Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Reynslan af innflutningi búfjár er neytendum í hag ENN stendur yfir heit umræða um inn- flutning norskra fóst- urvísa til kynbóta á ís^ lenska kúastofninum. I þessu sambandi er rétt að skoða þann innflutn- ing búfjár sem þegar hefur verið firam- kvæmdur, þá reynslu sem bændur og neyt- endur hafa fengið af honum, og ekki er síð- ur athygli vert að skoða þá umfjöllun sem fram til þessa hef- ur komið fram um þann innflutning. Pau egg sem íslenskum neytendum standa til boða í dag eru öll úr hænum sem hafa orðið til með innflutningi, stöðugt eru flutt inn frjógvuð egg, þannig er viðhaldið af- kastagetu stofnsins. Sömu sögu er að segja um alla alifuglaframleiðslu. Það er áleitin spurning hvort nokk- ur framleiðsla eggja eða alifugla væri í landinu ef ekki hefði verið unnið af framsýni að kynbótum með innflutningi erlendra stofna. Fyrir fáum árum ákváðu svínabændur að kynbæta þann stofn svína sem fyrir var í landinu með innflutningi sem hefur skilað þeim árangri að í dag er íslenskt svínakjöt fyllilega sam- keppnishæft hvað gæði snertir og neytendur sjá svo sannarlega lægra verð á svínakjöti í dag. Reyndar má segja að að aukin hagkvæmni svína- ræktar vegna innflutnings hafí haft veruleg áhrif til lækkunar á öllum kjöttegundum neytendum til góða. Nýlega hafa verið birtar niður- stöður úr samanburðartilraun á ís- lenskum nautum annars vegar og hins vegar blendingsnautum af Li- mosín- og Angus-kyni sem hafa orð- ið til vegna innflutnings fósturvísa frá Danmörku. Það er skemmst frá því að segja að erlendu kynin þó blendingar séu hafa yfirburði um- fram þá íslensku hvað varðar vaxt- arhraða, fóðurnýtingu og bragð- gæði. Með ræktun þessara erlendu stofna eru kúabændur mun betur í stakk búnir til að bjóða neytendum betra kjöt á hagstæð- ara verði en hafa jafn- framt betri afkomu af framleiðslu sinni. Inn- flutningur sá sem hér hefur verið gerð grein fyrir varð allur án um- ræðu almennings eða vísindamanna. En nú er komið að íslensku kúnni og þó að sú um- sókn sem nú liggur óaf- geidd á borði landbún- aðarráðherra hafi farið í gegnum þá þröngu síu sem lögin um inn- flutning dýra gera ráð fyrir, rétt eins og ann- ar innflutningur búfár, þá bregður svo við að upp rísa alls kyns spekingar til mótmæla. Vísindamenn sem þögðu þunnu hljóði þegar fluttir voru inn naut- gripir, svín og hænsnfuglar risu nú upp og gerðu allt í einu mikið úr smithættu vegna innflutnings fóst- urvísa í tilraunaskyni. Ótal aðilar hafa í ræðu og riti étið hver eftir öðr- um allskyns „rök“ gegn innflutningi, jafnvel forsætisráðherra mælti gegn innflutningi í hátíðaræðu. Þó sumar ræður forsætisráðherra virðast settar fram án mikillar rökhyggju (sbr. Hólaræða) þá tekur fólk þó eft- ir því sem Davíð segir. En hvers vegna skyldu þeir sem standa að umsókn um innflutning fósturvísa í tilraunaskyni ekki hætta við fram- kvæmdina eftir öll þau gjörninga- veður sem á þeim hafa dunið? Það er vegna þess að talið er fullvíst að hlið- stæður árangur í mjólkurfram- leiðslu náist með erlendum kynbót- Kúakyn Imynduð umhyggja fyr- ir íslensku kúnni, segir Guðmundur Lárusson, getur hugsanlega þýtt það að kúabændur tapi í samkeppni um hylli neytenda. um og hefur fengist með innflutningi þeirra búfjártegunda sem ég hef gert grein fyrir í þessari grein. Með þátttöku íslands í al- þjóðasamningum um aukið frelsi í viðskiptum milli þjóða (WTO) er ljóst að ekki verður hægt að standa að öllu gegn auknum innflutningi landbúnaðarvara í nánustu framtíð. Þess vegna getur framtíð íslensks landbúnaðar ráðist af því hvernig hægt er að ná niður kostnaði, auka framleiðni og þar með að bjóða neyt- endum landbúnaðarafurðir á sem sambærilegasta verði þegar tekið er tillit til gæða framleiðslunar. Eggja-, alifugla- og svínabændur eru í dag án efa mun betur í stakk búnir til að mæta aukinni sam- keppni eftir þær kynbætur sem þeir hafa sótt mótmælalaust frá öðrum löndum. En kúabændur eiga víst að höfða til þjóðemiskenndar, fortíðar- hyggju og ofurástar neytenda á ís- lensku kúnni þegar kemur að auk- inni samkeppni. Þannig getur ímynduð umhyggja fyrir íslensku Aðalfundur líienska Hugbúnaöarsjóðsins hf. Aðalfundur íslenska Hugbúnaðarsjóðsins verður haldinn að Hótel Loftleiðum, Þingsal 1-4, miövikudaginn 1. mars 2000 og hefst kl. 14:00. Guðmundur Lárusson Sorgar og samúðarmerki Borið við miimingarathafair ogjarðariarir. Allur ágóði rennur til líknarmála. Fæst á bensínstöðvum, í Kirkjuhúsinu og í blómaverslunum. H KRABBAMEINSSJÚK BÖRN HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 4.06. