Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.01.2000, Blaðsíða 38
MÖRGÚNBLAÐIÐ j §§ SÚNNÚDAGÚR 23. JÁNUÁR 2ÓÖ0 Breyttar fréttir „ Viðskiptafréttir eru farnar að vekja at- hygli meðal fjöldans afhefðbundnum ástæðum: ótta oggrœðgi. “ Larry Kramer, framkvæmdastjóri MarketWatch.com enn í Ameríku þylgast sjá að fréttaflutningur fjölmiðla hafi verið að breytast undanfarna mánuði, og að nýlega hafi svo orðið vatnaskil. Það var þegar bandaríska Netþjónustu- fyrirtækið America Online (AOL) og fjölmiðlarisinn Time- Wamer sameinuðust. Breytingin á fréttaflutningnum er sú, að við- skiptafréttir eru orðnar að „al- vöru“ fréttum og fá að vera á forsíðunni við hliðina á fréttum af heilsufari Jeltsíns. Þessi breyting virðist þó vera fyrst og fremst bundin við sjón- varpsfréttir, ef marka má banda- ríska blaðið USA Today, og sést kannski helst á áhorfí á sjón- varpsstöðvar sem senda einvörð- ungu út um kapal. Þannig er sagt að viðskiptafréttasjónvarpið CNBC fáinú VIÐHORF meira áhorf á ------ daginn en Eftlr Kristján G. CNN. Arngrímsson pesgj breyting vekur ýmsar spuming- t ar. Er þetta til marks um að pen- ingar og viðskipti séu að verða enn stærri þáttur í hugmynda- heiminum en þeir vom? Er þetta til marks um að markaðurinn sé að verða sífellt mikilvægari í hugum fólks? Venjulegt fólk - hvað svosem nákvæmlega það þýðir - er farið að horfa á fréttir af Dow Jones (sem er hlutabréfavísitala) og beina útsendingu frá markað- sgólfinu á Wall Street í New York, þar sem menn verða milljarðamæringar á svipstundu þegar bréf í Netfyrirtækjunum þeirra (sem jafnvel em enn ekki farin að skila neinum hagnaði) em boðin upp í fyrsta sinn. Viðskiptafréttaþula CNN, sem heitir því hljómþýða nafni Willow Bay, fullyrðir í samtali við USA Today að það sé einmitt Netbylt- ingin sem hafi valdið þessum breyttu áherslum í fréttaflutn- ingi. Viðskiptafréttir em nú flutt- ar í fimm og hálfa klukkustund dag hvern á CNN, en síðastliðið haust vora slíkar fréttir einungis í tvo og hálfan tíma á dag. Þótt áhorf á kapalsjónvarps- stöðvar í Bandaríkjunum sé hvergi nærri jafn mikið og áhorf á „hefðbundið" sjónvarp skipta þessar breyttu áherslur miklu fyrir auglýsendur, því að áhorf- , endur CNBC em efnuðustu sjónvarpsáhorfendumir. Er það þá málið, að fréttaframleiðendur séu bara famir að búa til fréttir fyrir ríkara fólk til að þóknast auglýsendum? „Fyrir tíu áram var það þum- alputtaregla að á móti hverri mínútu um ríka fólkið kom mín- úta um fátæka. Núna er hlutfall- ið um það bil 8:1. Þetta er ótrú- legt,“ er haft eftir Andrew Tyndall, útgefanda tímaritsins The Tyndall Report, sem fylgist með því.hvemig bandarískar i sjónvarpsstöðvar verja fréttatím- um sínum. En kannski er ástæðan fyrir þessum breytingum ekki svo flókin. Bent hefur verið á, að það sé lítið að gerast á hefðbundnum sjónvarpsfréttamiðum. Hvergi era bandarískir hermenn þátt- takendur í stríði, og það er ekk- ert hneyksli í Hvíta húsinu (að minnsta kosti ekki það vitað er). Era þá peningar og markaður- inn orðnir meginþemað í tilvera fólks yfirleitt? Það þarf ekki að vera. Kannski er þetta bara enn ein leiðin sem fólk og fjölmiðlar fara til að beina sjónum að því sem er æsandi, svona eins og íþróttir og kynlíf. Stjórnmálin era ekki beinlínis spennandi um þessar mundir, að minnsta kosti ekki í Bandaríkjunum, þar sem ekki er annað að hafa en A1 Gore og Hillary Clinton. Kannski fær- ast hlutirnir aftur í sitt venju- lega horf er færist nær for- setakosningunum í nóvember. Þetta kann því fremur að hafa með fjölmiðlana að gera