Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Krapamyndun í Ölfusá Sclfossi. Morgunblaðið. MIKILL krapi berst niður Ölfusá og síðdegis í gær var hann farinn að hlaðast upp fyrir neðan Ölfusár- brú. Hækkaði í ánni því krapinn hefur fyrir- stöðuáhrif fyrir neðan brúna. Þegar leið á daginn brast stíflan en óðara byrjaði krapi að hlaðast fyrir að nýju. Við brúarstöplana var krapahrönglið komið upp á bakkabrúnina. Undanfari flóða í ánni er jafnan að klaka- og krapastífla myndast neðan brúarinnar auk þess sem asahláka hefur komi í kjölfarið. Ekki er ljóst hvort sú atburðarás verður en óneitanlega sýnir Grástrengur, eins og Guðmundur Danielsson rithöfundur nefndi ána, nú hvers hann er megnugur fái hann réttar aðstæður. Innanlandsflug lá að miklu leyti niðri Áætlun 1.700 manna raskaðist INNANLANDSFLUG var fellt nið- ur að miklu leyti bæði í gær og á sunnudag vegna veðurs og er talið að ferðaáætlun um 1.700 manna hafi raskast. Ófært var til Akureyrar allan sunnudag og fram til klukkan 14:30 í gær, en þá hófu bæði íslandsflug og Flugfélag íslands flug þangað. Ó-fært var til ísafjarðar allan sunnudag og í allan gærdag. Einnig urðu tafir á flugi til Egilsstaða, Sauðárkróks, Húsavíkur, Siglu- fjarðar og Vestmannaeyja. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi íslands og íslandsflugi var orðið fært á flestalla áætlunar- staði félaganna seinni parinn í gær, nema ísafjörð og Vestmannaeyjar. Farnar voru aukaferðir með þá far- þega, sem orðið höfðu fyrir töfum, fram til miðnættis. Búist við röskun á flugi í dag Búist er við að einhver röskun verði á flugi Flugfélags Islands fyrri partinn í dag, vegna þess að ekki var hægt að flytja alla þá sem höfðu tafist í gær. Hins vegar er búist við að flug íslandsflugs verði sam- kvæmt áætlun í dag, ef veður leyfir. Nokkrar af áætlunarferðum hóp- bifreiða voru einnig felldar niður vegna veðurs í gær og á sunnudag. Ferðum Norðurleiðar, Austurleiðar og áætlunarferðum vestur á Snæ- fellsnes var aflýst á sunnudag og ferðum Norðurleiðar var einnig af- lýst í gær. ------------------ Tvær lægðir á leiðinni STÓRHRÍÐ var í gær á norðan- verðu landinu og snjóaði einna mest á Patreksfirði, en í dag er gert ráð fyrir að veðrið gangi niður. Ekki verður þó um langt hlé að ræða því á miðvikudag er spáð vaxandi austan- átt og hvassviðri og snjókomu sunn- anlands með kvöldinu og um helgina er von á annarri lægð að landinu. Hitinn náði í gær fimm stigum á Höfn í Hornafirði, að sögn Björns Sævars Einarssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Islands, og var yfir frostmarki vestur á Húnaflóa. Gera má ráð fyrir frosti um allt land í dag. Björn sagði að lægðin, sem kæmi seint á morgun með snjókomu sunn- anlands, færi fyrir sunnan landið og yrði norðvestlæg átt á fimmtudag og él norðan- og austanlands, en úr- komulítið sunnan- og vestanlands. A föstudag má búast við hægviðri, en um helgina er spáð suðlægri átt með slyddu eða rigningu og hlýindum. Andlát V oru sólarhring í snjóhúsi á Tröllhálsi FJÓRIR menn á vélsleðum fundust skammt norður af þjónustumiðstöð- inni á Þingvöllum síðdegis í gær eftir að hafa látið íyrirberast í sólarhring í snjóhúsi á