Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Öruggur sigur jafnaðarmanna í Slésvík-Holtsetalandi
Osigur CDU minni en
margir höfðu spáð
Sigurganga Kristilegra demókrata í héraðs-
þingkosningum 1 Þýzkalandi var stöðvuð á
sunnudag, en Davíð Kristinsson, frétta-
ritari í Berlín, segir flokkinn hafa staðist
þessa fyrstu kosningaprófraun eftir
fj ármálahneykslið stóráfallalaust.
Heide Simonis og Volker Ruehe í sjónvarpsútsendingu eftir að fyrstu
tölur úr kosningunum höfðu verið birtar.
ÞÝSKI Jafnaðarmannaflokkurinn
(SPD) sigraði örugglega í landsþing-
skosningunum í Slésvík-Holtseta-
landi á sunnudaginn. Flokkurinn
hlaut rúm 43% atkvæða og jók þann-
ig fylgi sitt um 3% frá því í kosning-
um 1996.
Volker Riihe, frambjóðandi
Kristilega demókrataflokksins
(CDU), minnti fjölmiðla ítrekað á þá
staðreynd að SPD hefði verið spáð
allt að 48% fylgi í nýlegum skoðana-
könnunum. I kjölfarið voru bjartsýn-
ir jafnaðarmenn famir að velta því
fyrir sér hvort flokkurinn næði að
endurheimta hreinan meirihluta á
þingi en jafnaðarmenn stjórnuðu
Slésvík-Holtsetalandi einir fram til
ársins 1996 en þá mynduðu þeir sam-
steypustjórn með Græningjum. Þótt
fýlgisaukningin hafi verið mest hjá
SPD áttu margir von á enn betri ára-
ngri í ljósi þess að CDU er í erfiðri
stöðu vegna leynireikningahneyksl-
isins.
En þótt flokkur Heide Simonis
forsætisráðherra hafi ekki staðið
undir væntingum bjartsýnustu
manna var fylgi SPD þó meira en
samanlagt fylgi CDU (35,2%) og
FDP (7,6%). Jafnaðarmenn voru því
almennt ánægðir með úrslitin og þá
sérstaklega með tilliti til þess að
Simonis tókst að binda enda á ósigra
SPD í landsþingskosningum síðasta
árs. Afstaðan til ríkisstjórnar Ger-
hards Schröders kanslara er nú mun
jákvæðari en á síðasta ári og endur-
speglast sú þróun að einhverju leyti í
úrslitum sunnudagsins. Flokkurinn
virðist nú vera að ná sér upp úr
þeirri lægð sem fylgdi í kjölfar sig-
ursins í sambandsþingskosningun-
um 1998. Ljóst var að jafnaðarmenn
myndu bera sigur úr býtum í Slés-
vík-Holtsetalandi og Schröder leyfði
sér því að njóta rólegrar helgar í
heimaborg sinni Hannover.
Græningjar anda léttar
Jafnaðarmenn höfðu aftur á móti
meiri áhyggjur af gengi samstarfs-
flokksins. Sökum vinsælda Simonis
var eini möguleikinn á breytingum í
Kiel sá að Græningjar næðu ekki
þeim 5% sem þarf til að fá sæti á
landsþinginu. Forystumenn CDU og
FDP voru sér meðvitandi um þetta
og eyddu því minni orku í að gagn-
rýna Simonis en umhverfisstefnu
Græningja. Óhagstæðustu skoðana-
RITT Bjerregaard matvælaráðherra
Dana staðfesti í gær að komið hefði
upp tilfelli af kúariðu á kúabúi í
Himmerland á Norður-Jótlandi.
Kúnni var slátrað nýlega vegna gruns
um kúariðu og sýni úr skepnunni
staðfestu gruninn. Þetta er annað til-
felli í Danmörku af kúariðu en fyrra
tilfellið kom upp 1991. Sænsk heil-
brigðisyfirvöld sögðu í gær að engin
ástæða væri til að grípa til sérstakra
aðgerða í þessu sambandi því dönsk
yfirvöld virtust taka á málinu af festu.
Ritt Bjerregaard tók við embætti í
síðustu viku og hefur því strax fengið
ærinn vanda við að glíma. Hún lýsti
því yfir í gær að öllum kúm á bænum
kannanir spáðu Græningjum 4,5%
fylgi og því önduðu menn léttar í her-
búðum Græningja þegar fyrstu tölur
sýndu að flokkurinn væri ekki í „fall-
hættu“ og hefði því áfram meirihluta
á landsþinginu með jafnaðarmönn-
um.
