Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 GAGNAGRUNNUR A HEILBRIGÐISSVIÐI MORGUNBLAÐIÐ skráðar í samræmi við uppbyggingu rafrænnar sjúkraskrár. Kóðaðar, og aðrar tölulegar upp- lýsingar sem skilgreindar eru í VIÐAUKA B „Flutningur upplýsinga í gagnagrunn" er heimilt að flytja úr rafrænum sjúkraskrám til rekstrarleyfishafa um dulkóðunarstofu tölvun- efndar. Óheimilt er að flytja í gagnagrunn á heil- brigðissviði upplýsingar úr afmörkuðum kerf- um sem gerð hafa verið fyrir vísindarannsóknir nema um það sé gert samkomulag við upphafs- menn og eigendur slíkra kerfa og flutningurinn sé í samræmi við öryggisskilmála tölvunefndar. Jafnframt er óheimilt að flytja í gagnagrunn- inn upplýsingar úr afmörkuðum kerfum sem sett eru upp í tilraunaskyni eða þróunarskyni nema fyrir liggi um það sérstakt samkomulag. Ekki er heimilt að flytja aðrar upplýsingar í gagnagrunninn en fram koma í VIÐAUKA B, „Flutningur upplýsinga í gagnagrunn", án sér- stakrar heimildar tölvunefndar, eins og nánar er fyrir mælt í VIÐAUKA B. Heilbrigðisstofnanir og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn skulu ef öryggi gagna og persónuvemdar em í hættu þegar gera tölvu- nefnd og starfrækslunefnd viðvart. 5.gr. Hlutverk starfrækslunefndar. Starfrækslunefnd hefur umsjón með gerð samninga rekstrarleyfishafa við heilbrigðis- stofnanir annars vegar og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn hins vegar þannig að nauðsynlegs samræmis sé gætt. Starfrækslu- nefnd gætir hagsmuna heilbrigðisyfirvalda, heilbrigðisstofnana, sjálfstætt starfandi heil- brigðisstarfsmanna og vísindamanna við gerð samninganna. I samningum aðila skv. grein 5.1. skal m.a. samið um endurgjald sem rekstrarleyfishafa ber að standa skil á skv. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 139/1998, svo og önnur þau efnisatriði sem fram koma í viðaukanum „Helstu form- og efn- isatriði samninga" sem fylgir rekstrarleyfmu sem VIÐAUKIC. Rekstrarleyfishafa er skylt að upplýsa starf- rækslunefnd um stöðu samningaviðræðna hverju sinni. Staðfesting nefndarinnar á samn- ingi rekstrarleyfishafa og einstakra heilbrigð- isstofnana eða sjálfstætt starfandi heilbrigðis- starfsmanna er skilyrði þess að samningur öðlist gildi. Niðurstaða nefndarinnar skal til- kynnt samningsaðilum innan tveggja vikna frá því að samningur berst nefndinni til staðfest- ingar. Rekstrarleyfishafa er skylt að láta starf- rækslunefnd í té allar þær upplýsingar er varð- að geta störf og starfsskyldur nefndarinnar. Rekstrarleyfishafi skal tryggja að starf- rækslunefnd hafi ætíð aðgang að upplýsingum um allar rannsóknir og íyrirspumir eða tegun- dir fyrirspuma sem honum berast til úrvinnslu og upplýsingar um rannsóknaraðila og fyrir- spyrjendur. Rekstrarleyfishafi skal afhenda starfrækslu- nefnd til varðveislu afrit af gagnagrunni. Full- trúi nefndarinnar skal vera viðstaddur afrita- töku. Afritataka skal miðast við að starf- rækslunefnd geti tekið við starfrækslu gagnagrunnsins ef rekstrarleyfishafi hættir rekstri hans af einhverjum ástæðum. Nefnd- inni skal afhentur búnaður, eða aðgangur að búnaði, til að