Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 64
1 84 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Tveir Norður- landameistarar I DAG VELVAKMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurn til fuglafræðinga ÉG HEFI oft undrast það hvað lítið er talað og ritað um Tjörnina og lífríkið þar, þennan mikla gleðigjafa. Fuglarnir eru auglýsinga- dýr á litríkum póstkortum um fuglalíf í miðborg Reykjavíkur sem ferða- menn og aðrir kaupa. En fuglarnir lifa tvöföldu lífi. Á veturna kúra þessir sömu fuglar kaldir og svangir í vetrarhörkum á ísnum og eru settir á guð og gaddinn. Ég er ein af þeim sem fer eins oft og ég get, núna í vetrarhörkunum, niður að Tjörn til að gefa fuglunum brauð. Það er svo sárt að horfa uppá hvað þeir eru soltnir og illa á sig komnir. Borgaryfirvöld sáu til þess að fuglamir voru fóðraðir en því var hætt fyrir u.þ.b. tveim árum, að ég held. t>að sagði mér maður sem lengi hefur búið við Tjörnina að álfirnar þyrftu miklu meira en nokkra brauðmola. Þetta eru svo stórir fuglar. Flest bakarí eru með samn- inga við bændur, hestaeig- endur eða aðra slíka, sem vilja fá brauð og því fer velflest afgangsbrauð í það. Nú orðið er fátítt að ókeyp- is brauð fáist fyrir fugla. Ér það réttlætanlegt að borgin sé hætt að fóðra dýrin? Það er mikil hátíð hjá okkur núna, árið 2000 gengið í garð, Reykjavík menning- arborg að auki. Það vita all- ir að það er sómi hvers góðs bónda að hirða vel um skepnur sínar. Eigum við að koma þannig fram við fuglana okkar á Tjöminni sem verða að setja allt sitt traust á dýravinina sem sjá aumur á þeim? Og svo bömin sem elska að gefa þessum vinum sínum. Spumingin er bara þessi: Er þessi fóðmn nægjanleg? Hvað segja fugiafræðingar um ástand og ásigkomulag litlu fiðmðu vina okkar á Tjöminni? Herdís Tryggvadóttir. Enn um kattahald VEGNA umræðna um kattahald undanfarið, að kettir veiði sér til matar í görðum, vil ég koma því á framfæri að ég bjó úti á landi þar sem menn fara á skyttirí, þ.e. þeir skjóta fugla til að fá útrás fyrir skotfýsni og skilja svo hræin eftirúti um allt í fjör- unni. Mér finnst ekkert meira að kettirnir veiði sér til matar en fólk sem er að skjóta fugla sér skemmtun- ar. Ef við útrýmum köttun- um fáum við bara rotturnar inn til okkar í staðinn. Þessi veiðiaðferð sem notuð er af borginni finnst mér varða við dýravemdunarlög. Þeir em bara að reyna að afla meindýraeyðum vinnu og tekna fyrir borgina. Elísabet B. Um afnotagjald RÚV MIG langar að koma þvi á framfæri að leggja ætti af- notagjöld af ríkissjónvarp- inu niður. Fyi-st aðrar stöðvar geta komist af á auglýsingum þá ætti ríkis- sjónvarpið að geta það líka. Éf rukka á afnotagjöld þá ættu þeir í staðinn að sleppa þvi að birta auglýs- ingar. En ég mundi vilja leggja rás 1 og 2 og sjón- varpið niður og nota sjón- varpshúsið undir þjóð- minjasafn. Þetta myndi spara gífurlegan kostnað. Ef ég ætti fyrirtæki þá mundi ég frekar auglýsa í dagblöðum og hjá íslenska útvarpsfélaginu. I DV á dögunum var sagt frá því að sjónvarp hafi ver- ið tekið