Kannski hefur það gert herslu-
muninn að Joschka Fischer utanrík-
isráðherra fór norður í vikunni til að
skokka með Græningjum í fylgd fjöl-
miðla. Þótt Græningjar hafi hlotið
fleiri atkvæði en fyrmefnd skoðana-
könnun spáði fyrir um geta rúm 6%
atkvæða varla talist góður árangur
og hefur flokkurinn tapað 2% fylgi
frá því í síðustu kosningum árið
1996.
Þetta kemur ekki á óvart þar sem
Græningjar hafa tapað fylgi í öllum
kosningum undanfarin tvö og hálft
ár. Friðarsinnar hafa snúið baki við
flokknum í kjölfar þess að grænn ut-
anríkisráðherra studdi árásimar á
Kosovo og auk þess hefur umhverfis-
ráðherra gengið illa að ná samning-
um um lokun kjamorkuvera. Græn-
ingjar í Slésvík-Holtsetalandi túlka
þá staðreynd að þeir komust aftur
inn á þingið svo að kjósendur í Slés-
vík-Holtsetalandi hafi verið ósam-
mála CDU um að leggja ætti um-
hverfismál í sambandslandinu á
hilluna næstu tíu árin.
Árangur Rtthes
veginn og metinn
Landsþingskosningarnar í Slés-
vík-Holtsetalandi vom fyrsta próf-
raun CDU eftir að leynireikninga-
hneykslið kom upp í nóvem-
bermánuði. Ljóst var að fyrsti ósigur
CDU eftir sambandsþingskosn-
ingarnar 1998 væri óhjákvæmilegur.
Spurningin var aðeins hversu mikið
fylgistapið yrði. Frambjóðandi
flokksins, Volker Rúhe, hafði lýst því
yfir að úrslitin yrðu afgerandi fyrir
framtíð hans innan forystu CDU.
Þar sem meðalfylgi flokksins hefur í
kjölfar leynireikningahneykslisins
verið um 30% þótti óviðeigandi að
meta árangur Rúhes út frá lands-
þingskosningunum 1996 (37,2%) og
því einblíndu menn á árangur flokks-
ins í sambandsþingskosningunum
1998 (35,7%). Litið var svo á að næði
Rúhe aðeins 34% atkvæða væri það
mikill skellur.
Þegar í ljós kom að CDU í Slésvík-
Holtsetalandi hlaut 35,2% atkvæða
yrði slátrað, 73 að tölu, en aðrar
heimildir sögðu að kýrnar yrðu í sótt-
kví fyrst um sinn. Ráðuneytið sendi í
gær út tilmæli til búða um að draga til
baka nautakjöt með beinum í. Einnig
verður reglum um slátrun breytt.
. Tilfellið kemur mjög á óvart og
dýralæknirinn, sem kom að hinni
sjúku kú, sagði í viðtali við danska út-
varpið að sér hefði ekki komið í hug
að um kúariðu gæti verið að ræða.
Tilfellið frá 1991 var í kú af skoskum
uppruna en í þetta skiptið var hin
smitaða kýr aldönsk. Lítið er vitað
um smitleiðir en sjúkdómurinn er
ekki bráðsmitandi og því er ekki
sennilegt að aðrar skepnur á bænum
þótti það að vísu ekki góður árangur
en flestir höfðu þó búist við að flokk-
urinn myndi tapa meira fylgi í kjöl-
far hneykslisins. Rúhe var því frekar
ánægður þótt honum hefði ekki tek-
ist að fella stjómina. Hann sagði að
CDU hefði sigrað örugglega hefði
leynireikningahneykslið ekki komið
upp og lagði áherslu á að honum
hefði tekist að halda fylgishruni
CDU í skefjum. Angela Merkel,
framkvæmdastjóri CDU, sagði úr-
slitin til marks um að flokkurinn
væri að ná sér upp úr lægðinni.
