkaðnum. Með einu pennastriki geta stóru ál- fyrirtækin minnkað eða aukið framleiðslu eftir því sem hent- ar hagsmunum þeirra og þar með stuðlað að lægra eða hærra álverði allt eftir því, hvernig kaupin gerast á eyr- inni, sem við getum engin áhrif haft á. Væntanleg fjárfesting okkar í álveri á Reyðarfirði er því áhættufjárfesting, sem nánast ómögulegt er að byggja á ein- hverjum skynsamlegum út- reikningum eins og dæmin sanna. Þess vegna hlýtur það að vera áleitin spurning, hvort við eigum að taka svo mikla áhættu vegna byggingar álversins á Reyðarfirði, sem stefnt er að. í ljósi þeirra miklu sveiflna, sem eru í álverði á heimsmarkaði og þeirra aðferða, sem stóru álfyr- irtækin nota til þess að hafa áhrif á markaðinn, er umhugs- unarefni, hvort ekki sé skyn- samlegra að erlendir aðilar taki á sig stærri hluta af þessari áhættu en nú er rætt um. OLÍA OG ÁL M: SVO FÓRSTU heim um vorið, Gunn- laugur? G: Já, þegar leið fram á vorið, hafði ég eytt öllum þeim pen- ingum, sem ég hafði unnið mér inn á mörgum árum. Ég hafði samt lítið samvizkubit út af þessu, því að ég hafði lifað sparlega og notað tímann vel. Áður en ég fór heim, sneri ég mér að ráðum fóstra míns til einhvers gamals æskuvinar hans, sem þá var orðinn ríkur kaupsýslumaður í Kaupmannahöfn. Erindið var að grennslast eftir, hvort ég gæti fengið einhverja vinnu hjá honum yíir sumarið. Mér var mjög á móti skapi að hitta þennan mann, því ég hafði einhvem veginn á tilfinningunni, að það væri þýðingar- laust. Þessi grunur minn reyndist réttur, því þessi ríki maður svaraði mér á þá leið, er ég bar upp erindi mitt ásamt kveðju frá fóstra mínum, að fóstri minn væri sér skuldugur og það væru lítil meðmæli, að ég bæri sér kveðju frá honum, og var mér síðan vísað á dyr. M: Og þar með fórstu aftur heim til íslands? G: Já. M: Og hvernig þótti þér að koma heim aftur? G: Heldur tómlegt. í Kaupmanna- höfn hafði ég getað unnið sleitulaust að málverkinu eða skoðað myndir, nú lá ekki annað fyrir en að fá vinnu við eitthvað til þess að afla farareyris að nýju. Um styrki var ekki að tala, ég reyndi ýmislegt í þá átt án árang- urs. Ég dvaldist í Reykjavík fyi-st eftir að ég kom að ut- an, fór síðan austur til Seyðisfjarðar, þar reyndist mér auðvelt að fá atvinnu, stund- um við að mála hús, af- greiða í búð eða skipa upp vörum. Ég notaði frístundimar til að teikna og mála og fann glöggt, hve mikið gagn ég hafði haft af skólaverunni úti, þó stutt væri. M: En hvenær fórstu aftur utan? G: Það var haustið 1925 og þá náði ég þeim áfanga að komast á akadem- iuna. M: En kennarar þínir í Dan- mörku? G: Þennan fyrsta vetur minn á listaskólanum var ég nemandi Ein- ars Nielsens. Hann var 19. aldar listamaður og af þeim skóla, sem nú- tímamenn og abstraktlistin er sleitu- laust að jarða. Einar Nielsen er þó bæði sem maður og listamaður einn þeirra, sem ég mun, þrátt fyrir allt, ekki gleyma. Hann var heldur hastur og óþægilegur, hefði sómt sér vel sem liðþjálfi undir berum himni. Maður fékk svona klausu hjá honum stundum: „Þetta er snilld, maður tekur ofan fyrir yður. Svona nokkuð eins og þér eruð að gera getið þér máski haft til sölu í búðum, þar sem selt er spejesíld og koks eða þurrk- aður saltfiskur.