Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 76
JRffgtmliIfifetfe Texas Instruments MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Kristinn Fjöldi fóiks mætti með skóflur og vann við að losa bíla í Þrengslunum í gærkvöldi. Vegagerðin hreinsaði veginn jafnóðum og bílarnir hurfu á braut. 1.500 manns sátu fastir í bflum næturlangt í Þrengslunum Islandsflug hættir sam- keppni í inn- anlandsflugi FLUGFÉLAG íslands mun leigja tvær flugvélar íslandsflugs frá og með 1. apríl næstkomandi og mun íslandsflug hætta áætlunarflugi til Akureyrar, Egiisstaða og Vest- mannaeyja frá þeim tíma. Þar með fellur niður samkeppni í áætlunar- flugi innanlands eftir að hafa staðið í tæp þrjú ár. 1. júlí 1997 var farþegaflug gefíð fijálst á öllum helstu flugleiðum inn- anlands og lækkaði verð á flugmið- um umtalsvert í kjölfarið. Að sögn Ómar Benediktssonar, framkvæmdastjóra íslandsflugs, verður 32 af 160 starfsmönnum Is- landsflugs sagt upp í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og í Vest- mannaeyjum, aðallega starfsfólki í afgreiðslu og þjónustu við áætlunar- flugið. Ekki kemur til uppsagna áhafna flugvélanna þar sem vélamar eru leigðar samkvæmt svonefndri blautleigu sem þýðir að íslandsflug mun áfram annast rekstur og við- hald þeirra auk þess sem áhöfn fylg- ir með. Jón Karl Helgason, framkvæmda- stjóri Flugfélags íslands, segir að ekki verði um að ræða breytingar á fargjöldum innanlands til skemmri tíma litið en einhverjar breytingar verði á ferðatíðni til áfangastaðanna þriggja sem um ræðir. ■ Samkeppni/12 Skjótt brugðist við tilmæl- um um að sækja bílana BILEIGENDUR brugðust skjótt við tilmælum lögreglu og Vega- gerðarinnar, síðdegis í gær, um að sækja bíla sína í Þrengslunum. Um kvöldmatarleytið var stanslaus straumur bíla til höfuðborgarinnar, sem losaðir höfðu verið. Síðdegis á sunnudag brast á hið versta veður í Þrengslunum með þeim afleiðingum að bílar festust þar hundruðum saman. Er talið að um 1.500 manns hafi setið fastir í bílum í allt að 14 klukkustundir á meðan beðið var aðstoðar björgun- armanna. Unnið báðum megin frá * Að sögn Þorsteins Hoffritz, lög- reglumanns frá Selfossi, sem var að líta eftir í Þrengslunum, „fluggekk“ að losa bílana í gær og sagði hann að tilkynningin til bíleigenda hefði vart verið send út þegar þeir fyrstu mættu á staðinn. Fjöldi fólks, vopnaður skóflum, startköplum og dráttartógum var í norðannepju og skafrenningi að gangsetja og losa farartæki sín. Hreinsa þurfti snjó úr vélarhúsum fjölda bíla og margir voru raf- magnslausir. Nokkrir bílar voru með dældir að framan, líklega eftir aftanákeyrslur í sortanum. Utan vegar óku jeppar á stórum hjól- börðum og drógu sumir á eftir sér bíla sem síður voru búnir til akst- urs í snjó. Snjóruðningstæki Vegagerðar- innar voru bæði austan megin og vestan í Þrengslunum og ruddu veginn jafnóðum og bílarnir losn- uðu úr viðjum skaflanna. Þar var einnig dráttarbíll sem dró kyrr- stæða bfla úr veginum. Að sögn iBook-alvöru fartölvafcáApple 149.900 kr. stgr. Bjama Stefánssonar, rekstrar- stjóra hjá Vegagerðinni, var opnuð leið í gegnum Þrengslin í gærkvöld. Vegurinn var þó lokaður fyrir