Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 1 5
LANDIÐ
Aðalfundur Félags eldri borgara á Selfossi
Stórbæta þarf kjör
þeirra sem minnst hafa
Selfossi - Félag eldri borgara
á Selfossi samþykkti á aðal-
fundi sínum 27. febrúar kjara-
málaályktun þar sem skorað
er á launþegahreyfinguna í
landinu, atvinnurekendur og
stjómvöld að stórbæta kjör
fátækra bamafjölskyldna og
einstæðra foreldra, öryrkja og
þess hóps eldri borgara sem
lökust hefur kjörin.
Jafnframt beinir fundurinn
því til annarra launþega í
landinu að sætta sig við og
styðja leiðréttingu á kjöram
þessara hópa. „Þar við liggur
heiður okkar allra á tímum
velsældar og góðæris," segir í
kjaramálaályktuninni.
Fundurinn skoraði á heil-
brigðis- og tryggingamálaráð-
herra að hækka grannlífeyri
þannig að hann verði 51,7% af
dagvinnulaunum verkamanna
í stað þess að vera 43,9% og að
breytingar á grannlífeyri fylgi
launavísitölu Hagstofunnar og
komi til endurskoðunar árs-
fjórðungslega. Þá skoraði
ftmdurinn á ráðherra að beita
sér fyrir því að frítekjumörk
almannatrygginga og skatt-
leysismörk verði alltaf látin
fylgja almennri launaþróun í
landinu.
Þakkir og áskorun
Aðalfundurinn samþykkti
einnig þakkir til sveitarfélags-
ins Arborgar fyrir þá aðstöðu
sem byggð hefur verið upp
fyrir aldraða og skorar á bæj-
arstjórnina að hefja strax und-
irbúning að stækkun sam-
komusalar við Mörkina sem
hýsir íbúðir aldraðra og fé-
lagsaðstöðu þeirra á Selfossi.
Fagna stækkun
sjúkrahússins
Fundurinn fagnaði þvi að
fjárveitingar hafa fengist til að
undirbúa stækkun Sjúkrahúss
Suðurlands. Þá er því og fagn-
að að ákveðið hefur verið að
koma á fót dagvistun fyrir
sjúka og aldraða en húsnæði
fyrir slíka starfsemi er til stað-
ar í Mörkinni. Loks skoraði
fundurinn á bæjarstjóm Ár-
borgar að hækka tekjumörk
þeirra eldri borgara sem njóta
afsláttar af fasteignagjöldum
og bent er á að Arborg sé
nokkur eftirbátur annarra
sveitarfélaga í því efni.
Lions-
klúbbur
Sandgerðis
gefur
sjúkrarúm
Sandgerði - Nýlega afhentu
Lionsmcnn i Sandgerði
Lyngseli, sem er skamm-
tímavistun fatlaðra, nýtt og
fullkomið sjúkrarúm. Lyng-
sel, sem er rétt fyrir sunnan
Sandgerði og var tekin í
notkun árið 1992, er rekið af
Þroskahjálp á Suðurnesjum.
Að jafnði eru Qórir til
fimm einstaklingar vistaðir i
einu og iallt að átján á mán-
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Ástvaldur Jóhannesson, formaður Lionsklúbbsins, afhenti
Kolbrúnu Marelsdóttur sjúkrarúmið. Á milli þeirra er Fann-
ey Dís, þriggja ára langveik stúlka, sem mun nota rúmið.
uði. Forstöðukona Lyngsels er 35 ára nú í febrúar og hef-
er Kolbrún Marelsdóttir. ur á undanfömum ámm gef-
Lionsklúbbur Sandgerðis ið gjafir til Lyngsels.
Morgunblaðið/Ingimundur
Harpa Dröfn Skúladóttir hlaut Auðunsbikarinn sem veittur er til minningar um Auðun
Hlíðkvist Kristmarsson. Með henni á myndinni er Kristmar J. Ólafsson sem afhenti gripinn.
Harpa Dröfn Skúlaclótt-
ir hlaut Auðunsbikarinn
Borgarnesi - Harpa Dröfn
Skúladóttir sundkona hlaut
Auðunsbikarinn sem afhent-
ur var á íþróttadegi í Borg-
arnesi. Hann er veittur til
minningar um Auðun
Hliðkvist Kristmarsson sem
lést af slysförum fjórtán ára
gamall árið 1995, en hann
var mjög fjölhæfur íþrótta-
maður. Foreldrar hans
stofnuðu minningarsjóð um
hann og er árlega veitt úr
sjóðnum viðurkenning til
fjórtán ára unglings sem
þykir skara fram úr jafnöldr-
um sínum. Viðurkenningin
er nú veitt í fimmta sinn.
í ávarpi sínu við þetta
tækifæri ræddi Kristmar J.
Ólafsson um hvað lagt væri
til grundvallar við valið.
Leggja þyrfti huglægt mat á
ýmsa þætti og skoða íþrótta-
fólkið frá ýmsum hliðum. Oft
komi upp í hugann eftir slíka
athugun hvað ráði því hvort
íþróttamenn nái árangri eða
ekki. Ymsir þættir aðrir en
líkamlegir þm-ftu að vera til
staðar. Að margra áliti
skipta andlegir hæfileikar
ekki minna máli. Þáttur
þjálfaranna og foreldranna
er einnig mikilvægur. Hvatti
Kristmar foreldra til þess að
gefa sér rneiri tíma með
börnunum og slá með því
tvær flugur, efna börnin til
dáða og leggja sitt að mörk-
um í íþróttahreyfingunni.
