Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 1 3 FRÉTTIR Framkvæmdir í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli Isafjarðardjúp Fimm tilboð bárust Héldu til í jeppanum FIMM tilboð bárust í fram- kvæmdir í flugstöðinni á Akureyr- arflugvelli en tilboðin voru opnuð fyrir helgi. Aðeins tvö tilboðanna eru undir kostnaðaráætlun en lægsta tilboðið átti MP Verk og Vík ehf. Fyrirtækið bauðst til að vinna verkið fyrir rúmar 36,6 milljónir króna, sem er um 88% af kostnaðaráætlun verkkaupa. Kostnaðaráætlunin hljóðar upp á 41,4 milljónir króna. Trétak ehf. bauð um 40,8 millj- ónir króna í verkið eða 98,5%, Tréverk ehf. bauð um 44,8 millj- ónir króna, eða um 108%, SJS verktakar ehf. buðu um 45,6 millj- ónir króna eða um 110% og Tré- borg ehf. bauð um 49,7 milljónir króna eða um 120% af kostnaðar- áætlun. Fyrirhugaðar framkvæmdir lúta að endurbótum á miðhluta flugstöðvarinnar, þ.e. brottfarar- sal og veitingaaðstöðu, til sam- ræmis við það sem búið er að gera í norðurenda og nýbyggingu að sunnan. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir í mars og ljúka þeim í sumar en einnig hefur komið til tals að framkvæmdir hefjist ekki fyrr en í haust. Fimm í flugstöðina, eitt í sundlaugina Athygli vekur að á sama tíma og fimm tilboð berast í framkvæmdir í flugstöðinni, barst aðeins eitt til- boð í framkvæmdir í Sundlaug Ak- ureyrar og var það nokkuð yfir kostnaðaráætlun, eins og fram kom í Morgunblaðinu í síðustu viku. Einar Jóhannsson á bygg- ingadeild Akureyrar taldi ástæðu þess vera þenslu á vinnumarkaðn- um í bænum og einnig knappan framkvæmdatíma. Kostnaðaráætl- un fyrir Sundlaugina hljóðaði upp á 63,6 milljónir króna en tilboðið, sem kom frá Tréverki ehf., hljóð- aði upp á rúmar 69 milljónir króna eða um 109% af kostnaðaráætlun. BJÖRGUNARSVEITARMENN frá Hólmavík hófu á sunnudag leit að manni og konu á litlum jeppa í Isafjarðardjúpi. Aðfaranótt mánudags komu þeir að bílnum og komu þeir ásamt fólkinu til byggða klukkan 5 að morgni mánudags. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík hafði fólkið lagt upp á sunnudag og ætlað yfir Stein- grímsfjarðarheiði en ákvað að halda til í bflnum og leggja ekki í heiðina enda vitlaust veður á þessum slóðum. Ekkert amaði að fólkinu þegar að var komið. Patreksfjörður, Bolungarvík, ísafjörður og Siglufjörður Hús rýmd vegna hættu á snjöflöðum VEÐURSTOFA íslands ákvað, að höfðu sam- ráði við sýslumenn viðkomandi staða og al- mannavarnanefndir, að rýma hús í Bolungarvík, ísafirði og Siglufirði, í fyrrakvöld vegna hættu á snjóflóðum og sömuleiðis var ákveðið í gær- morgun að rýma hús á Patreksfirði. Rýming á Siglufirði var hins vegar afturkölluð undir kvöld í gær en það sama var ekki hægt að gera fyrir staðina á Vestfjörðum. 147 yfirgáfu heimili sín Á Patreksfirði er um að ræða 14 hús og 48 íbúa við Urðargötu, Mýrar og Hóla, samkvæmt upplýsingum Almannavarna ríkisins. í Bolungarvík var ákveðið að rýma tvö svæði á sunnudag undir Traðarhyrnu, eða sex hús með 24 íbúum, en á Isafirði var eitt hús rýmt þar sem tveir búa. Á Siglufirði voru 22 hús rýmd á þremur svæðum þar sem búa 73 en eins og fyrr sagði gat fólkið snúið til síns heima í gærkvöldi. Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Renault Clio kostar frá 1.188.000 kr. Hvernig væri að fá sér stærri bíl á frábærum kjörum. Það er ekki mikið að borga 13.865 kr. á mánuði fyrir jafn góðan bíl* (Meðalgreiðsla á mánuði með vöxtum og áföllnum kostnaði m.v. 84 mán. bflalán og 284.500 kr. útborgun (t.d. bfllinn þinn)). Komdu og prófaðu Renault Clio á betri kjönun. RENAULT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.