Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 52
Jj2 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ
. Ungu knaparnir
vekja athygli
Þrátt fyrir tvísýnt veðurútlit lögðu veður-
guðirnir blessun sína yfír hestamót helgar-
innar sem voru fjögur eftir því sem næst
^■verður komist. Valdimar Kristinsson fylgd-
ist með móti Harðar á Varmárbökkum
og ræddi við menn um gang mála á
hinum þremur mótunum.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Gylfi Freyr f<5r mikinn á yfirferðinni í karlaflokki hjá Herði sem dugði
honum í annað sætið. Hann keppti á Stormsson frá Skíðbakka.
------------;------------------------------------------------^ --------rrr,—™
Daði Erlingsson reið Nökkva sínum af miklu öryggi í unglingafiokki
sem dugði honum til sigurs á móti Harðar á Varmárbökkum.
Sigurður Sigurðarson t.v. var öruggur sigurvegari á Isold frá Gunnars-
holti. Hér sækir hann að Brynjari Gunnlaugssyni á Létti frá Krossamýri.
FÁKUR hélt mót á laugardag með
tötlkeppni og 100 metra fljúgandi
skeiði í frábæru veðri, logni og eins
stigs hita. Þátttaka var geysigóð og
mikið af góðum hrossum í keppninni.
26 konur voru með í kvennaflokki en
aðeins sjö mættu tíl leiks í atvinnu-
mannaflokk.
Allt er „sextugum" fært
Líklegur aldursforseti mótsins
Ragnar Tómasson, sem er 61 árs,
gerði sér lítíð fyrir og sigraði í karla-
flokki á Dögg frá Reykjavík sem sýnir
vel að aldur í hestamennskunni er
mjög afstætt hugtak og hjá Herði
sem hélt sitt árlega árshátíðarmót á
laugardeginum mættí enn og aftur til
leiks í skeiðið. Kristján Þorgeirsson
best þekktur sem Stjáni póstur varð
þar í þriðja sæti en hann er kominn á
níræðisaldur kappinn sá. í atvinnu-
mannaflokki sigraði Vignir Jónasson
^ÉÍiryssunni Lilju frá Litla-Kambi. At-
hygli vakti að af þeim fimm hrossum
sem voru í verðlaunasætí í kvenna-
flokki voru fjögur undan Orra frá
Þúfu. í karlaflokki tóku þátt 22 kepp-
endur, í bamaflokki 10, unglinga:
flokki 8 og 12 í ungmennflokki. í
skeiðinu voru keppendur 13 talsins.
Dómarar voru hinir kunnu tamninga-
menn Ólafur Ásgeirsson og Steing-
rímur Sigurðsson.
Sú hefð hefur skapast hjá Herði í
Kjósarsýslu að halda fyrsta mót árs-
ins sama dag og þeir halda árshátíð
félagsins. Nú stóð mikið tíl því haldið
var upp á hálfrar aldar afmæli félags-
ins á laugardagskvöldið þar sem stór-
hestamaðurinn mikli frá Stóra-Aðal-
. florcri í Borgafirði Flosi Ólafsson sá
um samkomustjóm eins og honum er
einum lagið. Bmgðu Harðarmenn á
það ráð að hafa fá skemmtíatriði en
láta Flosa um að flytja ýmiskonar
skýrslur og annála um afrek félags-
manna á undangengnum ámm og
nokkrar skiýtlur inn á milli. Var gerð-
ur góður rómur að málflutningi Flosa.
En á mótinu fyrr um daginn kom
fram mikill floti knapa og hesta og var
hestakosturinn góður að vanda. Áttí
það ekki síður við um yngri flokkana
en krakkamir vora mjög vel ríðandi
eins og reyndar var einnig og ekki síð-
ur hjá Fáki og Mána að sögn. Það
virðist vera gegnumgangandi áber-
andi á þeim mótum sem haldin hafa
verið það sem af er vetri að unga fólk-
ið er vel ríðandi. Er ekki ósennilegt að
hér sé að koma fram árangur af góðu
æskulýðsstarfi sem átt hefur sér skjól
í þeim fjölmörgu reiðskemmum sem
byggðar hafa verið vítt og breitt um
landið.
fsold eftirtektarverð
Sigurður Sigurðarson mættí til
leiks austan úr Rangárvallasýslu með
glæsihryssuna Isold frá Gunnarsholtí
og sigraði að margra mati ömgglega í
kariaflokki. I kvennaflokki var það
Barbara Meyer sem bar sigur úr být-
um á hryssunni Glóð frá Hömluholti
sem eiginmaður hennar Sævar Har-
aldsson hefur verið að gera það gott á
í tölti á undafomum ámm. Sonur
þeirra hjóna, Sebastian, steig sín
fyrstu spor í keppni í pollaflokki og
sigraði sá stuttí á Flóka en Sævar
varð í þriðja sæti í karlaflokki á Tý frá
Flagbjamaholti.
En það er önnur hefð sem einnig
hefur skapast hjá Herði sem gjarnan
mætti missa sig. Er þar átt við þann
ósið að flytja alla verðlaunaafhend-
ingu inn í félagsheimilið að aflokinni
keppni. Undirrót þessa fyrirkomu-
lags er viðskiptalegs eðlis og fyrir
bragðið verður keppnin kollhúfuleg
og endaslepp. Þegar gott er veður og
góð stemmning er verðlaunaafhend-
ing og breiðfylkingarheiðurshringur
hápunktur á spennandi keppni góðra
hesta og knapa. Það hlýtur að vera
hægt að örva viðskiptin í veitingasöl-
unni með einhverjum öðmm hætti en
að hálfeyðileggja mótsbraginn.