Sagði hann að Harpa Dröfn
Skúladóttir væri góð fyrir-
mynd jafnöldram sínum.
Hún hefur náð góðum ára-
ngri í sundi, er samviskusöm
og leggur sig ávallt fram við
æfingar og keppni.
Hlynur Bærings-
son íþróttamaður
Borgarbyggðar
Borgarnesi -1 lok íþrótta-
dags í Borgarnesi var greint
frá kjöri íþróttamanns Borg-
arbyggðar fyrir árið 1999.
Fyrir valinu varð Hlynur
Bæringsson, 17 ára körfu-
knattleiksmaður. Hlynur var
valinn úr hópi þeirra er til-
nefndir vora sem íþróttamenn
í sinni grein.
Hlynur var kjörinn körfu-
knattleiksmaður Borgar-
byggðar, en aðrir sem valdir
vora í öðram íþróttagreinum
vora: Óli Þór Birgisson badm-
inton, Haraldur Már Stefáns-
son golf, Kristín Þórhallsdótt-
ir frjálsar íþróttir, Hrafn
Hákonarson hestaíþróttir,
Einar Trausti Sveinsson
íþróttir fatlaðra, Jakob Hall-
geirsson knattspyma og
Harpa Dröfn Skúladóttir
sund.
Hlynur Bæringsson er
mjög efnilegur körfuknatt-
leiksmaður. Hann leikur með
Skallagrími í úrvalsdeildinni
og þrátt fyrir ungan aldur
hefur hann bæði leikið með
unglinga- og A. landsliði ís-
lands á þessu ári.
Guðrún Jónsdóttir forseti
bæjarstjórnar afhenti viður-
kenningar til íþróttafólksins
fyrir einstakar greinar, en
Örn Arnarson, íþróttamaður
ársins 1998, sem var heiðurs-
gestur íþróttadagsins, greindi
frá kjöri íþróttamanns Borg-
arbyggðar og afhenti Hlyn
verðlaunagripina.
Morgunblaði/Ingimundur
Hlynur Bæringsson, íþróttamaður Borgarbyggðar 1999,
ásamt Emi Arnarsyni, iþróttamanni ársins hérlendis, en
hann greindi frá kjörinu og afhenti verðlaunagripina.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Heimamenn á Þórshöfn og ÁTVR eftir fdtboltaleikinn. Gestirnir náöu aö hefna fyrir slæmt tap í fyrra.
ATVR sigrar heimamenn
Þórshöfn - Hörkuspennandi
fótboltaleikur var spilaður í
íþróttahúsinu á Þórshöfn
fyrir stuttu en þar áttust við
heimamenn og liðsmenn
ÁTVR. Eitt ár er liðið frá því
að þessi Iið áttust við í bolt-
anum og þá unnu heima-
menn leikinn með markatöl-
unni 14-2 en það var þegar
áfengisútsala var opnuð á
Þórshöfn og heimamenn
buðu ÁTVR mönnum í fót-
bolta við það tækifæri.
í þetta sinn snerist dæmið
við og ÁTVR vann leikinn
með 22 mörkum gegn 7 og
hafa þeir þá hefnt ófaranna
frá í fyrra. Nú er ár sfðan
áfengisútsala var opnuð á
Þórshöfn og sáu liðsmenn
ÁTVR þá tækifæri til að
heimsækja staðinn en að
þeirra sögn hafa þeir óspart
verið minntir á hrakfarir
sínar á Þórshöfn í fyrra. Þeir
geta því haldið andlitinu f
vinnunni eftir nýjustu tölur í
fótboltanum og voru hinir
ánægðustu eftir leikinn en
að honum loknum beið
þeirra matarveisla og siðan
skoðunarferð um Hraðfrysti-
stöð Þórshafnar og loðnu-
verksmiðjuna, þar sem nóg
er að gera þessa dagana.
Heimamenn hafa að von-
um leitað skýringa á hrak-
smánarlegri frammistöðu
sinni gegn liðsmönnum
ÁTVR og á leið í búnings-
klefann varð einum að orði:
„Jæja, strákar mínir, þarna
sést hvernig áfengið fer með
mann.“
Hyggjast spila
á hverjum stað
Ekki fékkst þó staðfest
hvort sú var raunin að bolta-
mennirnir á Þórshöfn hefðu
verið svo dyggir viðskipta-
vinir nýju áfengisútsölunnar
að það hefði á einu ári lamað
svona þrek þeirra og getu í
fótbolta. Liðsmenn ATVR
upplýstu hins vegar að fyrir-
huguð væri á þessu ári opn-
un nýrra áfengisverslana á
landsbyggðinni, á Hvamm-
stanga, Búðardal og Hvols-
velli. Á þessum stöðum von-
ast þeir eftir að taka
fótboltaleik með heima-
mönnum og helst að gera
það að fastri hefð í livert
sinn sem ný áfcngisútsala er
opnuð á hverjum stað.
Heimamönnuin er því holl-
ara að æfa af kappi því við
öfluga fótboltamenn er að
eiga frá ÁTVR.