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum. 3. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlut samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga. 4. Önnur mál sem eru löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi skulu hafa borist í hendur stjórnar meö skriflegum hætti, eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, aö Laugavegi 77, Reykjavík, hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Til þess að hafa atkvæöisrétt á fundi skal hluthafi hafa verið skráöur í bækur félagsins í síðasta lagi 8 dögum fyrir fundinn. í byrjun fundar skal athuga hvort fundarmenn hafi rétt til aö sitja fundinn og greiða atkvæöi, samkvæmt 2. mgr. 4.07. gr. í samþykktum félagsins. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við upphaf fundarins. Að aðalfundinum loknum munu fyrirtæki í eigu sjóðsins kynna starfsemi sína. Reykjavík, 21. febrúar 2000 Stjórn íslenska Hugbúnaðarsjóðsins hf. ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 5A~ kúnni hugsanlega þýtt það að kúa- bændur tapi í samkeppni um hylli neytenda og mjólkurframleiðsla og -vinnsla leggist að mestu af hér á landi. Þó landbúnaðarráðherra hafí ekki sagt þvert nei við umsóknum um innflutning, heldur leikið þann biðleik að vísa málinu í enn einn sniglahópinn (sniglahópur = nefnd á vegum Guðna) er ljóst að í eðli sínu er hann á móti þessum innflutningi en hefur þó ekki þá burði sem þarf til að afgreiða málið. Mikil er sú ábyrgð sem ráðandi menn þessarar þjóðar taka á sínar herðar með því að vinna gegn framþróun einstakra atvinnuvega og stofna þar með af- komu fjölda fólks í hættu. Er það ekki miklu fremur þeirra hlutverk að stuðla að framþróun og styrkja þannig atvinnulífið, en að hugsa eins og bóndi einn í næstu sveit sem grætur nánast fortíðina í hvert sinn er hann rífur af dagatalinu en vill jafnframt helst af öllu slá því á frest að takast á við framtíðina? Aratuga notkun og fjöldi vísindarannsókna staðfesta hollustu Kyolic. öheilsuhúsið Heimaslða: mælir meö KYOLIC www.kyolic.com rORVULA 1 S«tuc-' Það mælir allt með Kyolic Höfundur er kúabóndi í Ámessýslu. Dreifing: Logaland ehf. ELFA-OSO hitakútar og túbur Ryðfríir kútar með áratuga frábæra reynslu. Stærðir á lager: 30—50—80—120—200 og 300 lítra. Getum útvegað stærðir frá 400—1.000 lítra. Blöndunar-, öryggis- og aftöppunarlokar fylgja. Ennfremur bjóðum við hitatúbur frá 6—1200 kW og elektróníska vatnshitara fyrir vaska og handþvott. ELFA-VÖSAB olíufylltir ofnar Fallegir, einstaklega jafn og þægilegur hiti, engin rykmengun, lágur yfirborðshiti. Thermostatstýrðir. Kapall og kló fylgja. • í Stærðir á lager: 400—750—800 og 1.000 W. j Hæð: 30 eða 60 sm. Getum einnig útvegað tvöfalda ofna. * HAGSTÆTT VERÐ! Einar Farestveit&Cohf Borgartúni 28, ® 562 2901 Mánaðarlega getur þú komið í Apótekið þar sem hjúkrunarfræðingur og lyfjafræðingur verða til ráðgjafar Hugað verður að heifsvnní í Apótekínu Smáratorgi, miðwktfdogínn 1. mars kf. 14.00 tíl 18.00 2. mars i Apótekími Nýkaupí í Krínglunní og í Apóiekínv Firðí í Hofnarfirði frá 14.00 tl! 18.00 Huqaö ad heilsunni Allar mælingar verða skráðar í þina eigin bók sem afhent verður við fyrstu heimsókn 20. mars veröur hugaö að heilsunni í Apótekinu Smáratorgi í Kópavogi - í Apótekinu í Nýkaupi Kringlunni 21. mars. Apótekinu á Smiðjuvegi 22. mars, Apótekinu Hafnarfiröl 23. mars, Apótekinu löufelli 24. mars, Apótekinu Suöurströnd 27. mars, Apótekinu Spönginni 28. mars, Apótekinu Mosfellsbœ 29. mars og í Apótekinu Sketfunni 30. mars. anotkurs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.