Morgunblaðið - 29.02.2000, Side 38

Morgunblaðið - 29.02.2000, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 39 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VIÐVÖRUN UM HEKLUGOS ÞEIR, SEMhlustuðu á kvöldfréttir Ríkisútvarpsins kl. 18 sl. laugardag, ráku upp stór augu, þegar þulurinn til- kynnti, að Almannavarnir hefðu sent frá sér viðvörun um yf- irvofandi eldgos í Heklu. Síðan tilkynnti þulurinn, að eldgos- ið myndi hefjast eftir fimmtán mínútur. Þegar til kastanna kom stóðst þessi yfirlýsing. Eldgosið í Heklu hófst um fimm- tán mínútum eftir að yfirlýsingin í útvarpinu var lesin upp. Hlustendur rak í rogastans við þessa frétt, en enn meiri varð undrunin þegar hún gekk eftir. Augljóst er af gangi mála, hversu mikilvægt öryggishlutverk Ríkisútvarpsins er í slíkum tilfellum. Viðvörun vísindamanna til Almannavarna barst tafarlaust til útvarpsins og þar með til hlustenda þess. Vegna eðlis eldgossins var ekki hætta á ferðum að þessu sinni, en viðvörunin barst samstundis út og síðan mátti fylgjast gjörla með þróuninni í útvarpinu. Það er mikilvægt á slíkum stundum. Gosið nú er tiltölulega lítið og tjón virðist verða lítið af þess völdum. Eftir stendur hins vegar sá merki atburður, að íslenzkir vísindamenn geta nú séð eldgos fyrir með nokkrum fyrirvara. Hafi þeir til þess nauðsynleg tæki eins og t.d. skjálftamæla og þeir séu rétt staðsettir. Það sama á við aðr- ar náttúruhamfarir eins og jarðskjálfta og jökulhlaup. Tækniþróun gefur vonir um, að í framtíðinni verði unnt að segja fyrir um slíkar náttúruhamfarir með lengri og lengri fyrirvara. í landi elds og íss geta þessar framfarir skilið milli lífs og dauða. Ekkert má til spara, að íslenzkir vísinda- menn fái í hendur nauðsynlega tækni til að vera í farar- broddi á þessu sviði, því svo mikið er í húfi. OLÍULEIT Á ROCKALL-SVÆÐINU * ISLENDINGAR hafa nú á ný sett fram óskir við brezk stjórn- völd þess efnis að viðræður um réttindi okkar á Hatton- Rockall-svæðinu verði teknar upp en þær hafa legið niðri í nokkur ár. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra átti viðræður við Robin Cook utanríkisráðherra Breta síðastliðinn fóstudag og hafði þá frumkvæði að því að ræða þetta mál. Ráðherramir urðu þar ásáttir um að viðræðumar hæfust á nýjan leik. Augljóst er, hvers vegna utanríkisráðherra tekur málið upp nú. Bandarískt olíufélag hefúr lýst áhuga á að leita að olíu á hafsbotni í námunda við Island. Fram hefur komið, að fyrirtæk- ið hefur ekki sízt áhuga á Hatton-Rockall-svæðinu, sem við Is- lendingar höfum gert tilkall til í viðræðum við Færeyinga, Breta og Ira. Talið er að á Hatton-Rockall-svæðinu geti verið gas og olía. Olíuleit við Færeyjar styður þá skoðun. Á árinu 1976 lagði Eyj- ólfur Konráð Jónsson alþingismaður fram tillögur, með tilvísun til ákvæða í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, þess efnis, að íslendingar gerðu kröfu til réttinda á þessu svæði. Kröfu- gerð íslenzkra stjómvalda hefur byggzt á þeim málatilbúnaði Eyjólfs Konráðs. Á gmndvelli hans hafa íslenzk stjómvöld krafizt réttinda á víðáttumiklu svæði á landgranninu, sem nær allt suður undir fímmtugasta breiddarbaug. Ytri mörk land- grannsins vora skilgreind í reglugerð, sem Geir Hallgrímsson þáverandi utanríkisráðherra gaf út árið 1985. Tveimur áram áð- ur hafði Alþingi samþykkt þingsályktunartillögu Eyjólfs Kon- ráðs um að leita skyldi