Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 29. PEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Kvenfélagskonur gáfu kaffið í Þorlákshöfn, Ingveldur Pétursdóttir, Birna Borg Sigurgeirsdóttir, Ardís Jónsdóttir og Ómar Guðbrandsson sem sagði að ekki hefði verið Ieiðinlegt að fá frí í skólanum. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Bergdís Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur stjórnaði aðgerðum. Grimnskólanum breytt í fjölda- hjálparstöð Þorlákshöfn. Morgunblaðid. ÞAÐ gerði skyndilega bálhvassa norðanátt og byl síðdegis á sunnudag og Hellisheiði lokaðist um kl. 15 en Þrengslavegi var haldið opnum. Um kl. 18 hafði safnast saman í Þrengsl- unum þvílíkur urmull bfla í blindhríð að ekki varð við neitt ráðið. Um 1.500 manns urðu að dúsa í bflum sínum í Þrengslunum fram undir morgun. Björgunarsveitir af Suðurlandi og Reykjavikursvæðinu unnu að björg- unarstörfum fram á mánudag og voru þá margir orðnir lúnir og slæpt- ir. Mikill fjöldi fólks var fluttur aust- ur fyrir fjall og fékk gistingu í Þor- lákshöfn, Hveragerði, Selfossi og sumir fóru alla leið upp að Flúðum. Rauði krossinn tók á móti 250 manns í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Bergdís Sigurðardóttir hjúkrunar- fræðingur stjómaði aðgerðum og sagði hún að nóttin væri búin að vera ansi erilsöm en það væri gott að geta orðið þessu hrakta fólki að liði. AJlir hefðu fengið hressingu og þá að- hlynningu sem þurfti, nokkrir þurftu á lyfjum að halda og tókst að útvega þau. Það sem flestir þurftu hvað mest á að halda var að komast á klós; ett eftir langa nótt í bílum sínum. í grunnskólanum gistu um hundi-að manns og gekk vel að útvega dýnur, svefnpoka og teppi þannig að þokka- lega fór um alla. Þeim sem ekki gistu í skólanum var komið fyrir í heima- húsum, því margir Þorlákshafnar- búar komu í skólann og buðu fram gistingu og /eða viðlegubúnað auk þess áttu margir vini eða ættingja á staðnum sem þeir fengu gistingu hjá. „Lengsti sunnudags- bíltúr sem ég hef farið í“ Á HEILSUSTOFNUN NLFÍ gistu vel á annað hundrað manns, sem ekki komust vestur yfír heiði og var aukastarfsfólk kallað út í fyrrinótt til að taka á móti fólkinu. Áð sögn Árna Gunnarssonar, for- sljóra Heilsustofnunarinnar, fór vel um alla og í gærmorgun þegar fréttaritari Ieit inn var megnið af fólkinu í morgunmat og lét vel af sér þrátt fyrir hrakningana. Svavar Jónsson og fjölskylda hans fóru að skoða Heklugosið í fyrradag og átti enginn von á því að bfltúrinn fengi þennan endi. Gisti íjölskyldan á HNLFÍ í nótt og lét vel af ferðinni því þau kom- ust að hraunjaðrinum og voru með mola úr hrauninu í fartesk- inu. Óskar Svavarsson sagði þetta lengsta sunnudagsbíltúr sem hann hefði komist í um ævina. 15 Svíar voru í hóp er einnig var að skoða gosið og dvaldi allur hópurinn á Heilsustofnun. Gunnar Jónsson, kokkur á HNLFÍ og starfsfólk hans lét sig ekki muna um að það þó að hátt á annað hundrað manns hefðu bæst í matinn og þegar fréttaritari yfirgaf Heilsustofnun var verið að leggja drög að hádeg- isverði fyrir allan hópinn. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Svavar Jónsson og synir hans Reynir og Óskar, létu fara vel um sig. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir 15 manna hópur frá Svíþjóð fékk gistingu á Heilsustofnun NLFÍ. Morgunblaðið/Jón Hafsteinn Sigurmundsson Frönsku hjónin Guillet Josette og Richard Beriard og Peter Crums frá Hollandi voru björgun og skjóli fegin. Franskir kennarar í vetrarfríi Þorlákshöfn. Morgunblaðið. MEÐAL þeirra sem gistu í Grunn- skólanum í Þorlákshöfn voru hjón- in Guillet Josette og Richard Ber- yard, kennarar frá Frakklandi. Þau hjónin sem eru í vetrarfríi, leigðu sér bílaleigubíl og skruppu í góða veðrinu á sunnudag upp að Geysi og áttu sér einskis ills von. Þau höfðu ekki hlustað á veðurspá enda ætluðu þau ekki að vera lengi. Guillet sagðist hafa orðið ansi smeyk á fjallinu, ekki vitað hvað um var að vera og óttaðist að bíllinn fyki út fyrir veg, því storm- ur hefði verið fyrir stuttu í Frakk- landi og margir bílar fokið út af og hvolft. Þau hjónin ætluðu að skilja bílinn eftir og fara með áætlunar- bíl til Reykjavíkur og láta bílaleig- una sækja bílinn þegar mokað verður. Með þeim hjónum gisti Hollendingurinn Peter Crums, hann var á ferð á eigin bíl á ónegldum dekkjum og hugðist hann halda á eftir áætlunarbílun- um til Reykjavíkur þegar Hellis- heiði opnaðist. Stórfjölskylda gisti í heimahúsi Þorlákshöfn. Morgunblaðið. SKÓLASTJÓRINN Halldór Sig- urðsson og kona hans Ester Hjartar- dóttir, sem er kennari við Grunnskól- ann í Þorlákshöfn, voru búin að lána frá sér dýnur og sængur þegar hringt var úr skólanum og beðið um gistingu. ,Að sjálfsögðu segir maður já við gamla skólasystur sem á í vanda,“ sagði Ester, „það er alltaf hægt að finna pláss og eitthvað til að liggja við.“ Ester sagði að hjá þeim hefðu gist sjö manns og vel hefði far- ið um alla. Hjónin Þórður Bachmann og Björg Kristófersdóttir frá Borganesi buðu dóttur sinni Önnu Bachmann og foreldrum Bjargar, Kristófer Þor- geirssyni og Óh'nu Gísladóttur, í skoðunarferð að Heklu á sunnudag- inn. Ferðin að Heklu gekk vel, farið var upp frá Næfurholti og var ágætt að keyra þar á góðum jeppa. Þrátt fyrir að skyggni væri ekki allt of gott sáu þau bæði hraunrennsli og gos- bólstra. Upp við Heklurætur hittu þau bræður Bjargar, Gísla og Þor- geir, sem þama voru í sömu erindum. Eins og aðrir ferðalangar sem voru á ferð um sama leyti á Þrengslavegi komust ferðalangamir ekki lengra upp úr kl 18.00 og urðu að láta fyrir berast í bflum sínum uns hjálp barst. Þau sögðu dvölina í bflunum ekki hafa verið svo slæma en erfitt var að Morgunblaðið/Jón Hafsteinn Sigurmundsson Lengst til vinstri er Ester Hjartardóttir, kennari í Þorlákshöfn, sem hýsti sjö ferðalanga. Gísli Kristófersson, Vilhjálmur Óskarsson, Kristófer Þorgeirsson, Ólína Gísladóttir, Björg Kristófersdóttir, Þórður Bachmann, Anna Bachmann og Ingi S. Ólafsson. fara út því veður var alveg vitlaust, en það þurfti að hreinsa úr púströrinu og hreinsa af rúðum. Ferðin til Þor- lákshafnar var sögu- leg, íyrsti kaflinn var í litlum snjóbfl frá Björgunarsveit- inni í Mosfellsbæ, sem ekki er ætlaður fyrir nema tvo far- þega. Þrátt fyri það tróðu þau sér sjö í snjóbílinn. Annar áfangi var í Econol- ine frá Björgunar- sveitinni í Garðabæ og síðasti áfanginn var í áætlunarbfl. Komið var í Grunn- skólann í Þorláks- höfn um kl. 3.00 þar sem hópurinn fékk góðar móttökur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.