“ Svo hneigði hann sig og gekk á brott. Einar Nielsen var ekki hár maður vexti, þéttur, en ekki sterklegur. Hann hafði ákaflega fínlegar og vel formaðar hendur, en annars var hann heldur grófgerður. Hann hafði það fyrir sið að ganga um gólf í kennslustofunni eða rigsa. Eitt sinn stanzaði hann hjá mér, leit upp á fyr- irsætuna, sem stóð uppi á pallinum í allsnakinni dýrð hins kvenlega lík- ama og sagði kuldalega: „Er þetta ekki fagurt?“ Og ég stamaði: „Jú, mjög fagurt." ,Því teiknið þér þá stúlkuna eins og hún væri eitthvert kjötflykki og óskapnaður, en ekki venjuleg manneskja?" spurði hann. Svo byrjaði hann að leiðbeina, það var gert með mikilli samvizkusemi. Hann hældi stundum nemendum, en tók það venjulega aftur, líkt og hon- um hefði orðið á einhver skyssa. Það kom oft fyrir, að hann sat við glugg- ann að morgni dags og lét sjá sig á bak við tjöldin, í þann mund sem nemendurnir mættu. Einn morgun kom hann upp í kennslustofuna og var heldur gustillur. Hann saknaði tveggja nemenda og spurði, hvort þeir hefðu sézt þann morgun, en fékk neikvæð svör. Stuttu siðar kom hann aftur, en nemendurnir voru ókomnir. En þegar hann ætlaði að ganga út, komu þeir í flasið á honum. Hann greip þá stól og sló honum í gólfið fyrir framan hina seku og fór stóllinn í mola. Síðan vísaði hann þessum tveimur mönnum úr skólan- um, sakargiftirnar voru eftirfarandi: Virðingarleysi fyrir listaskólanum og prófessorunum við skólann, áhugaleysi við nám, óstundvísi og fikt, því að hann hafði staðið þessa tvo nemendur að því að teikna skrípamyndir af prófessorunum. Nemendurnir tveir flýðu í ofboði, en óhug sló á okkur hin, sem inni vorum. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF SKÖMMU FYRIR HÁDEGI í dag, laugardag, undirrit- aði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra rekstr- arieyfi fyrir íslenzka erfða- greininingu hf. til þess að byggja upp og reka miðlæg- an gagnagrunn á heilbrigð- issviði, sem miklar deilur hafa staðið um í tæp tvö ár. Með undirskrift og útgáfu rekstrar- leyfisins verða ákveðin þáttaskil í þessu máli og nú er komið að íslenzkri erfðagreiningu að sýna í framkvæmd, að hægt sé að nota slíkar upplýsingar á þann hátt, sem haldið hefur verið fram. En útgáfa þessa rekstrarleyfis markar einnig önnur tímamót, sem vert er að vekja athygli á og hafa þýðingu fyrir umræður um önnur þjóðfélagsmál. í þeim samningum, sem gerðir hafa verið við íslenzka erfðagreiningu og birtir eru að hluta í þessu tölublaði Morg- unblaðsins en nánast að öll leyti á netútgáfu Morgunblaðsins er gert ráð fyrir, að fyrir- tækið greiði allan kostnað af gerð samnings- ins sjálfs auk kostnaðar við að byggjagagna- grunninn upp og markaðssetja hann. I þessu felst, að skattgreiðendur bera ekki kostnað af þessari umfangsmiklu samningagerð svo nokkru nemi. I öðru lagi er gert ráð fyrir, að fyrirtækið greiði árlega sérstakt árgjald til íslenzka rík- isins, sem