samkomulags við Færeyjar, Bretland og írland um yfírráð á Hatton-Rockall-svæðinu. Krafa íslands er byggð á hafréttarsamningnum, m.a. á ákvæðum um „eðlilega framlengingu" landsvæðis strandríkis að ytri mörkum landgrannsins. Kröfugerð Islands byggist á því að fundnar séu rætur landgrannshlíðarinnar og dregin lína 60 sjómílur þar fyrir utan, eins og hafréttarsamningurinn heimil- ar. í reglugerðinni frá 1985 er kveðið á um að leita beri sam- komulags milli íslands og annarra hlutaðeigandi ríkja um end- anlega afmörkun landgrannsins í samræmi við almennar reglur þjóðréttar. Tvíhliða viðræður hafa farið fram á undanfómum áram við írland, Bretland og Danmörku fyrir hönd Færeyja. Það hefði mátt vinna af meiri festu að framgangi þessa máls. Á síðustu mánuðum og misseram hefur hins vegar tvennt gerzt sem undirstrikar mikilvægi þessa svæðis íyrir okkur íslendinga og þá jafnframt framsýni flutningsmanns tillögunnar. I fyrsta lagi hafa íslenzk fiskiskip leitað fyrir sér um veiðar á þessu svæði og í öðra lagi leita nú erlend olíufélög eftir samningum við okkur um olíuleit á svæðinu á grandvelli þess, að við höfum gert tilkall til réttinda þar. Þama kunna að vera mikil verðmæti í hafsbotninum og því nauðsynlegt að reka á eftir málinu, svo lengi sem það hefur veríð látið liggja í láginni, enda brátt liðinn aldarfjórðungur frá því er Eyjólfur Konráð Jónsson fyrst hreyfði því. Ahugi á árangurstengdum launakerfum er ekki einskorðaður við fjármálamarkaðinn og tölvug;eirann Morgunblaðið/Arni Sæberg íslenskir sjómenn á karfaveiðum á Reykjaneshrygg. Hlutaskipti eins og tíðkast á sjd hérlendis eru skýrt dæmi um árangurstengt launakerfi. Víða er áhugi á árangurstengd- um launakerfum Árangurstengdum launakerfum hefur verið beitt á nýj- um og vaxandi sviðum atvinnulífsins undanfarin ár jafnframt því sem nýjar útfærslur þeirra hafa litið dagsins ljós. I samantekt Hjálmars Jónssonar kemur fram að áhugi fyrir þessum nýju launakerfum er ekki einskorðaður við fj ármálamarkaðinn og tölvugeirann. AFKASTA- og árangurstengd launakerfi virðast vera að ryðja sér til rúms á íslenskum vinnu- markaði í auknum mæli og á fleiri sviðum en áður. Slík kerfi eru auðvitað velþekkt á mjög mörgum sviðum atvinnulífsins og þarf ekki annað en benda á hlutaskipti á fiskiskipum, bónus í fiskvinnslu og uppmælingu í byggingariðnaði í því sam- bandi. Sama gildir um mörg önnur störf eins og markaðsmál og sölumennsku ýmiss konar að tekjurnar eru að hluta til eða jafnvel að öllu leyti tengdar afköstum í viðkomandi starfi eða mælanlegum árangri af því. Beiting slíkra kerfa er hins vegar meiri nýlunda á fjármála- markaðnum og í ýmiss konar tölvu- og hug- búnaðarstörfum, en starfsemi á þessu sviðum hefur verið í örum vexti á undanförnum árum, og launakerfin verða að sama skapi flóknari og taka tillit til nýrra þátta. Svo er til dæmis um kerfi sem tengjast afkomu fyrirtækja með beinum hætti, eins og það kerfi sem Fjárfest- ingarbanki atvinnulífsins hefur tekið upp og mikið hefur verið í fréttum að undanförnu, og sama gildir um ýmsar útgáfur af launakerfum þar sem hluti kjara viðkomandi starfsmanns eru hlutabréf eða kaupréttur á þeim. Þess verður greinilega vart að mikill áhugi er á árangurstengdum launakerfum á íslenskum vinnumarkaði nú og sá áhugi er ekki einskorð- aður við fyrirtæki á fjármálamarkaði og í tölvugeiranum heldur nær hann einnig til hefðbundnari