Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 62
> 62 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
? VEISTU HVAÐ ER AÐ | SJÁUM I
\ ÍHEIMINUM NÚ m ÖAGS ? m... j
J/
HALAKARTA HEFUR
ALÖREI VERIb KOSIN
ULFORSETA
ÞUERTAÖ VERÐA HETTUR!
Grettir
Ljóska
Ferdinand B
Smáfólk
0 tJuu^uuovl fxxt. 'Tltfmk LjjcrU',Tfwmk e iftju., 'j'Jiamk fFU.. \
Kæra amma. Þakka þér fyrír
smákökurnar fyrir jólin.
Þær voru gdðar.
Þakka þér,
þakka þér,
þakka þér.
Hað annað Sendu
get ég sagt? nokkur
í viðbdt.
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík # Sími 569 1100 # Símbréf 569 1329
Forvarnir -
tannvernd
Frá Ásgerði Halldórsdóttur:
ÞEGAR dóttir mín 14 ára fór í reglu-
bundið eftirlit hjá tannlækni fyrir
skömmu var mér tjáð að Trygginga-
stofnun ríkisins tæki ekki lengur
þátt í kostnaði við flúormeðferð
bama frá 14 ára aldri. Þetta kom
mér verulega á óvart þar sem núver-
andi heilbrigðisráðherra hefur verið
ákafur talsmaður forvarna í heil-
brigðismálum.
A árunum kringum 1985-1986 er
fyrst byrjað að beita forvörnum
kerfisbundið í tannlækningum á ís-
landi. Þá er byijað að nota flúorlakk
á tennur bama og unglinga tvisvar
sinnum á ári, en áður hafði slíkt að-
eins verið gert í litlum mæli. A sama
tíma er einnig byijað fyrir alvöru að
skorafylla bitfleti jaxla. Þessar að-
gerðir hafa skilað þeim árangri að
meðaltal skemmdra tanna 12 ára
barna hefur lækkað um allt að 70% á
síðustu 10 ámm. Sonur minn tvítug-
ur hefur aðeins einu sinni þurft að
láta gera við skemmda tönn, því er
þessari forvarnastefnu 1985-1986 að
þakka. Frá þessum ámm hefur syk-
urneysla því miður frekar aukist en
hitt og neysla á gosdrykkjum eykst
stöðugt ár frá ári.
Sú reglugerð sem ég er að vitna í
og boðar stórfelldan niðurskurð á
kostnaði Tryggingastofnunar ríkis-
ins við forvarnir finnst mér vera í
andstöðu við stefnu Tannvemdar-
ráðs. Kem ég þá að aðalatriðum í
þessari nýju reglugerð. Fyrst skal
telja tvennt sem jákvætt er: TR ætl-
ar að taka þátt í kostnaði við tann-
lækingar allra elli- og örorkulífeyris-
þega, hvort sem þeir njóta
tekjutryggingar eður ei. Er þetta
endurgreiðsluhlutfall frá 50% upp í
100% eftir aðstæðum hvers og eins.
Annað sem er jákvætt og jafnframt
alger nýlunda er að kostnaðarþátt-
taka TR fyrir börn og unglinga leng-
ist um eitt ár, þannig að nú er greitt
upp að 18 ára aldri. Það sem er neik-
vætt og í andstöðu við forvarnar-
stefnu hér áður er:
1) Greiðslur til forvarna hjá börn-
um og unglingum sem ekki teljast í
sérstökum áhættuhópi hvað varðar
tíðni tannskemmda era skomar nið-
ur.
2) Skoðun hjá tannlækni má ein-
ungis endurgreiða einu sinni á ári í
stað tvisvar áður.
3) Flúormeðferð barna 12 ára og
yngri skal endurgreiða einu sinni á
ári í stað tvisvar áður. Fyrir þá sem
eru í sérstakri áhættu vegna munn-
sjúkdóma er þó heimilt að greiða fyr-
ir tvær skoðanir og tvær flúormeð-
ferðir á ári hið mesta.
4) Ekki skal taka þátt í kostnaði
við flúormeðferð bama frá 13 ára
upp að 18 ára aldri, og skal þá einu
gilda hvort þau era í sérstökum
áhættuhópi eður ei.
5) Þá eru settar takmarkanir á
skorufyllur á þann veg að ekki skal
lengur greitt fyrir skorafyllur
barnajaxla.
Heilbrigðar barnatennur era ekki
síður mikilvægar einstaklingnum en
heilbrigðar fullorðinstennur og
ótímabært tap á barnatönn getur oft
verið orsök bitskekkju síðar á æv-
inni.
Að hætta endurgreiðslu á flúor-
meðferð fyrir börn frá 13 ára og upp
að 18 ára er algerlega óskiljanlegt.
Þegar unglingsárin taka við minnkar
aðhald og eftirlit okkar foreldra með
tannhirðu bama okkar. Unglingar
hafa einnig meiri fjárráð og neyta al-
mennt meira af sælgæti og gos-
drykkjum en yngri böm. Ekki er
lengur um að ræða að einungis sé
borðað nammi á laugardögum. Flúor
eykur mótstöðuafl glerangs gegn
sýruleysanleika hvort sem hann er af
völdum gerjunar baktería á sykri
eða þess að súrra drykkja (gos-
drykkir, súrir ávaxtasafar) er neytt,
en sýraeyðing af völdum slíkra
drykkja hefur færst veralega í vöxt
síðari ár. Tannlæknar hafa bent á að
ef sýrueyðing er orðin veraleg þarf
mjög kostnaðarsamar aðgerðir
(krónusmíði) ef tennur eiga ekki að
slitna niður á skömmum tíma. Það
skýtur því skökku við að TR skuli
taka þátt í endurgreiðslu fyrir slíka
meðferð en ekki fyrir flúormeðferð
sem gæti hugsanlega varnað eða
a.m.k. tafið slíka eyðingu.
Vona ég að þingmenn og ráðherra
skoði þessa reglugerði í ljósi ofan-
greindra þátta. Meðan við eigum
heimsmet í sykumeyslu er tíma-
skekkja að skerða forvarnir. Fyrir
mig sem skattborgara og foreldri er
það réttlætismál að fjármagn til for-
varna verði ekki skorið niður.
ÁSGERÐUR
HALLDÓRSDÓTTIR,
Bollagörðum 1,
Seltjamamesi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Stimpilklukkukerfi
KERFISÞROUN HF.
Fákafeni 11 * Sími 568 8055
http://www.kerfisthroun.is/