Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tugir manna leituðu barna sem lentu undir snjóhengju í Biskupstungum
Grafin í fönn í tvo tíma
Morgunblaðið/Kristinn
Frændsystkinin Níels Magnús Magnússon og Melkorka Rut Bjarnadóttir ásamt mæðrum sínum, Guðrúnu
Poulsen og Kristínu Heiðu Kristinsdóttur. Níels og Melkorka voru grafin í fönn á meira en tveggja metra dýpi.
„VIÐ vorum að leika okkur uppi á
þaki á fjárhúsinu og hoppuðum niður
í snjóinn fyrir neðan og þá datt snjór
ofan á hann fyrst og svo mig,“ segir
Melkorka Rut Bjarnadóttir, 11 ára,
sem lenti undir snjódyngju í gær við
bæinn Austurhlíð í Biskupstungum
ásamt frænda sínum, Níelsi Magnúsi
Magnússyni, 14 ára, en frændsystk-
inin voru grafin í fönn á tveggja til
þriggja metra dýpi, í um tvær
klukkustundir.
„Við héldum að þau væru úti í fjár-
húsi að leika sér, fórum svo að svip-
ast um eftir þeim og fundum þau
hvergi,“ segir Kristín Heiða Krist-
insdóttir, móðir Melkorku. „Þá átt-
uðum við okkur á því að þau hefðu
getað orðið undir snjónum sem hafði
fallið þarna." Kristín Heiða segir að
aðstæður hafi verið mjög erfiðar og
óljósar. Snjórinn féll yfir mjög stórt
svæði og vissu þau ekki hvort börnin
væru í raun undir honum. Kallað var
á björgunarsveitir Laugarvatns og
Biskupstungna og fólk á næstu bæj-
um, sem allt brá skjótt við og byrjuðu
tugir manna undir eins að moka.
Kristín Heiða segir það hafa tekið
óratíma því bæði hafi snjórinn verið
harður og svæðið stórt.
Tíminn svo lengi að líða
Þéttur og harður snjórinn mynd-
aði hjúp utan um börnin og höfðu þau
einhvers konar öndunarrými. Níels
var aðeins ofar en Melkorka og gátu
þau kallast á til að byrja með, Mel-
korka söng til að róa sig eins og henni
var einu sinni kennt, en smám saman
liðu þau svo út af.
„Snjórinn var svo harður að við gát-
um ekki hreyft okkur til að reyna að
grafa okkur út. Tíminn var mjög lengi
að h'ða fyrst og það var alveg ískalt en
svo bara sofnaði ég,“ segir Níels.
Kristín Heiða segir að skelfingin
hafi verið ólýsanleg vegna þess hve
langur tími var liðinn. „Ég reyndi í
lengstu lög að trúa því að þau væru
ekki þarna. Svo þegar ég sá í höfuðið
á honum, hélt ég að þau væru dáin.“
Bömin sluppu ótrúlega vel úr
þessum háska, vom flutt á Sjúkrahús
Reykjavíkur með minniháttar meiðsl
og höfð þar til eftirlits í nótt.
Lést í bíl-
slysi við
Ólafsvík
FIMMTÁN ára gamall piltur lést í
bílslysi á Útnesvegi, skammt vestan
Ólafsvíkurennis, rétt fyrir kl. 15 sl.
laugardag. Pilturinn hét Adam
Bednerek og var pólskur en hafði
búið ásamt foreldrum sínum í Ólafs-
vík í þrjú ár.
Tildrög slyssins vora þau að tveir
bílar rákust saman á veginum en
hann var mjög háll. Pilturinn sem
lést var farþegi í öðram bílnum. Bíl-
stjórinn slasaðist en ekki lífshættu-
lega. Hann var fluttur með þyrlu
Landhelgisgæslunnar til Reykjavík-
ur. í hinum bílnum var barnshafandi
kona ásamt sex ára gamalli dóttur
sinni, sem sat í barnastól í aftursæti
bifreiðarinnar. Konan marðist og var
flutt með þyrlu Landhelgisgæslunn-
ar til Reykjavíkur en stúlkan slapp
án meiðsla.
----------------
Rán framið
í söluturni
RÁN var framið í söluturni í Vestur-
bergi í Breiðholti í gærkvöldi og
komst ræninginn undan með nokkra
tugi þúsunda, að sögn lögreglunnar.
Maðurinn ógnaði afgreiðslustúlku
með hamri og sló annan mann með
hamrinúm fyrir utan söluturninn en
sá hafði reynt að skerast í leikinn.
Var hann fluttur á slysadeild Sjúkra-
húss Reykjavík en að sögn lögreglu
hlaut hann ekki alvarlega áverka.
Málið er í rannsókn hjá lögreglunni
en stúlkan gat gefið greinargóða lýs-
ingu á ræningjanum.
