Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, UNNUR GUÐMUNOSDÓTTIR, Hraunbæ 103, sem lést á Landakotsspítala þriðjudaginn 18. janúar sl., verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 27. janúar kl. 13.30. Kristinn Eysteinsson, Þórunn Sjöfn Kristinsdóttir, Halldór Melsteð, Þorgeir Sverrir Kristinsson, Unnur Melsteð, Benidikt Sveinsson, Páll Melsteð, Hulda Karlsdóttir, Kristinn Melsteð, Bryndfs Axelsdóttir, Þórdís Melsteð og Björn Benidiktsson. í t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur, systur og tengdadóttur, HELGU FOSSBERG HELGADÓTTUR, (rabakka 6. Sérstakar þakkir til séra Sigurðar Arnarsonar og starfsfólks krabbameinsdeildar Landspít- alans og líknardeildar. Guð blessi ykkur öll. Þórður Njálsson, Ágeirs H. Þórðarson, Guðrún J. Þórðardóttir, Þóra B. Þórðardóttir, Ástríður E. Geirsdóttir, Sigurður Geirsson, Guðmundur N. Þórðarson, Guðrún E. Jónsdóttir, Saga Helgadóttir, Þuríður Ketilsdóttir, Anna Ketilsdóttir, Njáll Guðmundsson, Ketill Jómundsson, Árni Bragason, Ásgeir Ásgeirsson, Sigríður Júlíusdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug við andlát móður okkar, ADDBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR frá Litlu-Brekku, Grímsstaðaholti, til heimilis í Seljahlíð, Hjallaseli 55. Sérstakar þakkir til starfsfólks Seljahlíðar fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Hafsteinn Guðjónsson, Reynir Guðjónsson, Sigrún Guðjónsdóttir, Helga María Guðjónsdóttir. Jóna Ásta Sigurðardóttir, Jósef Halldórsson, Jósef Hrafn Þrastarson, Þorbjörg Ósk Þrastardóttir, Ingibjörg Ásta Þrastardóttir, Hrafnhildur Ósk Þrastardóttir, Georg Pétur Þrastarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, HULDU KOLBRÚNAR FINNBOGADÓTTUR, Lágholti 8, Mosfellsbæ. Innilegar þakkir til heimahjúkrunar Krabba- meinsfélagsins og líknardeildar Landspítalans. Davíð B. Sigurðsson, Sveinbjörg Davíðsdóttir, Svanur H. Magnússon, Kolbrún Ósk Svansdóttir, Davíð H. Svansson, Magnea Rós Svansdóttir. INGILEIF GUÐMUNDSDÓTTIR tlngileif Guð- mundsdóttir fæddist á Sveinseyri í Tálknafirði 19. júlí 1911. Hún lést á Dval- arheimilinu Hh'ð á Ak- ureyri 8. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Sigurður Jónsson, f. 3.9. 1876, d. 6.6. 1953, og Guð- ríður Guðmundsdótt- ir, f. 7.12.1875, d. 4.7. 1967. Þau hjón bjuggu allan sinn bú- skap á Sveinseyri í Tálknafírði, þar ólst Ingileif upp ásamt systkinum sínum og fóstur- systkinum. Þau eru: 1) Guðmundur Olafur, f. 13.8. 1902, d. 21.7. 1978. 2) Guðríður, f. 16.8. 1903, d. 16.8. 1903. 3) Jón, f. 14.4. 1905, d. 13.7. 1994. 4) Magndís, f. 18.7. 1906, d. 25.9. 1997. 5) Rannveig Oktavía, f. 25.8. 1908, d. 13.4. 1976. 6) Albert Ingibjartur, f. 5.11. 1909, d. 24.6. 1967. 7) Ingileif sem hér er kvödd. 8) Jóna, f. 16.8. 1913. Fóstursystk- in: 1) Ingibergur Benoný Guðmun- dsson, f. 14.6. 1894, d. 17.10. 1950. 2) Magnús Einarsson, f. 29.1. 1919. 3) Kristín Berta Ólafsdóttir, f. 11.9. 1922, d. 3.12. 