sviða atvinnulífsins. Sumir halda því jafnframt fram að það sé mikilvægt fyrir árangur í atvinnulífinu almennt og vöxt þess að kjörin séu í auknum mæli og á fleiri sviðum en áður árangurstengd. Sama grunnhugsunin Þó að himinn og haf skilji að launakjör í ein- stökum tilvikum þar sem stuðst er við árang- urstengd launakerfi, eins og til dæmis hjá fiskvinnslukonunni annars vegar og aflaskip- stjóranum hins vegar, að ekki sé talað um yfir- menn stórfyrirtækja þegar launakjör þeiira tengjast afkomu fyrirtækisins með beinum hætti, breytir það ekki þeirri staðreynd að sama grunnhugsunin liggur til grundvailar í öllum tilvikum, þ.e.a.s. að tengja launakjörin frammistöðu á vinnumarkaðnum með ein- hveijum hætti. Árangurinn hefur þannig verulega að segja fyrir afkomuna. Hann gæti gert það að öllu leyti og þannig er því til dæm- is háttað um sölumann sem hefur tilteknar prósentur af því sem hann selur og ekkert annað að laun hans fara algerlega eftir því sem hann selur. Algengara er þó að samið sé um tiltekinn launagrunn og ákveðin launavið- bót er síðan tengd afköstum eða árangri af starfínu. Þá er bæði um það að ræða að horft sé til árangurs einstaklingsins eingöngu, en einnig að um tiltekinn hóp sé að ræða sem skiptir milli sín afrakstrinum eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Það á til dæmis við um hlutaskiptakerfi á sjó þar sem heildarafrakst- urinn ræðst af aflanum, en honum er síðan skipt milli áhafnarinnar eftir fyrirfram ákveðnum reglum sem ráðast af stöðu hvers og eins um borð. í fiskvinnslunni hafa bæði kerfin verið reynd, einstaklingsbónus og hópbónuskerfi. Bónuskerfi í fískvinnslu voru fyrst tekin upp snemma á sjöunda áratugnum og tengdust af- köstum hvers og eins með beinum hætti. Smám saman urðu kerfin flóknari og erfíðara og dýrara að halda utan um þau og þær raddir heyrðust að ávinningurinn af kerfunum hyrfi meira og minna í kostnað af því að halda utan um þau. Þeirri umræðu lauk með því að ein- staklingsbónuskerfi voru meira og minna af- lögð um og upp úr miðjum níunda áratuginum og hópbónuskerfi tekin upp í staðinn, þar sem afrakstrinum var dreift jafnt á hópinn sem stóð að framleiðslunni og hætt að horfa á ein- staklingsbundin afköst. Síðustu árin hefur síð- an einstaklingsbónus í fiskvinnslu farið að líta dagsins ljós aftur til viðbótar hópbónusnum vegna óánægju með hópbónusinn þess efnis að ekki sé nægilegt tillit tekið til afkasta hvers og eins og afköst fán-a einstaklinga haldi uppi bónusnum fyrir alla hina. Ágúst Elíasson, fram- kvæmdastjóri Samtaka fisk- vinnslustöðva, segir að ástæða þess að hópbónus hafi verið tek- inn upp á sínum tíma hafi verið mikil óánægja með einstaklingsbónusinn vegna þess hve miklir gallar voru á kerfinu þrátt fyrir stöðugar leiðréttingar. Kerfið hefði verið orðið alltof flókið og þess vegna hefði verið ráðist í að bylta því og búa til hóplauna- kerfi þar sem allir hefðu fengið jafnt. Það hefði gengið ágætlega til að byrja með, en smám saman hefði þetta orðið til þess að af- köst minnkuðu og óánægja hefði komið upp meðal starfsfólks þess efnis að það væru bara ákveðnir einstaklingar, sérstaklega í snyrt- ingunni, sem héldu uppi afköstunum fyrir heildina. „Eins og ein orðaði það væru að vinna að félagsmálastörfum helminginn af vinnutímanum,“ sagði Ágúst. Hann sagði að í framhaldinu hefðu þeir skoðað málið og gert nokkrar tilraunu og