Rúhe tilkynnti að hann myndi ekki
fara fyrir stjórnarandstöðunni á
landsþinginu í Kiel heldur snúa sér
aftur að sambandsstjómmálum í
Berlín. Arangur Rúhe gerir það að
verkum að hann er enn helsti keppi-
nautur Merkel um formannsstöðu
CDU. Niðurstaðan var hvorki of slök
til að hann dytti út úr myndinni né
nógu góð til að hann næði að auka
möguleika sína. Ekki er óalgengt að
þýskir stjómmálamenn fari í mikil-
væg hlutverk í sambandsstjómmál-
um í kjölfar ósigra í landsþingskosn-
ingum og því er ósigur Rúhe engin
hindrun. Þótt Ijóst sé hver muni
stjóma í Kiel næstu fimm árin er enn
óljóst hver verður næsti formaður
CDU.
FDP hagnast á
erfiðleikum CDU
Þetta voru fjórðu landsþingskosn-
ingamar í röð í Slésvík-Holtseta-
landi sem standa í skugganum af
fjármálahneyksli. Að þessu sinni var
það Flokkur frjálsra demókrata sem
hagnaðist á leynireikningahneyksli
CDU. Líkt og SPD bætti FDP fylgi
sitt um 2% og hlaut 7,6% atkvæða.
Þetta er besti árangur FDP í lands-
þingskosningum frá því 1996 og jafn-
framt besti árangur FDP í Slésvík-
Holtsetalandi eftir stríð. Það bmtust
því út mikil fagnaðarlæti í herbúðum
Frjálsra demókrata þegar niður-
stöður lágu fyrir. Um þessar mundir
er flokkurinn einungis með þingfull-
trúa í 4 af 16 sambandslöndum og á
hafi verið smitaðar þótt þeim verði
fargað.
Astæðan fyrir hræðslu við sjúk-
dóminn er að vaxandi grunur er um
að svokallaður Creutzfeldt-Jacob-
sjúkdómur, sem leggst á menn, sé
sömu ættar og kúariðan. Af Creu-
tzfeld-Jacob-veikinni hefur fundist 51
tilfelli í Evrópu. Sjúkdómurinn leggst
á heilann sem líkt og leysist upp og
gerir sjúklinginn ósjálíbjarga áður en
hann deyr af honum.
Ákveðin viðbrögð mikilvæg
Kúariða er viðloðandi í ýmsum
Evrópulöndum. Einna mesta athygli
hefur barátta Breta við sjúkdóminn
síðasta ári mistókst flokknum í fimm
landsþingskosningum að ná þeim 5%
sem þarf til að fá sæti á þinginu.
FDP er nú þriðji sterkasti flokkur-
inn í Slésvík-Holtsetalandi og for-
ystumenn flokksins segja Kristilega
demókrata ábyrga fyrir því að flokk-
arnir hafi ekki náð nægilega miklu
fylgi til að koma á stjómarskiptum.
FDP hefur nægilegt fylgi til að
stjóma með SPD en forsenda slíkra
breytinga var að Græningjar dyttu
útafþinginu.
Flokkur danska minnihlutans
(SSW) gat líka fagnað besta árangri
flokksins í hálfa öld. SSW hlaut 4,1%
atkvæða (1996: 2,5%) og þeir 50.000
Danir sem búa í Slésvík-Holtseta-
landi munu því eiga sér fjóra fulltrúa
á landsþinginu.
Þrátt fyrir að margir höfðu lýst yf-
ir áhyggjum þess eðlis að leynireikn-
ingahneykslið gæti leitt til lélegrar
kosningaþátttöku var þátttakan inn-
an við 4% minni en í síðustu lands-
þingskosningum árið 1996 (71,8%).
Flokkamir fögnuðu þessari stað-
reynd svo og því að hægri öfgamenn
(NDP) juku ekki við fylgi sitt. Þýskir
kjósendur virðast ekki hafa misst
trúna á stjómmál þrátt fyrir
hneykslið og áhuginn á stjórnmála-
umfjöllun fjölmiðla hefur sjaldan
verið jafn mikill.
Forystumenn fjörgurra stærstu
flokkanna túlkuðu úrslitin í Slésvík-
Holtsetalandi sem góða undirstöðu
fyrir landsþingskosningarnar í
Nordrhein-Westfalen 14. maí. Jafn-
aðarmannaflokkurinn hefur stjórnað
sambandslandinu í 33 ár og um þess-
ir mundir mynda þeir samsteypu-
stjóm með Græningjum undir for-
ystu Wolfgang Clements for-
sætisráðherra.