af einstæðri móður vegna skuldar við rúv. og fannst mér það ekki rétt- látt. Áhorfandi. Fátækt og hafragrautur ÉG ER sammála Jóhannesi Þór Guðbjartssyni sem skrifar í Velvakanda 24. febrúar um fátækt á Is- iandi. Fátæktin er orðin mikil hér, það er staðreynd þótt stjómvöld þykist ekki sjá það. Með slíkri fram- komu em þeir sem stjóma hér að niðurlægja það fólk sem við kröppust kjör búa. Það er rétt sem Jóhannes segir, öryrkjar hafa ekki of- an í sig að borða seinni hluta mánaðarins og líka fleiri hópar í samfélaginu sem eins er ástatt með. Fá- tæktin verður mun sýni- legri með hveijum deginum sem líður. Það sagði mér öryrki að sá tími sem hann þyrfti að Hfa á hafragraut í hverjum mánuði væri sífellt að iengjast. Hann sagði að þótt hafragrautur væri góður matur yrði hann máttlaus af svona einhæfu fæði. Ég vil eins og Jóhann- es skora á fólk að láta í sér heyra og mótmæla kröftug- lega. Tökum höndum sam- an öll sem viljum svona óréttlæti burt úr íslensku samfélagi. Munum þetta næst þegar við göngum í kjörklefann. Sigrún. Nýtum í stað þess að eyða FYRIR stuttu var frétt í Morgunblaðinu þess efnis að verið væri eyðileggja 4.000 1 af vodka, sem var smygl sem búið var að gera upptækt. Það hefur nú ekki tíðkast, en þetta er kannski ekki í umbúðum sem seljast ekki. En mætti ekki nota þetta áfengi í veislum ríkis- ins? Það ætti að nýta þetta á einhvem hátt. Mér finnst það ekki standast að eyða opinberum eignum á þenn- an hátt. Ég vil mótmæla því að opinberum eignum sé eytt á þennan hátt. Það tíðkaðist áður að bjór, sem gerður var upptækur, var t.d. seldur í skipin aftur. Það var reynt að nýta allt og koma í verð. Ég veit ekki betur en áfengisverslun hafi á sínum tíma selt það sem barst með þessum hætti. Er þetta kannski ný stefna? Einar Vilhjálmsson. Léleg-ur snjómokstur ÉG bý við Lindargötuna í Reykjavík og finnst mér borgin ekki hreinsa snjó af gangstéttum og götum nógu vel. Þarna býr margt eldra fólk og þótt það vilji bjarga sér sjálft kemst það ekki ferða sinna vegna ófærðar í lengri tíma, það er hrætt við að fara út í hálkuna, hrætt við að detta og brjóta sig og lenda á sjúkrahúsi. Þarna er líka skóH fyrir ung böm sem þurfa að klöngrast yfir þetta daglega. Finnst mér þetta til skammar fyrir borgina, það ætti að hugsa betur um gamla fólkið. Eldri borgari. Rit um kennitölur ÉG VAR að velta því fyrir mér hvort ekki væri rétt að fá Sýslumannafélag Islands eða Hagstofu til að gefa út leiðbeiningar um notkun á kennitölu, þ.e. rit sem al- menningur gæti leitað sér upplýsinga í. Hvar era t.d. kennitölur skipa sem skráð eru erlendis geymdar. Guðmundur Guðmundsson. Þeir sýni björgunar- sveitunum þakklæti ÚTVARPIÐ segir að björgunarsveitarmenn hafi unnið þrekvirki er þeir komu j.500 manns til hjálp- ar á léið heim til sín úr Heklugosferðinni á sunnu- dag og aðfaranótt mánu- dagsins. Þetta fólk stendur eðlilega í mikilli þakkar- skuld við björgunarsveit- irnar. Það ætti skilyrðis- laust að sýna þakklæti sitt í verki og greiða björgunar- sveitunum svo sem 1000- 2000 krónur, hver maður, í viðurkenningar- og þakk- lætisskyni. SV.