1986.4) Viggó Valdi- marsson, f. 4.4.1924. Hinn 7. apríl 1934 giftist Ingileif Jóhanni Birni Jónassyni, f. 14.10. 1900, frá Álfgeirsvöllum í Skaga- firði, sonur hjónanna Maríu Guð- mundsdóttur, f. á Hömrum 15.9. 1866, d. 22.3. 1962, og Jónasar Bjömssonar frá Ytri-Reykjum í Miðfirði, f. 15.1.1872, d. 5.6.1939. Jóhann Björn lést 15.12. 1994. Böm þeirra em: 1) Sigrún, f. 15.4. 1935, maki Ævar Karl Ólafsson, böm þeirra era: Ólafur Þór, f. 13.11. 1958, maki Marta Láras- dóttir og eiga þau þijú börn, Inga Jóna, f. 19.7. 1961, maki Tryggvi Agnarsson, og eiga þau þijú böm, Jóhann Björn, f. 22.12. 1963, maki María Hrafnsdóttir, og eiga þau tvær dætur og auk þess á Jóhaim tvö böm frá íyrri sambúð. 2) Jón- as, f. 6.8. 1938, maki Guðrún Þorsteins- dóttir, böm þeirra eru Guðbjörg Ingi- leif, f. 28.1. 1959, maður 1 Marinó Víborg, þau slitu samvistir og eiga tvö böm, maður 2 Eggert Jónsson og eiga þau einn son, Þorsteinn Aðalbjörn, f. 7.5. 1960, maki Þórann Gróa Jóhanns- dóttir, og eiga þau tvö böm, og átti Þorsteinn soninn Jóhann Vigni fyrir, Jóhann Bjöm f. 17.2. 1965, maki Helga Jóhannsdóttir, og eiga þau þijú böm, Guðríður Heiða, f. 15.12. 1971, sambýlismaður Þor- steinn Hlynur Jónsson, eiga þau tvö böm. 3) Guðmundur Sigurður, f. 10.2. 1942, maki Ingibjörg Þórar- insdóttir, böm þeirra era: Sigrún Ingibjörg, f. 9.1. 1968, maki Omar Pétursson, og eiga þau tvö böm, Al- bert f. 13.8. 1970. 4) Kristín, f. 19.3. 1947, maki Páll Reynisson, böm þeirra era: Sveinn Reynir, f. 19.6. 1968, sambýliskona er Kristúi Óla- dóttir, Jóhann Ingi, f. 29.8. 1971, Helga Björk, f. 12.5.1973. 5) Jón, f. 29.8. 1953, maki Áslaug Ásgeirs- dóttir, þau slitu samvistir, böm þeirra era: Bjöm Ingi, f. 22.6.1974, Guðmundur Heiðar, f. 18.2. 1978, Guðrún María, f. 3.8.1979. Utför Ingileifar fór fram í kyrr- þey frá Akureyrarkirkju 21. jan- úar að ósk himiar látnu. Nú kveð ég ömmu mína, Ingileifu Guðmundsdóttir eða Ingu ömmu eins og við systkinin og frændsystkinin kölluðum hana. Þegar öldruð og veik kona kveður þennan heim eftir erfiða lífsbaráttu og langt sjúkdómsstríð ríkir í huga blanda af létti og trega. Léttir vegna þess að löngu stríði er nú loks lokið og tregi og söknuður eft- ir mikla og lífsreynda konu. And- spænis dauðanum vakna hugsanir um tilgang lífins og hvað gengnar kynslóðir færa afkomendunum í veg- anesti. Amma var af þeirri kynslóð sem mætti erfiðleikum með kjarki og hljópst ekki undan merkjum þegar á reyndi og gafst ekki upp. Með lífs- hlaupi sínu og afstöðu til lífsins kenndi hún okkur að mæta erfiðleik- um með stillingu og trú en lífið lagði þungar byrðar á hana. Við bama- bömin heyrðum aldrei um það talað en þegar við eltumst og skilningur okkar jókst og sögubrotin skýrðust fyrir okkur skildum við betur hvað amma hafði gengið í gegnum. Senni- lega skilur þó enginn til fullnustu þá erfiðleika sem vom fólgnir í því þegar mikil veikindi steðjuðu að við upphaf búskapar hjá ungum hjónum um miðja síðustu öld. Eiginmaðurinn og fyrirvinnan skyndilega lífshættulega veikur og upp frá því alvarlega fatlað- ur