Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.02.2000, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ljósmynd/Winnipeg Free Press Meðal Vestur-íslendinga í Kanada stendur yfir Qársöfnun til að tryggja framtíð íslenskudeildar og styrkja ís- lenska bókasafnið í Manitoba-háskóla í Winnipeg. Á myndinni eru frá vinstri: Ken Thorlakson, formaður fjár- öflunarnefndinnar, Emoke Szathmary, fulltrúi háskólans, Björn Bjarnason og Hörður Sigurgestsson. Styrkur til íslenskudeildar Manitoba-háskóla MEÐAL Vestur-íslendinga í Kan- ada stendur yfír fjársöfnun til að tryggja framtíð íslenskudeildar og styrkja íslenska bókasafnið í Mani- toba-háskóla í Winnipeg. Er þessi Sigmund í iru TEIKNING eftir Sigmund Jó- hannsson birtist ekki í blaðinu í dag þar sem hann var í fríi en Sigmund verður aftur á sínum stað í blaðinu á morgun. þáttur í starfí háskólans mjög mikil- vægur fyrir íslenskan menningararf í Kanada og gagnvart íslandi. Ríkisstjóm fslands, Eimskipafé- lag íslands hf. og Háskólasjóður Eimskipafélagsins taka þátt í söfnun- inni með samtals 50 milljón kr. fram- lagi, sem innt verður af hendi á næstu þremur árum. Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra og Hörður Sigurgestsson, for- stjóri Eimskipafélags íslands hf., skýrðu frá þátttöku Islendinga í söfn- uninni við hátíðlega athöfn í Mani- toba-háskóla sl. föstudag í tilefni af söfnuninni. Fyrir rúmlega hálfri öld söfnuðu Vestur-íslendingar fé til að koma íslenskudeildinni á fót en nú þyldr nauðsynlegt að styrkja hana í sessi með auknum fjárframlögum. Dr. Kenneth Thorlakson er for- maður fjáröflunamefndarinnar. Bjöm Bjamason afhenti honum bréf frá Davíð Oddssyni forsætisráð- herra, þar sem skýrt er frá þeim ásetningi ríkisstjómarinnar að leggja 30 m.kr. til söfnunarinnar á næstu þremur áram. Hörður Sigur- gestsson tilkynnti að Eimskipafélag- ið og háskólasjóður þess mundu leggja fram samtals 20 m.kr. á næstu þremur áram. AUs er ætlunin að safna 80 milijónu króna eða 1,6 m. kanadískra dollara. Sófar og sófasett —i Málþing um sakhæf börn og réttarkerfió Vantar heildstæða stefnumótun Bjarney Friðriksdóttir DAG verður haldið málþing um sakhæf börn og réttarkerfi á vegum Mannréttinda- skrifstofu Islands og Barnaheilla. Þingið verð- ur haldið í þingsal A á Hótel Sögu og hefst klukkan 13.00. Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra ávarpar mál- þingið.Bjarney Friðriks- dóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Islands, hefur annast undirbúning málþingsins. Hver var kveikjan að þessu málþingi? „Kveikjan að málþing- inu var sú að í fyrra unnu Barnaheill og Mannrétt- indaskrifstofan skýrslu um framfylgni við barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem sér- staklega voru tekin fyrir fjögur atriði - meðferð mála sakhæfra barna var eitt þeirra. Við gerð skýrslunnar, sem gefin var út af alþjóðahreyfingunni Save The Children, kom í ljós að það vora mjög takmarkaðar upplýsingar um stöðu og meðferð mála sak- hæfra barna og engin heilstæð stefnumótun í málum þeirra." -Hver er réttarstaða sak- hæfra barna? „Barn er einstaklingur undir átján ára aldri, bæði samkvæmt íslenskum lögum og barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Sak- hæfisaldur á Islandi er 15 ár og börn á aldrinum 15 til 18 ára sem eru sakborningar í máli lúta sömu lögum og fullorðnir, þó eru ýmis ákvæði í lögum sem kveða á um sérstaka meðferð mála þeirra og að við ákvörðun refsingar skuli taka sérstakt