prófa hvort afrit séu fullnægjandi. Afrit skulu flutt af starfsmanni starfrækslu- nefndar og geymd í eldtraustu og vöktuðu hús- næði í umsjón nefndarinnar eða í bankahólfi. Starfrækslunefnd skal framkvæma prófun á afritatöku með reglulegu millibili. Rekstrarleyfishafi skal áður en vinnsla í gagnagrunni hefst leggja fyrir starfrækslu- nefnd til samþykkis ítarlega lýsingu á ferli af- ritatöku þar sem m.a. komi fram: -Almenn lýsing á ferli afritatöku. -Hvernig afritataka fer fram. -Hvert er inntak og úttak afritatöku. -Lýsing á því hvers konar afritunarmiðill er notaður (hvaða stýrikerfi, hugbúnaður og vélbúnaður) og hvort og þá hvemig hann en endurnotaður og hver ending- artími afritunarmiðilsins er. -Af hveiju afritið er tekið, þ.e. hugbúnaði og gagnagrunni. -Hvenær afritataka fer fram samkvæmt af- ritatökuáætlun, þ.e. hve oft er tekið heildara- frit og hve oft hlutaafrit og hve langt aftur í timann afrit em geymd. -Hver framkvæmir afritatöku. -Hvort villur hafa komið fram. -Hvernig afritum er eytt. -Hvaða afrit em til og dagsetning þeirra. -Fyrirkomulag prófunar á því hvort afrita- taka hafi tekist. -Að beitt sé samstæðustjórnun (configurat- ion control). Þegar starfrækslunefnd hefur samþykkt lýsingu rekstrarleyfishafa á ferli afritatöku skal nefndin senda hana til tölvunefndar sem setur fram öryggiskröfur og skilmála sem byggja skal á við afritatöku, flutning afrita og vörslu þeirra. 6. gr. Hlutverk tölvunefndar. Rekstrarleyfishafa ber að uppfylla gildandi tækni-, öryggis- og skipulagsskilmála tölvu- nefndar á hveijum tíma við gerð og starf- rækslu gagnagrunnsins í samræmi við skilmála sem fram koma í fylgiskjalinu VIÐAUKIG. Tölvunefnd getur endurmetið tækni-, örygg- is- og skipulagsskilmála sem rekstrarleyfishafa ber að uppfylla í Ijósi nýrrar tækni, reynslu eða breyttra aðstæðna og sett rekstrarleyfishafa skilyrði um fyrir hvaða tíma uppfylla skuli hin- ar nýju kröfur. Rekstrarleyfishafa er óheimilt að gera breytingar á tækni-, öryggis- eða skipulagmál- um, þ.m.t. breytingu á hugbúnaði eða vélbún- aði, nema samkvæmt reglum sem ákveðnar eru aftölvunefnd. Telji tölvunefnd öryggi gagna vera í hættu getur hún bannað frekari vinnslu í gagna- grunninum þar til öryggi gagna hefur verið staðreynt af henni. Á vegum tölvimefndar skal rekin dulkóðun- arstofa sem annast ein flutning allra upplýs- inga í gagnagrunn á heObrigðissviði. Dulkóð- unarstofa tölvunefndar skal taka við dulkóðuðum heilsufarsupplýsingum frá heil- brigðisstofnunum og sjáífstætt starfandi heil- brigðisstarfsmönnum sem samið hafa við rekstrarleyfishafa. Rekstrarleyfishafi skal móta verklag og vinnuferli sem uppfylla skilyrði tölvunefndar tU að tryggja persónuvemd við samtengingu upplýsinga úr gagnagrunni á heilbrigðissviði, gagnagrunni með ættfræðiupplýsingum og gagnagrunni með erfðafræðilegum upplýsing- um. Tölvunefnd bindur samþykki sitt á verk- lagi og vinnuferli rekstrarleyfishafa þeim skil- yrðum sem hún telur á hverjum tíma þörf á til að tryggja persónuvemd og öryggi gagna í gagnagrunni á heilbrigðissviði. Skilyrði fyrir samþykki tölvunefndar á verklagi og vinnuferli