Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 11 þriðja lagi má nefna margs konar áföll sem menn verða fyrir í lífinu, og undanskil ég þá áfengis- og vímuefnamisnotkun, sem er oft til meðferðar á sérdeildum eða hjá sérhæfðum teymum" segir Hall- dóra. „Kvíði og þunglyndi fara iðu- lega saman og geta verið nokkuð langvarandi en ýmis áföll hafa kannski frekar í för með sér að fólk fer tímabundið úr jafnvægi. Sjúklingar geta komið beint á göngudeildir sjúkrahúsanna en við teljum þó æskilegra að menn leiti fyrst til heimilislækna sinna enda hefur heilsugæslan verið að eflast og er sífellt betur í stakk búin til að taka á móti þessum sjúklinga- hópi líka.“ Læknarnir segja mikið álag hafa verið á göngudeildum geðdeilda spítalanna síðustu vikurnar, meðal annars vegna herferðar landlæknis um geðsjúkdóma, og séu verkefnin ærin. Halldóra bendir einnig á að geðdeildin þjóni ekki aðeins höfuð- borgarsvæðinu heldur öllu landinu en geðdeild er starfandi á Akur- eyri og sérfræðingar í geðlækning- um eru starfandi við heilsugæslu- stöðvarnar í Grundarfirði og á Sauðárkróki. Bendir hún á að slík- ir sérfræðingar mættu vera starf- andi á fleiri heilsugæslustöðvum á landinu, til dæmis í jafnstórum þéttbýliskjarna og Reykjanesbæ. En eru nógu margir unglæknar sem fara í geðlæknisfræði í dag? Geðlæknisfræðin spennandifag „Við erum nokkuð vel sett hvað það varðar í dag miðað við nágrannalöndin en þó eru nokkrar stöður sérfræðinga ómannaðar," segir Halldóra en bendir á að sveiflur séu miklar þar sem tiltölu- lega fáir útskrifist úr læknadeild Háskólans á ári hverju, eða 36. Hún segir að nú séu allmargir læknar í sérnámi og kvíðir ekki framtíðinni hvað það varðar. „Geð- læknisfræðin er spennandi fag, þar er margt að gerast sem ætti frek- ar að laða unglækna að en hitt.“ Nokkuð hefur verið rætt um mikla lyfjanotkun í geðlækningum og segja þau Halldóra og Sigurður það eiga sér eðlilegar skýringar. „Með lyfjum sem hafa minni auka- verkanir í för með sér eykst notk- unin, sjúklingar taka þessi lyf að jafnaði í lengri tíma en áður og einnig hefur notkunarsviðið auk- ist,“ segir Halldóra. „Sum þung- lyndislyf má nú líka nota með góð- um árangri við kvíðaröskunum, svo sem þráhyggju, fælni og ofsa- kvíðaköstum og það þýðir aukna heildarnotkun." Sigurður bætir því við að ný lyf séu dýr og að allstór hópur sjúkl- inga taki fleiri en eitt lyf. „Við get- um meðhöndlað kringum 75% þunglyndisjúklinga með einu lyfi en hin 25% svara ekki meðferð með einu lyfi og þá þarf að prófa sig áfram og kannski gefa fleiri en eitt í einu og grípa til svokallaðrar fjöllyfjameðferðar. Fram að þessu hefur þunglyndi kannski stundum verið meðhöndlað í of stuttan tíma en nú er farið að lengja lyfjameð- ferðina við því í kannski 6 til 12 mánuði og jafnvel er til í dæminu að sjúklingar séu á þunglyndislyfj- um í eitt til tvö ár. Allt þetta eykur notkun geðlyfja og á sér eðlilegar skýringar." Sigurður nefnir einnig að með betra lyfjavali sé nú æ al- gengara að heimilislæknar gefi geðlyf, áður hafi um 40% geð- lyfjaávísana komið frá sérfræðing- um en nú komi kringum 20% frá þeim. Nokkur hætta er á að þung- lyndi geri aftur vart við sig þótt tekist hafi að lækna það og segja þau Halldóra og Sigurður að að minnsta kosti 50% þeirra sem fengið hafi eitt þunglyndiskast megi búast við að fá annað þung- lyndiskast siðar á ævinni. Þá segja þau tíðni geðrænna sjúkdóma auk- ast nokkuð með aldrinum. En hvaða framtíðaróskir eða áherslur sjá