Þ. Tapað/fundid Rúskinnsskór týndust SVARTIR rúskinnsskór í taupoka týndust úr bíl við Hótel Sögu eða nágrenni sl. miðvikudag. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 552-5524. Svört axlartaska týndist SVÖRT axlartaska merkt ÁRT týndist á Café Thom- son. I töskunni eru erlend skilríki, dagbók og heimilis- föng sem era eiganda mikil- væg. Finnandi stóli tösk- unni á Café Thomsen eða hringi í Tristinu f síma 561- 9105. Dýrahald Köttur í óskilum Gulbröndóttur köttur er í óskilum í Kattholti. Hann fannst á Hagamel. Köttur- inn er nettur, líklega ekki fullvaxinn. Uppl. í síma 861- 4804. Köttur fæst gefins MJÖG fallegur 6 mánaða bröndóttur kisi fæst gefins á gott heimili Hann er kel- inn enda heitir hann Keli. Uppl. í síma 565-5607. Skógarköttur óskast SKÓGARKÖTTUR (má vera blendingur) óskast gefins, helst læða. Upplýs- ingar í síma 567-0267. Víkverji skrifar... SKAK F i n n I a inl NORÐURLANDAMÓTf SKÓLASKÁK 24. feb. - 27. feb. 2000 JÓN Viktor Gunnarsson og Guð- mundur Kjartansson urðu Norður- landameistarar í sínum aldursflokkum á Norð- urlandamótinu í skóla- skák. Mótið var haldið Espo í Finnlandi. Alls tóku níu keppendur þátt í mótinu af Islands hálfu, en keppt var í fimm aldursflokkum. Árangur íslensku keppendanna varð sem hér segir: A-flokkur (f. 1979- 82); 1.-2. Jón Viktor Gunnarsson 5 v. 4.-5. Bergsteinn Emarsson 3V4 v. B-flokkur (f. 1983-4): • * , 12. Stefán Bergsson V2V. C-flokkur(f. 1985-6): 8.-9. Guðjón Heiðar Valgarðsson 214 v. 8.-9. Bjöm ívar Karlsson 2i4 v. D-flokkur(f. 1987-8): 1.-2. Guðmundur Kjartansson 5 v. 1.-2. Dagur Amgrímsson 5 v. E-flokkur (f. 1989 og síðar): 3.-7. Viðar Bemdsen 3 v. 3.-7. AtH Freyr Kristjánsson 3 v. Jón Viktor Gunnarsson varð jafn Finnanum Mika Karttunen að vinn- * ingum, en var hærri á stigum. Árang- ur Islendinganna í D-flokki var sér- lega glæsilegur, en þar börðust þeir Guðmundur Kjartansson og Dagur Amgrímsson um efsta sætið. Báðir era þessir skákmenn afskaplega efni- legir og fór svo að þeir urðu efstir og jafnir með fimm vinninga, en Guð- mundur hlaut titilinn eftir stigaút- reikninga. Árangur í E-flokki var einnig góður, en þar hlaut Viðar Bemdsen bronsverðlaun eftir stiga- útreikninga, en AtH Freyr Kristjáns- son var jafn honum að vinningum. Capelle la Grande Capelie la Grande-skákmótinu í Frakklandi er nú lokið. Alls tóku 643 t1 skákmenn þátt í mótinu frá 50 lönd- um. Þar af vora 105 stórmeistarar og 59 alþjóðlegir meistarar. Stórmeist- aramir Youri Krappa (2.561, Úkra- ína) og Gilberto Milos (2.620, Brasi- lía) sigraðu á mótinu, fengu 714 vinning í m'u umferðum. Hannes Hlíf- ar Stefánsson náði bestum árangri ís- lensku keppendanna, fékk sex vinn- inga. Árangur íslendinganna varð annars sem hér segir: Hannes Hlífar Stefánsson 6 v. (45. sæti) Helgi Ólafsson 514 v. (110. sæti) Þröstur Þórhallsson 514 v. (125. sæti) Stefán Kristjánsson 514 v. (142. sæti) x Ólafur Kjartansson 414 v. (355. sæti) Hlíðar Þór Hreinsson 4 v. (378. sæti) Birkir Öm Hreinsson 214 v. (603. sæti) Guðmundur Daðason sigrar á Skákþingi Akureyrar Guðmundur Daðason sigraði á Skákþingi Akureyrar sem nýlega er lokið. Hann hlaut fimm vinninga í sjö umferðum. Þeir Ólafur Kristjánsson og Jón Björgvinsson urðu jafnir í 2.