Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Margir rekast einhvern tíma á lífsleiðinni á geðsjúkdóma á einn eða annan hátt. Verða sjálfir fyrir geðsjúkdómum eða kynnast þeim náið á annan hátt. Þeir geta verið vægir eða alvarlegir og allt þar á milli. Urræðin eru fjölmörg og batnandi. Jóhannes Tómasson ræddi við nokkra þeirra sem starfa við geðheilbrigðisþjónustu og standa þar í eldlínu alla daga. Auka þarf forvarnir o g smna ung*u MEÐAL helstu áfanga í þróun geðlæknisfræð- innar síðustu tvo ára- tugina má nefna að fram hafa komið ný og betri lyf sem hafa minni aukaverkanir í för með sér og farið er að beita við- talsmeðferð með markvissari hætti. Þá nefna þau Halldóra Ól- afsdóttir og Sigurður Örn Hekt- orsson, sem bæði starfa á göngu- deild geðdeildar Landspítala, að ungt fólk eigi auðveldara með að leita til geðlækna en var fyrir að- eins áratug eða svo. „Síðustu tvo áratugi hafa fram- farir í geðlækningum ekki síst ver- ið á líffræðilega þættinum með til- komu nýrra lyfja sem eru hættuminni en þau eldri, hafa vægari aukaverkanir og stundum sértækari," segir Halldóra Ólafs- dóttir, sérfræðingur í geðlækning- um, en hún er jafnframt formaður Geðlæknafélags íslands. „Þá fleygir fram skilningi manna á heilastarfseminni og samspili líf- fræðilegra þátta og umhverfís sem haft getur margvísleg áhrif til framfara í greiningu og meðferð geðraskana. Viðtalsmeðferð til lækninga á vægari geðkvillum á sér langa hefð en á seinni árum hefur verið lögð meiri áhersla á að skoða betur gagnsemi slíkrar með- ferðar, gera hana markvissari, og þróa aðferðir sem hægt er að stað- festa með rannsóknum," segir Halldóra og nefnir að þar komi fleiri sérfræðingar við sögu, til dæmis sálfræðingar, félagsráðgjaf- ar og geðhjúkrunarfræðingar. „Hópmeðferð hefur lengi verið beitt hjá áfengissjúklingum en hún er mjög gagnlegt meðferðarform og gæti nýst fleirum. Viðtalsmeð- ferð er hins vegar bæði frek á tíma og mannafla og við höfum enn sem komið er ekki getað beitt henni betur fólki eins mikið og æskilegt væri hér á geðdeildinni.“ Rannsóknir á viðtals- meðferð þýðingarmiklar Halldóra nefnir einnig að rann- sóknir á viðtalsmeðferð séu mjög þýðingarmiklar. Með því megi auka þekkingu manna og skilning á því hvenær og hvernig beita á viðtalsmeðferð, hvort nota eigi ein- staklingsmeðferð, hópviðtöl eða fjölskylduviðtöl og hvaða samhengi sé milli viðtalsmeðferðar og lyfja- meðferðar. í þessu sambandi má nefna að erfitt getur verið um vik að fjármagna rannsóknir á viðtals- meðferð sérstaklega í samanburði við lyfjarannsóknir sem gjaman eru styrktar af lyfjafyrirtækjum. En hvað með rannsóknir á or- sökum geðsjúkdóma? „Það er sífellt unnið að rann- sóknum og menn vita talsvert um ýmsa orsakaþætti geðsjúkdóma í heild þótt erfiðara sé oftar að segja til um orsakir í hverju ein- stöku tilfelli. Ef við tökum t.d. al- gengar geðraskanir eins og þung- lyndi og kvíða þá er líklega oft um að ræða flókið samspil líffræði- legra þátta, erfða og umhverfis. Fyrsta veikindakastið kemur oft í kjölfar streitu eða áfalla en seinni köst eða langvarandi veikindi verða stundum minna tengd um- hverfisáhrifum." Sigurður Örn Hektorsson er sérfræðingur í heimilislækningum og starfaði sem slíkur í 11 ár en