al- mennri umferð og gæti verið lokað- ur fram eftir morgni vegna vinnu við hreinsun leiðarinnar. Lokunin náði ekki til þeirra sem voru að sækja bfla sína. Aldrei Ient í öðru eins óveðri Haraldur Logason, frá Selfossi, var búinn að losa sinn bíl og var önnum kafínn við að moka harð- fenni undan bfl, sem stóð í veginum. Hann sagðist hafa ekið nær dag- lega milli Selfoss og Reykjavíkur undanfarin 25 ár, oftast yfír Hellis- heiði, en stundum um Þrengslin. Hann sagðist aldrei hafa lent í jafn- slæmu veðri og því sem geisaði að- faranótt mánudags. Rúðuþurrkurn- ar hættu að vinna og safnaðist 5 cm þykk klakabrynja á gluggann. ■ Óveðrið/12/20/22-24 Banaslys í Súðavík BANASLYS varð í Súðavík í gær þegar karlmaður á sextugsaldri lenti undir vélsleða fyrir ofan gömlu byggðina. Svo virðist sem maðurinn hafi ekið vélsleða sínum fram af um þriggja metra hárri hengju með fyrrgreind- um afleiðingum. Talið er að hann hafí verið látinn þegar að var komið, að sögn lögreglunnar á Isafírði. Vegfarandi tilkynnti lögi-eglunni um slysið kl. 17.38 en ekki er vitað með vissu hve löngu áður það hafði orðið. Lögreglan fór á slysstað með björgunarbáti frá ísafirði þar sem vegurinn til Súðavíkur var ófær. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. Louisa Matthíasdóttir látin LOUISA Matthíasdótt- ir listmálari lést á sjúkrahúsi í New York sl. föstudag, 83 ára að aldri. Louisa fæddist í Reykjavík 20. febrúar árið 1917, dóttir hjón- anna Matthíasar Ein- arssonar yfirlæknis og Ellenar Johannessen. Sautján ára hélt Louisa til Kaupmannahafnar og stundaði þar nám í auglýsingateiknun og listhönnun í þijú ár. Sumarið 1938 hélt hún til Parísar og stundaði þar nám hjá Marcel Gromaire um veturinn. Louisa hélt til New York síðla árs 1942 til áframhaldandi náms í myndlist hjá Hans Hofmann, en hann var þekktur málari og Morgunblaðið/Einar Falur kennari í Greenwich Village. Louisa giftist árið 1944 bandaríska list- málaranum Leland Bell og áttu þau fast heimili í New York. Líf þeirra og starf var alla tíð sam- tvinnað. Leland lést ár- ið 1991. Louisa var meðal virtustu málara vestan- hafs. Hún hélt sína fyrstu einkasýningu í Jane Street Gallery árið 1948 og árið 1958 í Tanager Gallery, auk þess sem hún tók þátt í fjölda samsýninga. Árið 1993 efndu Kjarvalsstaðir til sýningar á verk- um Louisu og hún var einnig meðal 28 íslenskra listamanna sem áttu verk á sýningunni Islensk málverk á 20. öld í Hong Kong og síðar í Pek- ing árið 1998. Hún átti einnig verk á sýningu tólf kvenna í Norræna hús- inu árið 1998 og það sama ár var fyrsta sýning á pastelmyndum hennar í Hafnarborg í Hafnarfirði. í september 1996 var Louisa sæmd menningarverðlaunum The Ameriean-Scandinavian Foundation fyrir árið 1996. Árið 1998 var hún kjörin í Bandarísku lista- og bók- menntaakademíuna. í akademíuna eru einungis valdir fremstu lista- menn Bandaríkjanna og hefur eng- inn annar íslenskur myndlistarmað- ur hlotið slíka sæmd. Louisa var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1988. Dóttir Louisu og Leland Bell er Emma Bell, listmálari og húsfreyja í Bandaríkjunum. ■ Louisa/34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.