í ljós hefði komið að það hefði verið þrefaldur mun- ur á afköstunum á línunni. I kjölfarið hefðu komið þau launakerfi sem nú væru í gildi hjá þeim fyrirtækum sem væru með vinnslulínur, þar sem afköst og nýting í snyrtingu væru mælanleg. Niðurstaðan þarf að vera mælanleg Þetta dæmi úr fiskvinnslunni sýnir vel þau vandamál sem við er að glíma í afkastahvetj- andi launakerfum. í fyrsta lagi er það auðvitað mælanleiki niðurstöðunnar, en ólík svið at- vinnulífsins henta mjög mismunandi til þess að þar séu tekin upp árangurstengd launa- kerfi og má í því sambandi bæði nefna heil- brigðis- og menntakerfíð þar sem afar erfitt getur verið að koma fyrir árangurstengdum mælingum. Niðurstaðan þarf að vera mælan- leg og ein helsta gagnrýnin sem sett er fram á árangurstengd launakerfi er að í þeim sé ekki tekið tillit til gæða og þau gefi því ekki nema að hluta til rétta mynd af árangri starfseminn- ar, auk þess sem of mikil krafa um afköst komi niður á gæðum. í öðru lagi koma fjölmörg álitaefni upp varðandi það hvernig mæla á árangur vinnunnar og hvernig deila á honum út meðal þein-a sem hlut eiga að máli. í sumum tilvikum getur það verið einfalt, þar sem árangurinn er auðmæl- anlegur og tengist beint árangri einstaklings- ins, en í öðrum tiMkum getur verið mjög flók- ið að meta hlut hvers og eins í afrakstrinum og þá er hætt við að upp komi raddir um að sumir leggi meira á sig en aðrir án þess að fá það til baka eins og vert er. Miklu skiptir því að slík kerfi, sem byggjast á árangri hópsins og um- buna honum sem heild, séu löguð að aðstæð- um á hverjum stað og efli samheldnina en verði ekki til þess að skapa sundrungu. Akkorðskerfi gefíst vel Finnbjörn Hermannsson, formaður Sam- iðnar og Trésmiðafélags Reykjavíkur, segir að akkorðskerfi iðnaðarmanna hafi gefist vel að hans mati. Um hreint akkorð sé að ræða með engu gólfi eða þaki og þeir sem vinni eðlilegan vinnudag beri mjög mikið úr býtum í því kerfi. Ef unninn sé til langframa lengri vinnudagur en átta tíma dragi greinilega úr afköstunum. Finnbjörn sagði að kostirnir við kerfið væru að menn fengju greitt í beinu samhengi við getu sína. Menn væru á launum hjá sjálfum sér og þyrftu því að skipuleggja vinnuna vel. En það væru til gallar á þessu kerfi og einn væri sá að menn væru mjög gagnrýnir á það með hveijum þeir ynnu. Menn yrðu að vera mjög samhentir og sú væri raunin að menn veldust saman í hópa eftir burðum. Finnbjörn sagði að öll stærri fyrirtæki og reyndar mörg minni fyriræki líka noti þetta launakerfi mjög mikið. Þarna sé á ferðinni samvinna um það að ná sem bestum árangri, þar sem hvort tveggja náist fram hæstu launin og mestu afköstin. Hann sagði að í kreppunni 1990-95 hefði komið ákveðin lægð í notkun akkorðslauna- kerfa, en á undanförnum árum hefði notkunin aukist aftur og nú væri hún komin í eðlilegt horf samkvæmt þeirra reynslu. Eins og fyrr var nefnt eru hlutaskipti á sjó skýrt dæmi um árangurstengt launakerfi. Sævar Gunnarsson, forseti Sjómannasam- bands Islands, segir að hlutaskiptakerfið henti mjög vel þeirri vinnu sem sé unnin á sjó og vangaveltur um allt annað hafi alltaf leitt til þeirrar niðurstöðu að ekkert annað kerfi henti betur. Það sé samdóma álit útvegsmanna og sjómanna að hans mati. „Eg með einhverja þrjátíu ára reynslu á sjó get alls ekki séð það fyrir mér að við hefðum náð þeim árangri sem við náum oft á tíðum með því