veija skal til þess að efla heilbrigð- isþjónustu til rannsókna og þróunar. Þetta fastagjald nemur 70 milljónum króna á ári verðtryggt en er háð því að samningar náist við einstök tilgreind sjúkrahús um aðgang að upplýsingum úr sjúkraskrám og meðferð þeirra. I þriðja lagi er gert ráð fyrir að íslenzka ríkið fái í sinn hlut 6% af hagnaði íslenzkrar erfðagreiningar hf. fyrir álagningu skatta. Þessi greiðsla skal þó aldrei nema hærri upp- hæð en 70 milljónum króna. Heildargreiðslur geta því aldrei numið hærri upphæð en 140 milljónum króna á ári eða samtals á samningstímanum tæplega 1.700 milljónum króna. Upphæðir og aðferð við að tryggja þjóðinni hlutdeild í rekstri gagnagrunnsins er að sjálf- sögðu álitamál. Að sinni verður ekki lagður dómur á það. Miðað við þær upphæðir, sem sýnast vera á ferðinni í þessum geira við- skiptalífsins eru þetta ekki umtalsverðar greiðslur. Hér verður hins vegar ekki fjallað um þann þátt málsins heldur það grundvall- aratriði, sem um er að tefla. Með því að safna saman með þessum hætti upplýsingum um heilsufar þjóðarinnar og fleira hefur hugsanlega verið búin til ný auð- lind. Með lögunum sem sett voru um gagna- grunninn og því rekstrarleyfi, sem nú hefur verið gefið út hafa Alþingi og ríkisstjórn tekið þá stefnumarkandi ákvörðun, að eðlilegt sé að gjald sé tekið fyrir nýtingu á auðlind af þessu tagi. Þegar umræður um miðlægan gagnagrunn hófust komu fljótlega fram þau sjónarmið, að hér væru á ferðinni upplýsingar, sem hlytu að teljast í þjóðareign. Með því að safna þeim saman í miðlægan tölvugrunn væri til orðin auðlind í þeim skilningi, að hugsanlega væri hægt að hafa tekjur af nýtingu þeirra upp- lýsinga. Þar sem upplýsingarnar væru óum- deilanlega þjóðareign, þegar þær væru komnar saman í slíkan grunn væri óeðlilegt að veita einum eða fleiri aðilum tækifæri til að nýta þær án þess að greiðsla kæmi fyrir. Þegar ríkisstjórnin lagði fram á Alþingi frumvarp um þetta efni var þetta sjónarmið viðurkennt, þar sem heilbrigðisráðherra var falið að semja við rekstrarleyfishafa um hlut- deild þjóðarinnar í hugsanlegum hagnaði. Á þeim tíma vakti Morgunblaðið athygli á því, að í framlagningu frumvarps með þessu ákvæði fælist stefnumarkandi afstaða af hálfu ríkisstjórnarinnar, sem hægt væri að útfæra á fleiri svið. Nú hefur þessari stefnumörkun verið fylgt eftir í framkvæmd, sem markar ákveðin þáttaskil í umræðum um þessi mál og má telja líklegt að í kjölfar samkomulagsins við Is- lenzka erfðagreiningu verði ráðamenn opnari fyrir því að semja um slíka hlutdeild í öðrum atvinnugreinum, hvort sem um er að ræða fiskveiðar, orku fallvatna eða farsíma-, sjón- vaiTis- og útvarpsrásir. Áf þessum sökum eru ákvæði samkomu- lagsins við íslenzka erfðagreiningu um greiðslur mikilvæg, þótt sitt muni sýnast hverjum um upphæðir og aðferðir eins og á eftir að koma í ljós. í MORGUNBLAÐ- inu í dag, laugardag, er skýrt frá því, að fyrir dyrum standi í símarásum fyrir nýja svonefnda UMTS-síma. Símarásir á uppboði Bretlandi uppboð á kynslóð farsíma, Hinn 12. janúar sl. þurftu fyrirtæki