Konurnar i Mána
vildu kvennaflokk
Hjá Mána var þátttakan í dræmari
kantinum aðeins tólf í opnum flokki.
Konurnar kvörtuðu yfir að ekki skyldi
vera sérstakur kvennaflokkur eins og
var hjá Fáki og Herði og sagði Atli
Geir Jónsson hjá Mána að úr því yrði
bætt á árshátíðarmótinu sem verður
haldið 18. mars. Um dómstörfin sáu
feðgamir Sveinn Jónsson og Jón Páll
Sveinsson og sagði Sveinn hestkost-
inn góðan þar syðra. Sérstaklega
hefðu bömin vakið athygli sína og
sagði Sveinn að sigurvegarinn þar,
Camilla Sigurðardóttir, sem keppti á
Glampa frá Fjalli, hefði hæglega get-
að verið í öðm og jafhvel í fyrsta sætí í
opnum flokki, svo góð hefðu þau ver-
ið. í hestaþættí fyrir viku kom fram
að dagsetningar móta hjá Mána vant-
aði í mótaskrána. íþróttamót félags-
ins verður 19.-20. maí, úrtaka fyrir
landsmót 1. júní og gæðingmótið 9-
lO.júní.
Stórmót á Vesturlandi
á næsta ári
Fyfirhugað var að Faxi í Borgarfirði
héldi mót á sunnudag á Valshamra-
vatni en þar sem mikill krapi var á ísn-
um reyndist það ekki hægt en þess í
stað var völlurinn á Hvanneyri mddur
og vatni sprautað á hann og hann gerð-
ur nothæfur til keppni. Formaður
Faxa, Baldur Bjömsson, sagði að þátt-
takan hefði verið heldur léleg. Veður-
útJitið var heldur slæmt um morguninn
og taldi hann að það hefði sjálfsagt
dregið úr mönnum að mæta. Eigi að
síður hefðu þeir einu sem kepptu í
bamaflokki ekki látíð sig muna um að
koma sunnan úr Kjós. I samtalinu við
Baldur kom fram að öll félög í fjórðung-
num virtust nú sammála um að halda
bæri stórmót í fjórðungnum á næsta
ári hvort sem það yrði kallað fjórðung-
smót eða eitthvað annað. Það væri eig-
inlega lífsspursmál fyrir fjórðunginn að
halda slík mót öðm hvom ef þeir ætl-
uðu hreinlega ekki að missa endanlega
af lestinni í bæði ræktun og reið-
mennsku. í umræðunni um stórmót á
Vesturlandi em þrír mótsstaðir inni í
myndinni, í fyrsta lagi Kaldármelar
sem hafa til þessa gegnt hlutverkinu
síðan 1980. Þá em bæði Vindás við
Borgames og Æðaroddi við Akranes
sterklega inni í myndinni en mörgum
vex í augum að setja fjármuni í Kaldár-
mela sem nýtast mjög illa samaborið
við hina tvo staðina.
Um næstu helgi em tvö mót eða
viðburðir samkvæmt mótaskrá LH.
Geysir verður með annað mót sitt í
þriggja móta stígakeppni á laugardag
og á sunnudag verður í reiðhöllinni í
Víðidal samkoma sem ber heitið Æsk-
an og hesturinn. Er hér um að ræða
árlegan æskulýðsdag hestamannafé-
laganna á suðvesturhominu. Þá verð-
ur hin árlega töltkeppni hjá Benedikt
Þorbjömssyni á Stað í Borgarfirði
haldin á laugardag. En úrslit á mótum
helgarinnar verða sem hér segir:
Árshátíðarmót
Harðar
Pollaflokkur
1. Sebastian Sævarsson á Flóka
2. Leó Hauksson á Þrótti frá Borgarhóli
3. Guðbjðm Pálsson á Ömu frá
Syðra-Skörðugili
4. Geir U. Skaftason á Rauðku frá Austvað-
sholti
5. Guðmundur K. Pálsson á Gleypni frá
Syðra-Skörðugili
Bamaflokkur
1. Hreiðar Hauksson á Perlu frá Eyjólfsstöð-
um
2. Linda R. Pétursdóttir á Fasa frá Nýjabæ
3. Jóhanna Jónsdóttir á Kulda
4. Viðar Hauksson á Klakki frá Laxámesi
5. Þorvaldur Hauksson á Drífu frá Grimsstöð-
um
Unglingaflokkur
1. Daði Erlingsson á Nökkva frá Sauðárkróki
2. Ragnhildur Haraldsdóttir á Glímu frá Ár-
bakka
3. íris F. Eggertsdóttir á Létti frá Öxl
4. Kristján Magnússon á Hlyni frá Leysingja-
stöðum
5. Elín G. Einarsdóttir á Fleyg frá Enni
Ungmennaflokkur
1. Magnea R. Axelsdóttir á Vafa frá Mosfells-
bæ
2. Hrafnhildur Jóhannesdóttir á Saffron frá
Laxámesi
3. Birta Júlíusdóttir á Strák
4. Edda Unnsteinsdóttir á Kveikju frá Litla-
Dal
Kvennaflokkur
1. Barbara Meyer á Glóð frá Hömluholti
2. Guðrún R. Kristinsdóttir á Rimmu frá Ytri-
Bægisá
3. Brynhildur Þorkelsdóttir á Álmi frá Reyn-
isvatni
4. Bryndís Jónsdóttir á Blesa frá Skriðulandi
5. Birgitta Magnúsdóttir á Hjörvari frá Ár-
gerði
s
ÁÐUR EN LANGT UM LÍÐUR GETUR ÞÚ NÁÐ
H R