hóf árið 1996 sérnám í geðlæknis- fræði sem hann hefur nýlokið og bíður nú eftir að fá sérfræðileyfi sitt staðfest. „Sem heimilislæknir kynntist ég vel geðrænum vandamálum og þá vaknaði meiri áhugi hjá mér á þessu fagi. Ég kynntist því líka vel í námi mínu í heimilislækningum í Morgunblaðið/Jón Svavarsson Halldóra Ólafsdóttir og Sigurður Örn Hektorsson eru geðlæknar á göngudeild geðdeildar Landspítalans. ►Milli 30 og 50% af heil- brigðiskerfinu snýst um þjón- ustu við 10% sjúklinga. ►Rannsóknir hafa sýnt að með því að veita sjúklingum í mjaðmaaðgerðum viðtal við geðlækni má stytta legutíma þeirra um tvo daga. ►Bati þunglyndissjúklinga sem koma til heilsugæslust- öðva er um 80% þegar geð- læknar eru með í ráðum en 50% án geðlæknisþjónustu. ►Um 20% göngudeildar- sjúklinga og 30-60% innilig- gjandi sjúklinga þjást af geð- kvillum, svo sem þunglyndi og kvíða. ►Milli 12 og 30% innilig- gjandi sjúklinga á við áfengis- vanda að stríða og eru 25- 50% þeirra ómeðhöndluð. Kanada því það var lögð mikil áhersla á að gera okkur grein fyrir hlut geðsjúkdóma hjá hinum al- menna sjúklingi og meðal annars var lögð mikil áhersla á viðtals- tæknina. Fólk leitar mikið til heimilislækna vegna geðrænna vandamála bæði beint og óbeint. Sumir eru nokkuð vissir um að þeir þjáist af geðrænum kvilla og leita til læknis síns vegna þess. Aðrir koma af öðrum orsökum og þá kemur kannski í ljós þegar nán- ar er að gáð að þeir þjást af ein- hverjum geðrænum kvilla.“ Mörg einkenni um geðkvilla Sigurður segir að meðal ein- kenna sem bendi til geðsjúkdóma geti verið svefnleysi, sem bent geti til þunglyndis, höfuðverkur og meltingartruflanir geti átt sér geð- rænar skýringar og bent til kvíða- einkenna. „Þessi vandamál þekkja heimilislæknar og þeir geta veitt meðferð að vissu marki. Heimilis- læknirinn þekkir sjúklinginn, hugsanlega sögu um fyrri veikindi, þekkir aðstæðurnar heima fyrir, fjölskylduna og getur kannski séð ef um einhverjar breytingar er að ræða sem benda til geðkvilla. I þessu sambandi er mikið talað um samhengið milli líffræðilegra þátta, geðrænna og líkamlegra, allt hangir þetta meira og minna saman. Heimilislæknirinn leysir sem sagt úr þeim vanda sem hann treystir sér til en ef um alvarlegri geðsjúkdóma er að ræða er sjúkl- ingum yfirleitt vísað til sérfræð- inga, á göngudeildirnar eða bráða- móttöku spítalanna.“ Þá nefnir Sigurður að ekki síst verði heimilislæknar úti á landi að taka á geðrænum vandamálum, þeir séu oft einu læknarnir í byggðarlaginu en þeir sendi að sjálfsögðu sjúklinga á geðdeildir spítalanna ef svo beri undir. Sjúkl- ingum sé vísað á göngudeildir, legudeildir, til sérfræðinga og stundum sé hægt að leysa úr vanda með aðstoð sálfræðinga eða félagsráðgjafa. En hver eru algengustu við- fangsefni geðlækna í dag? „A göngudeildum og á stofum er þunglyndi í ýmsu formi algengasti vandinn, kvíði er í öðru sæti og í Byrðin vegna geðsjúkdóma vanmetin TALIÐ er að byrði samfélaga í hinum vest- ræna heimi vegna geðsjúkdóma sé stórlega vanmetin. Má þar nefna þunglyndi, kvíð- araskanir, áfengissýki, geðklofa og geð- hvarfasýki. Rekja má um 1% dauðsfalla til geðsjúkdóma en þeir eru hins vegar ábyrg- ir fyrir um 11% af sjúkdómabyrði heimsins. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu starfs- hóps heilbrigðisráðherra um forgangsröð- un í málefnum geðsjúkra frá haustinu 1998 og er þar m.a. vitnað í tölur frá Bretlandi hvað þetta varðar. Segir þar að ákveðnir þættir skuli ganga fyrir í heilbrigðisþjónustunni og er fyrsti liður í þeirri upptalningu meðhöndlun al- varlegra bráðatilfella, lífshættulegra sjúk- dóma, jafnt líkamlegra sem geðrænna, og slysa sem geti leitt til örorku eða dauða án meðferðar. í skýrslunni segir einnig: „Þeg- ar litið er á örorku einstaklinga í heimin- um öllum kemur í Ijós að árið 1990 voru fimm geðsjúkdómar í hópi þeirra tíu sjúk- dóma sem mesta örorku höfðu í för með sér. I fyrsta sæti er þunglyndi, áfengis- ofneysla er í fjórða sæti, geðhvörf í því sjötta og í niunda og tiunda sæti eru geð- klofi og áráttu- og þráhyggjuröskun. Ekki er nóg með að geðsjúkdómar hafi verið vanmetnir í þessu tilviki. í Ijós kemur að þegar gerðar eru framtíðarspár er reiknað með því að mesta aukningin verði hlutfallslega í geð- og taugasjúkdómum og að heildarsjúkdómsbyrði þessara sjúkdóma aukist úr 10,5% í 15% af heildarsjúkdóms- byrðinni fram til ársins 2020.“ Tálið er að kransæðasjúkdómar og þung- lyndi séu þeir sjúkdómar sem valda mestri skerðingu á lífsgæðum í hinum vestræna heimi í dag. Þá eru sjálfsvíg og áhrif þeirra þó ekki talin með. Menn leita sér ekki lækninga vegna fordóma Landlæknir Bandaríkjanna, David Satcher, gaf í ársbyrjun út skýrslu um sýn næstu aldar í heilbrigðismálum og er þar meðal annars lögð mikil áhersla á að breyta almenningsálitinu á geðsjúkdómum með fræðslu og auka þannig skilning manna á þeim. Einnig á að auka aðgengi veikra einstaklinga að þjónustu. Kemur þar fram að mjög margir leita sér ekki iækninga vegna ótta, margs konar for- dómar eru fyrir hendi sem leiða til þess að fólk forðast geðsjúka og kostnaður reynist mörgum erfið hindrun í Bandaríkjunum. Formaður bandarisku geðlæknasamtak- anna hefur lýst skýrsluna jafn þýðingar- mikla fyrir málefni geðsjúkra eins og skýrsla þáverandi landlæknis Banda- ríkjanna árið 1964 var fyrir reykingar og heilbrigði sem opnaði augu manna fyrir skaðsemi reykinga. Boðskapur landlæknis Bandaríkjanna var í stuttu máli sá að geðsjúkdómar væru raunverulegir, þeir ættu sér líffræðilegar skýringar og að til væri lækning við þeim. Hvetur hann ianda sína til að leita sér hjálpar og/eða gera það fyrir hönd ástvina sinna ef þeir eiga við geðræn vandamál að etja. „Skortur á aðgangi að geðheilbrigðis- þjónustu hefur rekið alltof margt við- kvæmt fólk út í einsemd eða fangelsi." Fólk með geðsjúkdóma leitar sér síst lækninga af þeim sem eru með alvarlega sjúkdóma sem viðurkennd virk meðferð er þekkt gegn. Rannsóknir bæði í Bandaríkjunum og nýleg stór samevrópsk rannsókn í Vestur- Evrópu sýna að aðeins um helmingur þeirra sem eru þjakaðir af alvarlegu þung- lyndi leitar sér hjálpar og aðeins 10-20% þeirra sem leita sér hjálpar fá víðast hvar viðeigandi meðferð. Alltof margir fá til að mynda aðeins svefntöflur eða kvíðastillandi lyf í mörgum Evrópulöndum við þessar að- stæður. Æskilegum meðferðarúrræðum er lýst á vefsíðu landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is, undir Holl ráð við þunglyndi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.