Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 23 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ami Sæberg Það var þröng á þingi á Þrengslavegi í gær og jafnt vel útbúnir jeppar og illa útbúnir fólksbílar voru þar mannlausir. Ising og mann- drápskuldi Morgunblaðið/Ömar Varla sáust handaskil í blindhríðinni á Þrengslavegi. Veður spilltist skyndilega „ÞAÐ ER mikil umferð á þess- um tíma. Veður spilltist skyndi- lega þegar leið á daginn og Hellisheiði lokaðist milli klukk- an tvö og þrjú og þá fór umferð- in um Þrengsli. Hún fór hægt en mjakaðist og það var ekki ófært fram eftir degi en það varð árekstur einhvers staðar vestarlega á Þrengslavegi og þá stoppaði allt,“ segir Tómas Jónsson, settur yfirlögreglu- þjónn á Selfossi. „Svo bilaði bíll á leiðinni og svo valt kerra í Skógarhlíðabrekkunini og allt varð til að hægja á og tefja en þó var ekki talið ófært.“ Tómas segir að bílar sem urðu stopp í Skógarhlíðar- brekkunni hafi hins vegar ekki komist af stað aftur vegna hálku og sendur hafi verið sandbfll frá Vegagerðinni sem komst á leiðarenda eftir að hafa teppst á leiðinni. „Ég held að þá hafi allt verið orðið stopp; fyrst og fremst út af vanbúnum bíl- um frekar en vegna ófæru,“ segir Tómas og segir að í svo þéttri umferð þurfi ekki mikið út af að bera til að allt verði stopp. Sumir viðmælenda Morgunblaðsins hafa álasað lögreglunni fyrir að hafa beint umferð of mikið um Þrengsli í stað þess að láta fólk snúa við. „Við höfum oftar orðið varir við pirring út af því að við höf- um stoppað umferð vegna þess að við höfum talið allt ófært, það er sjaldgæfara að fá slíkar kvartanir," segir Tómas. „Með- an þetta mjakaðist og vitað var að ekki var ófært var umferðin látin ganga áfi’am og ég er ekki viss um að þeir sem hefðu talið sig getað komist leiðar sinnar hefðu verið sáttir við að vera snúið við. Það er auðveldara um að tala en í að komast," sagði Tómas. Hundruð eða þúsundir manna fengu næturgistingu í héraðinu vegna ófærðarinnar, auk þeirra sem hírðust í Þrengslunum. ÓMAR Óskarsson, myndformaður á Morgunblaðinu, hírðist í bfl sínum í Þrengslunum í um tíu klukkustund- ir. Ómar fór einn síns liðs á sunnudag til að mynda Heklugosið. „A leiðinni frá Heklu heyrði ég stormviðvörun í útvarpinu, en svo datt útvarpið út lengi vel. Þegar ég kom að Kömbun- um, um korter fyrir fimm, lokaði lög- reglubfll með blikkandi ljósum leið- inni. Lögreglan vísaði mér í Þrengslin. Ég vissi ekkert hvað var um að vera, hélt helst að það hefði orðið slys á heiðinni,“ sagði Ómar. Þegar hann kom að Skógarhlíðar- brekkunni, hafði þegar myndast bið- röð bfla sem mjakaðist upp í Þrengsl- in. Þar var engin lögregla. Næstu tvær og hálfa stundina mjakaðist bflalestin áfram um leið og veðrið færðist í aukana. „Þetta var algjört manndrápsveð- ur, það fraus á manni höfuðið um leið og maður leit út,“ sagði Ómar. Hann hafði fyllt bflinn af eldsneyti og hlað- ið farsímann áður en hann lagði í ferðalagið og kom það sér nú vel þeg- ar lestin stöðvaðist. Ómar áætlar að bíll hans hafi þá verið um 6 km frá vegamótum Þrengslavegar og Suð- urlandsvegar í Svínahrauni. Um klukkan 19.30 