Morgunblaðið - 05.02.2000, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.02.2000, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 5. FEBRÚAR 2000 23 Öflugasta díselvélin sem völ er á eða beinskiptur, þitt er valið Stjórn Mannesmann mælir með vinveittu tilboði Vodafone Endi bundinn á deilur Mannesmann og Vodafone Reuters Frankfurt. AP. STJÓRN þýska fjarskiptafyrir- tækisins Mannesmann AG ákvað á fundi sínum í fyrrakvöld að mæla með 180 milljarða dollara samruna fyrirtækisins við hið breska Vodafone AirTouch PLC. Ljóst er að yflrtakan verður sú stærsta í heiminum hingað til, 13.000 millj- arða króna virði, og slær þar með út samruna AOL og Time Warner, og samruna MCI WorldCom og Sprint. Búist er við að samningum um samruna fyrirtækjanna ljúki í mars. Hluthafar í Mannesmann geta gert upp hug sinn til 17. febrúar um hvort þeir vilja fram- selja hlutabréf sín til Vodafone gegn hlutabréfum í sameinuðu fé- lagi, að því er fram kom í máli Klaus Esser, aðalframkvæmda- stjóra Mannesmann, eftir tveggja klukkustunda stjórnarfund í fyrir- tækinu í gær. Esser mun starfa hjá sameinuðu fyrirtæki a.m.k. næstu 5 mánuði og mun sitja í stjórn Vodafone. Því hefur verið lýst yfir af hálfu Vodafone að ekki verði um uppsagnir að ræða í kjölfar samrunans. Síðasta óvinveitta tilboð Voda- fone í Mannesmann átti að renna út á mánudag en Vodafone hækk- aði tilboð sitt á fimmtudag og gerði það samskipti félaganna vin- veittari. Endi er þar með bundinn á deilur sem staðið hafa frá því Vodafone gerði fyrst tilboð í Mannesmann síðastliðið haust. Fyrirtækin hafa hvort um sig var- ið milljónum í auglýsingaherferðir til að ná hluthöfum Mannesmann á sitt band. Fjórða stærsta fyrirtæki heims að markaðsverði Mannesmann fær 49,5% hlut í sameinuðu fyrirtæki en Vodafone fær ráðandi hlut, 50,5%. Upphaf- lega tilboðið hljóðaði upp á 47,2% hlut til handa Mannesmann. Sam- einað fyrirtæki verður stærsta fjarskiptafyrirtæki heims með 42 milljónir viðskiptavina og víðfeðmt fjarskiptanet sem nær til 25 landa. Höfuðstöðvar sameinaðs félags verða bæði í Þýskalandi og Bret- landi. Markaðsvirði fyrirtækisins verður um 25.900 milljarðar króna eða 350 milljarðar dollara. Á þeim mælikvarða verður sameinað félag hið fjórða stærsta í heimi, á eftir Microsoft, General Electric og Cisco. Evrópusambandið þarf að sam- þykkja samruna af þessu tagi en búist er við niðurstöðu fram- kvæmdastjórnar ESB 17. febrúar nk. Athugun á samruna félaganna hefur staðið yfir hjá ESB en allar hliðar á málinu verða skoðaðar m.t.t. lagaákvæða sem snerta sam- keppni fyrirtækja. Ástæðan er m.a. eignarhald Mannesmann á breska farsímafélaginu Orange, sem er þriðja stærsta fyrirtæki á sviði farsímaþjónustu í Bretlandi en Vodafone er stærst á sama sviði. Þetta brýtur í bága við sam- keppnislög í Bretlandi og kallar á að Órange verði selt. í forystuhlutverki við þráð- lausar nettengingar Talið er að sameinað fyrirtæki Mannesmann og Vodafone muni gera farsímanotendum kleift að nota síma sína hvar sem er í heim- inum, auk þess sem fyrirtækið verði í forystuhlutverki hvað varð- ar þráðlausar nettengingar. Fyrr í vikunni tilkynnti Voda- fone um samstarf við frönsku sam- steypuna Vivendi SA en Mannes- mann hafði áður reynt að ná samningum við Vivendi. Vodafone varð stærsta farsíma- félag heims eftir yfirtöku á banda- ríska fyrirtækinu AirTouch Com- munications fyrir ári. Fyrirhugað er að koma á samstarfssamningi AirTouch og farsímahluta Bell Atl- antic og mynda þannig umfangs- mestu farsímaþjónustu í Banda- ríkjunum. Chris Gent, aðalframkvæmdastjóri Vodafone Airtouch Plc, til vinstri, ásamt aðalframkvæmdastjóra Mannesmann AG, Klaus Esser. Búist er við að samningum um samruna félaganna muni ljúka f mars. Komdu, skoöaöu og prófaðu öflugasta jeppann. Bílheimar ehf. Sœvarhöfða 2a Sími:525 9000 www.bilheimar.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.