Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 68
> 68 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKí FRÉTTUM MYNPBOND Dómarinn og mafían Falcone dómari (Falcone) »RA MA ★★% Leikstjóri: Ricky Tognazzi. Hand- rit: Peter Pruce. Aöalhlutverk: Chass Palminteri, F. Murray Abra- ham, Anna Galiena, Andy Luotto. (106 mín.) Bandaríkin. Bergvík, 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. FALCONE dómari er byggð á sönnum atburðum sem áttu sér stað undir lok 9. áratugarins þegar nokkrir dómarar á Sikiley sögðu mafíunni stríð á hendur. Veldi mafí- unnar var ótrúlegt á þeim tíma og voru dómararnir eins og vopnlaus Davíð að berjast við Golíat. Giovanni Falcone var þeirra duglegastur og fékk hann óvæntan liðsauka þegar eitt af stóru nöfnunum innan mafíunnar ákvað að leysa frá skjóðunni. Leik- stjóri myndarinnar er Ricky Togn- azzi á að baki nokkrar glæpamyndir og er vel kunnugur þessum geira kvikmyndanna. Leikaraliðið er mjög gott og stendur Palminteri sig vel eins og alltaf þótt hlutverk hans sé helst til einhæft, hann er góði maður- inn í myndinni og nánast flekklaus. Andy Luotto er frábær sem vinur hans og samstarfsmaður og Abra- ham sýnir að þegar hann fær bita- * stæð hlutverk veldur hann ekki von- brigðum. Helsti galli myndarinnar er að hún er of löng og líða margar áhrifamiklar senur fyrir það. Ottó Geir Borg Ólík systkini Millan við ána Floss (Mill on the Floss) D r a m a ★★% Leikstjóri: Graham Theakston. Handrit: Hugh Stoddart. Aðal- hlutverk: Emily Watson, Cheryl Campell, James Frain, Bernard y*. Hill, Nicholas Gecks. (90 mín) Eng- land. Myndform, 1997. Myndin er öllum leyfð. EMILY Watson virðist vera föst í hlutverkum kvenna sem ekki passa inn í þjóðfélagið og fara ávallt sínar eigin leiðir. Þær geta verið dýrlingar („Breaking the Waves“), snillingar („Hillary and Jackie“) og kven- skönmgar sem láta karlmenn ekki vaða yfir sig eins og í þessari mynd, sem er byggð á skáld- sögu rithöfundarins Geroge Eliot („Middlemarch“ og „Silas Marner"). Watson leikur, Maggie, dóttur myllu- eiganda (frábærlega leikinn af Bem- ard Hill) sem hefur í mörg ár barist við lögfræðing (Nicholas Gecks) um yfírráð yfir myllunni. Þegar faðir hennar lýtur loks í lægra haldi fyrir lögfræðingnum og verður að vinna hjá honum, byijar bróðir hennar að leita sér frama í viðskiptaheiminum. Maggie elskar bróður sinn mikið en hún verður einnig vinkona sonar lög- fræðingsins (James Frain), sem bróð- * ir hennar getur ekki sætt sig við. Til að gera langa sögu mjög stutta geng- ur afgangur myndarinnar út á að Maggie reynir að fá samþykki bróður síns íyrir að vera eins og hún er. Wat- son er ein af betri leikkonum sem uppi eru í dag og það er aldrei tímasó- un að sjá hana leika, þrátt fyrir að . þessi mynd nálgist ekki hinar mynd- ' imar hennar að gæðum. Ottó Geir Borg Johnny Depp er eftirlæti Burton. Hór er Depp í „Sleepy HoIlow“. Kim Basinger og Miehael Keaton í Batman. MYNDIR hans eru sannarlega ekki að allra skapi, jafnvel yfírgengi- lega sérvitringslegar, en sanna það jafnframt að til eru skapandi lista- menn í Hollywood sem geta verið á allt öðrum nótum en ráðandi tísku- sveiflur, gefa markaðsrannsóknum langt nef. Synt á móti straumnum. Tim Burton (58) heldur sínu striki hvað sem tautar og raular, enda á hann jafnan vinsæl „kassastykki" inn á milli mistakanna og drunga- legar, persónulegar myndir hans oftar en ekki líklegar til afreka við verðlaunaafhendingar. Þessir þætt- ir halda lífinu í Burton, sem átti Sleepy Hollow, ágæta og marglof- aða aðsóknarmynd á síðasta ári og er að hefja göngu sína hérlendis. Burton er fæddur í Kaliforníu og á meðan jafnaldrar hans stunduðu hafnabolta og ruðning eins og am- erískum ungmennum ber, lá leik- stjórinn tilvonandi yfir