Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Morgunblaðið/Kristánn
Loðnulöndun á Eskifirði.
Loðnan að
nálgast Vest-
mannaeyjar
KAP VE og Oddeyrin EA voru einu
loðnuskipin sem köstuðu í gærmorg-
un en er leið á daginn var gangan um
10 til 12 mílur austan við Elliðaey.
Loðnan hélt sig við botninn og biðu
áhafnir 10 skipa eftir að hún kæmi
ofar og vindinn lægði.
Kap fékk 650 tonn á sunnudag og
fyllti sig með því að fá 250 tonn 13 til
14 mílur austan við Elliðaey í gær-
morgun. „Veðrið hefur verið mjög
leiðinlegt frá því á sunnudag en það
lagaðist aðeins á tímabili í morgun,"
sagði Helgi Valdimarsson, skip-
stjóri. Kap landaði í Vestmannaeyj-
um í gær en Helgi sagði að þar sem
haldið væri aftur af þeim, til að eiga
þróarpláss þegar hrognatakan byrj-
ar, yrði sennilega ekki farið aftur út
fyrr en árdegis í dag.
I vari í rúman
sólarhring
Nokkrir bátar á leið norður fyrir
lentu í vandræðum vegna veðurs.
Bjarni Ólafsson AK og Óli í Sand-
gerði AK voru með fullfermi í vari
við Látrabjarg og gátu ekki hreyft
sig fyrir veðri auk þess sem aðrir
voru að berjast við Langanesið.
Bjami Ólafsson var með um 1.350
tonn á leið til Siglufjarðar en á há-
degi í gær hafði báturinn verið veð-
urtepptur í rúman sólarhring. „Við
erum um hálfa mílu undan bjarginu
og veðrið hefur verið snarvitlaust,“
sagði Gísli Runólfsson, skipstjóri,
um hádegisbil. „Við sáum Heklugos-
ið örugglega betur en jeppakarlamir
á laugardaginn og bjarminn var fal-
legur en héma erum við fyrst núna
að sjá til lands eftir rúman sólai--
hring í vari. Ég hef aldrei þurft að
bíða svona lengi vegna veðurs."
Víkingur AK landaði 1.400 tonn-
um á Akranesi á föstudag og öðm
eins á sunnudag en var kominn aftur
á miðin aðfaranótt mánudags. Vegna
norðvestan brælu var lítið hægt að
gera. „Það er lítið að sjá af loðnu,“
sagði Sveinn Isaksson, skipstjóri.
„Núna liggur hún á botninum á dag-
inn. Ástæðan er sú að það hefur ver-
ið svo milrið austurfall að hún á erfitt
að hafa sig á móti. Þá tekur hún til
þess ráðs að fara alveg niður á botn-
inn. En við sáum Heklu fallega þeg-
ar hún byrjaði. Við vomm rétt búnir
að fylla og vomm að hreinsa niður af
dekkinu, þegar við sáum bólstrana.“
Um helgina var tilkynnt um land-
anir á um 57 þúsund tonnum af loðnu
og em þá um 340 þúsund tonn eftir
af heildarkvótanum.
Sjávarútvegsnefnd mun fjalla
um kvótaþingsskýrsluna
j Varpar ljósi á
umdeilt mál
i
j
; EINAR K. Guðfinnsson, formaður
; sjávarútvegsnefndar Alþingis, seg-
■ ist munu beita sér fyrir því að
nefndin fjalli sérstaklega um
skýrslu um áhrif Kvótaþings og
! Verðlagsstofu skiptaverðs á íslensk-
an sjávarútveg sem sjávarútvegs-
ráðherra kynnti í síðustu viku. Ein-
ar segist sammála megin niðurstöðu
skýrslunnar en einnig komi margt í
niðurstöðum hennar á óvart.