en breytingu í hugarheimi fólks. (Svo hefur verið bent á, að við- skiptafréttir eru auðunnið og ódýrt sjónvarpsefni - þetta eru aðallega umræðuþættir og tal- andi fréttamenn). En þá verður að benda á, að fjölmiðlar eru ekki bara mótandi afl í samfélag- inu, þeir endurspegla líka það sem er á seyði í kringum þá. Þetta er reykur sem er varla án elds. Ef það er rétt, sem sumir segja, að þetta séu breytingar til frambúðar, þá hefur bandaríski guðfræðingurinn Harvey Cox kannski eftir alltsaman haft nokkuð til síns máls þegar hann sagði að markaðurinn hefði tekið við hlutverki Guðs í hugum fólks. Þegar hann fór að lesa við- skiptafréttir dagblaðanna þóttist hann sjá greinilega hliðstæðu við hugmyndimar og orðfærið í heil- agri ritningu. (Sjá The Atlantic Monthlyí mars í fyrra). Nokkuð til í þessu. Vegir markaðarins era órannsakanlegir eins og nýj- ustu atburðir á Wall Street sýna. Þar er verðmæti margra fyrir- tækja ekki lengur metið í ljósi hagnaðar, heldur hafa kaupa- héðnar orðið að setja sér nýjar reglur um hvernig þeir meta verð allra nýju Netþjónustufyr- irtækjanna sem fjárfestar vilja óðir dæla peningum í. (Að vísu munu menn eitthvað vera farnir að sjá að sér.) Markaðurinn veit og ræður. Þótt maður skilji ekki alltaf af hverju hann gerir það sem hann gerir og maður sé jafnvel full- komlega ósáttur við það, þá veit maður að það þýðir ekki að deila við hann. Niðurstöður hans era réttar, í þeim skilningi að hann skilgreinir það hvað skuli teljast rétt. Og ef maður er í vafa um hvað gera skuli, þá getur maður alltaf leitað svara hjá markaðn- um. Sá sem lætur sér detta í hug að andmæla honum er talinn skilningssljór og jafnvel hættu- legur, svona eins og guðleysingj- amir í gamla daga. Ekki að undra að markaðs- fulltrúar séu vel launaðir þessa dagana og manni þyki til þeirra koma. Þeir skilja Guð og veita innsýn í ríki hans. Og er þá nema von að fréttir af markaðn- um og því sem Hann er að gera séu að sama skapi það sem fólk vill horfa á? Maður óttast að annars muni maður ekki hafa hugmynd um hvað er í raun og veru að gerast í heiminum, og hverjar era hinar eiginlegu ástæður þess. MINNINGAR SOFFÍA ÁSGEIRSDÓTTIR + Soffía Ásgeirs- dóttir fæddist á Akureyri 21. janúar 1949. Hún lést 13. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Ólafs- dóttir og Ásgeir Halldórsson, bæði látin. Soffía var þriðja í röð átta systkina. Þau eru í aldursröð: Halldór, Soffía, sem hér er kvödd, Ásgeir, Gunnar, Ásrún, Haukur og Guðrún. Soffía giftist Þorsteini Friðriks- syni 18. maí 1970 og eiga þau dótt- urinaírisi, f. 19.júlí 1976. Soffía verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju á morgun, mánudaginn 24. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kristur miim, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf.ók.) Frænka mín og vinkona okkar hjónanna er látin, langt um aldur fram, eftir harða baráttu við krabba- mein. En frá barnsaldri hefur hún þurft að lifa með sykursýki sem setti sitt mark á líf hennar. Sossa, eins og hún var kölluð var ein af átta systkinum en foreldrar hennar vora Guðrún Ólafsdóttir og Ásgeir Halldórsson, bæði látin. Sossa, Steini og systkini hennar reistu sér sumarbústað í Fnjóskadal. Þar sam- einuðust fjölskyldurn- ar og því var oft margt um manninn. Sossa og Steini vora höfðingjar heim að sækja og var heimilið hennar homsteinn sem og sumarbústaðurinn. Sossa mín, það er af mörgu að taka því við höfum þekkst frá unga aldri. Fyrst hittumst við í jólaboðum hjá afa og ömmu í Alaska. Síðan komu skólaárin í GA. Þá skemmtum