gömlum teikni- og hryllingsmyndum í imba- kassanum. Þessi uppfræðsla hefur sett mark sitt á ævistarf Burtons, óhugnaðurinn er sjaldnast langt undan, búningar og leiksvið hannar hann gjaman sjálfur og em tals- vert sérstæð fyrir drunga og jaðar- kenndan fáránleika. Rúmlega tví- tugur hlaut hann námsstyrk við California Institute of the Arts, sem er í eigu Disney-veldisins, þangað sem Burton hvarf að loknu námi. Tímabilið í kringum 1980 var magurt hjá teiknimyndarisanum, langt í framtíðarsmellina sem byrj- uðu með Litlu hafmeyjunni, (89). Spenna lá í loftinu, óöryggið al- gjört, uppsagnir daglegt brauð. Burton fann sig ekki í rislitlum verkefnum einsog The Fox and the Hound, (81), sá ekki framtíðina í að teikna sæta refi og hundstíkur. Yf- irmenn hans sáu heldur ekkert í myrkum hugmyndum og verkum Burtons. Neituðu að dreifa Frank- enweenie, (84), næstfyrstu stutt- myndinni hans, á þeim forsendum að hún væri ekki við hæfi bama. Sú fyrsta, Vincent, (82), sem hann gerði til heiðurs hrollvekjuleikar- anumVincent Price, átrúnaðargoði sínu, fékk einnig kaldar kveðjur hjá kvikmyndaverinu. Laus úr prisundinni hjá Disney, tók við áður óþekkt frelsi. Ekki síst Tim Burton í samvinnunni við Paul Reubens, sem var á höttunum eftir leikstjóra til að gera mynd um „hina hlið- ina“ á sér, Pee Wee Herman. Útkoman varð Pee Wee Herm- an ’s Big A dven ture, (85), fyrsta mynd Burtons í fullri lengd. Burton gerði hana í leiknum teiknimyndarstfl og öllum á óvart varð hún ein mest sótta mynd Wamer á fyrri hluta 9. áratugarins. Vinsældirnar leiddu til Bectlcjuice, (88). GálgahúmorshroIIvekju sem fór sigurför um heiminn og setti Burton í leikstjórnarstól Batman, (80), fokdýrrar brellumyndar sem var fyrsta stórverkefni leikstjórans og jafnframt það best sótta. Nú var Burton orðinn mikilsmet- inn A-myndaleikstjóri og gat valið sér verkefni. Hann fann það næsta hjá 20th Century Fox, útkoman hin seiðmagnaða Edward Scissorhands, (90), sem minnir meira en lítið á Frankenween- ie. Utkoman er snilld, og nú kom Disney á hnjánum til hins fyrrum brottrekna lcikstjóra, sem var lofað algjöru frelsi, og sneri hann aftur. The Night Before Christmas, (93), átti þó erfiða fæðingu og gekk ekki eins vel og við var búist, þrátt fyrir já- kvæða dóma. Myndin er eins ná- lægt því að vera hin fullkomna Burtonmynd og hugsast getur, enda fékk hann að ráða öllum mögulegum og ómögulegum hlut- um sem máli skiptu. Burton hefur ekki alltaf gengið sem skyldi. Hann framleiddi hörm- ungina Cabin Boy, (94), einnig Tim Burton Family Dog, (93), mislukkaða teiknimyndaþætti fyrir sjónvarp. Þá fékk eitt öndvegisverkið hans, Ed Wood, (94), afspyrnulélega að- sókn þrátt fyrir afburða dóma. Því næst lauk Burton við fram- haldsmyndina Batman Forever, (95) , og sneri síðan að framleiðslu teiknimyndarinnar James and the GiantPeach, (96), hún hlut góða dóma og aðsókn. Mars Attack!, (96) , átti súia spretti en yfir höfuð var þessi ómarkvissa blanda gam- ansemi, hryllings og vísindaskáld- skapar, ómerkileg, stjörnum hlaðin leiðindi. Sleepy Hollow, sem nú er að heQa göngu sína hér og í Evrópu, hefur verið fírna vel tekið og var ein af mest sóttu myndunum vestra í vetur. Gamaldags hrollvekja um hauslausan morðingja sem lætur öllum illum látum á öldinni sem leið, reyndist upplagt efni handa sérvitringnum. En hvað skyldu menn segja um nýjustu fréttirnar af Burton, og prýða vefsíður iðnað- arins í dag (23.02), að Fox hyggist fela honum stjórn endurgerðar myndar sem á risavaxinn aðdá- endahóp, hér sem annars staðar, Apaplánetunnar! Það renna nú á mann tvær grímur... Sígild myndbönd Eddi klippikrumla - Edward Scissorhands, (90) ★★★ % Enga persónu mynda sinna hef- ur Burton tekist að glæða jafnmikl- um tilfínningum og Edda klippi- krumlu (Johnny Depp. (Strákinn sem er fóstur bijálaðs vísinda- manns í kastalanum (Vincent Price). Er hann fellur frá verður pilturinn, sem hefur skæri í stað handa, að reyna að bjarga sér sjálf- ur. Er tekinn í umsjá húsmóður í úthverfí (Diane Wiest). Þar kynnist hann ástinni (Winona Ryder) og kemst að því fullkeyptu að lífíð er enginn leikur í heimi raunveruleik- ans. Einstök mynd, ótrúlega fersk og frumleg og Depp er stórkostleg- ur í titillhutverkinu. Grín og hroll- ur fléttast óaðfínnalega saman uns kemur að endlok unum sem eru óþarflega yfír- gengileg. Beetle Juice (89) ★★★ V2 Ein albesta draugagamanmynd sögunnar, með mörgum þeim er gerðu seinna „Batman". Fram- úrstefnuleg fjölskylda frá New York flytur í draugahús í sveitinni og ætlar að græða á draugagangin- um þar til Bjölludjúsinn kemur til sögunnar. Gersamlega ómótstæði- legur hræringur af vinalegum draugum og vondum, óborganleg- um grínútgáfum af flottræfilsleg- um stórborgarbörnum í sveitinni, glimrandi tæknibrellum og það besta af öllu; hinum brjálæðislega Bjölludjús, einskonar frumgerð Jókersins í Batman. Gamanmynd sem kemur sannarlega á óvart. Batman, (89) ★★★ V2 Stórglæsilegt, myrkt og ógnandi útlit Gothamborgar eftir leik- myndahönnuðinn Anton Furst, einkar góð tónlist Danny Elfman, kröftug leikstjórn Burtons og síð- ast en ekki síst stórkostlegur of- leikur Nicholsons í hlutverki Spaugarans, breiða að mestu yfir vankanta handritsins. Eftir stend- ur voldug, frumleg og á tiðum glæsileg bíómynd. Nicholson tekst að stela gersamlega senunni frá tit- ilpersónu myndarinnar, sem er skiljanlega frekar dauflega leikin af Michael Keaton, og útmálar á einstaklega broslegan hátt geðsýki illskunnar. Besta Batman-myndin til þessa dags. Sæbjörn Valdimarsson 20 ára afmælisferð Hrekkjaloma Hrekkjaldmar láta gott af sér leiða I LOK þorra fóru Hrekkjalómar í hefðbundna skoðunarferð til höfuð- borgarinnar, fyrst og fremst til að gefa öndunum brauð og skemmta sér og öðrum. Að þessu sinni létu lómar gott af sér leiða, færðu þeir Styrktarfélagi krabbameissjúkra barna 100.000 krónur að gjöf. Þá heimsóttu þeir Frumheija og kynntu sér starfsemina og þáðu góðar veitingar. Um kvöldið var síð- an haldin árshátíð félagsins á Grand Hótel og var Geir H. Haarde fjár- málaráðherra heiðursgestur kvölds- ins, sem fram fór í mesta sprelli og gríni. Á laugardeginum var farin ógleymanleg ferð til Grindavíkur og þau heiðurshjón Dagbjartur og Birna tóku á móti hópnum með glæsilegum veitingum og stórkost- legri skemmtun þar sem þau hjón fóru bæði á kostum og sérstaklega húsbóndinn sem kvað lóma alla með Árna Johnsen í broddi fylkingar í kútinn með frábærum leik og söng, er óhætt að segja að hrekkjalómum verði þessi heimsókn minnisstæð. Ekki gátu lómar farið um Suðurnes án þess að koma við í Bláa lóninu, og fengu nokkrir þeirra sér sundsprett með von um bjartari tíð í útliti eða öflugri orku á sál og líkama. Síðasta Morgunblaðið/Sigurgeir Jónsson Hreklgalómar í nýja félgasgallanum sem er Stoke-galli. góðverk þessarar ferðar var heim- sókn til forsætisráðherra þar sem við vildum færa ráðherranum að gjöf farmiðann góða sem hann þarf á að halda er sjoppunni verður lokað eftir að Vatneyrardómurinn fellur, því miður var ráðherran upptekinn en skilaboðinn og miðann fékk hann. Ýmis önnur atriði voru á dagskránni sem hver lómur upplifði á sinn hátt, vakandi eða sofandi. Áður en hópur- inn hélt til Eyja á sunnudegi var far- ið í heimsókn til Árna Johnsen og Halldóru eiginkonu hans þar sem snúið var ofan af hópnum, fólki gefið gott að borða jóraspjall að hætti þingmannsins og spilað billjard. Ógleymanlegri ferð Hrekkjalóma lauk síðan með góðum svefni um borð í Herjólfi og góðri heimkomu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.