þau fyrir sér ef þau sætu í stól heilbrigðisráðherra um tíma? Fyrirbyggjandi aðgerðir æskilegar „Langtímahugsjón væri sú að geðlækningar færu meira út í fyr- FRÉTTIR Morgunblaðið/Jim Smart Engilbert Sigurðsson geðlæknir á SR og Þórhalla Víðisdóttir, deildarstjóri á bráðageðdeildinni. Þekkingin eykst og feimnin minnkar irbyggjandi aðgerðir,“ segir Hall- dóra. „Það væri mikið unnið með því að geta komið í veg fyrir kvíða- og þunglyndisköst. Við þekkjum ákveðna áhættuhópa, til dæmis börn þeirra sem átt hafa við geð- ræn vandamál að stríða, þá sem eiga í félagslegum erfiðleikum, þá sem hafa átt í erfiðleikum í upp- vextinum og einnig má nefna að fikniefnaneysla, óhófleg áfengis- neysla, reykingar og aðrir óhollir lífshættir geta stuðlað að geðsjúk- dómum. En okkur vantar meiri rannsóknir á þessum sviðum og ég tel að auknum fjármunum í þessi verkefni væri vel varið.“ Sigurður kvaðst vilja sjá betri tengsl milli sérfræðinga í geðlækn- ingum og á öðrum sviðum læknis- fræðinnar. „Við vitum að geð- raskanir tengjast oft líkamlegum sjúkdómum og þarna er um flókið samspil að ræða og ég sé fyrir mér nauðsyn þess að samþætta al- menna sjúkdómsmeðferð í víðu samhengi og geðlækningar. Þetta þýðir með öðrum orðum aukið samstarf við aðrar deildir sjúkra- hússins og við heilsugæsluna. Það hefur sýnt sig meðal þeirra sem mest nota heilbrigðisþjónust- una að um helmingur þeirra á við geðraskanir að stríða og ef þeir fá þjónustu geðlækna meðan þeir liggja á handlækninga- eða lyf- lækningadeildum er hægt að stytta legutímann í ákveðnum fjölda til- fella, draga úr læknisþjónustu og spara í heildina,“ segir Sigurður og nefnir að í Bandaríkjunum hafi verið stofnaðar sérstakar deildir þar sem sérgreinar hafa verið sameinaðar í auknum mæli. Halldóra telur einnig nauðsyn- legt að leggja meiri áherslu á að veita ungu fólki á aldrinum 18-25 ára þjónustu. „Á þessum aldri koma fram margs konar geð- raskanir í fyrsta sinn og ef unnt væri að grípa fyrr inní verður langtímaskaðinn minni. Fólk á þessum aldri er oft undir miklu álagi, það er í skóla, er að byrja að feta sig út í atvinnulífið, er að stofna fjölskyldu og eignast börn og þessi hópur hefur verið dálítið útundan hjá okkur.“ Er fólk á þessum aldri reiðubúið að leita til geðlækna? Ungt fólk frekar tilbúið að leita geðlækna „Þessi aldurshópur er öðnim fremur tilbúinn að leita sér lækn- inga en sumir veigra sér kannski við því af kostnaðarástæðum, til dæmis þeir sem eru í skóla. Er- lendis er til í dæminu að háskólar bjóði nemendum uppá þjónustu geðlækna eða sálfræðinga og það væri ekki óeðlilegt að bjóða slíkt hérlendis. Það er mikilvægt varð- andi geðsjúkdóma eins og svo marga aðra að freista þess að greina þá á forstigum. Þá kom fram í viðræðum við læknana að sumir óttist að geð- lyfjameðferð geti valdið heila- skemmdum. „Það má spyrja á móti hvort heilaskemmdir verði ekki frekar ef alvarlegar geðraskanir fá að þróast langtímum saman án meðferðar og það getur reynst mun erfiðara að lækna langt geng- in veikindi heldur en þau sem eru á byrjunarstigi," segir Halldóra og Sigurður bendir líka á að ekki sé víst að fólk sem þjáist af andlegri vanlíðan sé endilega haldið alvar- legum geðsjúkdómi, fólk ætti því ekki að veigra sér við að leita læknis. I lokin nefna þau eitt atriði sem þau telja að skipt geti máli varð- andi viðhorf til þeirra sem þjást af geðsjúkdómum. Sigurður hefur orðið: „Okkur finnst vanta meira um- burðarlyndi hjá atvinnurekendum til geðsjúklinga. Ef einhver þarf á áfengismeðferð að halda er meira en sjálfsagt að gefa honum leyfi til að fara í áfengismeðferð en það er mun þyngra ef starfsmaður er haldinn þunglyndi. Þá liggur stundum við að vinnuveitandinn afskrifi hann. Þunglyndi leggst á allar stéttir og allir geta veikst af því einhvern tímann á ævinni. Þunglyndi er alvarlegur sjúkdóm- ur og getur verið lífshættulegur.