versnaði veðrið til muna með aukinni ísingu og snjó- komu. Fyrir framan bfl Ómars var jeppi og fylgdist Ómar með því hvemig dró í skafl sem stækkaði stöðugt þar til hann nam við vélarhlíf jeppans. ísing hlóðst á bílana og rúðuþurrkurnar á bfl Ómars höfðu ekki undan og gáfust upp á endan- um. Klakabrynja myndaðist á rúðun- um svo ekki sást út. Ómar fór öðru hverju til að berja ísinn af ljósum, rúðum og þurrkum en gat vart hamið sig í veðrinu. Kælingin var slík að vélin hélt ekki hita nema bensíngjöf- in væri aukin. Ómar segist fyrst hafa séð til björgunarsveitarmanna um kl. 22. Þeir komu svo til hans nokkru eftir miðnætti. Hann hafði þá heyrt að verið væri að bjarga veikburða fólki, konum og börnum og sagðist vel geta beðið aðeins lengur. „Ég fór í snjóbfl frá hjálparsveitinni í Kópavogi um hálftvö. Það var safnað sjö manns í bflinn sem flutti okkur í veg fyrir jeppa sem fór með okkur í Litlu kaffistofuna. Þar biðum við eftir rútu sem flutti okkur í bæinn og var ég kominn heim um klukkan fjögur um morguninn." Eitthvað meira en dfærð tafði umferðina Ómar telur að eitthvað annað en ófærð hafi tafið fyrir umferðinni, að minnsta kosti í fyrstu. Meðal annars sá hann jeppakerru utan vegar, en vissi ekki hvað olli töfinni. Honum þótti slæmt að ekki skyldu fyrr ber- ast tilkynningar í útvarpinu og upp- lýsingar um hvað væri á seyði. Einu fréttirnar úr Þrengslum, lengi fram eftir kvöldi, bárust um Bylgjuna frá Sigmundi Erni Rúnarssyni frétta- manni á Stöð 2. En dregur Ómar ein- hvern lærdóm af þessu slarki? „Ég ætla að fá mér nýjan anorak. Rennilásinn var bilaður á úlpunni minni og ég blotnaði svo við að berja ísinn af bflnum að það var ekki á mér þurr þráður þegar ég kom í Litlu kaffistofuna," sagði Ómar. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Jónfna Borgþórsdóttir, Svanur Bjarnason, Fríða Aðalgeirsdóttir, Hara- ldur Bjarnason, Gunnar Ævarsson, Steinunn Stefánsdóttir, Fríða Björk, 8 ára, og Anna Sigrún, 6 mánaða, ásamt Laufeyju S. Valdimarsdóttur húsráðanda voru ánægð með það að hafa sloppið við hrakningarnar. Einkaheimilin voru opnuð gestum Hveragerði. Morgpunblaðið. Sex tíma bið í ísköldum bfl Morgunblaðið/Jón Svavarsson Feðgamir Halldór Kári, 5 ára, og Sigurð Þór Ásgeirsson, komnir úr hremmingunum í Þrengslum. LAUFEY S. Valdimarsdóttir tók á móti 8 manns á heimili sínu í Hveragerði í fyrrakvöld og dvaldi hópurinn þar í góðu yfirlæti og var létt yfir hópnum. Allir höfðu ferða- langarnir lagt af stað í þeim til- gangi að líta á gosið í Heklu. í einum bflnum voru Gunnar Ævarsson, kona hans Steinunn Ste- fánsdóttir og tvær dætur þeirra Anna Sigrún, 6 mánaða, og Fríða Björk, 8 ára. Að sögn Gunnars fóru þau aldrei alla leið upp að Heklu en sneru við og héldu til baka. Þökk- uðu þau sínum sæla fyrir það að sleppa við dvöl í Þrengslunum sem hefði getað orðið erfið sérstaklega þar sem svo lítið barn var með í för. Haraldur Bjamason og ferðafé- lagar hans komust alla leið að gos- stöðvunum og voru mjög ánægð með ferðina þrátt fyrir að hafa síð- an ekki getað komist til Reykjavík- ur. Þau sögðu umferðina í kringum Heklu hafa verið mikla og allar