Tröllhálsi. Helgi Jóhann- esson var einn fjórmenninganna og sagði þegar Morgunblaðið náði sam- bandi við hann á heimili hans í Hveragerði að það hefði tognað úr ferð sem hefði átt að vera „skottúr í huggulegu veðri“, en engum þeirra hefði þó orðið meint af. Með Helga voru Ásgeir Ásgeirs- son, Jóhann Garðarsson og Olafur Óskarsson, allir frá Hveragerði. Hann sagði að þeir hefðu fyrst lagt af stað frá húsi, sem þeir væru með í Borgarfirði, fyrir hádegi á sunnudag, en snúið við vegna veðurs: „Svo rofar til og við leggjum aftur af stað um há- degið og allt gengur vel austur á Tröllháls. Þá gerir algjörlega glóru- vitlaust veður. Klukkan hefur þá ver- ið um hálffjögur. Það endaði þannig að við grófum okkur í fönn og það slaknaði ekki á veðrinu í sólarhring. Það var ekki fyrr en klukkan var far- in að ganga fjögur að fór að rofa til og við fórum á stjá.“ Túninn lengi að líða Helgi sagði að þeir hefðu hímt í snjóhúsinu með teppi undir sér og svefnpoka yfir sér: „Okkur leið ekki vel, en ekki illa heldur. Við vorum vel klæddir og vorum á róli af og til að moka frá munnanum og viðra okkur og hreyfa til að halda á okkur hita. Þetta var ekki alslæmt, þótt tíminn hefði verið lengi að líða.“ Hann sagði að þeir fjórmenning- amir væru vanir vetraraðstæðum og hefðu verið mörg ár á ferðinni: „En það var ekki um neitt að velja þegar veðurhamurinn var svona,“ sagði hann. „Það var nánast ekki stætt á Tröllhálsinum og yfir gengu þrumur, eldingar og allt lék á reiðiskjálfi." Kölluðust á í snjóhúsinu Hann kvaðst aldrei hafa lent í öðru eins og væri þetta í fyrsta skipti, sem hann hefði sofið í snjóhúsi. Það hefði hins vegar gengið ágætlega að koma sér fyrir. Þeir hefðu ekki þurft að hlaða húsið, heldur grafið sig niður og síðan inn á við. Meðan þeir biðu eftir að veðrinu slotaði náðu þeir að sofa til skiptis, en kölluðust reglulega á án þess þó að taka skipulegar vaktir og blunduðu í mesta lagi 10 mínútur í senn. „Okkur varð ekki verulega kalt, en náttúrulega fann maður fyrir kulda,“ sagði hann, nýkominn úr heita pott- inum í gærkvöldi. „Þegar maður ligg- ur svona lengi fer að bráðna snjór í gegnum gallann þótt hann sé vandað- ur. Okkur varð því hálfkalt þótt það gerði okkur ekki neitt og nú eru allir í góðu standi.“ Að sögn Helga snjóaði stanslaust frá því þeir urðu að gera hlé á ferð- inni á sunnudag fram að hádegi í gær. Þá hélt hins vegar áfram að skafa og um þrjúleytið fór að rofa til. Þá þurfti að berja úr beltunum á vélsleðunum áður en farið var af stað því að allt var frosið fast eftir hríðina. Þeir höfðu mat meðferðis, en engar græjur til að hita vatn eða annað. Helgi sagði. að þeir hefðu líka verið með bæði NMT- og GSM-síma. Ekki hefði verið hægt að ná sambandi gegnum NMT-sím- ann þar sem þeir sátu fastir. Ef ekkert hefði verið að færi hefðu þeir ekki átt eftir nema kortérs ferð á Þingvelli. Þaðan var fórinni síðan heitið yfir Hellisheiði og Mosfells- heiði til Hveragerðis. Hann sagði að þá hefði verið farið að gruna að hafin væri leit að þeim og síðan hefðu þeir hitt á leitarmennina á Þingvöllum upp úr klukkan fjögur í gær. Kvaðst Helgi vilja koma á framfæri þakklæti til björgunarsveitamannanna sem lögðu á sig að leita þeirra. Þjónusta númer eitt! Igg -» • . m MM ; * wm Opnunartlmi: Mánud. - föstud. kl. 9-18 laugardagar kl. 12-16 BÍLAÞING HEKLU Ni/Mr-r dH f nwtvJvM Ulvf/il Laugavegi 174,105 Reykjavík, sími 569-5500 wwv;.