“ FÓLK með þunglyndi, geð- hvörf, geðklofa, og ein- staklingar sem gert hafa tilraunir til sjálfsvígs og aðrir með alvarlegar geðraskanir sjúkdóma eru meðal viðfangsefna geðdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Engilbert Sigurðsson geðlæknir og Þórhalla Víðisdóttir, hjúkrunarfræð- ingur og deildarstjóri á bráðageð- deildinni, segja að á síðustu misser- um hafi fjölgað komum einstaklinga sem gert hafa sjálfsvígstilraunir og lent í áföllum, og flækir vímuefnan- eysla vanda margra sem leita hjálp- ar á slysadeild. Deild A-2 á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur hafði 31 sjúkrarúm þar til rúmum var fækkað niður í 24 árið 1997 sam- hliða því sem bráðavaktardögum fækkaði úr 40% í 25%. Nú hefur komið fram tillaga um að fækka rúmum í 15 þótt eftir eigi að útfæra í smáatriðum hvernig að því verður staðið. Útlit er fyrir að verulegur hluti húsnæðis deildarinnar tapist, þar á meðal aðstaða til iðjuþjálfunar, við- talsherbergi og herbergi lækna. „Því þarf að tryggja að deildin geti áfram sinnt hlutverki sínu ef umræddur niðurskurður á húsnæði verður að veruleika,“ segir Engilbert. Auk inn- iliggjandi sjúklinga sinnir deildin umtalsverðum hópi einstaklinga á göngudeild og dagdeild sem rekin er á Hvítabandinu við Skólavörðustíg. Á geðsviði SHR hefur einnig verið eins konar miðstöð raflækninga á Islandi um langt árabil, en raf- magnsmeðferð er beitt við mjög al- varlegu þunglyndi og örlyndi sem ekki svarar lyfjameðferð og samtals- meðferð nægilega vel. Raflækninga- meðferð er að sögn Engilberts þrautalending í vissum tilfellum, en í sumum tilfellum er hún einfaldlega besti valkosturinn fyrir ákveðna sjúklinga sem ná þannig mun fyrr heilsu en ella og kjósa því raflækn- ingar fremur en aðra meðferð. En aftur að þeim sem hafa gert sjálfs- vígstilraunir. Flestir koma gegnum slysadeildina „Við getum illa metið geðhag fólks sem er drukkið og kemur á slysa- deild eftir sjálfsvígstilraun. Á slysa- deild er þó sem betur fer sérstök ein- ing sem kölluð er gæsludeild þar sem þessir sjúklingar geta staldrað við í fyrstunni. Þar er hægt að fá þá til að láta renna af sér og síðan get- um við tekið þá til mats. Ef viðkom- andi eru ekki greinilega þunglyndir eftir að víman er runnin af þeim reynum við að beina þeim sem eiga fyrst og fremst við vímuefnavanda að etja í meðferð hjá SÁÁ eða á göngudeild áfengis á Landspítala," segir Þórhalla og heldur áfram: „Við reynum að tryggja hlutaðeig- andi innlögn ef áleitnar sjálfvígshug- myndir eru áfram fyrir hendi. Fjöl- kvilla- og áfengismeðferðardeild 33-A á geðdeild Landspítala tók slíka sjúklinga héðan reglulega áður fyrr, en sá farvegur héðan hefur að heita má lokast á síðustu tveimur ár- um þar sem deild 33-A er ávallt yfir- full. Við leggjum einstaklinga með vímuefnavanda stöku sinnum inn á deildina þegar engin önnur úrræði virðast vera til og sjálfsvígshætta er veruleg. Þessum einstaklingum virð- ist hins vegar fara fjölgandi og því er mjög bagalegt hve lítið er um úrræði fyrir þá í kerfinu og fækkun rúma mun ekki auðvelda okkur að sinna þessum