-3. sæti með 414 vinning. Skúli * Torfason sigraði í B-flokki. Jón Björgvinsson sigraði í hrað- skákmótinu, hlaut 16 vinninga af 19 á sterku móti. Skákfélag Grandrokk færir út kvíarnar Þeir Tómas Bjömsson og Amar E. _ Gunnarsson sigraðu á hraðskákmóti sem Skákfélag Grandrokk hélt á Akranesi laugardaginn 26. febrúar. Mótið var haldið í tilefni af því að Grandrokk hefur opnað nýjan stað á Akranesi. Alls vora 19 keppendur á mótinu. Lengi leit út fyrii- að Sævar Bjamason færi með sigur af hólmi. Hann hafði fullt hús eftir 12 umferðir, en í þeirri 13. gerði hann jafntefli við Tómas Bjömsson og í 14. umferð gerði Kristján Öm EHasson sér Htið fyrir og lagði Sævar. Tómas Bjömsson og Amar Gunn- arsson hlutu 16% vinn- ing, en Tómas, sem tap- aði ekki skák, var úrskurðaður sigurveg- ari á stigum. Röð næstu manna varð sem hér segir: Sævar Bjamason 15, Róbert Harðarson 1314, Davíð Kjartansson og Sigurður Daníelsson 12, Gunnar Magnússon 1114, Jón Hálfdanarson og Magnús Magnússon 10. Aðrir keppendur vora Birgir Bemdsen, Björn Þórðarson, Gunnar Gunnarsson, Hrannar Jónsson, Jó- hann Valdimarsson, Kjartan Guðmundsson, Kristján Ö. Elíasson, Leó Jóhannes- son, Páll Gunnarsson og Páll Kri- stjónsson. Skákstjóri var Hrafn Jök- ulsson. Sævar efstur á meistaramóti Hellis Sævar Bjamason heldur áfram sigurgöngunni á Meistaramóti HeUis og er með fullt hús þegar tvær um- ferðir era til mótsloka. I fimmtu um- ferð lagði hann einn af helstu kepp- inautunum um efsta sætið, Davíð Kjartansson. Staðan á mótinu era þessi: 1. Sævar Bjamason 5 v. 2. -5. Davíð Kjartansson, Pétur AtU Lárasson, Sigurbjöm Bjömsson, Róbert Harðarson 4 v. 6.-13. Jón Ámi Halldórsson, Jónas Jónasson, Jóhann H. Ragnarsson, Vigfús Ó. Vigfússon, Bjöm Þorfinnsson, PáU Sigurðsson, Baldur Möller, Ólafur ísberg Hannesson 3 v. o.s.frv. Sjötta og næstsíðasta umferð var tefld í gærkvöldi, en lokaumferðin verður tefld á miðvikudagskvöld, 1. mars, og hefst klukkan 19:30. Klúbbakeppni Hellis 2000 Skákiðkun íslendinga er síður en svo bundin við opinber skákmót, því mikUl fjöldi skákmanna teflir einung- is í heimahúsum. Fjöldinn allur af óformlegum skákklúbbum er starf- ræktur og menn hittast reglulega yf- ir vetrartímann til að tefla. Klúbbakeppni Hellis var hleypt af stokkunum í þeim tilgangi að gefa þessum klúbbum tækifæri til að eiga saman skemmtUegt kvöld, tefla og ekki síður tU að hittast og ræða málin. Klúbbakeppni Hellis verður nú haldin í fjórða sinn föstudaginn 3. mars klukkan 20. Keppt verður í fjög- urra manna sveitum. Tefldar verða 9 umferðir með 7 mínútna umhugsun- artíma. Klúbbakeppnin var haldin í fyrsta sinn fyrir þremur áram og fór þátt- takan fram úr björtustu vonum, en yfir 20 kiúbbar með yfir 100 manns innanborðs taka að jafnaði þátt í keppninni. Tekið er á móti