Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Um 50 manns veð- urtepptir á Laugarhóli Drangsnesi. Morgunblaðið. 50 manns eru veðurtepptir á Laugar- hóli í Bjarnaríirði. Hópurinn sem um ræðir kom á Laugarhól á fostudag til að dvelja þar yfir helgi við að renna sér á snjóbrettum. Þetta eru alvant snjóbretta- og útivistarfólk. Áttu þau góðan dag á Laugarhóli á laugardeg- inum og gekk allt vel fyrir sig. Á sunnudag var veðrið orðið slæmt. Snjóblásari frá Hólmavík fór norður og opnaði leiðina sem reynd- ar lokaðist strax aftur. Lagði rútan af stað með fólkið en þrátt fyrir að snjóblásarinn væri á undan henni þá hafðist ferðin seint. Kófið var svo mikið að ekki sást út úr augum og voru þau ekki komin langt þegar bíl- stjórinn missti rútuna út af veginum og þar sat hún föst. Var þá ákveðið að drífa alla aftur í Laugarhói. Var fólkið flutt með 3 jeppum til baka og gekk það vel. Að vísu þurftu bílarnir að fara nokkrar ferðir til að koma öll- um hópnum í hús. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Elíassyni rekstrarstjóra vegagerð- innar á Hólmavík gætu þau orðið að dvelja á Laugarhóli fram á miðviku- dag ef veðurspáin helst. Björgunarsveitarmenn frá Drangsnesi eru á leið norður í Bjam- arfjörð á snjósleðum með mat fyrir hópinn en eins og gefur að skilja er farið að ganga á nestið sem tekið var með frá Reykajvík. -------------- Aldrei fleiri laus störf á höfuðborgar- svæðinu LAUS störf á höfuðborgarsvæðinu hafa aldrei verið fleiri í janúar, að því er fram kemur í könnun Þjóð- hagsstofnunar á atvinnuástandi í janúar 2000. Æskileg fjölgun starfs- fólks hefur ekki mælst meiri á höf- uðborgarsvæðinu á þessum árstíma, eða alls um 470 manns sem er um 0,8% af vinnuaflinu þar. I atvinnukönnunum í janúarmán- uði síðustu ára var eftirspumin 0,3% árið 1998 og 0,6% árið 1999. Eftir- spumin er áberandi mest í þjónustu við atvinnurekstur, eða um 4,8% af vinnuaflinu í þessum greinum. Mikil eftirspurn eftir vinnuafli í byggingariðnaði Jafnframt er eftirspurnin mikil í t.d. byggingarstarfsemi, þar sem hún mælist um 1,6% og í iðnaði þar sem eftirspumin er að jafnaði í hin- um ýmsu greinum um 1,1% af mannaflanum. í verslun og veiting- arekstri nam eftirspurnin um 0,3%. Sammerkt með öllum þeim könnun- um sem gerðar hafa verið er að eft- irspurnin er mest í þjónustu við at- vinnurekstur og þá einkum í upplýsingaiðnaði og tæknigreinum. ------------------- Rafmagns- truflanir á Vestfjörðum VEGNA veðurs voru truflanir á raf- magni frá Orkubúi Vestfjarða á sunnudag en eftir að samband komst á við Landsvirkjun í gærmorgun vora þær úr sögunni. Að sögn Stefáns Atla Ástvaldsson- ar, starfsmanns Mjólkárvirkjunar, vora traflanir aðallega á sunnudag og þá á öllu orkuveitusvæðinu. „Landsvirkjunarlínan tolldi ekki inni og þá þurfti að keyra díselvélarnar og skammta rafmagn á öllum stöð- um,“ sagði hann. Veðrið var farið að skána í gær og átti hann von á að erf- iðleikamir væra úr sögunni nema á Súðavík, þar sem keyra þurfti dísil- vél en línan tolldi ekki inni. Þrír vélsleðamenn lentu í hrakningum og grófu sig í fönn við Geitafell Utanríkisráðherra um ákvörðun umhverfísráðherra varðandi álver á Reyðarfírði Ekki ástæða til að breyta um stefnu varðandi virkjunina HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra og fyrsti þingmaður Austurlands, telur ekki ástæðu til að breyta markaðri stefnu varðandi mat á um- hverfisáhifum Fljótsdalsvirkjunar þrátt fyrir að umhverfisráðherra hafi ógilt það ferli sem var í gangi varðandi umhverfismat á álveri á Reyðar- firði. Hann segir Ijóst að sá tímarammi sem menn hafi sett sér hafi raskast og ná þurfi samkomulagi um nýjan ramma. Halldór sagðist telja hugmyndir um að setja Fljótsdalsvirkjun í lögformlegt umhverfismat frá- leitar. ,Alþingi er búið að taka ákvörðun í þessu máli og það er að mínu mati rangt að vísa því eftir það til embættismanna og síðan í framhaldi af því til úrskurðar umhverfisráðherra. Það má hins vegar vel vera að það skapist svigrúm til frekari athugana og rannsókna sem menn telja nauðsyn- legt að verði farið í,“ sagði Halldór. Farið að reglum í hvívetna „Það er aftur á móti alveg Ijóst að sá tímarammi sem var fyrir hendi í þessu máli er ekki lengur til staðar og þetta mun seinka málinu. Aðalatriðið er það að hér er farið að reglum í hvívetna og allt gert í samræmi við þau lög sem hafa gilt og gilda í land- inu um þetta mál. Þetta sannar líka í eitt skipti fyr- ir öll að þarna er farið að reglum. Sú gagnrýni, sem