Morgunblaðið - 05.02.2000, Side 23

Morgunblaðið - 05.02.2000, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 23 Öflugasta díselvélin sem völ er á eða beinskiptur, þitt er valið Stjórn Mannesmann mælir með vinveittu tilboði Vodafone Endi bundinn á deilur Mannesmann og Vodafone Reuters Frankfurt. AP. STJÓRN þýska fjarskiptafyrir- tækisins Mannesmann AG ákvað á fundi sínum í fyrrakvöld að mæla með 180 milljarða dollara samruna fyrirtækisins við hið breska Vodafone AirTouch PLC. Ljóst er að yflrtakan verður sú stærsta í heiminum hingað til, 13.000 millj- arða króna virði, og slær þar með út samruna AOL og Time Warner, og samruna MCI WorldCom og Sprint. Búist er við að samningum um samruna fyrirtækjanna ljúki í mars. Hluthafar í Mannesmann geta gert upp hug sinn til 17. febrúar um hvort þeir vilja fram- selja hlutabréf sín til Vodafone gegn hlutabréfum í sameinuðu fé- lagi, að því er fram kom í máli Klaus Esser, aðalframkvæmda- stjóra Mannesmann, eftir tveggja klukkustunda stjórnarfund í fyrir- tækinu í gær. Esser mun starfa hjá sameinuðu fyrirtæki a.m.k. næstu 5 mánuði og mun sitja í stjórn Vodafone. Því hefur verið lýst yfir af hálfu Vodafone að ekki verði um uppsagnir að ræða í kjölfar samrunans. Síðasta óvinveitta tilboð Voda- fone í Mannesmann átti að renna út á mánudag en Vodafone hækk- aði tilboð sitt á fimmtudag og gerði það samskipti félaganna vin- veittari. Endi er þar með bundinn á deilur sem staðið hafa frá því Vodafone gerði fyrst tilboð í Mannesmann síðastliðið haust. Fyrirtækin hafa hvort um sig var- ið milljónum í auglýsingaherferðir til að ná hluthöfum Mannesmann á sitt band. Fjórða stærsta fyrirtæki heims að markaðsverði Mannesmann fær 49,5% hlut í sameinuðu fyrirtæki en Vodafone fær ráðandi hlut, 50,5%. Upphaf- lega tilboðið hljóðaði upp á 47,2% hlut til handa Mannesmann. Sam- einað fyrirtæki verður stærsta fjarskiptafyrirtæki heims með 42 milljónir viðskiptavina og víðfeðmt fjarskiptanet sem nær til 25 landa. Höfuðstöðvar sameinaðs félags verða bæði í Þýskalandi og Bret- landi. Markaðsvirði fyrirtækisins verður um 25.900 milljarðar króna eða 350 milljarðar dollara. Á þeim mælikvarða verður sameinað félag hið fjórða stærsta í heimi, á eftir Microsoft, General Electric og Cisco. Evrópusambandið þarf að sam- þykkja samruna af þessu tagi en búist er við niðurstöðu fram- kvæmdastjórnar ESB 17. febrúar nk. Athugun á samruna félaganna hefur staðið yfir hjá ESB en allar hliðar á málinu verða skoðaðar m.t.t. lagaákvæða sem snerta sam- keppni fyrirtækja. Ástæðan er m.a. eignarhald Mannesmann á breska farsímafélaginu Orange, sem er þriðja stærsta fyrirtæki á sviði farsímaþjónustu í Bretlandi en Vodafone er stærst á sama sviði. Þetta brýtur í bága við sam- keppnislög í Bretlandi og kallar á að Órange verði selt. í forystuhlutverki við þráð- lausar nettengingar Talið er að sameinað fyrirtæki Mannesmann og Vodafone muni gera farsímanotendum kleift að nota síma sína hvar sem er í heim- inum, auk þess sem fyrirtækið verði í forystuhlutverki hvað varð- ar þráðlausar nettengingar. Fyrr í vikunni tilkynnti Voda- fone um samstarf við frönsku sam- steypuna Vivendi SA en Mannes- mann hafði áður reynt að ná samningum við Vivendi. Vodafone varð stærsta farsíma- félag heims eftir yfirtöku á banda- ríska fyrirtækinu AirTouch Com- munications fyrir ári. Fyrirhugað er að koma á samstarfssamningi AirTouch og farsímahluta Bell Atl- antic og mynda þannig umfangs- mestu farsímaþjónustu í Banda- ríkjunum. Chris Gent, aðalframkvæmdastjóri Vodafone Airtouch Plc, til vinstri, ásamt aðalframkvæmdastjóra Mannesmann AG, Klaus Esser. Búist er við að samningum um samruna félaganna muni ljúka f mars. Komdu, skoöaöu og prófaðu öflugasta jeppann. Bílheimar ehf. Sœvarhöfða 2a Sími:525 9000 www.bilheimar.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.