Fyrstu tveir mánuðir ársins
Aldrei fleiri látist
í umferðarslysum
TÍU manns hafa látist í umferðar-
slysum hér á landi það sem af er
þessu ári og segist Öli H. Þórðar-
son, framkvæmdastjóri Umferðar-
ráðs, ekki vita til þess að svo margir
hafi áður látist í umferðarslysum á
Metaðsókn
að mbl.is
METAÐSÓKN var að mbl.is í gær,
en klukkan 21 í gærkvöldi höfðu
49.000 heimsóknir borist forsíðu
vefjarins. Einnig var óvenju mikil
aðsókn um helgina, 28.000 manns á
laugardag og 30.000 á sunnudag.
Þeir sem fóra inn á forsíðu mbl.is
um helgina og í gær skoðuðu nær all-
ir fréttir í fullri lengd.
Mest aðsókn er jafnan að mbl.is á
mánudögum, eða um 40.000-43.000
manns að jafnaði. Aðra virka daga
skoða um 35.000-40.000 manns vef-
inn, en heldur færri á laugardögum
og sunnudögum, eða um 25.000
manns.
fyrstu tveimur mánuðum ársins.
„Svo mörg dauðsföll höfum við
ekki séð fyrstu tvo mánuði ársins í
okkar skrám,“ segir hann og bendir
á að febrúarmánuður sé ekki einu
sinni liðinn.
„Og ef við lítum á veturinn í heild,
þ.e. frá 1. október sl. til febrúarloka,
hafa fjórtán manns látist í umferðar-
slysum á því tímabili í vetur. Sá vet-
ur sem kemst næst því er veturinn
1985 til 1986 en þá létust þrettán
manns í umferðarslysum,“ segir Óli
H. Þórðarson.
-----------------
Tvær nauðg-
anir kærðar
TVÆR nauðganir vora kærðar til
lögreglu í Reykjavík aðfaranótt sl.
sunnudags.
Báðar leituðu konurnar sem fyrir
ofbeldinu urðu til neyðarmóttöku
fórnarlamba kynferðislegs ofbeldis.
Rannsókn málsins stendur yfir og
vill lögreglan ekki tjá sig frekar um
málið að svo stöddu.
Benedikt Einar Bjöm
Ragnarsson Kristjánsson Gíslason
Létust í slysinu
á Kjalarnesi
MENNIRNIR sem létust í umferð-
arslysinu á Kjalarnesi síðastliðið
föstudagskvöld hétu Benedikt
Ragnarsson, Björn Gíslason og
Einar Kristjánsson.
Benedikt Ragnarsson var starfs-
maður vélsleðadeildar bílaleigunn-
ar Geysis, til heimilis á Borgar-
tanga 2, Mosfellsbæ. Benedikt var
31 árs gamall og lætur eftir sig
sambýliskonu og sex ára son. Bene-
dikt var farþegi í hópferðabifreið-
inni.
Björn Gíslason, til heimilis í Háa-
gerði 41, Reykjavík, lögreglumaður
og forstjóri Bátafólksins, hefði orð-
ið 37 ára i gær. Hann lætur eftir sig
eiginkonu og þrjú börn á aldrinum
fjögurra til fimmtán ára. Björn var
bílstjóri hópferðabifreiðarinnar.
Einar Kristjánsson skipstjóri var
til heimilis í Dalhúsum 86, Reykja-
vík. Hann var 71 árs gamall. Hann
lætur eftir sig fjóra uppkomna syni
og sambýliskonu. Einar var öku-
maður jeppans.
Rannsókn á
Kjalarnes-
slysinu
stendur yfir
RANNSÓKN stendur yfir á orsök-
um slyssins á Vesturlandsvegi síð-
astliðið föstudagskvöld þegar rúta
og jeppi lentu saman með þeim af-
leiðingum að þrír létust og 13 slasað-
ir voru lagðir inn á spítala. Fjórir
voru ennþá á Sjúkrahúsi Reykjavík-
ur í gær og þar af einn talsvert mikið
slasaður en þó ekki í lífshættu. Flest-
ir farþeganna úr hópferðabílnum
voru þó útskrifaðir af spítala sl. laug-
ardag. Vitni, sem ók á eftir jeppan-
um, hefur skýrt lögreglu frá því að
áður en slysið varð hafi hann séð
jeppann rása á veginum.
Rannsóknarnefnd umferðarslysa
skoðar vettvang slyssins og ökutæk-
in. Fulltrúar nefndarinnar fylgjast
jafnframt með framgangi rannsókn-
arinnar.
Jóhannes Gunnarsson, lækninga-
forstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur,
segir að það hafi reynt sérstaklega
mikið á móttöku sjúklinganna vegna
þess hve margir hafi lent í slysinu.
Hann segir að þetta sé í raun í fyrsta
sinn sem reyni á hópslysaáætlun
spítalans að ráði og allt hafi gengið
vel.
iitiMmíurM.igsm
-
-r
" i ■*
Víkingsstúlkur einar
á toppnum / B6
Ungur Njarðvíkingur slær í gegn
í Bandaríkjunum / B1
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
7IÐÍUDC
Heimili