rekstrarleyfishafa er m.a. að niðurstöður séu ópersónugreinanlegar. Komi í ljós að niðurstöður, sem fengnar era með samtengingu upplýsinga, séu persónu- greinanlegar getur tölvunefnd fyrirskipað eyð- ingu þeirra í heild eða að hluta og afturkallað samþykki sitt. Á meðan mál er til rannsóknar getur tölvunefnd bannað frekari samtengingu upplýsinga á grandvelli samþykkis síns og tek- ið niðurstöðumar í sínar vörslur. Fari rekstr- arleyfishafí ekki að skilmálum tölvunefndar um samtengingu upplýsinga getur tölvunefnd aft- urkallað samþykki sitt samkvæmt grein 6.6. Til að tryggja öryggi persónuupplýsinga getur tölvunefnd sett reglur-sem fylgt skal við söfnun, skráningu og úrvinnslu heilsufarsupp- lýsinga í sjúkraskrárkerfi til undirbúnings flutningi þeirra tfl dulkóðunarstofu tölvunefnd- ar. Þeir starfsmenn heilbrigðisstofnana og sjálfstætt starfandi heUbrigðisstarfsmanna sem hafa beinan starfa af því að flytja heU- brigðisupplýsingar í gagnagrann á heUbrigðis- sviði skulu ekki koma að starfrækslu gagna- grannsins hjá rekstrarleyfishafa. Heilbrigðis- stofnanir og sjálfstætt starfandi heilbrigðis- starfsmenn bera ábyrgð á sendingu heUsufarsupplýsinga til dulkóðunarstofu tölvu- nefndar. Tölvunefnd hefur eftirlit með gerð og starf- rækslu gagnagranns á heilbrigðissviði að því er varðar skráningu og meðferð persónuupplýs- inga og öryggi gagna í gagnagranni á heil- brigðissviði. Tölvunefnd hefur eftirlit með því að þeim skilmálum sem hún setur sé fylgt. Tölvunefnd getur kannað tækni-, öryggis- og skipulagsmál gagnagranns á heilbrigðissviði hvenær sem þurfa þykir. Tölvunefnd getur framkvæmt hverja þá prófun, úttekt eða eftir- litsaðgerð sem hún telur rétt að framkvæma og krafist nauðsynlegrar aðstoðar starfsfólks rekstrarleyfishafa við þær aðgerðir. Tölvunefnd getur krafið rekstrarleyfishafa og þá er á hans vegum starfa allra þeirra upp- lýsinga sem nefndinni era nauðsynlegar til þess að rækja hlutverk sitt, þ.m.t upplýsingar til ákvörðunar um það hvort tiltekin starfsemi falli undir ákvæði reglugerðar og laga um gagnagrann á heilbrigðissviði. Tölvunefnd get- ur einnig kvatt starfsmenn rekstrarleyfishafa og þá sem starfa á hans vegum á sinn fund til að veita munnlegar upplýsingar og skýringar. Tölvunefnd skal vegna eftirlitsstarfa sinna hafa frjálsan aðgang að húsnæði þar sem gagnagrannur á heilbrigðissviði er varðveittur og vinnsla fer fram. Tölvunefnd getur með sér- stakri samþykkt falið tilgreindum starfsmönn- um sínum og ráðgjöfum að sjá um ákveðna þætti þeirra starfa sem tölvunefnd er falið sam- kvæmt lögum nr. 139/1998, um gagnagrann á heilbrigðissviði, og reglugerð sem sett er á grandvelli þeirra. 