að vera með eitthvert annað launa- kerfi,“ sagði Sævar. Mikill áhugi Jóhannes Kolbeinsson, rekstrarráðgjafi hjá PriceWaterhouseCoopers, hefur unnið við ráðgjöf á þessu sviði og aðstoðað fyrirtæki við að taka upp árangurstengd launakerfi. Hann segir að mikill áhugi sé á þessum málum nú og þeir fái stöðugt fleiri og fleiri fyrirspurnb í þessum efnum. Nokkrar tegundir launakerfa komi til álita, en yngri og minni fyrirtæki séu mikið að skoða kerfi sem byggist á hlutafjár- ívilnunum (stock-options) og virðist vera spenntari fyrir þeim, til dæmis hugbúnaðar- fyrirtæki. Aftur á móti sé sú útfærsla ekki mjög aðlaðandi fyrir fyrirtæki ennþá vegna þess skattalega umhverfis sem sé við lýði. Einhver vinna að úrbótum sé í gangi í þeim efnum, en samkvæmt núgildandi skattalögum sé litið á þetta sem launauppbót og því greidd- ur launaskattur af hlunnindunum, en í nágrannalöndunum sé greiddur fjármagns- tekjuskattur í þessum tilvikum. Staðgreiðslu- hlutfall af launatekjum er um 38% en fjármagnstekjuskattur er 10%, eins og kunn- ugter. „Það er talsverður munur þannig að menn hafa verið mjög varkárir með þetta, en það eru margir í startholunum með svona kerfi um leið og eitthvað gerist hjá löggjafanum," sagði Jó- hannes. Hann sagði að mörg hugbúnaðarfyrirtæki hefðu samt farið út á þessa braut til að reyna að tryggja sér hæfa starfsmenn. Mörg þess- ara fyrirtækja séu ekki í stakk búin til að borga mjög há laun til að byrja með, en ef dæmið gangi upp sé hagnaðarvonin miklu meiri hjá þeim starfsmönnum sem séu á þess- um kjörum heldur en ef þeir hefðu verið á að- eins hærri launum til að byrja með. Jóhannes segir að einnig sé mikið horft til launakerfa eins og þess sem sé í gildi hjá FB A, en til þess að taka upp slíkt kerfi þurfi í raun líka að taka upp svonefnda EVA-greiningu. Greina þurfi fyrirtækið með þeirri aðferð því launakerfið sé í raun hliðarkerfi við það grein- ingarkerfi. Það geti því verið talsvert mikið fyrirtæki að fara út á þá braut. „Menn hafa kannski ekki viljað fara út í þetta nema fara þá alla leiðina. Þetta er talsvert mikið tískufyrir- bæri, en er í raun mjög í anda tímans, þ.e.a.s. þetta byggist á verðmætasköpun fyrirtækisins. Það eru allir á tánum að vinna að verðmætaaukningu þess,“ sagði Jóhannes. Hann segir að áhuginn á árangurstengdum launakerfum sé ekki einskorðaður við fjár- málamarkaðinn og tölvugeirann heldur sé einnig fyrir hendi í hefðbundnum atvinnu- rekstri og þar sé bæði um að ræða smærri fyr- irtæki og allt upp í þau stærstu sem hér séu á markaði. „Markmiðið með þessum launakerfum er eiginlega að fá menn til að hugsa eins og eig- endur. Þú getur jafnt hagnast og tapað á því. Það er einmitt lykilatriði að þú getur tapað í þessu launakerfi, en það getur þú ekki í venju- legum bónuskerfum. Þar ertu með þín laun og færð síðan aukalega bónus,“ sagði Jóhannes. Hann sagði að venjulega þegar árangur- stengt launakerfi væri innleitt væru grunn- launin lækkuð, en á móti komi hagnaðarvonin af því að vera í árangurstengdu launakerfi og eiga möguleikann á verulega hærri launum en annars. Það að menn geti tapað geri það að verkum að þeir verði virkilega á varðbergi og hugsi um þau atriði sem skipti máli fyrir rekstur fyrirtækisins. Ákveðin vakning Magnús Haraldsson, ráðgjafi hjá ráðning- arþjónustu Ráðgarðs, segir að afkomu- og árangurstengd launakerfi séu ekki algeng á tölvu- og fjármálamarkaði, en