hefur komið fram á ríkisstjómina og þá sér- staklega á umhverfisráðherra um að ekki sé fylgt þeim leikreglum sem gilda í okkar samfélagi, á ekki við nein rök að styðjast," sagði Halldór. Halldór sagði mikilvægt að menn hefðu í huga í umræðu um umhverfismat að tilgangurinn með umhverfismati væri ekki að koma í veg fyrir fram- kvæmdir heldur að leggja mat á gildi fram- kvæmdanna. Alþingi hefði lagt mat á gildi þess að Fljótsdalsvirkjun yrði reist. Halldór sagði að næsta skref í málinu væri að ná niðurstöðu um nýjan tímaramma til að vinna eftir. Morgunblaðið/Golli Mennirnir, sem leitað var að, komust af eigin rammleik til byggða. Frá vinstri: Helgi Sigursveinsson, Jón Valgeir Kristensen og Þórhallur Kristjánsson. ÞRÍR vólsleðamenn lentu í miklum hrakningum við Hellisheiði í óveðrinu á sunnudaginn. Mennirn- ir, sem hugðust skemmta sór á vólsleðunum sínum í nokkra klukkutíma enduðu með að villast í slæmu veðri og þurftu að grafa sig í fönn við Geitafell, þar sem þeir dvöldu 114 klukkustundir, eða allt þar til veðrinu slotaði og þeir gátu haldið til byggða. Umfangsmikil leit hófst að mönnunum siðdegis á sunnudag og stóð hún þar til menn- irnir komu fram í Þrengslum í gærmorgun. „Ég tel okkur ekki hafa verið lífshættu, en við vorum allir mjög kaldir og blautir, sagði Jón Valgeir Kristensen, einn af vélsleðamönn- unum. Um klukkan níu í gærmorgun voru mennirnir þrír, þ.e. Jón Val- geir, Þórhallur Kristjánsson og Helgi Sigursveinsson, komnir að Litlu kaffistofunni, en þeir eru allir af höfuðborgarsvæðinu og á aldr- inum 35 til 45 ára. Er blaðamann og Ijósmyndara bar að garði voru þremenningarnir að festa tvo sleða á kerrur, en þriðja sleðann höfðu þeir skilið eftir í Þrengslum, þar sem hann hafði orðið bensínlaus. Höfðu eitt súkkulaði- stykki með sér Þeir Jón og Þórhallur sögðu þetta hafa verið miklu lífsreynslu. Þeir sögðust hafa komið að Litlu kaffistofunni um klukkan tíu á sunnudagsmorgun og farið á sleð- unum, í frekar slæmu veðri, upp að Hengli, en að vegna veðurs hefðu þeir ákveðið að fara aftur upp í Litlu kaffistofu um tveimur timum Um klukkan níu í gærmorgun komu vélsleðamennirnir upp í Litlu kaffi- stofu. Hér eru þeir Jón Valgeir Kristensen og Þórhallur Kristjánsson að gera sig klára áður en þeir halda í bæinn. „Vorum ekki í lífshættu“ síðar. Þar sögðust þeir hafa staldr- að stutt við því þeir hefðu fljótlega farið aftur á sleðana og haldið í austur í átt að Þrengslavegi. „Um tvöleytið ákváðum við að keyra að Þrengslavegi og þar var mjög bjart og gott veður,“ sagði Jón VaJgeir. „Við ætluðum bara aðeins að skreppa og skildum því GSM- og NMT-símana eftir í bflun- um, sem og aukaföt og mat. Það eina sem við tókum í raun með okkur var eitt súkkulaðistykki, GPS tæki og síðan höfðum við tölu- vert með okkur að drekka. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem við gerum þetta, því þessi ferð kenndi okkur að maður getur aldrei verið viss með veður hór á þessu land og eins gott að vera alltaf vel búinn. Við keyrðum Þrengslaveginn til hálfs og beygðum þar útaf og héld- um upp að fjalli sem lieitir Geita- fell. Þar vorum við þar til klukkan fimm síðdegis, er við ákváðum að fara til baka, en þá, eins og hendi væri veifað, skall á brjálað veður. Það var ekkert skyggni og við ákváðum því að snúa við og fara aftur upp að Geitafelli, en fjallið skýldi okkur fyrir mesta bylnum.“ Voru kaldir og blautir og sváfú ekki dúr „Við ákváðum að grafa okkur í fönn meðan enn væri bjart og þar dvöldum við frekar kaldir og blaut- ir - mér var nú aðallega kalt á fót- unum. Við sváfum ekki dúr. Félagar mínir sögðu reyndar að ég hefði hrotið í eina mínútu, en ég held ég hafi nú frekar verið hnerra. Við fórum alltaf út á klukkutíma fresti til þess að hressa okkur við. Við reyndum að fara tilbaka í nótt (fyrrinótt) eftir GPS punkti og reyndum að nýta okkur Ijósin á sleðunum, en í birtunni nýttust þau ekkert. Við sáum hins vegar ekk- ert og snerum því við og fórum aft- ur þar sem við höfðum grafið okk- ur í fönn við Geitafell. Við vorum þar siðan í alla nótt eða alveg þar til klukkan átta í morgun (gær- morgun) er við lögðum af stað til baka. Við hittum síðan á rútubfl- stjóra á Þrengslavegi um klukkan níu og létum þá vita af okkur. Svona fimm mfnútum eftir það kom björgunarsveitin." Jón Valgeir sagðist vilja koma þakklæti á framfæri til björgunar- sveitanna. „Þessir menn hafa staðið sig al- veg eins og hetjur."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.