Einar segir skýrsluna varpa ljósi
: á umdeilt mál. „Ég held að þegar
lögin um Kvótaþing og skyld lög
' voru samþykkt hafi margir gert það
með óbragð í munninum. Mér sýnist
höfundur skýrslunnar staðfesta að
þessi lög hafi ekki haft það í för með
sér sem þó sumir væntu. Hins vegar
er ýmislegt í skýrslunni sem kemur
mér á óvart. Fyrirfram hefði ég til
dæmis talið að Kvótaþing hefði
meiri áhrif á verð á aflamarki en
höfundur skýrslunnar telur.“
Verðbréfaþingsleiðin
ekki talin heppileg
Einar segist ekki gera sér fylli-
lega grein fyrir því hvernig hægt
verði að haga uppboðskerfi Kvóta-
þings í líkingu við það sem gert er á
Verðbréfaþingi íslands, líkt og lagt
er til í skýrslunni. Einar bendir á að
þegar verið var að undirbúa lögin
um Kvótaþing hafi sjávarútvegs-
nefnd kannað þessa leið sérstaklega
en það hafi þó ekki verið niðurstað-
an.
Einar segist sammála skýrsluhöf-
undi um að takmörkun á framsali
aflamarks hafi ekki komið í veg fyrir
þátttöku sjómanna í kvótakaupum.
Hann segir það þó pólitískt álitamál
hvort takmarka eigi viðskipti með
aflamark á einhvem hátt. „Sjálfur
hef ég talið eðlilegt að skip veiði sem
mest af sínum aflaheimildum, enda
sé það forsenda þess að veiðiréttur
er bundinn við skip.“
Einar segist munu beita sér fyrir
því að sjávarútvegsnefnd fjalli sér-
staklega um skýrsluna en bendir á
að allar stórar ákvarðanir í fiskveiði-
stjórnunarmálum bíði niðurstöðu
Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu
svokallaða. „Ég hef áhuga á því að fá
höfund skýrslunnar á okkar fund til
þess að fara yfir þessi mál. Þau eru
flókin og því er nauðsynlegt að sjáv-
arútvegsnefnd setji sig vel inn í þau.
Það yrði til góða fyrir umræðuna á
Alþingi," segir Einar.
Austurrísk gíldi
Project Syndicate
o g ábyrgð
Eltir Wolfgang
Schússel
MYNDUN nýn-ar samsteypu-
stjórnar í Austurríki hefur orðið
tilefni alþjóðlegrar gagnrýni. Sem
kanzlari Lýðveldisins Austurríkis
tek ég þessar áhyggjur mjög al-
varlega. Hins vegar, við það að
fylgjast með erlendum fréttaflutn-
ingi, hef ég ekki komizt hjá því að
verða þess var, að Austurríki hefur
ítrekað verið lýst á óyfirvegaðan og
hlutdrægan hátt; með hætti sem
stendur í mikilli mótsögn við raun-
verulegar aðstæður í landi voru.
Síðastliðin fimmtíu ár hefur
Austui-ríki ávallt verið ábyrgur og
áreiðanlegur samstarfsaðili í
Evrópu og alþjóðasamfélaginu
öllu. Það mun halda áfram að
standa við sín rótgrónu gildi og
ábyrgðarhlutverk, sem grundvall-
ast á lýðræði, réttarríki, virðingu
fyrir mannréttindum, að vera opið
íyrir umheiminum, umburðar-
lyndi, mannúðlegri samstöðu, að
standa af ábyrgð við skyldur sínar
og sýna áreiðanleika.
Þessi grundvallargildi eru ítrek-
uð í formála að stjómarsáttmála
ríkisstjórnarinnar. Hinn 3. febrúar
2000, að viðstöddum forseta lýð-
veldisins, Thomas Klestil, undirrit-
aði ég hann ásamt formanni Frels-
isflokksins, Jörg Haider - sem
verður áfram fylkisstjóri í Karnten
og tók ekki sæti í ríkisstjóminni.