það sé ákveðin vakning í gangi í þessum efnum í hugbúnaðar- fyrirtækjum að gefa starfsfólki kost á hluta- fjárkaupum. Margir séu einnig að velta fyrir sér kerfi eins og því sem er í gildi hjá Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins. Það sé kerfi sem sé þekkt erlendis, en þar virðist vera fundin leið til þess að tengja launin árangri til lengri tíma, því þegar fram í sæki þá byggist kerfið á árangri þriggja ára. „Við verðum varir við að menn eru að velta þessum hlutum fyrir sér, en ekki að þetta sé komið á heldur það að menn hafi hug á að koma þessu á,“ sagði Magnús. Hann bendir á að fólk sem sé í aðstöðu til að hafa áhrif á afkomu sína hugsi miklu meira um hag fyrirtækisins en ella. Þá hafi kerfið hjá FBA það fram yfir ýmis önnur bónuskerfi að greiðslur til starfsmanna séu háðar afkomu fyrirtækisins og geti þar af leiðandi horfið gangi fyrirtækið ekki vel. í mörgum bónus- kerfum sé það þannig að greiðslur geti verið háar þótt tap sé á fyrirtækinu og öfugt. Þórir Þorvarðarson, ráðningarstjóri hjá PriceWaterhouseCoopers, segir að notkun afkastahvetjandi og afkomutengdra launa- kerfa fari vaxandi og sérstaklega hafi hann orðið var við það í tölvugeiranum. Það eigi ekki bara við um nýráðningar starfsmanna heldur sé einnig unnið að því með einhverjum fyrirtækjum að koma slíkum launakerfum á. Hann viti um þónokkur dæmi þess. Þórir segir að það sé tvímælalaust skyn- samlegt að beita launakerfum sem þessum þar sem það sé hægt, sérstaklega ef tekið sé mið af raunverulegum árangri einstaklinga. Hann bendir á í því sambandi að vinnuveitanda megi í sjálfu sér láta sér á sama standa hvað hann greiði viðkomandi í laun á mánuði svo framar- lega sem starf viðkomandi skili af sér tilskil- inni framlegð. Að hans mati sé hugsunarhátt- urinn dálítið að breytast í þessa veruna. Menn horfi meira á afraksturinn og séu tilbúnir að verðlauna þá sem standa sig vel og skilji að ef þeir haldi öllum afrakstrinum sjálfir eftir fái þeir ekki það út úr starfsmanninum sem þeir eru að sækjast eftir. Hvatakerfí viðtekin á fasteignasölum Guðný Harðardóttir, framkvæmdastjóri hjá ráðningarþjónustunni STRÁ, segir að langt sé síðan afkastahvetjandi launakerfi fóru að ryðja sér til rúms á ákveðnum sviðum, þ.e.a.s. einkum í sölu- og markaðsmálum. Hún muni eftir því allt frá árinu 1987 og það eigi til dæm- is við um útgáfufyrirtæki og bifreiðaumboðin sum hver hafi byrjað á að árangurstengja söl- una á þeim tíma. Hvatakerfi séu einnig viðtek- in á fasteignasölum til dæmis. Guðný segir að svona launakerfi hafi einnig tíðkast á fjármálamarkaði og innan tölvugeir- ans. Það sé styttra síðan þau fóru að ryðja sér til rúms þar, enda sé þar um að ræða yngri starfsgreinar. Þar séu menn á hvatakerfum, en það sé dálítið mismunandi milli stofnana hvernig málum sé háttað. Guðný segir aðspurð að vel megi vera að hvatakerfi eigi við á fleiri sviðum í íslensku at- vinnulífi. Það verði að skoða það í hverju tilviki fyrir sig og hafa hliðsjón af því um hvernig hvatakerfi sé að ræða, hvort kerfið snúi að hverjum einstaklingi fyrir sig eða um sé að ræða hóp sem vinni saman. Þarfimar séu ólík- ar og í þeim störfum þar sem samvinna sé nauðsynleg sé mikilvægt að hvatakerfið stuðli að henni og sundri ekki hópnum. Einn þáttur þessara mála sem enn er ónefndur og rétt er að drepa á í þessu samhengi er svonefndur fyrirtækjaþáttur