Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Voru kát við heimkomuna Morgunblaðið/Jón Svavarsson Krakkarnir úr sunddeild Ármanns voru fegnir við komuna til Reykjavíkur í gærmorgun. Gréta Lind Sigurðardðttir, til vinstri, einn af fararstjórunum, heilsar Berglindi Jó- hannsdóttur sem heldur utan um son sinn Jóhann Árnason. ÞAÐ urðu fagnaðarfundir við Ársel í Árbæ þegar lang- ferðabíll með 36 bömum úr sunddeild Ármanns kom á áfangastað eftir að hafa verið fastur í Þrengslunum síðan í fyrradag. Bömin eru á aldrin- um 7-18 ára og þrátt fyrir langa ferð vora þau mjög kát við heimkomuna og sögðu sum að það hefði verið „ýkt gaman“ í ferðinni. Börnin vora á leið frá Laugarvatni og lögðu af stað um hádegi á sunnudag. Lang- ferðabíllinn komst hvorki lönd né strönd eftir að hann var kominn á Þrengslaveg og börnin þurftu ásamt fylgdar- mönnum að híma í rútunni þangað til klukkan sex í morgun en þá kom snjóbíll frá björgunarsveit og sótti þau. Sunna Eva Vignisdóttir sagði að þau hefðu verið orðin hálfþreytt á biðinni en þau hefðu stytt sér stundir með því að syngja og fara í leiki. Hún segir að snjóbíll björg- unarmanna hafi oft keyrt fram hjá þeim án þess að bjóða þeim hjálp sína og þau hafi „alveg verið að trompast“ yfir því. Ekki tóku allir þátt í söng og leik í rútunni til þess að láta tímann fljúga. Snorri Jónsson tók það rólega og las blað um ævintýri Andrésar Andar og reyndi þess á milli að sofna. Það gekk víst illa út af söng hinna barnanna. Gréta Lind Sigurðardóttir var einn af fararstjóranum. Hún segir að yngri bömin hafi verið viðráðanlegri en þau eldri. Unglingamir í hópnum spurðu í belg og biðu hvenær þeir kæmust eigin- lega í bæinn. En þrátt fyrir það hafi öll börnin staðið sig eins og hetjur. Nóg var að borða í langferðabílnum og Mirra Sjöfn Jónasdóttir og Tinna Þórisdóttir voru sælar með að vera komnar í bæinn eftir langa og stranga ferð. Krakkar úr sunddeild Ármanns komu til Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan níu í gærmorgun eftir að hafa verið á leiðinni frá Laugarvatni síðan um kl. 14 á sunnudaginn. Þeir voru brosmildir og frelsinu fegnir við komuna. Kristján Oddur heilsar hér föður sinum Páli Bjömssyni. hún segir að eina raunveru- lega vandamálið hafi verið sa- lernismál. Lausn fannst þó á því vandamáli í formi rauðrar plastfötu. Foreldrar, sem mættir vora við Ársel til að taka á móti börnum sínum og blaða- maður Morgunblaðsins tók tali, sögðust hafa verið í góðu sambandi við bömin meðan þau vora föst á Þrengslavegi og hefðu því ekki óttast um þau. Þó hafi verið erfitt að sætta sig við hversu lengi þurfti að bíða eftir að björg- unarmenn náðu í þau. En það væri skiljanlegt í ljósi þess að neyðin var meiri hjá öðrum ferðalöngum þar sem börnin höfðu nóg að bíta og brenna, vora við góða heilsu og höfðu hita. Morgunblaðið/Golli Björgunarsveitarmennimir Magnús Þór Karlsson og Þráinn Þórisson slaka á og fá sér kaffi í Litlu kaffistofunni: Ekki í fyrsta skipti sem maður tekur svona töm. „Þetta veður tekur sinn toll“ Sandskeið NOKKRIR menn úr Flug- björgunarsveitinni í Reykjavík sátu við kaffidr- ykkju inni á Litlu kaffistof- unni, nýbúnir að fá skila- boð um að þeirra starfi væri lokið í bili, en menn- irnir höfðu alla nóttina leitað að þremur vélsleða- mönnum, sem fyrr um morguninn höfðu komið f leitirnar. Björgunarsveitarmenn- irnir Magnús Þór Karlsson og Þráinn Þórisson sögð- ust hafa fengið upp- lýsingar um að mennirnir væm á svæðinu vestan megin við Hengilinn og því hefðu þeir fyrst og fremst leitað þar. Síðar hefði hins vegar komið í Ijós að þeir hefðu farið suður, í átt að Geitafelli. „Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem maður tekur svona töm, en þetta tekur samt á og maður er nokkuð þreyttur - þetta veður tekur sinn toll," sagði Þráinn. „Það var mjög seinfarið og blint á köflum þar sem við vomm að leita og Dyradalurinn var allur í blindu kófi. Það hefur verið yfir metri af púðursnjó þar sem við vomm og beltabfllinn okk- ar átti meira að segja í erfiðleikum." Þeir Magnús Þór og Þráinn sögðu að Litla kaffistofan væri eina veit- ingasalan í Qalllendi á fsl- andi og sögðust þeir nokkmm sinnum áður hafa verið við leit á svæð- inu við hana. „Þetta er mjög vinsæll staður hjá ferðafólki,“ sagði Magnús Þór. „Hingað kemur mikið af fólki með