Austurríki á sér fastar rætur í
grandvallargildum frelsis, lýðræð-
is, virðingu fyrir mannréttindum
og réttarríki, sem sameiginleg era
öllum aðildanTkjum Evrópu-
sambandsins. Það segir sína sögu
að tveir þriðju íbúa landsins
greiddu inngöngunni í ESB at-
kvæði sitt árið 1994. Þessi stuðn-
ingur við ESB-aðild var mun meiri
en mælzt hefur í nokkra hinna
ESB-ríkjanna fjórtán um það leyti
sem þau gengu í sambandið. Að
áliti Austurríkis mun bandalagið
yfir Atlantshafið, sem hefur ein-
kennzt af gagnkvæmri virðingu og
trausti, einnig hafa miklu hlutverki
að gegna við að tryggja frið, stöð-
ugleika og velferð um ókomna tíð.
Austurríki leggur metnað sinn í
alþjóðlega samstöðu með fómar-
lömbum pólitískra ofsókna, stríðs
og útlegðar. Við opnuðum dyrnar
fyrir flóttamönnum árið 1956 og
1968, þegar átök blossuðu upp í
Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu,
og aftur upp úr 1990 þegar yfir
100.000 flóttamenn frá löndum
Balkanskagans fundu skjól í landi
vora. Sem hlutfall af íbúatölu Aust-
urríkis, sem er um 8
milljónir, jafnast
fjöldi Balkanlanda-
flóttamannanna einn
og sér á við að Þýzka-
land tæki við yfir
einni milljón flótta-
manna og Bandaríkin
yfir þremur milljón-
um. Því verður því
ekki á móti mælt að
Austurríki hefur á
liðnum áratugum - í
meira mæli en flest
önnur lönd - sýnt í
verki mikla félagslega
og mannúðlega
ábyrgð.
Fortíð Austurríkis
kallar á mjög gagnrýna og var-
færnislega nálgun að órétti, morð-
um og ofríki nazistastjómarinnar.
Við búum við
háþróaða mannrétt-
indalöggjöf og rétt-
arhefð, sem og
sterkt og sjálfstætt
réttarkerfi. Austur-
ríki hefur fullgilt svo
að segja alla al-
þjóðlega mannrétt-
indasáttmála sem
gerðir hafa verið og
hefur tekið virkan
þátt í mótun margra
þeirra.
Við höfum stigið mikilvæg skref til
að takast á við þessa fortíð og nýja
ríkisstjómin mun hiklaust halda
áfram á þessari braut. A grundvelli
niðurstaðna bráðabirgðaskýrslu
sérskipaðrar sagnfræðinganefnd-
ar munum við leitast við að þeir
sem nazistar neyddu til vinnu í
Austurríki fái greiddar skaðabæt-
m-, og við ætlumst til að fyrirtækin
sem hlut eiga að máli geri sér grein
fyrir þeirra hluta ábyrgðarinnar.
Til að flýta afgreiðslu þessa máls
hef ég skipað sérstakan fulltrúa til
að sinna málefnum fyrrverandi
nauðungarverkamanna nazista-
tímans. Maria Schaumeyer, fyrr-
verandi yfirbankastjóri seðlabanka
Austurríkis, mun veita nýrri skrif-
stofu forstöðu þar sem tekið verð-
ur á þessum skaða-
bótamálum af festu.
Meðal annarra
stefnumiða ríkis-
stjórnar minnar mun
greiðsla skaðabóta til
aldraðra fómarlamba
Helfararinnar njóta
forgangs á næstu
mánuðum. Austur-
ríska ríkisstjómin
mun líka gera sitt til
að stuðla að opnu að-
gengi að skjalasöfnum
ríkisstofnana og beita
sér fyrir því að sama
gildi um aðrar stofn-
anir en ríkisins. Við
munum hvetja austur-
rísk tryggingafyiirtæki til að taka
þátt í starfi Alþjóðanefndarinnar
um tryggingabótakröfur frá tímum
Helfararinnar. Við munum beita
okkur fyrir því að framkvæmd lag-
anna um skil á listaverkum frá ár-
inu 1998 verði bætt og hvetja til
þess að héraðs- og fylkisstofnanir
muni grípa til hliðstæðra aðgerða.