Þótt flokkamir séu almennt bjart-
sýnir hafa undanfarnir mánuðir sýnt
að staðan í þýskum stjórnmálum
getur tekið miklum breytingum á
skömmum tíma. Því er að bíða og sjá
hvort allir flokkarnir hafi raunvem-
lega ástæðu til bjartsýni þegar líða
fer að kosningunum.
vakið en þar þráuðust yfirvöld um
árabil við að viðurkenna vandann og
taka á honum á sannfærandi hátt með
tilheyrandi viðskiptatjóni. Bæði á ír-
landi og í Portúgal eru dæmi um
kúariðu. Portúgal lýtur útflutnings-
banni til Evrópusambandsins, ESB,
vegna kúariðu, en ekki írland, því yf-
irvöld þar þykja hafa tekið vel á mál-
inu, að sögn danska útvarpsins.
Dönsk yfirvöld geta því lært af
reynslu annarra að mikilvægt er að
taka málið föstum tökum svo að
danskar landbúnaðarvörur missi ekki
traust erlendis, jafnvel þó að nauta-
kjötsiðnaður sé ekki stór hluti af
dönskum landbúnaðarútflutningi.
Moskvu-
búar
fátækir
YFIR helmingur Moskvubúa
telst undir fátæktarmörkum og
eykst bilið milli ríkra og fá-
tækra stöðugt þannig að 10%
borgarbúa eru með 61,3 sinn-
um hærri laun en þeir sem
verst hafa það, að því er Ljú-
dmila Svetsova, sem fer með fé-
lagsmál í Moskvu, sagði í viðtali
við ÆFP-fréttastofuna.
Tölulegar upplýsingar Svets-
ovu benda til að 52,2% Moskvu-
búa teljist undir fátæktarmörk-
um, en laun Moskuvbúa eru nú
um fjórum sinnum hærri en
landsmeðaltal launa. Áætlað er
að lágmarksframfærsla í
Rússlandi kosti 980 rúblur, eða
um 2.450 krónur á mánuði.
Fær stuðning
ESB
FJÁRMÁLARÁÐHERRAR
Evrópusambandsins (ESB) til-
kynntu á fúndi sínum í Brussel
í gær að þeir hefðu einróma
ákveðið að styðja framboð
Þjóðveijans Caios Koch-Wes-
ers í embætti framkvæmda-
stjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins, IMF, í stað Michel
Camdessus sem lætur af emb-
ætti íljótlega.
Olétt kona
grýtt til bana
ÍSLAMSKUR dómstóll í Fuja-
irah í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum hefur úr-
skurðað að indónesísk þjón-
ustustúlka, Karteen Karikend-
er, skuli grýtt til bana fyrir að
drýgja hór. Elskhugi konunn-
ar, sem er indverskur múslími,
var sýknaður af allri sök, að því
er dagblaðið Al-Khaleej greindi
frá, en maðurinn er sagður hafa
flúið land. Stúlkan hlaut hins
vegar hámarksrefsingu, sem er
dauðadómur, eftir að lögregla
handtók hanaeftir að hafa bor-
ist tilkynning um að Karikend-
er, sem er ógift, væri ólétt. Að
sögn talsmanns indónesíska
sendiráðsins í Abu Dhabi hafði
sendiráðinu ekki verið tilkynnt
um dómsmálið, en reynt yrði að
fá málinu í áfrýjað og Karik-
ender útveguð lagaleg aðstoð.
Minningar
Eichmanns
birtar
ÍSRAELAR tilkynntu á sunnu-
dag að almenningi yrði veittur
aðgangur að æviminningum
Adolfs Eichmanns, stríðs-
glæpamanns nasista. Þá hafa
Israelar einnig boðið Deborah
Lipstadt, bandarískum fræði-
manni, afrit af handritinu, en
Lipstadt á yfir höfði sér mála-
ferli fyrir að segja breska
fræðimanninn David Irving af-
neita helförinni. Israelsk yfir-
völd hafa haldið handriti
Eichmanns í geymslu í tæp 40
ár án þess að veita aðgang að
því. Handritið er um 1.300
handskrifaðar síður og er
Eichmann sagður hafa skrifað
það meðan hann dvaldi í fang-
elsi í ísrael. í æviminningunum
er Eichmann, sem var einn
æðsti skipuleggjandi útrým-
ingarherferðar nasista gegn
gyðingum, sagður kalla hana
einn versta glæp mannkyns-
sögunnar.
Tilfelli af kúariðu skelfír Dani
Kaupmannahöfn. Morgunbiaðið.