7. gr. Skilyrði fyrir vinnslu og meðferð upplýs- inga. Skráning og úrvinnsla heilsufarsupplýsinga til flutnings í gagnagrann á heilbrigðissviði skal framkvæmd eða henni stjórnað af starfs- mönnum með starfsréttindi á sviði heilbrigðis- þjónustu, svo að tryggja megi áreiðanlega skráningu og að trúnaðar sé gætt. í „Skrá yfir heilbrigðisstéttir", sem rekstrarleyfinu fylgir sem VIÐAUKI F er listi yfir starfsstéttir með starfsréttindi á sviði heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og landlæknir skulu ætíð eiga aðgang að tölfræði- legum upplýsingum úr gagnagranninum. Upp- lýsingamar skulu vera í aðgengilegu formi og uppfylla kröfulýsingar heilbrigðisyfirvalda eins og þær era á hveijum tíma. Upplýsingam- ar skulu þannig úr garði gerðar að þær nýtist beint til gerðar heilbrigðisskýrslna, áætlana, stefnumótunar og verkefna ráðuneytisins og landlæknisembættisins. Upplýsingar skulu látnar framangreindum aðilum í té án endur- gjalds. Aðgengi framangreindra aðila er háð heimild og eftirliti tölvunefndar. Rekstrarleyfishafi skal uppfylla skilyrði og kröfur sem fram koma í viðaukanum „Stöð- ulýsing á heilbrigðisupplýsingum" sem rekstr- arleyfinu fylgir sem VIÐAUKI D og allar síð- ari breytingar á henni, hvort sem er í stað eða til viðbótar framangreindri „Stöðulýsingu á heilbrigðisupplýsingum". Að öðra leyti skulu aðilar hafa samráð um breytingar vegna sér- stakra þarfa og óska á einstökum sviðum og þróunar og nýmæla sem fram kunna að koma á gildistíma rekstrarleyfisins. Upplýsingar skulu unnar þannig til flutnings í gagnagrann á heilbrigðissviði að þær uppfylli þarfir viðkomandi stofnunar eða sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna fyrir sam- ræmt upplýsingakerfi, þarfir sérgreina og þarfir heilbrigðisyfirvalda og með þeim hætti að þær nýtist við vísindarannsóknir. Framkvæmdastj ómir heilbrigðisstofnana skulu hafa forystu um samráð við viðkomandi sérgreinafélög, yfirlækni stofnunar, forstöðu- lækna sviða og hjúkranarstjómendur til að tryggt sé að upplýsingar nýtist sem best við stjómun og rannsóknir. Jafnframt skal m.a. haft samráð við framangreinda aðila um hvaða upplýsingar séu unnar úr sjúkraskrám og hvort einhverjar upplýsingar séu þess eðlis að ekki sé rétt að flytja þær í miðlægan gagna- grann. Rekstrarleyfishafi skal uppfylla skilyrði og kröfur sem fram koma í viðaukanum „Álmenn kröfulýsing11 sem rekstrarleyfmu fylgir sem VIÐAUKIA og allar síðari breytingar á henni, hvort sem er í stað eða til viðbótar framan- greindri „Almennri kröfulýsingu". Rekstrar- leyfishafi skal jafnframt uppfylla viðmiðanir sem fram koma í viðaukanum „Flutningur upp- lýsinga í gagnagrunn" sem rekstrarleyfinu fylgir sem VIÐAUKIB. Að öðra leyti skulu að- ilar hafa samráð um viðbætur eða breytingar vegna sértæks hluta rafrænnar sjúkraskrár, sérstakra þarfa og óska á einstökum sviðum og þróunar og nýmæla sem fram kunna að koma á gildistíma rekstrarleyfis. Við meðferð skráa, annarra gagna og upp- lýsinga skal fylgt þeim skilyrðum sem tölvu- nefnd metur nauðsynleg hveiju sinni. Persónu- auðkenni skulu dulkóðuð fyrir flutning í gagnagranninn þannig að tryggt sé að starfs- menn rekstrarleyfishafa vinni einungis með ópersónugreinanlegar upplýsingar. Starfs- menn viðkomandi heilbrigðisstofnunar eða sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn skulu búa upplýsingar til flutnings í gagna- grann á heilbrigðissviði. Heilsufarsupplýsing- ar skal flytja í dulkóðuðu formi til að tryggja öryggi þeirra. Persónuauðkenni skulu dulkóð- uð í eina átt, þ.e. með dulkóðun sem ekki