Morgunblaðið - 23.01.2000, Side 8

Morgunblaðið - 23.01.2000, Side 8
8 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Farandsýning um læknaskop á tíu sjúkrahusum ' Hláturinn lengir lífið^ FARANDSÝNINGIN Hláturgaa 2000 verður opnuð í K-byggingu Landspítalans á morgun kl. 15. ’drfA U nJ D— Það hefur aldeilis hlaupið á snærið hjá heilbrigðisráðherra með sparnaðinn í kerfinu. Blómstr- andi undan snjónum SUMARBLÓM frá siðasta sumri komu í ljós í garði einum við Vallhólma í Kópavogi þegar snjórinn hvarf í hlákunni. Sljúpu- blómið var að visu illa farið en þó með sinum bláu blómum. Garð- eigandinn segist hafa keypt blóm- in og plantað í garðinum í vor og þau hafi greinilega haft skjól af snjónum og þolað kuldann. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson (Í)inDesiT AEG (h) Husqvarna Adstandendur geðsjúkra Þeir þurfa meiri aðstoð Guðný Anna Arnþórsdóttir Landlæknisembætt- ið hefur undanfar- ið staðið fyrir átaki á sviði geðheilbrigð- ismála - þemað hefur bernst að þunglyndi, sem er mjög algengur sjúk- dómur og getur verið lífs- hættulegur. í umræðunni hafa augu manna ekki síst beinst að geðdeildum og öðrum stöðum þar sem geðmeðferð fer fram. Ymsar rannsóknir hafa farið fram á líðan að- standenda og þörfum þeirra. Guðný Anna Arn- þórsdóttir framkvæmda- stjóri Geðsviðs Sjúkra- húss Reykjavíkur hefur kynnt sér þessar rann- sóknir. „Bæði reynsla og rann- sóknir gefa okkur til kynna að aðstandendur geðsjúkra hafa mikla þörf fyrir fræðslu og stuðning fagfólks. Starfsfólk geðheilbrigðissviðs er alltaf að vakna betur til vitundar um mik- ilvægi þessara þátta í meðferð hins geðsjúka og þýðingu þess að styðja við aðstandendur." - Hvernig er hægt að aðstoða aðsta ndendur? „ Slík fjölskylduþjónusta felst einkum í fræðslu og stuðningi. Fræðslan getur falist í upplýs- ingum um sjúkdóm ástvinarins, meðferð hans og horfum, ráðleg- gingum um viðbrögð við ákveðnu hegðunarmunstri, meðferð lyfja, hvert beri að snúa sér með ákveðin mál og svo framvegis. Bæði er unnt að gera þetta í einkaviðtölum og í formi fyrir- lestra. Stuðningurinn getur fal- ist í símtölum, einkaviðtölum eða hópviðtölum, tilvísunum til ann- arra fagaðila og svo framvegis." - Hvaða niðurstöður hafa fengist í rannsóknum á líðan að- standenda geðsjúkra? „Á íslandi hafa ekki verið gerðar margar rannsóknir á þessu efni, en þær sem hafa ver- ið gerðar leiða eitt og annað fróðlegt í ljós. í rannsókn sem læknarnir Ólafur Þ. Ævarsson og Lárus Helgason gerðu 1990 kom fram að 70% aðstandenda geðsjúkra höfðu fengið kvíða- og/eða þunglyndisköst eftir að veikindi fjölskyldumeðlims hóf- ust, 52,8% höfðu leitað til læknis vegna eigin vanlíðanar. í rann- sókn hjúkrunarfræðingsins Ey- dísar Sveinbjarnardóttur 1993 kom m.a. fram að vanlíðan fjöl- skyldumeðlima hefur áhrif á líð- an sjúklingsins og hægir á bat- anum hjá honum. Eydís gerði ennfremur rannsókn 1996 á þessu efni og þar kom fram að aðstandendum fannst að stuðn- ingur heilbrigðisstarfsfólks mætti vera bæði formlegri og sýnilegri. Þegar þessir aðstan- dendur voru beðnir að skilgreina hvað stuðningur væri nefndu þeir eftirfarandi þætti: 1. mark- viss samskipti við hjúkrunarfólk. 2. aukið upplýsinga- flæði. 3. fræðslu um sjúkdóminn, einkum í upphafi veikinda. 4. sýnilegri vettvang fyr- ir fjölskylduna að fá útrás.“ - Benda erlendar rannsóknir í sömu átt? „Já, þær gera það mjög svo. Sænsk rannsókn frá 1999, gerð af Magne-Ingvar og Ojehagen, sýndi að 63% aðstandenda þeirra sem reynt höfðu sjálfsvíg töldu sig hafa geðræn vandamál og 80% þeirra töldu sig hafa önnur vandamál við að stríða, svo sem fjárhagsleg og félagsleg. í rann- ► Guðný Anna Amþórsddttir fæddist á Eskifirði 1951. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslun- arskóla íslands 1972, BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla ís- lands 1977, kennslu og upp- eldisfræði frá sama skóia 1979 og MS-prófi frá University of Co- lorado í geðhjúkrun og stjórnun 1995. Hún var hjúkrunarfræð- ingur á Geðdeild Landspitalans á Kleppi og við Hringbraut frá 1978 til 1989. Hefúr kennt geð- hjúkrun við námsbraut í hjúkr- unarfræði við HÍ frá 1982 og var lektor í geðhjúkrun frá 1984 til 1992. Frá 1989 hefur Guðný Anna verið hjúkrunarfram- kvæmdastjóri geðsviðs Sjúkra- húss Reykjavíkur. Hún er gift Hjálmari Kjartanssyni hagfræð- ingi og eiga þau tvö börn. sókn sem gerð var í Bandaríkj- unum 1999 af Gaskue-Carter og Curlee voru aðstandendur beðn- ir að forgangsraða óskum sínum um stuðning varðandi geðsjúkan fjölskyldumeðlim, 66% þeirra óskuðu fyrst og fremst eftir ein- staklingstímum með geðheil- brigðisstarfsfólki." - Hver er reynsla starfsfólks í geðheilbrigðiskerfinu í þessum efnum? „Heilbrigðisstarfsfólk er oft- ast ekki búið að vinna lengi á geðdeildum og/eða við meðferð geðsjúkra þegar það finnur sterklega fyrir þörf aðstandenda fyrir stuðning. Geðsvið sjúkra- húsanna hafa reynt að mæta þessari þörf með ýmsu móti og námskeið fyrir aðstandendur (fyrirlestraraðir) hafa meðal annars verið haldin á Geðdeild Landsspítala og Geðsviði Sjúkrahúss Reykjavíkur, á Hvítabandi og deild A2. En bet- ur má ef duga skal. Það þarf að hnýta betur saman öll möguleg bjargráð sem mættu verða að- standendum geðsjúkra að liði. Rætt hefur verið um sjúkrahús- tengda geðhjúkrun sem einn möguleikann, ellegar þá hreyf- anlegt þverfaglegt teymi sem myndi sinna vitjunum utan stofnana. Komið hefur fram m.a í könnun sem gerð var á A2 á SHR í við- tölum að aðstandendur eru mjög ánægðir með þann stuðning sem þeir fá frá fagfólkinu þegar fólk biður um hann, en það eru ekki allir sem áræða að biðja um að- stoð og þar þurfum við að reyna að gera aðstoðina „formlegri og sýnilegri." Þess má geta að í febrúar verður aðstandendadagur á Hvítabandi SHR. Fjölskyldur geðsjúkra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.