vélsleðana sína og hér er allt yfirfullt af vélsleðafólki á góðvið- risdögum." Skipulagsleysi í Þrengslunum Um björgunaraðgerðina í heild sagði Magnús: „Þetta er búin að vera helj- arinnar aðgerð héma, enda búið að ferja um 1.500 manns í bæinn. Upp- hafið af þessu ástandi má rekja til þess fólk fór að skoða Heklu. Það var talað frjálslega um gott færi inn að Dómadal og þá ríkti skipulagsleysi í Þrengslun- um. Það var ekki virk að- gerð til að hjálpa bflunum og því varð algjör ringul- reið. Það vora fyrst og fremst bflar sem áttu ekk- ert erindi á staðinn, eins og t.d. gripaflutningabflar og bflar með háar kermr sem ollu seinkuninni í byrjun." 120 manns dvöldu í Litlu kaffístofunni í óveðrinu Stanslaus pylsu- og súpusala Sandskeid Morgunblaðið/Golli Guðmundur Stefánsson, starfsmaður Litlu kaffistofunnar, sagði að nóg hefði verið að gera í alla fyrrinótt, enda hefðu um 120 manns verið í kaffistofunni, en sæti era fyrir 50. LITLA kaffistofan í Svína- hrauni er ekki bara bensín- stöð og sjoppa, heldur mikil- vægur áningarstaður á leið manna yfir Hellisheiði, en menn hafa oftar en ekki leitað þangað í skjól þegar vonsku- veður hafa geisað á heiðinni. Á sunnudaginn vora aðstæður einmitt þannig og aðfaranótt mánudags dvöldu um 120 manns í kaffistofunni, en hún tekur um 50 manns í sæti, þannig að bekkurinn hefur verið þétt setinn. „Það er búið að margsanna sig að Litla kaffistofan er ekki síst mikilvægt öryggistæki á vetuma, því húner byggð á stað sem er algjört veðravíti," sagði Guðmundur Stefánsson, starfsmaður Litlu kaffistof- unnar. „Héma var fólk í alla nótt, bæði björgunarsveitar- menn og ferðafólk, og það var stanslaus pylsu- og súpusala alla nóttina, en við höfum allt- af passað okkur á því að eiga nóg til að borða.“ Fóru heim að sofa eftir 28 tíma vakt Þegar blaðamaður og Ijós- myndari Morgunblaðsins kíktu inn í kaffistofuna, rétt fyrir hádegi í gær, sátu þar björgunarsveitarmenn og drakku kaffi, en þeir höfðu verið við vinnu alla nóttina við að leita að þremur vélsleða- mönnum sem komið höfðu í leitimar upp úr klukkan m'u. Bak við búðarborðið stóð Guð- mundur, en hann var tiltölu- lega nýkominn á vaktina, en þeir starfsmenn sem höfðu verið á vakt í óveðrinu vora allir famir heim að sofa, enda búnir að standa í 28 tíma og þjóna þreyttum gestum. Guðmundur sagði að stað- urinn hefði byrjað að fyllast upp úr klukkan fimm í fyrra- dag og síðustu gestimir hefðu farið í bæinn upp úr klukkan níu í gærmorgun. „Það hefur aldrei verið jafn- margt fólk héma, en þetta var samt ekki versta veðrið, sem við höfðum séð, en það var án efa föstudaginn 11. febrúar síðastliðinn og þar sannaðist máltækið „sjaldan er gíll íyrir góðu nema úlfur á eftir renni,“ sagði Guðmundur. „Ég bý í Grafarvoginum og þennan dag horfði ég í austur á sólina í skýjamyndunum og sá sól og gíl, en úlfurinn var hvergi og því var ég viss um að vonsku- veður myndi geisa og það varð raunin.“ Fyrirbærið sem Guðmund- ur vísaði til lýsir sér þannig að rosabaugur myndast um sólu og báðum megin við sólina myndast Ijósir dílar eða svo- kallaðar aukasólir, sem áður vora kallaðar gíll og úlfur. Áð- ur spáðu menn í veðrið út frá þessum náttúrufyrirbæum og var sagt að ef úlfinn vantaði myndi gera vont veður. „Þessi vetur er reyndar búinn að vera mjög óvenjuleg- ur - hann hefur verið miklu kraftmeiri en við höfum þekkt áður. Það hefur að vísu alltaf komið a.m.k. einn stór hvellur á hverju ári, en í vetur hafa þeir verið nokkrir.“ Guðmundur sagði að rekst- ur Litlu kaffistofunnar gengi bara vel, enda væri opið alla daga ársins, nema jóladag og nýársdag. „Litla kaffistofan hefur ver- ið hérna á þessu svæði frá ár- inu 1960, en þetta hús hefur öragglega verið héma frá því 1970,“ sagði Guðmundur, en frá árinu 1993 hefur fjölskylda hans rekið Kaffistofuna fyrir Olís. „Fólk kemur hérna og bíður eftir veðrinu, athugar hvort það eigi að halda áfram og því kemur það alltaf fyrir að hér dvelji fólk, sem leggur ekki í að halda ferðalagi sínu áfram. Síðan höfum náttúr- lega líka ákveðna fastagesti, en það er fólk, sem býr fyrir austan en vinnur í bænum og stoppar hérna á morgnana til að fá sér kaffi, taka bensín og lesa blöðin. Einnig er ákveð- inn kjami, sem stoppar héma sem býr í bænum og vinnur fyrir austan.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.