Ríkisstjóm mín leggur mikið
upp úr vemd mannréttinda og bar-
áttu gegn kynþáttahyggju og mis-
rétti. Við búum við háþróaða
mannréttindalöggjöf og réttar-
hefð, sem og sterkt og sjálfstætt
réttarkerfi. Austurríki hefur full-
gilt svo að segja alla alþjóðlega
mannréttindasáttmála sem gerðir
hafa verið og hefur tekið virkan
þátt í mótun margra þeirra. Við
höfum reyndar ekki aðeins fullgilt
Mannréttindasáttmála Evrópu, við
höfum tekið hann í heild sinni inn í
stjórnarskrá landsins. Þetta þýðir
að hver sá sem býr í Austurríki
getur leitað beint til Mannréttinda-
dómstóls Evrópu, og úrskurðir
hans era bindandi fyrir austurrísk
stjómvöld. Austurríki er líka
stjómlagalega bundið af Alþjóða-
sáttmálanum um afnám allra birt-
ingarmynda kynþáttamisréttis.
Sem kanzlari Lýðveldisins Aust-
urríkis mun ég gera mitt ýtrasta tl
að tryggja að formálinn að stjórn-
arsáttmálanum og sáttmálinn
sjálfur verði virtur í framkvæmd
(hann má finna á heimasíðu austur-
rísku ríkisstjómarinnar á vefslóð-
inni http://www.austria.gv.at.)
Sjálfur ætlast ég og aðrir meðlimir
ríkisstjórnarinnar til þess að vera
dæmdur af verkum okkar frekar
en á grandvelli fordóma.
Wolfgang Schiissel er kanzlarí
Lýðveidisins Austurríkis.
Wolfgang
Schiissel
Ræddu um sameigin-
legu hersveitirnar
Sintra. AFP, Rcuters.
VARNARMÁLARÁÐHERRAR
ríkja Evrópusambandsins (ESB)
hittust í Portúgal 1 gær til að ræða
framkvæmd áætlunar um sameigin-
legar hersveitir ESB. Fundurinn
var haldinn í framhaldi af ákvörðun
leiðtogaráðs ESB í Helsinki á síð-
asta ári um að komið skyldi á fót
60.000 manna sérsveitum sem færar
yrðu um að stilla til og gæta friðar á
svæðum í Evrópu eða í nágrenni álf-
unnar. Gert er ráð fyrir að búið
verði að koma hersveitunum og yf-
irstjórn þeirra á laggimar árið
2003.
Sérstök ráðstefna
í lok ársins
Miðað er við að sveitirnar geti
verið tilbúnar til aðgerða á innan við
60 dögum eftir að skipun um það
berst og geti verið að störfum í
a.m.k. eitt ár. Þær munu fá afnot af
tækjabúnaði Atlantshafsbandalags-
ins (NATO) en verða að öðru leyti
óháðar stofnunum NATO.
Ráðherrarnir ákváðu á fundi sín-
um í gær að síðar í vikunni komi
hernaðarsérfræðingar saman í
Brassel til að leggja drög að starfi
yfirstjórnar hinna sameiginlegu
hersveita. Einnig var ákveðið á
fundinum í gær að í lok ársins verði
haldin sérstök ráðstefna þar sem
ríkin munu tilkynna hvaða mannafla
og tækjabúnað þau eru reiðubúin að
leggja til sameiginlegu sveitunum.
Ekki var rætt um fjármögnun her-
sveitanna en bent hefur verið á að
sumum leiðtogum ríkja álfunnar
muni reynast erfitt að sannfæra
kjósendur um að nauðsynlegt sé að
veija fé til reksturs þeirra.
Sérlegur fulltrúi Evrópusam-
bandsins í utanríkis- og varnarmál-
um, Javier Solana, sagði í gær að
nauðsynlegt væri að ríkisstjórnir
aðildarríkjanna létu verða af því að
efna það sem um var samið í Hels-
inki. Hann sagði að varnarmálaráð-
uneyti ríkjanna þyrftu að fá fullt
umboð til að hrinda áætluninni í
framkvæmd. „Geta ESB í framtíð-
inni til að standa vörð um hagsmuni
sína er í húfi,“ sagði Solana.