Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 41
EINAR
ÞORSTEINSSON
+ Einar Þorsteins-
son fæddist í
Reykjavík 17. apríl
1950. Hann lést í bfl-
slysi 6. janúar síðast-
liðinn og fúr útfor
hans fram frá Laug-
arneskirkju 18. jan-
Elsku pabbi. Það er
mér hulin ráðgáta
hversu stutt bilið getur
verið milli lífs og dauða
og hversu lítils megnug
ég er í að hafa meðvituð
áhrif þar á. Ég get ekki
annað en leitt hugann að því að ef þú
pabbi minn hefðir lagt af stað mínútu
fyrr eða seinna værum við sem elsk-
uðum þig svo mikið ekki í þessum
sársaukafullu sporum sem raun ber
vitni núna. Ótal minningar og hug-
myndir skjóta upp kollinum þegar ég
fæ ekki lengri tíma né fleiri tækifæri
til að deila með þér pabbi minn. Ég
hélt að ég hefði endalausan tíma og
tækifæri til að rækta sjálfa mig og
samband mitt við ástvini og sam-
ferðamenn. Ég sakna þín og kvíði
framtíðinni án þín, líka fyrir börnin
mín sem misst hafa góðan afa. Ég er
reið örlögunum að taka burtu líf sem
var einstakara en orð fá lýst. Þú
varst líka á svo björtum tímamótum í
lífijsínu.
I sársaukanum og kvíðanum veit
ég að ég verð að læra að brosa gegn-
um tárin og geyma fallegu góðu
minningarnar um þig í hjarta mínu.
Bestu minningar mínar eru án efa
frá innihaldsríkri barnæsku þar sem
ég flakkaði með þér og brallaði ólík-
legustu hluti. Þú varst svo snjall í því
að gera daglegt líf okkar að ævintýri.
Ég vona að ég geti gefið mínum
börnum slíka æsku. Við systkinin og
aðrir ástvinir höfum öll misst mikið
en missirinn hans Hjalta bróður er
án efa mestur því að eins og þú varst
okkur ekki bara faðir heldur góður
vinur var vinasamband ykkar Hjalta
einstakt, það sá ég svo oft í búskapn-
um ykkar hér á Blikastöðum.
Elsku pabbi, ég mun heiðra minn-
ingu þína með því að leggja mig fram
um að lifa í sátt við lífið framundan
og slá engu á frest sem hægt er að
koma í verk núna. Ekki bara ætla og
vilja heldur gera.
Elsku systur mínar og bróðir.
Megi minningar okkar um góðan
pabba og vin styrkja
okkur í að lifa réttsýnu
ogfallegulífi.
Guð gefi mér æðru-
leysi til að sætta mig
við það, sem ég fæ ekki
breytt, kjark til að
breyta því sem ég get
breytt og vit til að
greina þar á milli.
Þin dóttir
Helga Hrund.
Elsku afi. Það verður
skrítið að geta ekki
hlaupið yfir til þín á
náttfötunum til að hitta þig og Hjalta
frænda og fá að gera næstum allt
sem við vildum. Það var líka gott að
eiga þig að til að þurfa ekki að fara
langt í pössun þegar mamma var að
vinna á kvöldin. Þín var oft beðið
með óþreyju þegar þurfti hjálp í tölv-
unni eða færa bindingar á skíðunum,
laga hjólið og svo margt annað sem
þú varst svo fús til að redda. Það var
mikið öryggi í því að hafa þig hinum
megin við þilið. Það verður tómlegt
að búa á Blikastöðum án þín.
Hvíl þú í friði elsku afi, takk fyrir
allt.
Andrea Ósk og Vilberg Sindri.
Kveðja til Einars.
Ég varð þess fljótt áskynja þegar
ég kom fyrst inn í fjölskylduna hvað
þú og konan mín systir þín voruð ná-
tengd hvort öðru enda fylgdir þú
henni í kunningjahópnum þó árinu
yngri værir. Ég varð þess þá strax
var hvaða mann þú hafðir að geyma.
Traustan, heiðarlegan og hæfileika-
ríkan til allra verka og umfram allt
blíðan fjölskyldurækinn mann. Það
er mikill missir af þér og erfitt verð-
ur fyrir allt skyldfólk þitt að meðtaka
þann missi sem fráfall þitt veldur. En
eins og í þínum anda heldur lífið
áfram og verður þú því áfram vel
geymdur í minningum sem værir þú
hér á meðal okkar ennþá. Ég þakka
þér fyrir þann tíma sem ég hafði til
að deiia með þér og bið Guð að
styrkja bömin þín, foreldra, systkini
og aðra vini þína sem syrgja þig sárt.