að sækja um að fá að taka þátt í uppboðinu og sýna að þeim væri alvara með því að leggja fram greiðslu að upphæð 50 milljónir sterlings- punda. Hinn 14. febrúar nk. verður tOkynnt hverj- ir fá að taka þátt í uppboðinu. Sjálft uppboðið hefst 6. marz nk. og skýrt verður frá því hverjir hafi fengið úthlutað rásum hinn 24. marz. Leyfi verða svo afhent 22. júní nk. Gert er ráð fyrir, að brezkir skattgreiðend- ur fái í sinn hlut 1,5 milljarða sterlingspunda en um er að ræða 5 símarásir. Finnar hafa þegar boðið upp slíkar síma- rásir svo og Spánverjar og gert er ráð fyrir að Þjóðverjar geri slíkt hið sama í júnímánuði nk. í þessari meðferð mála felst grundvallar- breyting frá því, sem verið hefur. Með því að bjóða upp símarásirnar er viðurkennt af hálfu stjómvalda að um takmörkuð hlunnindi sé að ræða. Þess vegna sé eðlilegt að hinn almenni borgari fái eitthvað í sinn hlut í því formi að endurgjald renni í almannasjóði og jafnframt er auðvitað ljóst, að þessi aðferð tryggir að klíkuskapur ræður ekki ferðinni heldur sitja allir, sem áhuga hafa á að nýta sér þessi hlunnindi við sama borð. Uppboð á símarásum hafa farið fram í Bandaríkjunum og hafa gefizt vel, þótt dæmi sé um, að þau hafi mistekizt í einstaka tilvik- um. Má í þessu sambandi vísa til greina eftir ungan hagfræðinema, Jón Steinsson, sem fjallaði um uppboð sem þessi í athyglisverð- um greinum hér í Morgunblaðinu seint á síð- astaári. Það er tímabært að stjómvöld hugi að þessum málum hér. Sjónvarpsrásir, útvarps- rásir og farsímarásir em takmörkuð hlunn- indi. Þótt tækniframfarir kunni að breyta því í framtíðinni er þetta veruleikinn í dag. Þegar viðskipti fara fram með útvarpsstöðvar hér á landi er alveg augljóst, að söluverð þeirra tek- ur m.a. mið af því, að einungis er um að ræða takmarkaðan fjölda útvarpsrása. Útvarps- stöðvamar hafa fengið þessum rásum úthlut- að fyrir ekki neitt en verðmæti þeirra endur- speglast í söluverði stöðvanna. Seljendur era m.ö.o. að selja rásirnar, sem þeir fengu frá al- mannavaldinu fyrir ekki neitt með sama hætti og útgerðarmenn sem selja kvóta sem þeir hafa fengið fyrir ekki neitt. Hagnaðurinn af rekstri farsímakerfa Landssíma Islands hf. áður Pósts og síma, hefur verið gífurlegur og ekki verður annað séð en keppinautur hans, Tal hf. blómstri. Innan tíðar má gera ráð fyrir, að Landssími íslands hf. verði seldur á opnum markaði. Það er fráleitt, að afhenda einkafyrirtækjum að- gang að takmörkuðum hlunnindum á borð við símarásir án þess að greiðslur komi fyrir. Þess vegna er eðlilegt að samhliða ákvörðun um einkavæðingu fyrirtækisins verði teknar stefnumarkandi ákvarðanir af hálfu ríkis- stjórnar og Alþingis um það, hvernig fara skuli með þau hlunnindi, sem felast í símarás- um, sjónvarpsrásum og útvarpsrásum. Fordæmin era fyrir hendi í öðram löndum. Sú aðferð að bjóða þessar rásir upp er að breiðast út. Eins og Morgunblaðið hefur ítrekað bent á vora sjónvarpsrásir og út- varpsrásir boðnar upp í Bretlandi í fyrsta sinn í stjómartíð Margrétar Thatcher og kemur ekki á óvart, því að það eitt er