er hægt að rekja til baka með greiningarlykli. Um aðgang að upplýsingum í sjúkraskrám fer að öðra leyti samkvæmt lögum um réttindi sjúkl- inga, lögum um heilbrigðisþjónustu og lögum um skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Upplýsingar sem skráðar eru eða aflað er með úrvinnslu í gagnagranni á heilbrigðissviði má nýta til þess að þróa nýjar eða bættar að- ferðir við heilsueflingu, forspá, greiningu og meðferð sjúkdóma, til að leita hagkvæmustu leiða í rekstri heilbrigðiskerfa og í þágu skýrslugerðar á heilbrigðissviði. Rekstrarleyf- ishafa er heimil vinnsla í gagnagranni á heil- brigðissviði úr þeim heilsufarsupplýsingum úr sjúkraskrám sem þar era skráðar enda sé þess gætt við úrvinnslu og samtengingu upplýsinga að ekki sé unnt að tengja þær persónugreinan- legum einstaklingum. Rekstrarleyfishafa er óheimilt að veita bein- an aðgang að gagnagranninum. Áður en vinnsla í gagnagranni hefst skal rekstrarleyfishafi gera starfrækslunefnd grein fyrir því hvaða aðilar á hans vegum starfa við gagnagranninn, rekstur hans og þróun hug- búnaðar og hveijir hafa aðgang að fyrirspum- arlagi. Jafnframt skal skilgreina hlutverk þeirra og ábyrgð svo sem aðgangsheimildir þeirra. Rekstrarleyfishafa ber að tilkynna starfrækslunefnd ef fyrirhugað er að fela nýj- um aðilum ábyrgð samkvæmt ákvæði þessu og tryggja að í hvívetna sé farið að öryggisskil- málum tölvunefndar. Óheimilt er að veita upplýsingar um ein- staklinga úr gagnagranni á heilbrigðissviði. Eingöngu skulu veittar tölfræðilegar upplýs- ingar um hópa einstaklinga. 8.gr. Hugverkaréttindi. í 8. og 9. gr. rekstrarleyfis þessa merkja hugtökin „hugbúnaður“ og „hugverkaréttindi“, eins og hugverkaréttindi era skilgreind í rekstrarleyfi þessu, hugbúnað og hugverka- réttindi sem nauðsynleg era eftir að rekstrar- leyfi fellur úr gildi, til gerðar, starfrækslu og viðhalds gagnagranns á heilbrigðissviði í þágu heilbrigðisyfirvalda, heilbrigðisstofnana og sjálfstætt starfandi heUbrigðisstarfsmanna, þ. á m. vegna vísindarannsókna, sbr. 6., 9. og 1. mgr. 10. gr. laga nr. 139/1998. Til hugbúnaðar og hugverkaréttinda samkvæmt 8. og 9. gr. telst sá hugbúnaður og þau réttindi sem nýtt era í þágu framangreindra aðila á gildistíma rekstrarleyfis. TU hugbúnaðar og hugverka- réttinda samkvæmt 8. og 9. gr. rekstrarleyfis þessa telst ekki sá hugbúnaður og þau réttindi sem á gildistíma rekstrarleyfis þessa era ein- göngu nýtt í þágu rekstrarleyfishafa sjálfs eða í viðskiptalegum tilgangi samkvæmt samning- um við þriðja aðila. 8. gr. rekstrarleyfis þessa tekur til allra samninga sem rekstrarleyfishafi gerir í þeim tilgangi að afla hugverkaréttinda, sbr. gr. 2.1 k) og 8.1. Meðal annars, en ekki eingöngu, tekur greinin til verksamninga rekstrarleyfishafa við verksala um gerð gagnagrunns eða sérsmíði hugbúnaðar og um aðlögun á lausnum með sér- stöku tUliti tU gagnagrannsins, hvers kyns samninga um öflun nytjaleyfa/afnotaréttar, þróun hugbúnaðar eða hugbúnaðarlausna og hvers kyns samninga um kaup eða afnotarétt af íhlutum í hugbúnað. Einnig tekur 8. grein til samninga rekstrarleyfishafa við starfsmenn sína