Guðmundur J. Einarsson.
Fallinn er frá langt um aldur fram
góður drengur. Daginn fyrir þetta
hörmulega slys sáfum við tveir sam-
an og ræddum um framtíð fræðslu-
mála blikksmíðagreinarinnar. Einar
var alla tíð mjög áhugasamur um að
blikksmiðir byggju yfir sem mestri
og bestri þekkingu á sínu fagsviði.
Þess vegna var svo gott fyrir okkur,
sem vorum að vinna fyrir fagið, að
leita til hans. Hann var ætíð ráða-
góður og gaf sér tíma til að sinna
verkefnum bæði fyrir sveinsprófs-
nefnd sem og fagnefnd. Það var ekki
ofarlega í huga hans að taka peninga
fyrir þessa vinnu, enda þurfti oft að
minna hann á að skrifa reikning.
Blikksmiðir hafa misst mikið við frá-
fall Einars Þorsteinssonar.
Fyrir hönd Fræðsluráðs málmiðn-
aðarins og Bíliðnafélagsins/Félags
blikksmiða þakka ég fyrir samfylgd-
ina og votta fjölskyldu hans samúð.
Einar Gunnarsson.
Kynni mín af Einari Þorsteinssyni
voru mjög ánægjuleg. Hann réðst til
Rannsóknastofnunar byggingariðn-
aðarins fyrir níu árum til þess að
byggja UPP nýja deild við stofnunina,
iagnadeild. Fljótlega eftir að hann
hóf störf áttum við fund með for-
stjórum tryggingafélaganna varð-
andi fjármögnun á rannsóknaverk-
efni á sviði vatnstjónavama. Erindi
okkar var vel tekið og ég man að for-
stjóri eins vátryggingafélagsins
sagðist í lok fundarins vera mun
bjartsýnni á framtíðina hvað fram-
þróun á þessu sviði varðaði en hann
hefði áður verið. Bjartsýni forstjór-
ans var ekki ástæðulaus. Einar náði
miklum árangri á skömmum tíma.
Stofnunin naut þess að Einar hafði
víðtæka þekkingu og reynslu eftir að
hafa rekið eigið fyrirtæki á sviðinu
um árabil. Tókst Einari að hrinda í
framkvæmd og fjármagna fjölda
rannsóknaverkefna og víkka út
starfssviðið þannig að það spannaði
einnig vistvæni- og orkunýtingarmál
og var hann verkefnisstjóri í nokkr-
um slíkum verkefnum, innlendum
sem norrænum. Einar var jafnframt
formaður í norrænu samstarfi um
prófanir á lagnasviði innan Nor-
dtest-samstarfsins.
Eins og gefur að skilja var verk-
efnaálag á Einari mikið. Aldrei hef
ég þó séð Einar skipta skapi. Hann
var ávallt rólegur, yfirvegaður, fast-
ur fyrir og skilaði árangri í öllum sín-
um verkum. Einar gat sér góðan orð-
stír við Rb og „orðstír deyr aldregi
hveim sér góðan getur“ eins og segir
í Hávamálum.
Ég votta fjölskyldu Einars inni-
lega samúð mína.
Hákon Ólafsson, forstjóri Rb.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
MAGNÚS J. GEORGSSON
framkvæmdastjóri,
Lindarbraut 2,
Seltjarnarnesi,
sem lést þriðjudaginn 18. janúar, verður jarð-
sunginn frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn
25. janúar kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameins-
félags íslands.
-
Sveinbjörg Símonardóttir,
Nina Hildur Magnúsdóttir, Þórður Andrésson,
Georg Magnússon, Margrét Biöndal,
Pálína Magnúsdóttir, Árni Geir Sigurðsson
og barnabörn.
t
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir okkar,
amma, langamma og langalangamma,
GEIRLAUG BENEDIKTSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Reykjavík,
sem andaðist fimmtudaginn 13. janúar, verður
jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 25. janúar,
kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent
á líknarfélög.
Benedikt G. Guðmundsson, Hjördís Kröyer,
Kristinn Stefánsson
og fjölskyldur.
+
Við þökkum af alhug auðsýnda samúð, vináttu
og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og
afa,
GUNNARS KRISTJÁNSSONAR,
Norðurvangi 6,
Hafnarfirði.