í sam- ræmi við hugsjónir markaðssinna, að mark- aðurinn sjálfur ráði ferðinni í sambandi við úthlutun takmarkaðra hlunninda. Víðtækari skírskotun SAMNINGURINN við Islenzka erfða- greiningu hf., sem kynntur var í dag hef- ur því mun víðtækari skírskotun en þá eina, sem snýr að hinum miðlæga gagnagranni. Með þeim samningi er búið að vísa veginn til þess sem koma skal. Úr því að eðlilegt getur talizt, að fyrirtækið semji um að greiða 6% af hagnaði sínum fyrir skatta en að vísu með ákveðnu þaki í al- mannasjóði fyrir réttinn til þess að nýta upp- lýsingar í eigu almennings er bæði sann- gjarnt og réttmætt að aðrir geri slíkt hið sama. Era ekki allir sammála um að atvinnuveg- irnir eigi að sitja við sama borð? Hvers vegna Laugardagur 22. janúar Morgunblaðið/RAX Yfir Breiðamerkurjökli. á íslenzk erfðagreining hf. að greiða 6% af sínum hagnaði fyrir réttinn til þess að nýta heilsufarsupplýsingar í eigu þjóðarinnar en útgerðin ekki neitt fyrir að nýta aðra auðlind, sem þjóðin á? Allir sjá að þetta gengur ekki upp. Ná- kvæmlega sömu rök og notuð era til þess að tryggja greiðslur fyrir réttinn til að nýta heilsufarsupplýsingar eða til þess að selja farsímarásir í Bretlandi eiga við um aðal auð- lind þjóðarinnar, fiskimiðin. Að vísu hefur engum dottið í hug að krefj- ast þess, að útgerðarfyrirtækin greiði ákveð- inn hluta hagnaðar fyrirtækjanna fyrir skatta í sameiginlegan sjóð en hins vegar hefur mörgum komið til hugar, að eðlilegt væri að gjald komi fyrir réttinn til þess að nýta fiski- miðin. Það er ekki hægt að nota þessa röksemd í samningum við Islenzka erfðagreiningu en hafna henni, þegar LÍÚ kemur til sögunnar. Og það er heldur ekki hægt að halda því fram að hún eigi við um heilsufarsupplýsingar en ekki um farsímarásir. Samningurinn við íslenzka erfðagreiningu hf„ sem kynntur var fyrir hádegi í dag. laug- ardag, hefur því margfalt meiri þýðingu en upphæðirnar gefa til kynna. Það er ekki hægt að h'ta á hann á annan veg en þann að í honum felist vísir að mjög veigamikilli stefnumörkun Alþingis og ríkisstjórnar og stjórnarflokk- anna tveggja, þegar horft er til framtíðar. í UMRÆÐUM UM atvinnumál á þessum áratug hefur rík áherzla verið lögð á jafnræði. Islenzk atvinnufyrirtæki þurfi að búa við mjög svipuð rekstrarskilyrði og keppinautar þeirra í öðram löndum. Þetta er Allir sitji við sama borð eðlileg krafa. Hvemig eiga þau að geta keppt á jafnréttisgrandvelli, ef þau búa við önnur og verri rekstrarskilyrði? Sama krafa hefur átt við vegna starfsskil- yrða fyrirtækjanna hér innanlands. Ein meg- inforsendan fyrir því að leggja af sértækar aðgerðir í atvinnumálum einstakra byggðar- laga er einmitt sú, að með slíkum aðgerðum sé atvinnufyrirtækjum mismunað eftir lands- hlutum. Hvemig eiga sjávarútvegsíyrirtæki á Norðurlandi að geta staðið sig í samkeppni ef sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum fá með einum eða öðram hætti fjármuni úr almanna- sjóðum? Nákvæmlega sömu röksemdir eiga við um aðra þætti í atvinnulífi okkar. Þau sjávarút- vegsfyrirtæki, sem skráð era á