Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Mjög mikill erill hjá lögreglu og björgunarsveitarmönnum í stórhríðinni
Morgunblaðið/Kristján
Veðurklúbburinn
á Dalbæ í
Dalvíkurbyggð
Spáðu
eldgosi
FÉLAGAR í Veðurklúbbnum á Dal-
bæ í Dalvíkurbyggð spáðu eldgosi
nokkrum sinnum fyrir áramót og
voru veðurklúbbsfélagar vissir um
að til tiðinda gæti dregið á því sviði
innan tíðar.
„Við spáðum ekki beint Heklu-
gosi, en eitthvað sáum við, áttum
von á að einhvers staðar myndi fara
að gjósa,“ sagði Ólafur Tryggva-
son, einn veðurklúbbsfélaga á Dal-
bæ. Veðurklúbburinn sendir frá sér
veðurspá fyrir einn mánuð í senn
og síðasta haust var tvívegis spáð
eldgosi. „Við þóttumst nokkuð viss
um að einhvers staðar færi að
gjósa, en hættum að geta þess í
spám því fólki var svo illa við það,
það höfðu margir samband, bæði
heimamenn og fólk sem hringdi og
vildi ekki sjá svona í veðurspám frá
okkur. Við vorum beðin að hætta
þessu,“ sagði Ólafur.
Spá félaganna í Veðurklúbbnum
hefur nú gengið eftir, „þetta gat
ekki endað öðru vísi, það voru svo
miklar jarðhræringar um allt,“
sagði Ólafur. „Við vorum öll sam-
mála um að það yrði eldgos, en
sumir voru hræddari um að færi að
gjósa í Kötlu og það er ekkert úti-
lokað að hún fari að hreyfa sig
Iíka.“
I febrúarspá klúbbsins kom fram
að líkast til yrði stórhríðarkafli í
mánuðinum og sú spá hefur nú ræst
eftir óveðurskaflann um helgina.
Marsspáin hefur ekki verið gefin
út, en Ólafur sagði að nýtt tungl
myndi kvikna í austnorðaustri 6.
mars og þá gæti dregið til tíðinda, á
hvorn veginn sem er.
„Veðurfarið í ár er farið að
minna mig óþægilega á árið 1947,“
sagði Ólafur. „Þá var mjög gott
veður í janúar, fór að hríða í febr-
úar og enn meira í mars og allt til
loka apríl. Svo gaus Hekla líka
þetta ár.“
Mikill snjór er nú á Akureyri og mikið verk bíður þeirra sem starfa við það að hreinsa götur bæjarins. Hér sést
Hreinn Pálmason í Síðuhverfi og eins og sést á myndinni er nægur snjór í kringum hann.
Þórarinn E. Sveinsson og Helgi Arason voru að moka sig út af bílastæði við hús sín í Grenilundi í gærmorgun.
Mikiö
mokað, ýtt
og dregið
MIKILL erill var hjá lögreglu á
Akureyri í stórhríðinni sem geisaði
á sunnudag og fram á mánudags-
morgun og nutu lögreglumenn að-
stoðar frá félögum í björgunar-
sveitinni Súlum. Einkum voru
lögreglu- og björgunarsveitar-
menn að aðstoða ökumenn við að
komast leiðar sinnar í ófærðinni og
þá var hlaupið undir bagga með
fólki sem starfar á heilbrigðis-
stofnunum bæjarins og þurfti
nauðsynlega að komast til og frá
vinnu sinni að sögn Ólafs Ásgeirs-
sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á
Akureyri. „Það var mikið verið að
moka, ýta og draga í þessum stór-
hríðarkafla, sem er sá mesti sem
komið hefur hér um slóðir í vetur,“
sagði Ólafur. Hann sagði að vel
hefði gengið og engin óhöpp orðið í
áhlaupinu.
Svo til ófært var innanbæjar
þegar veðrið var hvað verst, en
snjóruðningstæki voru á ferðinni
frá því á sunnudag og var unnið
við hreinsun sleitulaust alla nótt-
ina og gert ráð fyrir að haldið yrði
áfram nú síðustu nótt, samkvæmt
upplýsingum sem fengust í áhalda-
húsi Akureyrarbæjar. Áhersla var
í fyrstu lögð á að gera aðalleiðir
færar og þannig voru strætis-
vagnaleiðir orðnar greiðfærar um
miðjan dag í gær. Þá taka mokst-
ursmenn við að hreinsa fjölbýlis-
húsagötur og síðast er farið í húsa-
götur í hverfum bæjarins. Gera má
ráð fyrir að marga daga taki að
hreinsa snjó af götum og bílaplön-
um í bænum.
Allar leiðir út frá Akureyri voru
ófærar í gærmorgun, en hjá vega-
eftirliti fengust þær upplýsingar
að vegir hafi flestir verið að opnast
síðdegis í gærdag.
Gunnar Logi og Kolbrún Lind létu veðrið ekki á sig fá og léku sér úti.