Árdís Bjömsdóttir,
Eyþór Geirsson, Jónína Bachmann,
Kristín Gunnarsdóttir, Sigurbjörn Pálsson,
Kristján Gunnarsson, Ólöf S. Eiríksdóttir,
Halldór Gunnar Eyþórsson,
Máni Sigurbjörnsson,
Anna Pálína Kristjánsdóttir,
Gunnar Freyr Kristjánsson.
EMIL SAMÚEL
RICHTER
+ Emil Samúel
Richter fæddist
26. janúar 1931.
Hann lést 10. janúar
síðastliðinn. Hann
var sonur Guðnýjar
Stefánsdóttur Richt-
er, f. 29. janúar 1907,
d. 14. janúar 1993,
frá Reykjavík og
Reinholds Richter, f.
6. janúar 1886, d. 29.
júlí 1966, frá Stykk-
ishóimi.
Útför Emils fór
fram frá Háteigs-
kirkju 21. janúar.
Emil bróðir minn hefur kvatt
þennan heim og er sjálfsagt hvíld-
inni fegin.
Ævi hans var ekki rósum stráð,
heldur þvert á móti. Hann eignað-
ist samt góðar konur og eftir
standa 11 myndarlegir einstakling-
ar sem eiga 13 börn og er það ekki
lítið, enda var hann stoltur af því.
Honum var margt til lista lagt en
Bakkus var alltaf til staðar og hefti
för hans. Hann eignaðist fáa en
góða vini sem hann ávallt treysti á
og reyndust honum ótrúlega vel,
þótt ástandið væri oft svart. Hann
vildi allt fyrir alla gera og á meðan
heilsan leyfði gat fjölskyldan alltaf
leitað til hans með bílaviðgerðir því
fáir vissu meira um
bíla en hann.
Úr æskubrunni eru
minningarnar úr sum-
arbústaðaferðum kær-
astar. Þá var lagt í
hann á vorin og snúið
til baka á haustin þótt
ferðinni væri heitið í
Fífuhvamminn í Kópa-
vogi. Þá var Emil
stríðinn og skemmti-
legur litli bróðir.
Húmorinn fylgdi
honum alla ævi og átti
hann ekki langt að
sækja það, því pabbi
hans var mikill húmoristi og
skemmti lengi vel með gamanvís-
um og söngvum sem hann samdi
sjálfur og eru enn í dag vinsæl.
Síðustu æviárunum eyddi hann
við lestur og einnig skriftir og
kæmi ekki á óvart þótt eftir hann
fyndust einhver gullkorn þegar
grannt er skoðað.
Minningin um síðustu heimsókn-
ina til mín er mér kær. Þá kom
hann og færði mér stóran rósa-
vönd, sem stóð í allri sinni dýrð yf-
ir jólin.
Mig langar að kveðja bróður
minn með vissu um að honum líði
nú vel, kominn í faðm ástvina okk-
ar sem á undan eru gengnir
Erla Gunnarsdóttir Kaaber.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina,
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinamar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is) — vinsamlegast
sendið greinina inni í bréfinu,
ekki sem viðhengi.
Auðveldust er móttaka svok-
allaðra ASCII skráa sem í dag-
legu tali eru nefndar DOS-texta-
skrár. Þá eru ritvinnslukerfin
Word og WordPerfect einnig
nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvem látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegii lengd, en aðrar grein-
ar um sama einstakling takmar-
kast við eina örk, A-4, miðað við
meðallínubil og hæfilega línu-
lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dá-
lksentimetra í blaðinu). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmarkast
við eitt til þrjú erindi. Greinar-
höfundar em beðnir að hafa
skírnamöfn sín en ekki stuttn-
efni undir greimmum.
+
Við þökkum innilega þá samúð og hlýju sem
okkur hefur verið sýnd við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
SIGRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR,
Ljósheimum 6,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Vífils-
staðaspítala.
Margrét Svavarsdóttir,
Stefán Svavarsson,
Svanhildur Svavarsdóttir,
Páll Svavarsson,
Árni Svavarsson,
Þorbjörn Guðjónsson,
Þórlaug Jónsdóttir,
Sigurður Viggó Kristjánsson,
Margrét Thorsteinson,
Guðrún Bjarnadóttir,
Svavar Garðar Svavarsson, Guðrún Svava Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vináttu vegna andláts og útfarar elskulegrar
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR,
Norðurbrún 1,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Noröurbrún 1.
Hjörtur Haraldsson, Valgerður Jónsdóttir,
Hanný Haraldsdóttir, Reynir Pétur Ingvarsson
og barnabörn.
-----------------------—-------------------------Js