hópi í vaxandi mæli. Þeir sem ekki eru undir áhrifum vímu- gjafa eru metnir af vakthafandi á geðdeild eftir komu á slysadeild m.t.t. geðhags og úrræða. Sumum er beint í eftirfylgd hjá nýstofnuðu teymi á Hvítabandinu sem sér hlut- aðeigandi aftur innan þriggja daga, þeir sem eru þegar í eftirliti halda áfram í eftirliti hjá sama meðferðar- aðila og áður nema ástand þeirra sé metið þannig að innlögn sé örugg- asta úrræðið." Sj álfs vígstilraunir vanskráðar Engilbert segir að fjöldi þeirra sem frömdu sjálfvíg í Reykjavík á síðasta ári muni hafa tvöfaldast frá fyrra ári samkvæmt nýjum tölum frá lögreglunni. „Bæði sjálfsvíg en þó sérstaklega sjálfsvígstilraunir eru vanskráð og höfum við nýlega rætt innan deildar og við landlækni leiðir til að bæta þá skráningu á SHR og annars staðar. Síðustu mánuði hafa komið hingað þrír, fjórir og jafnvel fimm einstakl- ingar á sólarhring sem hafa veitt sjálfum sér alvarlega áverka og lög- reglan eða aðstandendur hafa hrein- lega bjargað með því að koma þeim undir læknishendur,“ segir Engil- bert og benda þau Þórhalla á að menn skynji oft ekki, jafnvel ekki starfsmenn annarra deilda sjúkra- húsanna, hversu flókinn og alvarleg- ur vandi þessara einstaklinga geti verið. „Það er kannski gert að sárum viðkomandi á skurðdeild og þar með lýkur hlutverki hennar en í fram- haldinu tekur oft við margra vikna meðferð á geðdeild vegna þunglynd- is eða annarra geðraskana sem stundum má rekja til vímuefnan- eyslu.“ Geðraskanu eru mjög algengar og alls ekki alltaf ljósar þeim sem næst standa. Þannig lítur stundum út fyr- ir að allt sé í stakasta lagi þótt sjálf- svígshugmyndir kraumi hjá hlutað- eigandi. Algengara er þó að ástandið sé þannig að tilfinningalíf og félags- leg virkni hafi breyst, hlutaðeigandi komi engu í verk og hafi sig ekki í að leita hjálpar. „Mér finnst mikilvægt í þessu sambandi að fræða börn og unglinga, ekki síður en fullorðna, þannig að þau verði fær um að ræða um geðsjúkdóma rétt eins og önnur heilbrigðisvandamál,“ segir Engil- bert. „Það er mikilvægt að menn viti hvernig geðsjúkdómar geta birst og við skulum hafa í huga að hlutfall þeirra sem veikjast af algengum geðröskunum, t.d. þunglyndi, er mjög hátt. Einn af hverjum sex til átta körlum veikist af alvarlegu þunglyndi einhvern tímann ævinnar og fjórða hver kona en karlarnir lenda mun oftar í erfiðleikum vegna neyslu áfengis og annaiTa vímu- gjafa.“ En þótt þekking manna á geðsjúk- dómum aukist og menn viti að leita þarf lækninga vegna þeirra er vand- inn ekki alveg leystur. „Það tekur nokkrar vikur að komast að hjá geð- læknum á stofu. Þeir sem reka stof- ur í dag eru allir fullbókaðir og bæta fæstir við sig nýjum sjúklingum. Þörfin er slík að það þarf sem fyrst að leita leiða til að klínískir sálfræð- ingar, heimilislæknar og heilsugæsl- an geti sinnt þessum hópi í auknum mæli. Til að mynda bæri að skoða hvort stærri heilsugæslustöðvar ættu ekki að hafa bolmagn til að ráða til stn klíníska sálfræðinga og geð- hjúkrunarfræðinga í hlutastörf eða sjá þeim fyrir starfsaðstöðu í sínu húsnæði til einkarekstrar," segir Engilbert. „Heimilislæknar þekkja vel heilsufarssögu hlutaðeigandi og vita iðulega um kreppur eða vímuefna- neyslu innan fjölskyldunnar og því er æskilegt að styrkja þá til að sinna þessu hlutverki á allan hátt. Þeir þurfa að geta ráðfært sig við geð- lækna, og vísað til geðhjúkrunar- fræðinga, félagsráðgjafa, sálfræð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.