kjarasamning- anna, sem gerðir voru fyrir þremur árum. Bent hefur verið á að hann hafi verið hugsaður til þess að gefa fyrirtækjum og starfsmönnum möguleika til að fara inn á þær brautir sem hentuðu í hveiju fyrirtæki fyrir sig og að af- komubatinn sem því fylgdi myndi skiptast á milli aðila. Minna hefur hins vegar orðið um fyrirtækjasamninga en vonir stóðu til í upp- hafi Þá er vert að nefna að sum fyrirtæki hafa þann háttinn á að greiða starfsmönnum launa- uppbætur með einhverjum hætti þegar vel gengur í rekstrinum og umbuna þeim þannig fyrir sinn þátt í velgengni fyrirtækisins. Nýleg dæmi þessa, sem verið hafa í fréttum, eru greiðslur til starfsmanna Sjóvár-Almennra trygginga og íslandsbanka, en flem fyrirtæki hafa þennan háttinn á. Notkun afkomu- tengdra launa- kerfa fer vaxandi Markmiðið að fá menn til að hugsa eins og eigendur Morgunblaðið/Jón Svavarsson Forystumenn Samtaka atvinnulífsins á fundi. Lengst til vinstri eru Ari Ed- vald, framkvæmdastjóri SA, og Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri. Lengst til hægri er Finnur Geirsson, formaður SA. Hart tekist á um launalið samninga Vinnuveitendur segjast hafa boðið Flóa- bandalaginu tvöfalt meirí hækkanir en samið hefur verið um á öðrum Norðurlöndum. ENN ber mikið í milli samninganefnda Flóabandalagsins og Samtaka at- vinnulífsins varðandi launahækkanir, en samningamenn ræddu samning til þriggja ára á fundum sem stóðu frá föstudegi til sunnudags. Samninga- menn hittast aftur á fundi hjá sátta- semjara á morgun. Á fimmtudaginn hafa félögin sem mynda Flóabandalag- ið boðað félagsfund. Ari Edvald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði að samn- ingsstaðan hefði skýrst mikið um helgina. Um mörg mál væri komin nið- urstaða og afstaða manna til þeÚTa atriða sem ágreiningur væri um hefði skýrst. „Ágreiningurinn er fyrst og fremst um sjálfar launabreytingarnar og þar ber töluvert á milli. Það er ljóst að það verður ekki auðvelt að ná þessu saman. Það getur brugðið til beggja vona.“ Ari sagði að ákveðið hefði verið 1 lok fundar á sunnudaginn að forystumenn samningsaðila kæmu ekki aftur saman fyrr en á miðvikudag, en menn hefðu þó haldið áfram að ræða um ýmis mál í gær og þeim viðræðum yrði haldið áfram í dag. Flóabandalagið hefur lagt mikla áherslu á að í nýjum samningi verði ákvæði um tryggingar, sem taki til verðbólgu og launaþróunar á almenn- um markaði. Ari sagði að um þetta væri ekki komin endanleg niðurstaða, en menn væru þó nokkuð sammála um hvaða nálgun væri best fallin til sam- komulags. Byggt væri á þeirri for- sendu að samið yrði til allt að þriggja ára. „Við höfum lýst því yfir að vinnuveit- endur séu tilbúnir til að leggja drög að launabreytingum og öðrum kostnaðar- hækkunum sem þýða fyrir íslenskt at- vinnulíf ekki minna en tvöfalt meiri ár- legar kostnaðarhækkanir en gerast í nágrannalöndum okkar. Það er alvar- leg staða ef það dugir ekki til að ná samningum. Þá eru menn komnir inn á mikið hættusvæði," sagði Ari. „í Danmörku var nýlega gerður markaðslaunasamningur sem fól í sér 1% hækkun á ári í fjögur ár. Sú hækk- un felur í sér bæði beinar launahækk- anir og annan kostnað atvinnulífsins við samninginn. Samningar sem byggjast ekki á mai'kaðslaunum gera ráð fyrir 3% hækkunum á ári. í Noregi hækka laun um 3,5% á ái'i þegar allur kostnaður er meðtalinn og launaskrið. Hæstu samningarnir hafa verið gerðir í