Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 1
50. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Mikið hefur dregið úr virkni gossprungunnar í Heklu Enn gýs úr tveimur eldgígum Hraun fossar niður hlíðina MIKIÐ hefur dregið úr gosvirkni í Heklu frá því á laugar- dagskvöldið er gosið náði hámarki á fyrstu tveimur klukku- stundunum eftir að það hófst. Lítið hefur sést til eldstöðvar- innar síðan en jarðskjálftamælar sýna að eldvirknin hefur minnkað mikið. Jarðfræðingar sem komust að rótum Heklu í gær segja þó að enn gjósi úr tveimur gígum við tind fjallsins og renni hraun úr báðum. Syðri gígurinn er þó sýnu virkari og í honum eru reglulegar sprengingar á einnar til fimmtán sek- úndna fresti. Þrír hraunfossar renna þar niður hlíðina. HEKLUGOS Veltur fram eins og belti á jarðýtu BLAÐC ■ Forystugrein/38 Eldgosið í Heklu hófst klukkan 18:17 á laugardag. Hálftíma áður sýndu þenslumælar breytingar sem mátti túlka þannig að kvika væri að þrýsta sér hratt upp efst í gosrás Heklu. Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu íslands, segir að þá hafi Aimanna- vörnum og fleirum verið gert við- vart um að gos myndi örugglega hefjast innan 20-30 mínútna. Þetta gekk eftir, þrýstilétting kom fram á þenslumælum klukkan 18:17, sem þýddi að jarðskorpan hafði opnast og gosefni voru byrjuð að þeytast upp úr jörðinni. Fyrstu táknin um væntanlegt gos komu fram mun fyrr, eða um klukk- an 17, en þá vildi svo til að Páll Ein- arsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Islands, var að skipta um pappír í sírita jarðskjálftamæl- anna á Raunvísindastofnun. Gosið var öflugast fyrstu tvo klukkutímana. Skammvinnt þeyti- gos lyfti gosmekkinum í um það bil Morgunblaðið/Rax Ármann Höskuldsson tekur öskusýni við hraunjaðarinn. 9 kílómetra hæð og barst askan til norðausturs yfir Hofsjökul með stefnu á Eyjafjörð og Skagafjörð. Talsverð flúonnengun hefur mælst í ösku sem fallið hefur úr Heklugosinu en hún getur verið hættuleg skepnum sem eta af jörð sem aska fellur á eða drekka vatn sem mengast hefur. Vísindamenn treysta sér ekki til að spá fyrir um lok gossins, hvort það muni standa yfir í daga eða vik- ur. Ragnar Stefánsson telur að ör- ari gos í Heklu séu væntanlega tákn um almenna aukningu eld- virkni í landinu. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Strókur Heklugoss og gossprungan blöstu þannig við Vestmannaeyingum, klukkustund eftir að gosið hófst. Jörg Haider segir af sér flokksformennsku Vín. AP, AFP. 'JÖRG Haider sagði í gærkvöldi af sér formennsku í Frelsisflokknum í Austurríki, að sögn fréttastof- unnar APA. Sagt var að við for- mennskunni tæki Susanne Riess- Passer varakanslari sem er 39 ára og mjög handgengin formanninum fráfarandi. Haider sagðist ekki vilja „hindra störf stjórnarinnar". Þátttaka Frelsisflokksins í sam- steypustjórn með íhaldsflokki Wolfgangs Schussels hefur valdið hörðum viðbrögðum víða um heim og hafa verið rifjuð upp ýmis já- kvæð ummæli Haiders um Hitler Vill ekki „hindra störf stjórnarinnar“ og gagnrýni flokksins á innflytj- endur í Austurríki í því sambandi. Evrópusambandið hefur markvisst hundsað fulltrúa Austurríkis. „Ég vil koma í veg fyrir að ráð- herrar okkar verði sakaðir um að þurfa að bera allt undir „skugga- kanslarann" í Kárnten," sagði Haider. í leiðara Der Kurier í gær sagði að ríkisstjórnin væri sammála um að ekki væri lengur hægt að una ástandinu. Segði Haider af sér „hefðu erlendir gagnrýnendur færri ástæður til að beina spjótum sínum að stjórninni". ■ Austurrísk gildi/30 ■ Lagalegar varnaraðgerðir/31 MORGUNBLAÐIÐ 29. FEBRÚAR 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.