Verðbréfa- þingi hafa t.d. ekki öll setið við sama borð, þegar horft er til sögu þeirra. Þótt Samherji hafi í upphafi byggzt á úthlutuðum kvóta hef- ur fyrirtækið keypt langmest af þeim kvóta, sem það ræður yfir á sama tíma og önnur sjávarútvegsfyrirtæki byggja í mun ríkara mæli á úthlutuðum kvóta, sem þau hafa feng- ið fyrir ekki neitt. Það liggur í augum uppi, að þessi mismunun skapar þeim fyrirtækjum, sem byggja að veralegu leyti á úthlutuðum kvóta forskot fram yfir Samherja. Er þetta jafnræði á milli atvinnuíyrirtækja? Auðvitað ekki. Er þetta réttlátt og sanngjamt? Auð- vitað ekki. Era þessi fyrirtæki samanburðar- hæf á hlutabréfamarkaði? Auðvitað ekki. Að ekki sé talað um þá, sem vilja hefja út- gerð nú og verða að kaupa allan kvóta. Krafan um jafnræði er eðlileg af hálfu ís- lenzkra fyrirtælqa gagnvart keppinautum þeirra í útlöndum. Hún er eðlileg innbyrðis á milli landshluta. Hún er eðlileg á milli at- vinnugreina og hún er eðlileg innan atvinnu- greina. Rökin íyrir því að útfæra þá meginhugsun í allt íslenzkt atvinnulíf að gjald sé greitt fyrir nýtirigu takmarkaðra auðlinda eða hlunninda era því ekki einvörðungu þau réttlætisrök, sem snúa að almenningi. Það skiptir líka máli fyrir atvinnulífið, að allir sitji við sama borð. Það er óeðlilegt að verið sé að bera saman í verðmati á hlutabréfamarkaði útgerðarfyrir- tæki, sem byggja rekstur sinn að verulegu leyti á úthlutuðum kvóta, sem þau hafa fengið fyrir ekki neitt og önnur útgerðarfyrirtæki, sem hafa keypt mest allan sinn kvóta. Þeir útgerðarmenn, sem reka íyrirtæki, sem byggjast að langmestu leyti á keyptum kvóta hafa beina hagsmuni af því að ganga til liðs við þá, sem telja að greiðsla eigi að koma fyrir nýtingu auðlindarinnar. Þau fyrirtæki, sem standa frammi fyrir eðlilegri kröfu um, að þau greiði fyrir afnot af takmörkuðum auðlindum eða hlunnindum, eins og íslenzk erfðagreining, hafa beina hagsmuni af því, að það sama eigi við um alla aðra. Að allir sitji við sama borð. Þess vegna er nú komið að því að tryggja jafnræði á milli atvinnufyrirtækja í þessum efnum sem öðram. Sviptingar á íslenzka hlutabréfamai-kaðn- um era orðnar miklar en eiga eftir að verða meiri. Er eðlilegt að sumir þeirra, sem þar takast á, byggi á fjárhagslegum styrkleika, sem að töluverðu leyti byggist á því, að þeir hafa fengið ókeypis hlunnindi, hvort sem um er að ræða rétt til að nýta fiskimiðin eða af- notarétt af símarásum, svo að dæmi sé tekið, en að keppinautar þeirra hafi orðið að greiða allt fullu verði? Er ekki augljóst, að síðar- nefndi hópurinn hefur beina hagsmuni af því að ganga til liðs við þá, sem vilja jafna þessi met? Auðvitað. Siumiingxirinii við Islenzka erfða- greiningu hf., sem kynntur var fyrir hádegi í dag, laug- ardag, hefiir því margfalt meiri þýðingu en upp- hæðimar gefa til kynna. Það er ekki hægt að líta á hann á annan veg enþannaðíhon- um fehst vísir að mjög veigamikilli stefnumörkun Al- þingis og ríkis- stjómar og stjórn- arflokkanna tveggja, þegar horft er til fram- tíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.