vegna lömunarveiki. Þetta var fyr- ir tíma almannatrygginga, þegar at- vinnutækifærin byggðust nær ein- göngu á líkamlegu atgervi og heil- brigðisþjónusta enn á frumstigum. Þrátt fyrir þetta tókst afa og ömmu að söðla um, flytja búferlum milli landshluta, fyrst frá Álfgeirsvöllum í Skagafirði á hennar bernskuslóðir í Tálknafirði. Síðar áfram til Akureyr- ar og eignast og ala upp fimm böm sem öll komust upp heilbrigð og virk- ir þjóðfélagsþegnar. Eg man heimili þeirra afa og ömmu heima á Akureyri, fyrst í Austur- byggð og síðar í Skarðshlíð. Ég sé hana fyrir mér í eldhúsinu við matar- gerð eða bakstur, lágvaxna og skarp- leita, fumlausa, snara í handtökum en vandvirka. Hvert verk unnið af alúð. Notalegur ilmur, öryggi og hlýja um- vafði hana en um leið festa og skortur á innihaldslausu hjali og stundum gat amma verið ströng. Ég man samspil þeiira ömmu og afa en afi Jóhann og amma Inga vora um flest mjög ólík en um leið var það þeirra styrkur. Þau voru hrein og bein hvort við ann- að, oft bar á glettni hjá afa en meiri al- vöru hjá ömmu en það var alltaf hlýja og gagnkvæm virðing í samskiptum þeirra og umhyggja sem við bama- bömin skynjuðum langtum fyrr en við höfðum vit á. Amma fyldist vel með hvað gerðist í fjölskyldunni, viðhélt góðum tengsl- um við böra sín og tengdaböm án af- skipta og fylgdist vel með okkur yngri afkomendunum í námi og starfi. Fátt gladdi hana meira en sigrar og árangur okkar og löngu seinna skildi ég hennar eigin drauma um nám og listsköpun sem hún bar vandlega falda með sér og fékk ekkd tækifæri til að láta rætast en upplifði af ein- lægni og án eigingimi með okkur sem fengum önnur og meiri tækifæri til + Elskuleg eiginkona mín, móðir, dóttir og systir, SNJÓLAUG GUÐRÚN STURLUDÓTTIR, lést þann 21. janúar á líknardeild Landspítalans. Helmut Maier, Óskar Jósef Maier, Eirfkur Sturla Ólafsson, Solveig Thorarensen, Sturla Eiríksson, Ingunn Ósk Sturludóttir, Steinunn Rósa Sturludóttir, Óskar Sturluson. slíks en hún og hennar kynslóð. Þegar amma var komin vel yfir miðjan aldur veiktist hún af parkin- sonsjúkdómi og skiljanlega óttaðist hin sjálfstæða dugmikla kona þá til- hugsun að verða ósjálfbjarga. Það varð hún, en sætti sig við þau örlög og bar hlut sinn með reisn. Þvílíkur kjarkur og æðruleysi. Hvernig gat hún með sínum titrandi höndum skapað þessar fíngerðu myndir og listaverk úr skeljum og kuðungum eða málað blómamyndir á dúka á svo listrænan hátt? Síðustu árin dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Hlíð og hlaut þar faglega, nákvæma og um- fram allt mannlega umönnun. Þegar ég minnist ömmu Ingu þá leita á hugann minningar um þær systurnar Magndísi, Jónu og Rann- veigu en bræðuraa þekkti ég ekki. Það var svo áþreifanlegt hve tengdar þær voru og mikill kærleikur þeirra á milli. Jóna frænka lifir þær systur og sýnir sömu stillingu, festu og reisn og þær gerðu ætíð. Ég þakka af alhug samverustund- imar góðu, tilsögn, áhrif og kærleika. Hvfl í friði. Ólafur Þór Ævarsson. Nú þegar bæði