til- lit til aldurs þeirra. Flest börn sem hafa verið dæmd til refs- ingar hafa hlotið skilorðsbundna refsivist en forráðamenn þess- ara barna hafa lýst yfir áhyggj- um af því að þessum dómum sé ekki fylgt nægilega vel eftir með eftirliti og stuðningi við börnin. Onnur gagnrýni á með- ferð mála sakhæfra barna er að oft er ákærum á liendur þeim frestað vegna ungs aldurs og í nokkrum tilvikum hafa einstakl- ingar náð 18 ára aldri og eru þá komnir með þó nokkurn af- brotaferil en hafa ekki hlotið dóm. Þetta felur í sér misvís- andi skilaboð til barna því það er nauðsynlegt að þau sæti ábyrgð jafnframt því að komið sé til móts við þarfir þeirra með virkum úrræðum." -Hvað gerir mál barna ólík málum fullorðinna ? „Með fullgildingu barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna skuldbinda aðildarríki hans sig til að tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst og að gera allar nauðsyn- legar ráðstafanir á sviði lög- gæslu og stjórnsýslu til þess. Það er algengt að börn sem fremja af- brot eigi við vanda að etja sem getur verið af félagslegum toga eða vegna vímuefna- neyslu og úrræði í málum barna sem fremja afbrot verða að vera á þann veg að þeim sé veittur stuðningur sem aldur þeirra og aðstæður krefjast." -En hvað með fullnustu dóma - er það í samræmi við umræddan sáttmála að börn sitja af sér refsingu með full- orðnum? ► Bjamey Friðriksdóttir fæddist í Hafnarfirði 23. ágúst 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1988 og BA-prófi í mannfræði frá Há- skóla íslands 1994 og master- sprófi í alþjóðamálum frá Col- umbiaháskóla í New York. Hún hefur starfað m.a. hjá al- þjóðlegum samtökum um mann- réttindamenntun og á skrifstofu UNIFEM í New York, nú er hún framkvæmdastjóri Mannrétt- indaskrifstofú íslands. „Reynt er að forðast að dæma börn undir 18 ára aldri til refs- ingar í fangelsi en þó eru alltaf einhver dæmi um það. A Islandi hefur ekki verið venjan að vista unga fanga aðskilið frá fullorðn- um föngum en það er í andstöðu við ákvæði alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Sama á við um börn sem sæta gæsluvarðhaldi. Ein af tilmælum Evrópunefnd- arinnar um varnir gegn pynt- ingum og ómannlegri eða van- virðandi meðferð eða refsingu eftir heimsókn nefndarinnar til íslands 1998 var að þegar í stað yrðu gerðar ráðstafanir til að halda ungum föngum aðskildum frá fullorðnum. Nefndin mæltist og til að settar yrðu fram sér- stakar meðferðaráætlanir fyrir unga fanga og lagði til að ein- ungis sérvaldir starfsmenn ynnu með ungum föngum." - Hafa orðið breytingar í þessum efnum nýlega? „í lok árs 1998 gerðu Fang- elsismálastofnun og Barna- verndarstofa með sér samkomu- lag. Þar er kveðið svo á að stefnt skuli að því að fangar yngri en 18 ára verði að jafnaði vistaðir á meðferðarheimilum sem rekin eru samkvæmt ákvæðum laga um vernd barna og ungmenna þar sem fram fari sérhæfð meðferð. Þetta er skref í rétta átt en einn annmarki á þessu samkomulagi er sá að lágmarksmeð- ferðartími er sex mánuðir og það er háð vilja barnsins. Þau velja því stundum styttri afplánun í fangelsi fremur en meðferðarúrræðið. Á málþing- inu á Hótel Sögu verða þessi mál rædd, það gera sérfræðing- ar á þessu sviði; Ingibjörg Benediktsdóttir héraðsdómari, Anni Haugen félagsráðgjafi og dr. Jón Friðrik Sigurðsson sál- fræðingur. Umræður verða eftir erindin.“ Börn eiga ekki að vera vistuð með fullorðnum föngum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.