skráningum í mótið í símum 581 2552 og 861 9416 (Gunn- ar) og 557 7805 (Daði). Einnig er hægt að skrá sig með tölvupósti: hell- ir@simnet.is. Þátttökugjald er kr. 1.000 fyrir hverja sveit. Skákmót á næstunni 3.3. Hellir. Klúbbakeppni 3.3. SA. 7 mínútna mót 4.3. SÍ. íslandsm. bamask.sv. 5.3. SA. 15 mínútnamót 5.3. Síminn-Internet. Mátnet 6.3. Hellir. Atkvöld 7.3. TR. Stofnanir og fyrirt. Daði Örn Jónsson SÍÐUSTU dagar hafa verið við- burðaríkir. Því miður ber þar hæst hörmuleg slys og hrakninga auk Hekiugoss. Válynd veður um helgina settu strik í reikninginn hjá þeim fjöl- mörgu, sem fóra austur fyrir fjaU tU að skoða eldgosið. Víkverji er reynd- ar alveg gáttaður á þessu flani þús- unda manna, þar sem ljóst var að vegna dimmviðris sást ekkert tU fjallsins. Þetta var margsagt í útvarpi og sjónvarpi um helgina auk þess sem Veðurstofan hafði varað við óveðri. Samt æðir fólk, sem ætti þó að þekkja tU íslenzkrar veðráttu, af stað jafnvel á Ula búnum bflum. Umferðin um ÞrengsUn síðdegis á sunnudaginn gekk eðlilega mjög hægt vegna blindu, en það þarf ekki nema einn óþolinmóðan ökuþór til að setja allt á annan endann með framúrakstri við aðstæður sem aUs ekki leyfa sHkt at- hæfi. Það mun að miklu leyti hafa verið ástæðan fyrir því að umferðin stöðvaðist og hundrað bfla sátu föst klukkustundum saman. Víkverji von- ar að hrakfarir fólks um helgina megi landsmönnum að kenningu verða. xxx FYRIR vikið stóðu björgunar- sveitir í mestu björgunaraðgerð- um sögunnar síðan í gosinu á Heima- ey 1973. Björgunarsveitarmenn vinna vissulega gott starf og eiga heiður skilinn fyrir að koma fólkinu tU hjálpar, en þegar svona stendur á fyndist Víkverja ekki úr vegi að senda fólkinu reikninginn. XXX AÐ VAR ekki bara að fólk sat fast í bflum sínum í Þrengslun- um. Margir höfðu þó vit á því að leggja ekki í þau heldur leita sér húsaskjóls austan fjalls og skapaðist hálfgert öngþveiti vegna þess, þar sem erfitt var að veita hundraðum manns húsaskjól og rúm til að hvflast í. Þetta ástand ætti að verða fólki víti tU vamaðar og kannski þyrfti að grípa tU þess fyrr en ella að loka tor- færam leiðum til að koma í veg fyrir vandræði af þessu tagi. xxx Ví KVERJI brá sér til Halifax í lið- inni viku á tflboði sem Flugleiðir birtu á Netinu. Farið kostaði ekki nema 10.700 krónur fram og til baka en aðeins var kostur á því að dvelja eina nótt ytra á þessu verði. Nokkra meira kostaði farið ef ætlunin var að dvelja lengur. Þetta er ótrúlega lágt verð og til samanburðar má benda á að flug fram og til baka mflli Reykja- víkur og Akureyrar kostar rúmlega 12.000 ki'ónur. Þótt dvöHn væri stutt var hún afar ánægjuleg enda Víkverji í góðum félagsskap konu sinnar og naut lystisemda með henni í mat og drykk. Það er alveg óhætt að mæla með ferðum af þessu tagi tU að bijóta upp gráan hversdagsleikann í skammdeginu hér heima. Verðlag í HaHfax er hagstætt og hægt að gista á góðu hóteU og gera vel við sig í mat og drykk án þess að fara á hausinn. Jón Viktor Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.