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is Til sölu Audi A4 station nýskráður 19/12/1996 sjálf- skiptur, 1800 vél, silfurgrár ekinn 30,000 km. Ásett verð 2.190.000. Ath, skipti á ódýrari. Nánari upplýsingar hjá Bíla- þingi Heklu, sími 569 5500. JÓN DAN JÓN Dan Jónsson, rit- höfundur og fyrrver- andi ríkisféhirðir, er látinn, tæplega 85 ára að aldri. Foreldrar Jóns voru Jón Einarsson, út- vegsbóndi á Brunna- stöðum á Vatnsleysu- strönd, og kona hans Margrét Pétursdóttir. Jón fæddist 10. mars 1915. Hann brautskráðist frá Verzlunarskóla Is- lands 1933, starfaði um skeið hjá sælgæt- isgerðinni Freyju og verksmiðj- unni Vífilfelli hf., en hóf störf í rík- isfjárhirzlum síðla árs 1946. Hann varð ríkisféhirðir 1956 og gegndi því starfi til ársloka 1977, er hann lét af störfum á eftirlaunum. Jón vakti fyrst athygli sem rit- höfundur árið 1956 með smásagna- safninu Þytur um nótt og enn á ný tveimur árum síðar með skáldsög- unni Sjávarföll. Árið 1960 komu út eftir hann skáldsög- urnar Nótt í Blæng og Bréf að austan, undir samheitinu Tvær bandingjasögur, og sex árum síðar fyrsta ljóðabók hans, Ber- fætt orð. Þekktastur er Jón fyrir skáldsög- ur sínar, en auk frum- raunanna eru þessar helstar: Atburðirnir á Stapa (1973), Síðasta kvöld í hafi (1977), Stjörnuglópar (1980), 1919 - Árið eftir spönsku veikina (1987) og smásagnasafnið Sögur af sonum (1989). Einnig skrifaði Jón nokkrar barnabækur og samdi leikrit, þ.á m. Brönugrasið rauða, sem sýnt var hjá Leikfélagi Akur- eyrar (1969). Eftirlifandi eiginkona Jóns er Halldóra Elíasdóttir og eiga þau fjögur uppkomin börn. ■ Jón Dan/35 SVEINN BJÖRNSSON SVEINN Björnsson, verkfræðingur og fyrr- verandi forstjóri SVR, lést í gær, 73 ára að aldri. Sveinn fæddist í Reykjavík 23. júní 1926. Foreldrar hans voru Þórunn Halldórs- dóttir húsmóðir og Björn Benediktsson netagerðarmeistari. Sveinn lauk stúdents- prófi frá MR 1946 og BS-prófi í iðnaðarverk- fræði frá Illinois Inst- itute of Teehnology í Chicago 1951. Að loknu námi starf- aði hann fyrst hjá netagerð föður síns. Hann var verkfræðingur hjá Iðnaðarmálastofnun íslands 1953- 1955 og frakvæmdastjóri stofnuni ar frá 1955-1971. Árið 1971 varð Sveinn framkvæmdastjóri Iðnþróunar- stofnunar íslands og forstjóri Iðn- tæknistofnunar árið 1978. Árið 1983 tók hann við starfi for- stjóra SVR og gegndi því til ársloka 1994. Sveinn gegndi ýms- um trúnaðarstörfum á starfsferli sínum. Hann var formaður BMM 1962-1966, sat í stjórn Stj órnunarfélagsins 1961-1968, í stjóm Rannsóknarráðs ríkis- ins 1965-1979 og for- maður þess 1972-1975. Auk þess sat hann í stjóm Verkfræðingafé- lags íslands um tíma. Sveinn var varaborgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins 1970-1983 og sat á því tímabili í fjölmörgum nefndum á vegum Reykjavíkurborgar. Eiginkona Sveins er Helga Grön- dal læknafulltrúi. Þau eignuðust fimm böm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.