við okkur oft saman. Þú varst hrókur alls fagnaðar. Seinna komu eigin- menn okkar til sögunnar, fyrst Ey- þór og svo Steini stuttu seinna. Með þeim tókst einstakur vinskapur. Þeir eiga sameiginlegt áhugamál sem er brids sem þeir hafa spilað saman í 30 ár. Spilamennskan var líka þitt áhugamál. Við fórum svo að fikta við spil og mörg kvöld höfum við því spilað saman, hjónin. Margar góðar spila- og skemmtiferðir hafa verið farnar með spilaklúbbi Hlíðarbæjar. A yngri áram fóram við ásamt Ir- isi ykkar og börnunum okkar í úti- legur, veiðiferðir og sumarhús. Þá var oft gaman. Ég vil nota tækifærið og þakka þér fyrir hvað þú varst allt- af góð við börnin okkar og þú hefur alla tíð fylgst með þeim þó fullorðin SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR + Sign'ður Guð- mundsdóttir fæddist í Heysholti 21. nóvember 1903. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi 7. janúar siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson, bóndi í Heysholti í Landsveit og kona hans Gróa Jakobsdóttir. Guð- mundur var frá Holtsmúla á Landi, en Gróa fædd á Borg á Landi og ólst upp í Neðra-Seli á Landi. Þau hjón bjuggu í Heys- holti frá 1899, en Guðmundur andað- ist 29. júní árið 1912. Þau áttu fimm börn: Margréti, f. 1900, d. 21. júlí 1992; Guð- laugu, sem lést á þrettánda ári; Sig- ríði, sem hér er minnst; Óskar Jak- ob, bónda í Heysholti frá 1946 til dauða- dags 9. júní 1985 og Elísabetu, sem and- aðist í Reykjavík á fertugsaldri. titför Sigríðar fór fram frá Skarðskirkju 15. janúar. séu. Samverustundirnar hefðu getað orðið fleiri, en á þessum áram finnst manni tíminn svo nægur. Það kennir manni kannski að geyma ekki til morguns það sem maður getur gert í dag. Elsku Steini, Iris og fjölskylda. Ykkar missir er mikill. Megi guð vera með ykkur. Soffía og Eyþór. Elsku Sossa. Tíminn sem við feng- um til undirbúnings var ekki sá lengsti. Þú ert farin og það er það sem maður horfir til þessa stundina. Núna, eftir að við Ásrún fluttum suð- ur, hittumst við systkinin sjaldnar en þegar við bjuggum saman, en oft þegar við hittumst föram við að rifja upp þessar skemmtilegu stundir sem við áttum með þér. Eins og þegar við fórum í ferðalag til Evrópu með ykk- ur Steina, Irisi og mömmu og pabba. Þær stundir, þó að við væram ekki mjög gömul þá, munum við eins og það hafi gerst í gær. Hvemig við gát- um hlegið endalaust að brönduram sem enginn nema við gat skilið. Hvað það var gaman að koma í heimsókn á brekkuna til Sossu frænku. Alltaf þegar mamma eða pabbi sögðu við okkur að við værum að fara til Sossu og Steina ljómuðum við og gátum ekki beðið eftir að klára kvöldmatinn og fara í heimsókn. Þú hefur alltaf haft svo góð áhrif á okkur systkinin. Allt sem Sossa sagði var rétt. Svona er þetta líka með alla hina krakkana sem vora í kringum þig daginn út og inn. Mig, Alísi, langar til að þakka þér, Sossa mín, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og gefið mér ásamt þvi að hafa stutt mig ætíð í veikindum mínum. Mig, Ásrúnu, langar til að þakka þér, Sossa mín, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og gefið mér, veitt mér og Kristjáni stuðning þeg- ar Ásdís Alís kom í heiminn og gefið mér holl og góð ráð þegar á þurfti að halda. Mig, Bróa, langar til að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og gefið mér, og nú hef ég eign- ast mína eigin gullskál sem hefur að geyma allar þær skemmtilegu stundir og minningar sem við höfum eignast með þér. Með þessum kveðjum frá okkur, sem alltaf munum geyma minningar um þig á okkar sérstöku stöðum, biðjum við Guð að varðveita þig eins lengi og við munum gera í hjarta okkar. Þú ert sterk manneskja, Sossa, og við vitum að á nýja heimil- inu þínu mun þér líða vel og þú munt hugsa til okkar allra þegar við þurf- um á þér að halda. Elsku Steini og íris, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Við hugsum til ykkar. Ah's, Ásrún og Ásgeir. Elsku Sigga í Heysholti. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Það var svo gaman að fá að „rokka“ á rokkinn þinn. Þegar við komum til þín feng- um við alltaf konfekt og súkkulaði, það var gott. Við héldum að þú yrðir + Jón Björgvin fæddist á Neðra- Núpi í Núpsdal í Miðfirði 16. júni 1925. Hann lést á Landakots- spítala 15. janúar síðastliðinn og fór útfór hans fram frá Fossvogs- kirkju 21. janúar. Með fáum orðum viljum við minnast Björgvins föðurbróður okkar. Björgvin hafði um nokkurt skeið tekist á við erfiðan sjúkdóm sem hann hafði barist við af þraut- seigju en varð að lokum að lúta í lægra haldi fyrir. Við minnumst Björgvins með hlýhug, en hann var glaðvær maður og var það ætíð tilhlökkunarefni á æskuárum okkar þegar von var á honum norður í land í heimsókn. Oftar en ekki kom Björgvin fær- andi hendi en hann naut þess að gefa vinum og ættingjum gjafir. Björgvin var hrókur alls fagnaðar 100 ára, þú varst orðin svo gömul. En núna ertu dáin og komin til foreldra þinna og allra sem þú þekktir þegar þú varst lítil stelpa. Við munura alltaf minnast þín og þykja vænt um þig. Ingunn Fjóla og Bryndís Björk í Danmörku. og ótal sögur sagði hann frá upp- vaxtarárum sínum fyrir norðan og var þá ætíð glettni í fyrirrúmi. Það var einnig eftirtektarvert hvað Björgvin bar hag skyldmenna sinna fyrfr norðan ætíð fyrir brjósti. Hann var alltaf boðinn og búinn að aðstoða ef á þurfti að halda, enda var hann mjög hjálpsamur og greið- vikinn. Björgvin var traustur maður og ábyggilegur. Nákvæmni var honum í blóð borin og hann rækti öll störf sem hann tók sér fyrir hendur af al- úð og samviskusemi. Við leiðarlok minnumst við bræð- urnir Björgvins með vinsemd og virðingu og þakklæti fyrir ánægju- legar samverastundir og vináttu. Við vottum fjölskyldu hans innilega samúð. Blessuð sé minning hans. Reynir, Helgi og Bjöm Jóhannessynir. Soffía Ásgeirsdóttir, spilafélagi okkar og vinur, er látin. Það mun hafa verið í kringum 1970, þegar verið var að endur- byggja félagsheimilið Hlíðarbæ, að við tókum okkur saman fjórir ungir menn og ákváðum að fara að spila brids með reglulegu millibili. Þetta tókst það vel að við höfum haldið hópinn síðan. Það fjölgaði þó fljót- lega í hópnum en þó var þar fastur kjarni. Fljótlega valdist til forystu í hópnum Þorsteinn Friðriksson. Kona hans var Soffía Ásgeirsdóttir. Hún stóð við hlið manns síns í öllu sem laut að undirbúningi og rekstri svona félagsskapar. Spilað var öll þriðjudagskvöld að vetrinum en þó ekki um hátíðir. Auk þess var fólki boðið lengra að, héðan úr sveitunum í kring og jafnvel frá Hvolsvelli og austan af landi. Þá var farið í ferða- lög og þegin boð annarra. Og alltaf var Soffía með á fullri ferð við undir- búning, lausnir vandamála, matseld, veitingar, innkaup og aðdrætti. Hún var alltaf hrókur alls fagnaðar og ýtti undir að fólk lyfti sér upp og gerði sér eitthvað til gamans. Við spilafélagamir munum minn- ast Soffíu með þakklæti og virðingu og vottum Þorsteini, írisi dóttur þeirra og öðrum aðstandendum dýpstu samúð okkar. Fyrir hönd Bridsklúbbs Hh'ðar- bæjar, Víkingur Guðmundsson. JÓN BJÖRGVIN BJÖRNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.