elsku amma og afi hafa kvatt þennan heim, en afi Jóhann lést 15. desember 1994, langar mig að minnast þeirra með nokkrum orðum. I huga minn kemur fyrst og fremst upp þakklæti fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga þau að meðan ég var að alast upp og fram á fullorð- insárin. Fyrir mig var það líka dýr- mætt þegar ég stofnaði fjölskyldu, að Ómar maðurinn minn skyldi kynnast afa og ömmu og fyrir bömin mín að kynnast langömmu nú síðustu árin. Litla dóttir mín fimm ára á þó erfitt með að skflja af hveiju langamma er dáin og vill heimsækja hana, en skynj- ar líka að hún var orðin mikið veik og að nú líði henni vel og segir að nú sé hún engill uppi á himnum hjá Guði. Þrátt fyrir sorg yfir því að afi og amma skuli vera farin veit ég að nú líð- ur þeim vel og þau eru saman á ný. Þó að lífið léki ekki alltaf við afa og ömmu og þau hafi bæði búið við heilsuleysi lifðu þau langa og viðburðaríka ævi og áttu miklu baraaláni að fagna og fann ég að fyrir það voru þau mjög þakklát. Þau umvöfðu hvort annað og sína nán- ustu mikilli ást og hlýju. Upp í hugann koma minningar um ömmu Ingu. Ég dáðist að því hvað hún var æðrulaus í veikindum sínum og minntist aidrei á þau þrátt fyrir að hafa verið með parkinsonsveikina í 25 ár. Ég undraðist það og dáðist að því hvað amma var listræn og gat unnið í höndum, þrátt fyrir skjálfta, og hug- leiddi oft hvaða tækifæri hún hefði get- að haft á okkar tímum. Það er svo mik- ils virði í dag að eiga alla þessa fallegu hluti eftir hana, hvort sem það era skeljaplattar, saumaðir púðar eða mál- aðir dúkar. I endurminningunni var svo gaman að fara með pabba, mömmu og Albert bróður í fjöruferðir til að tína skeljar og kuðunga fyrir ömmu Ingu, sem hún vann úr faflega skeljaplatta. Amma og afi vora líka trúuð og báðu alltaf Guð að vera með mér og fjöl- skyldunni og vemda ef lagt var í ferða- lag. Þó að amma væri mjög lasburða síðustu árin fann ég að hún fylgdist með mér og fjölskyldu minni og hafði ánægju af að fá heimsóknir. Vert er að minnast síðasta jólaboðsins hjá for- eldrum mínum, þar sem öll fjölskylda ömmu, sem búsett er á Akureyri, hitt> ist og áttum við yndislega stund sam- an. Þegar ég minnist afa Jóhanns verður mér hugsað til þess hve hlýr og traustur hann var, hreinn og beinn og sagði sína meiningu þó að ekki hafi kannski öllum líkað það. Hann gat líka verið léttur í lund og hafði gaman af að kveða. Þrátt fyrir að hafa fengið lömunarveikina aðeins 35 ára gamall og verið upp frá því lamaður í öxlum leit ég aldrei á afa sem fatlaðan því að hann var mjög sjálfbjarga með alla hluti og duglegur. Hann var vanur að kalla mig og bróður minn „blómin sín“ og fannst okkur það notalegt og var honum mjög umhugað um mig og fjölskylduna alla. Það er líka svo in- dælt í minningunni að minnast þess hve gott var að stinga lítilli bams- hendi í stóra og hlýju höndina hans afa og láta hana umlykja sig. Guð blessi minningu afa og ömmu. Sigrún Ingibjörg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.