Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Reiknað með
40% veltu-
aukningu í ár
HAGNAÐUR af rekstri Lyfja-
verslunar íslands hf. árið 1999
nam rúmum 58 milljónum króna,
sem er um 5% aukning frá árinu
áður, en þá nam hagnaðurinn 55
milljónum króna. Hagnaður af
reglulegri starfsemi nam 38 millj-
ónum króna en var 25 milljónir
króna árið 1998. Aukning hagnað-
ar af reglulegri starfsemi nemur
því rúmum 53%.
Oreglulegir liðir samanstanda af
innlausn hluta hagnaðar vegna
sölu framleiðsludeildar félagsins
til Delta hf. árið 1998 auk kostnað-
ar vegna yfirtöku dreifingar á
framleiðsluvörum Delta á seinni
hluta ársins 1999.
Sturla Geirsson, forstjóri Lyfja-
verslunar íslands, segir rekstrar-
niðurstöðuna vera mjög vel viðun-
andi, sér í lagi í ljósi þess að
uppgjör félagsins nú sé það fyrsta
eftir að framleiðsludeild félagsins
var seld.
„Tekið var á ýmsum málum á
árinu og starfsemin endurskipu-
lögð með áherslu á markaðsmál og
dreifingu, en allar deildir okkar
hafa verið að vaxa og samkvæmt
áætlunum munu þær vaxa áfram.
Við erum því bjartsýn og reiknum
með um 40% veltuaukningu á milli
áranna 1999 og 2000.
Veltufé frá rekstri minnkaði ein-
faldlega vegna þess að afskriftir
hafa minnkað mikið hjá okkur. Það
eru breyttar áherslur í rekstrin-
um. Afskriftir, launakostnaður og
annar kostnaður hafa nú minna
vægi í rekstrinum heldur en kostn-
aðarverð seldra vara sem eykst að
sama skapi. Hins vegar eykst
handbært fé frá rekstri úr 62 í 79
milljónir króna og það er það sem
reksturinn skilaði okkur í raun.
Þá greiddi Lyfjaverslun Islands
á árinu 1999 hlutfallslega hæstu
arðgreiðslu til hluthafa sinna sem
greidd hefur verið af eigin fé fé-
lags á Verðbréfaþingi eða sem
nam 40,62% af nafnvirði hlutafjár
félagsins. Eigið fé félagsins lækk-
aði því úr 560 milljónum króna frá
árslokum 1998 í 527 milljónir
króna við árslok 1999,“ segir
Sturla.
Aukinnar hagræðingar þörf
Smári Rúnar Þorvaldsson, hjá
rannsóknum Islandsbanka F&M,
segir erfitt að bera saman rekstr-
arárangur Lyfjaverslunar íslands
á milli áranna 1998 og 1999 vegna
þeirra breytinga sem orðið hafa á
starfseminni, sem felist nú ein-
göngu í lyfjadreifingu.
„Hagnaður fyrirtækisins eykst á
milli ára en samt sem áður er arð-
semi eigin fjár einungis 10,4%.
Bréf Fjár-
málaeftirlits
til skoðunar
BANKARÁÐ Búnaðarbanka ís-
lands mun annaðhvort í dag eða á
morgun koma saman og taka til um-
fjöllunar bréf Fjármálaeftirlitsins
um brot á verklagsreglum bankans,
að sögn Stefáns Pálssonar, banka-
stjóra Búnaðarbankans.
Eins og fram hefur komið sendi
Fjármálaeftirlitið bankanum bréf
vegna brota á ákvæðum verklags-
reglna um viðskipti starfsmanna
með óskráð bréf fyrir eigin reikning.
Stefán segir að bréfið sé stílað á
bankaráðið og því hafi bankastjóm
ekki enn fengið það til meðferðar.
Hann vildi að öðru leyti ekkert tjá
sig um athugasemdir Fjármálaeftir-
litsins.
Að sögn Pálma Jónssonar, for-
manns bankaráðs Búnaðarbankans,
er bankaráðið með bréf Fjármálaeft-
irlitsins til skoðunar en vildi að öðru
leyti ekki tjá sig um málið.
