Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Mjög mikill erill hjá lögreglu og björgunarsveitarmönnum í stórhríðinni Morgunblaðið/Kristján Veðurklúbburinn á Dalbæ í Dalvíkurbyggð Spáðu eldgosi FÉLAGAR í Veðurklúbbnum á Dal- bæ í Dalvíkurbyggð spáðu eldgosi nokkrum sinnum fyrir áramót og voru veðurklúbbsfélagar vissir um að til tiðinda gæti dregið á því sviði innan tíðar. „Við spáðum ekki beint Heklu- gosi, en eitthvað sáum við, áttum von á að einhvers staðar myndi fara að gjósa,“ sagði Ólafur Tryggva- son, einn veðurklúbbsfélaga á Dal- bæ. Veðurklúbburinn sendir frá sér veðurspá fyrir einn mánuð í senn og síðasta haust var tvívegis spáð eldgosi. „Við þóttumst nokkuð viss um að einhvers staðar færi að gjósa, en hættum að geta þess í spám því fólki var svo illa við það, það höfðu margir samband, bæði heimamenn og fólk sem hringdi og vildi ekki sjá svona í veðurspám frá okkur. Við vorum beðin að hætta þessu,“ sagði Ólafur. Spá félaganna í Veðurklúbbnum hefur nú gengið eftir, „þetta gat ekki endað öðru vísi, það voru svo miklar jarðhræringar um allt,“ sagði Ólafur. „Við vorum öll sam- mála um að það yrði eldgos, en sumir voru hræddari um að færi að gjósa í Kötlu og það er ekkert úti- lokað að hún fari að hreyfa sig Iíka.“ I febrúarspá klúbbsins kom fram að líkast til yrði stórhríðarkafli í mánuðinum og sú spá hefur nú ræst eftir óveðurskaflann um helgina. Marsspáin hefur ekki verið gefin út, en Ólafur sagði að nýtt tungl myndi kvikna í austnorðaustri 6. mars og þá gæti dregið til tíðinda, á hvorn veginn sem er. „Veðurfarið í ár er farið að minna mig óþægilega á árið 1947,“ sagði Ólafur. „Þá var mjög gott veður í janúar, fór að hríða í febr- úar og enn meira í mars og allt til loka apríl. Svo gaus Hekla líka þetta ár.“ Mikill snjór er nú á Akureyri og mikið verk bíður þeirra sem starfa við það að hreinsa götur bæjarins. Hér sést Hreinn Pálmason í Síðuhverfi og eins og sést á myndinni er nægur snjór í kringum hann. Þórarinn E. Sveinsson og Helgi Arason voru að moka sig út af bílastæði við hús sín í Grenilundi í gærmorgun. Mikiö mokað, ýtt og dregið MIKILL erill var hjá lögreglu á Akureyri í stórhríðinni sem geisaði á sunnudag og fram á mánudags- morgun og nutu lögreglumenn að- stoðar frá félögum í björgunar- sveitinni Súlum. Einkum voru lögreglu- og björgunarsveitar- menn að aðstoða ökumenn við að komast leiðar sinnar í ófærðinni og þá var hlaupið undir bagga með fólki sem starfar á heilbrigðis- stofnunum bæjarins og þurfti nauðsynlega að komast til og frá vinnu sinni að sögn Ólafs Ásgeirs- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á Akureyri. „Það var mikið verið að moka, ýta og draga í þessum stór- hríðarkafla, sem er sá mesti sem komið hefur hér um slóðir í vetur,“ sagði Ólafur. Hann sagði að vel hefði gengið og engin óhöpp orðið í áhlaupinu. Svo til ófært var innanbæjar þegar veðrið var hvað verst, en snjóruðningstæki voru á ferðinni frá því á sunnudag og var unnið við hreinsun sleitulaust alla nótt- ina og gert ráð fyrir að haldið yrði áfram nú síðustu nótt, samkvæmt upplýsingum sem fengust í áhalda- húsi Akureyrarbæjar. Áhersla var í fyrstu lögð á að gera aðalleiðir færar og þannig voru strætis- vagnaleiðir orðnar greiðfærar um miðjan dag í gær. Þá taka mokst- ursmenn við að hreinsa fjölbýlis- húsagötur og síðast er farið í húsa- götur í hverfum bæjarins. Gera má ráð fyrir að marga daga taki að hreinsa snjó af götum og bílaplön- um í bænum. Allar leiðir út frá Akureyri voru ófærar í gærmorgun, en hjá vega- eftirliti fengust þær upplýsingar að vegir hafi flestir verið að opnast síðdegis í gærdag. Gunnar Logi og Kolbrún Lind létu veðrið ekki á sig fá og léku sér úti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.