Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 27 VIÐSKIPTI Hagnaður Opinna kerfa hf, jókst um 143% á milli ára „Það gekk nánast allt upp á árinu“ OPIN KERFI hf. Úr reikningum ársins 1999, samstæða: Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) Tekju- og eignarskattar 3.809 3.508 -21 -90 2.694 2.548 -27 -27 +41% +38% Hagnaður af reglulegri starfsemi Aðrar tekjur Áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga 189 87 -60 92 17 -20 +105% +412% Hagnaður ársins 216 89 +143% Efnahagsreikningur 3i.des.: 1999 1998 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 2.409 1.736 +39% Eigið fé 798 551 +45% Skuldir og hlutdeild minnihl. 1.610 1.185 +36% Skuldir og eigið fé samtals 2.409 1.736 +39% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Arðsemi eigin fjár Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfall Veltufé frá rekstri Milljónir króna 38,5% 33% 1,41 320 37,1 % 0,331 % 1,23 215 +49% OPIN kerfi hf. skiluðu 216 milljóna króna hagnaði á árinu 1999, sem er 143% aukning frá árinu áður, en þá nam hagnaðurinn 89 milljónum króna. Hagnaður af reglulegri starf- semi var 189 milijónir króna sem er 105% aukning miðað við íyrra ár þeg- ar hann var 92 milljónir króna. Þá jókst veltufé frá rekstri úr 215 millj- ónum króna árið 1998 í 320 milljónir króna árið 1999 og er það aukning um 49% á milli ára. Heildarvelta samstæðunnar jókst um 41% og er nú 3.809 milljónir króna en var 2.694 milljónir króna árið áður. Eigið fé samstæðunnar um áramót var 798 milljónir króna og hækkaði um 248 milljónir króna á árinu eða 45% og arðsemi eigin fjár hækkar úr 37,1% í 38,5% á milli ára. Gylfi Amason, framkvæmdastjóri Opinna kerfa, segist ánægður með árangurinn enda hafi niðurstöður ársins verið nánast í öllum liðum betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Þetta er betra en við vonuðumst eftir og er fyrst og fremst því að þakka að það gekk nánast allt upp á árinu. Ef hægt er að líkja svona fyrir- tæki við vél þá snerust öll tannhjólin í henni, það komst hvergi sandur í tannhjólin. Það er sennilega einstakt og ekki víst að við fáum slíkt ár aftur. Þetta hefur reynt mikið á mannskap- inn hjá okkur en það hafa allir sem einn lagt sig fram, dag og nótt, og þess vegna er árangurinn svona góð- ur,“ segir Gylfi. Af 216 milijóna króna hagnaði sam- stæðunnar skilar móðurfélagið sjálft tæpum 109 milljónum króna frá reglulegri starfsemi, sem er 152% aukning frá fyrra ári, framlag dóttur- og hlutdeildarfélaga er 51 milljón króna, sem er 77% aukning frá í fyrra, og loks nam söluhagnaður hlutabréfa 56 milljónum króna á ár- inu. Gylfi segir að mikið verk hafi unn- ist í innri skipulagsmálum og hagræð- ingu hjá móðurfélaginu auk þess sem birgðastýring hafi verið virk. Þá hafi velta móðurfélagsins aukist um 34% á árinu 1999 en það mun vera fimmta árið í röð sem veltuaukning móðurfé- lagsins fer yfir 30%. Velta móðurfé- lagsins á árinu 1999 nam 2.198 millj- ónum króna. Framlag dóttur- og hlutdeildar- félaga 51 milljón króna Dóttur- og hlutdeildarfélög gengu einnig vel og námu sem fyrr segir 51 milljón króna af hagnaði ársins. Þetta er sá hagnaður sem fæst að frádregn- um afskriftum af yfirverði sem greitt var fyrir hlutabréftn á sínum tíma. I uppgjöri samstæðunnar nema áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga hins veg- ar 60 milljóna króna frádrætti frá hagnaði af reglulegri starfsemi en þar segir Gylfi að tekið sé tillit til hlut- deildar minnihluta í dótturfélögun- um. „Til að mynda hjá Skýrr hf. þar sem hagnaður var á annað hundrað milljónir, þá eigum við í raun 51% af honum en af því að það er dótturfélag okkar þá er allur hagnaðurinn skráð- ur hjá okkur og svo er hlutdeild minnihluta dregin frá aftur. Nú sem fyrr er bókfært verð hluta- bréfaeignar Opinna kerfa verulega undir markaðsvirði. I þeim felst því töluverð dulin eign.“ Áætlað er að árið 2000 muni sam- stæðan skila um 210 milljónum króna. Gert er ráð fyrir áframhaldandi vexti og enn meiri aukningu eftirspumar eftir vörum og þjónustu fyrirtækis- ins, einkum fyrir rekstrarþjónustu og vörur tengdar stærri tölvukerfum. Aðalfundur félagsins verður hald- inn 9. mars og verða þar meðal ann- ars lagðar fram tillögur um 42 millj- ónir króna arðgreiðslu eða 100% af nafnvirði hlutafjár, fimmfalda jöfnun hlutabréfa, 10% hlutafjáraukningu og heimild til kaupa á eigin hlutum. Uppfyllir væntingar markaðsadila Smári Rúnar Þorvaldsson hjá rannsóknum íslandsbanka F&M, hafði þetta um uppgjör Opinna kerfa að segja: „Markaðsaðilar voru mjög bjartsýnir á uppgjör Opinna kerfa í sínum spám og tókst félaginu fyllilega að uppfylla væntingar þeirra. Félag- inu tekst að halda birgðamálum í mjög góðu horfi þrátt fyrir mikinn vöxt en samsetning viðskiptaki’afna gæti verið hagkvæmari og er það til skoðunar að sögn forráðamanna fyr- irtækisins. Binding fjármagns í rekstrinum er í algjöru lágmarki sem er mjög skynsamlegt í rekstri upp- lýsingatæknifyrirtækja. Stjómend- um fyrirtækisins hefur tekist mjög vel að nýta þekkingu sína á rekstri upplýsingatæknifyrirtækja til fjár- festinga í tengdum rekstri. Gera má ráð fyrir að áframhald verði á slíkum fjárfestingum og er fjárfesting fé- lagsins í @Ipbell merki um það. Félagið ætlar að jafna hlutafé í fé- laginu fimmfalt sem er einsdæmi á ís- lenskum markaði og verður athygli- vert að fylgjast með hvemig markaðurinn bregst við þeirri fi-étt. Seljanleiki eykst við jöfnun sem þessa og auk þess kann þetta að hafa áhrif á gengi félagsins til hækkunar vegna sálrænna áhrifa. Einnig felst í jöfnun sem þessari skilaboð frá stjórnendum um enn frekari vöxt í framtíðinni. Önnur tilkynning frá félaginu vek- ur athygli en félagið hyggst greiða út 100% arð á sama tíma og það fer fram á heimild til hlutafjáraukningar. Heppilegri leið væri að fara í end- urkaup á eigin bréfum og gætu hlut- hafar þá valið hvort þeir fengju arð- greiðslu eða ekki. Félagið gæti svo selt þau bréf aftur út á markað þegar þörf væri á fjármagninu til rekstrar- ins,“ segir Smári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.