Einnig dregst veltufé frá rekstri
saman um tæp 50%. Á heildina lit-
ið er uppgjör félagsins því fremur
slakt og ljóst að aukinnar hagræð-
ingar er þörf í rekstrinum.
Sérhæfing á sviði lyfjadreifingar
gefur mikla möguleika á að ná
fram nauðsynlegu hagræði í
rekstrinum en einnig gætu sam-
einingar erlendra lyfjafyrirtækja
komið sér vel fyrir fyrirtækið,"
segir Smári.
Aðalfundur Lyfjaverslunar ís-
lands hf. verður haldinn þann 21.
mars nk. á Grand Hótel og mun
stjórn félagsins leggja þar til að
greiddur verði 10% arður af nafn-
virði hlutafjár á árinu 2000.
MP Verðbréf skila
30 m.kr. hagnaði
HAGNAÐUR löggilta verðbréfa-
fyrirtækisins MP Verðbréfa hf.
var 29,9 milljónir króna á árinu
1999. Eigið fé félagsins nam 134,4
milljónum króna í árslok sam-
kvæmt efnahagsreikningi en nið-
urstöðutala hans var 287,5 millj-
ónir króna. Eiginfjárhlutfall
félagsins var 33,6% í árslok 1999
en má lægst vera 8% og er efna-
hagur MP Verðbréfa því afar
traustur, að því er segir í fréttatil-
kynningu. Ennfremur segir að
góðan árangur fyrirtækisins beri
að skoða í ljósi þess að fjármála-
markaðir voru afar hagstæðir
fyrir félög í greininni á síðasta ári.
Starfsmenn MP Verðbréfa eru
nú 10 talsins í níu og hálfu stöðug-
ildi.
Lyfjaverslun Islands hf.
Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna 1.647 1.553 +6,0%
Rekstrargjöld 1.568 1.436 +9,2%
Afskriftir 30 61 -51,9%
Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) 3 -16
Tekju- og eignarskattur -15 -11 +34,7%
Hlutdeild minnihl. í rekstri dótturfél. 0 -4
Hagnaður af reglulegri starfsemi 38 25 +53,5%
Óreglul. tekjur (gjöld) 20 31 -34,5%
Hagnaður ársins 58 55 +4,9%
Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyling
Eignir samtals Milljónir króna 1.273 1.269 +0,3%
Eigið fé 527 560 -6,0%
Skuldir 746 701 +6.4%
Skuldir og eigið fé samtals 1.273 1.269 +0,3%
Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyling
Arðsemi eigin fjár 10,4% 10,3%
Eiginfjárhlutfall 41% 44%
Veltufjárhlutfall 1,82 2,74
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 58 106 -45,3%
„Heilsusamlegt
mataræði á unga
aldri leggurgrunninn
að góðri heilsu"
Það er mikilvægt að gera sér grein fyrír samhenginu
í heilsufari okkar. Með skynsamlegu fæðuvali frá
því móðurmjólkinni sleppir búum við í haginn fyrir
framtíð barna okkar og hreysti þeirra, alla ævi.
Beinin eru gott dæmi. Þau öðlast styrk sinn á fyrri
hluta ævinnar. Börn þurfa því nægilegt magn af
þeim efnum sem Ijá beinunum styrk. Þar skiptir
kalk höfuðmáli, en D-vítamín er einnig nauðsynlegt
til að kalkið nýtist við uppbygginguna.
D-vítamín er að finna í lýsi og ýmsum fiski.
Langmikilvægasta uppspretta kalks er hins vegar
mjólk og mjólkurvörur.
„Mjólk" er samheiti yfiralla drykkjarmjólk, nýmjólk, lóttmjólk, undanrennu
og fjörmjólk. Einnig má fá kalk úr öðrum mjólkurvörum, s.s. osti og
sýrðum mjólkurvörum.
-■ ■■
Hollusta styrkir
BEINVERND
ÍSLENSKUR MJÓLKURIÐNAÐUR
Magnús Stefánsson, yfirlæknir á barnadeild FSA
1