stærðir og gerðir af bílum verið á ferðinni þótt lítið hafi sést af gos- stöðvunum. SIGURÐUR Þór Ásgeirsson, steypuskálastjóri hjá ísal, lenti í hrakningum í Þrengslunum ásamt fjölskyldu sinni. Ferðalag sem venjulega tekur þau klukkustund varaði meira en hálfan sólarhring. „Við fómm sex saman á tveimur bílum að gefa hestum austur í Kamp- holti í Villingaholtshreppi,“ segir Sigurður. Hann var á Mitsubishi Pa- jero-jeppa og auk Sigurðar voru kona hans og tvö böm, 5 og 9 ára, í bílnum. Tengdaforeldrar Sigurðar vom í hinum bflnum, upphækkuðum Ford Econoline með fjórhjóladrifi. Þau lögðu af stað að austan um kl. 16.00 á sunnudag og höfðu heyrt í út- varpi að Hellisheiði væri lokuð. Þeg- ar kom að Hveragerði beindi lög- regla umferðinni að Þrengslum. „Við lentum í bflalest í Skóghlíðar- brekkunni og byrjuðum á að sitja þar föst í tæpa tvo tíma. Þá var kom- inn mikill skafrenningur og skyggnið orðið slæmt,“ sagði Sigurður. Þegar þau vom orðin leið á töfinni var hringt í lögregluna á Selfossi að kanna hvað hamlaði för. „Okkur var sagt að það hefði oltið jeppakerra og orðið árekstur. Þeir báðu okkur að bíða róleg. Þegar loks greiddist úr þessu komst lestin aftur af stað og ókum við í 10-15 mínútur inn í Þrengslin þar til allt stoppaði aftur. Þá byrjaði ballið fyrir alvöm.“ Bflarnir vora látnir ganga til að halda hita á miðstöðvunum. Vindur- inn færðist í aukana svo og skafrenn- ingur og snjókoma svo það fór að skafa inn á bflana. Um klukkan 20.00 drapst á bfl Sigurðar og um leið varð ískalt í bílnum. „Við færðum okkur yfir í Econoline-bflinn sem enn var í gangi. Svo drapst á honum um klukkan hálftíu. Þá var ekkert annað að gera en dúða sig,“ sagði Sigurður. Börnin vom sett í svefnpoka og sofnuðu fljótt. Hinir fullorðnu vom með hlý föt, snjógalla og hvaðeina. Eins vora þau með nesti og lítið ferðaútvarp með rafhlöðum svo þau gátu fylgst með fréttum. „Þama vomm við búin að bíða í marga klukkutíma þegar fyrst kom orðsending í útvarpinu um hvað fólk ætti að gera,“ segir Sigurður. „Um klukkan tvö um nóttina bankaði björgunarsveitarfólk upp'á í bílnum. Þá vomm við búin að sitja í kuldan- um í tæpa sex klukkutíma.“ Fólkið færði sig yfir í snjóbfl sem flutti það að björgunarsveitarbfl framan við bflaröðina. „Ég veit ekki eftir hverju þeir óku, þessir á snjóbflnum," segir Sigurður. „Það var bókstaflega ekk- ert skyggni, glómlaus stórhríð.“ Björgunarsveitarbíllinn ók fólkinu að rútu sem beið við vegamót Þrengslavegar og Suðurlandsvegar. Þegar rútan hafði verið fyllt af fólki úr nokkmm snjóbílum var haldið í Litlu kaffistofuna. Þar tók við eins og hálftíma bið þar til önnur rúta flutti fólkið í bæinn og var það komið á leigubflastöð Hreyfils við Fells- múla um klukkan fimm um morgun- inn. Eftir á að hyggja undrast Sigurð- ur að öllum þessum bílum skyldi vera hleypt inn á veginn um Þrengsli, þótt Ijóst væri að færð færi versnandi. Þarna hafi verið gott jeppafæri, en tæpast fyrir fólksbíla. „Það virtust allir hressir eftir að hafa sofið úr sér þreytuna. Ætli þetta verði ekki bara ævintýri í minningunni,“ sagði Sigurður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.