Finnlandi, en þar er samið við flesta um 3,1% launahækkun. Þetta er það umhverfi sem við erum í. Það er hinn mesti misskilningur að Island sé einhver eyja í efnahagsmál- um og það nægi að líta til annarra samninga sem hafa verið gerðir í næstu bæjarfélögum," sagði Ari. Ari vildi ekki tjá sig um hvort líklegt væri að væntanlegur samningur fæli í sér breytingar í lifeyrismálum. Það væri hins vegar ljóst að í langtíma- samningi yrðu stigin ákveðin og markviss skref í þá átt að efla starfs- menntun hér á landi. Vinnuveitendur hefðu lýst sig áhugasama um að gera átak í starfsmenntamálum og verka- lýðshreyfingin hefði lagt gríðarlega áherslu á þessi mál. Vinnuveitendur myndu koma tO móts við sjónarmið hennar í þeim efnum. Ari sagði að samhliða viðræðum við Flóabandalagið hefði verið reynt að huga að sjónarmiðum annarra hópa sem eru í viðræðum við SA. Það væri ljóst að viss atriði í þessum samningum öllum yrðu eins eða sambærileg. „Það hefm' verið okkar markmið að halda öllum inn í umræðunni því að þegar upp er staðið þurfum við að semja við alla. Það er misskilningur, sem aðeins hefur verið haldið á lofti, að atvinnurekendur stefni að því að ein- angra Verkamannasambandið, eins og -» það er kallað. Þvert á móti höfum við viljað halda VMSÍ inni í umræðunni eins og hægt er,“ sagði Ari. Ekki mikið svigrúm til að slá af kröfum Halldór Bjömsson, formaður Efl- ingar, sagði að stefnt væri að því að fyrir samningafundinn á morgun væri búið að leysa öll mál önnur en sjálfan launaliðinn. í dag yrði reynt að ljúka því sem eftir væri varðandi sérkjara- mál jafnframt því sem unnið yrði að breytingum á ákvæði um veikindarétt ogtryggingar. „Það er enn breitt bO á mOli manna varðandi launaliðinn. Menn verða að átta sig á að samninganefnd Flóa- bandalagsins var búin að lækka sig áð- ur en endanlegar kröfur voru lagðar fram. Að okkar mati höfum við ekki mikið svigrúm til að slá af kröfum. Áð- ur settu menn fram kröfu um 20% launahækkun ef þeir töldu sig þurfa 10% hækkun. Við framsetningu krafna núna reyndum við að meta raunsætt hvar eðlileg niðurstaða gæti legið.“ Halldór sagði að þegar kröfugerð Flóabandalagsins var lögð fram hefði samninganefndin lagt fram útreikn- inga um að hún hefði í för með sér um 7,5% árlegan kostnaðarauka fyrir at- vinnulífið. Þessum útreikningum hefðu vinnuveitendur ekki mótmælt. Alþýðusamband íslands hefur lagt áherslu á við ríkisstjómina að breyt- y ingar verði gerðar í skattamálum sem bæti stöðu þeirra sem eru með lægstu launin. Ari Skúlason, framkvæmda- stjóri ASÍ, sagði að óformlegar viðræð- ur hefðu átt sér stað við forystumenn ríldsstjómarinnar þar sem þeir hefðu verið inntir eftir svömm um hvort stjómin ætlaði að gera breytingar í skattamálum. Engin afdráttai'laus svör hefðu verið gefin, en forystumenn verkalýðshreyfingarinnar gerðu sér ákveðnar væntingar um að breytingar yi'ðu gerðar. Ekkert lægi þó á borðinu um þetta. Menn væm í sambandi, en ASÍ og forystumenn rOdsstjómarinn- 9- ar áformuðu ekki að halda formlegan fund, a.m.k. ekki að sinni. Félögin sem mynda Flóabandalagið, þ.e.a.s. Efling í Reykjavík, Hlíf í Hafn- arfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, hafa boðað til sameiginlegs félagsfundar nk. fimmtudag. Formenn annarra stéttarfélaga í Verkamanna- sambandinu hafa boðað til formanna- ^ fundar á fimmtudaginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.