og til samninga við skráningaraðila er rekstrarleyfishafi gerir vegna yfirfærslu upp- lýsinga í gagnagranninn. Rekstrarleyfishafa ber þegar rekstrarleyfið fellur úr gildi samkvæmt ákvæðum leyfisins að tryggja að rekstrarleyfisveitandi, eða sá sem hann kann að fela starfrækslu gagnagrannsins, fái án tímatakmarkana, sem miðast við gildist- íma rekstrarleyfisins, öll þau afnot af hug- verkaréttindum sem honum era nauðsynleg við gerð og starfrækslu gagnagrunnsins. Er hér átt við sérhvern þann aðila sem rekstrarleyfis- veitandi ákveður einhliða að fela starfrækslu gagnagrannsins við lok rekstrarleyfistímans hvort sem um ræðir einstakling eða lögaðila, félag eða stofnun. Rekstrarleyfishafi skal tryggja að nýting af hans hálfu á hugverkaréttindum vegna starf- rækslu gagnagrannsins sé ekki bundin tíma- mörkum sem miðast við gildistíma rekstrar- leyfisins. Þegar ekki er um bein eignarréttindi að ræða skal tryggt að afnotaréttur eða sam- bærileg réttindi séu ekki bundin slíkum tíma- | mörkum og skal rekstrarleyfisveitandi eða sá sem hann kann að fela starfrækslu gagna- grannsins eiga möguleika á endumýjun slíkra samninga að minnsta kosti til jafns við rekstr- arleyfishafa að því marki sem nauðsynlegt er til nýtingar réttindanna. Rekstrarieyfishafi skal gæta þess og ber fulla ábyrgð á að hugbúnaður sem hann notar við gerð og starfrækslu gagnagrannsins brjóti ekki gegn réttindum þriðja manns. Hið sama gildir um gagnagranninn og önnur hugverka- réttindi. Eignist rekstrarleyfishafi höfundaréttindi yfir hugbúnaði, hvort sem er með samningum við þriðja aðila eða með hönnun hugbúnaðar á eigin vegum, skal hann tryggja að við lok rekstrarleyfisins sé hann í stakk búinn til að af- henda rekstrarleyfisveitanda öll gögn er nauð- synleg era til að rekstrarleyfisveitandi eða sá sem hann kann að fela starfrækslu gagna- grunnsins geti haldið áfram þróun hugbúnað- arins og haldið honum við. Einungis er heimilt að nota þau gögn sem hér um ræðir í þeim til- gangi að þróa hugbúnað til starfrækslu gagna- granns á heilbrigðissviði. Skal rekstrarleyfis- hafi m.a. tryggja að hann eignist höfundar- réttindi yfir hugbúnaðinum jafnóðum og þau verða til hjá viðsemjanda og að rekstrarleyfis- veitandi eða þeim sem hann kann að fela starf- rækslu gagnagrannsins, sé heimilt að fá afhent framangreind gögn þrátt fyrir að þau kunni að vera í vörslum annars en rekstrarleyfishafa, verði bú viðsemjandans tekið til gjaldþrota- skipta eða verði hann af einhverjum ástæðum ekki í stakk búinn til að standa við samninginn. Jafnframt skal rekstrarleyfishafi tryggja að honum sé heimilt að framselja réttindin yfir hugbúnaðinum til rekstrarleyfisveitanda eða síðari rekstrarleyfishafa. Verði rekstrarleyfishafi með samningum handhafi leyfisréttar, afnotaréttar eða sam- bærilegs réttar til að nota hugbúnað skal hann tryggja að við lok rekstrarleyfistíma verði rekstrarleyfishafi í stakk búinn til að afhenda eða framselja rekstrarleyfisveitanda þann fjölda notendaleyfa samkvæmt leyfis- og þjón- ustusamningum, sem nauðsynleg era tO að ► £
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.