Morgunblaðið - 29.02.2000, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 27
VIÐSKIPTI
Hagnaður Opinna kerfa hf, jókst um 143% á milli ára
„Það gekk nánast
allt upp á árinu“
OPIN KERFI hf. Úr reikningum ársins 1999, samstæða:
Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) Tekju- og eignarskattar 3.809 3.508 -21 -90 2.694 2.548 -27 -27 +41% +38%
Hagnaður af reglulegri starfsemi Aðrar tekjur Áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga 189 87 -60 92 17 -20 +105% +412%
Hagnaður ársins 216 89 +143%
Efnahagsreikningur 3i.des.: 1999 1998 Breyting
Eignir samtals Milljónir króna 2.409 1.736 +39%
Eigið fé 798 551 +45%
Skuldir og hlutdeild minnihl. 1.610 1.185 +36%
Skuldir og eigið fé samtals 2.409 1.736 +39%
Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting
Arðsemi eigin fjár Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfall Veltufé frá rekstri Milljónir króna 38,5% 33% 1,41 320 37,1 % 0,331 % 1,23 215 +49%
OPIN kerfi hf. skiluðu 216 milljóna
króna hagnaði á árinu 1999, sem er
143% aukning frá árinu áður, en þá
nam hagnaðurinn 89 milljónum
króna. Hagnaður af reglulegri starf-
semi var 189 milijónir króna sem er
105% aukning miðað við íyrra ár þeg-
ar hann var 92 milljónir króna. Þá
jókst veltufé frá rekstri úr 215 millj-
ónum króna árið 1998 í 320 milljónir
króna árið 1999 og er það aukning um
49% á milli ára.
Heildarvelta samstæðunnar jókst
um 41% og er nú 3.809 milljónir króna
en var 2.694 milljónir króna árið áður.
Eigið fé samstæðunnar um áramót
var 798 milljónir króna og hækkaði
um 248 milljónir króna á árinu eða
45% og arðsemi eigin fjár hækkar úr
37,1% í 38,5% á milli ára.
Gylfi Amason, framkvæmdastjóri
Opinna kerfa, segist ánægður með
árangurinn enda hafi niðurstöður
ársins verið nánast í öllum liðum betri
en áætlanir gerðu ráð fyrir.
„Þetta er betra en við vonuðumst
eftir og er fyrst og fremst því að
þakka að það gekk nánast allt upp á
árinu. Ef hægt er að líkja svona fyrir-
tæki við vél þá snerust öll tannhjólin í
henni, það komst hvergi sandur í
tannhjólin. Það er sennilega einstakt
og ekki víst að við fáum slíkt ár aftur.
Þetta hefur reynt mikið á mannskap-
inn hjá okkur en það hafa allir sem
einn lagt sig fram, dag og nótt, og
þess vegna er árangurinn svona góð-
ur,“ segir Gylfi.
Af 216 milijóna króna hagnaði sam-
stæðunnar skilar móðurfélagið sjálft
tæpum 109 milljónum króna frá
reglulegri starfsemi, sem er 152%
aukning frá fyrra ári, framlag dóttur-
og hlutdeildarfélaga er 51 milljón
króna, sem er 77% aukning frá í
fyrra, og loks nam söluhagnaður
hlutabréfa 56 milljónum króna á ár-
inu.
Gylfi segir að mikið verk hafi unn-
ist í innri skipulagsmálum og hagræð-
ingu hjá móðurfélaginu auk þess sem
birgðastýring hafi verið virk. Þá hafi
velta móðurfélagsins aukist um 34% á
árinu 1999 en það mun vera fimmta
árið í röð sem veltuaukning móðurfé-
lagsins fer yfir 30%. Velta móðurfé-
lagsins á árinu 1999 nam 2.198 millj-
ónum króna.
Framlag dóttur- og hlutdeildar-
félaga 51 milljón króna
Dóttur- og hlutdeildarfélög gengu
einnig vel og námu sem fyrr segir 51
milljón króna af hagnaði ársins. Þetta
er sá hagnaður sem fæst að frádregn-
um afskriftum af yfirverði sem greitt
var fyrir hlutabréftn á sínum tíma. I
uppgjöri samstæðunnar nema áhrif
dóttur- og hlutdeildarfélaga hins veg-
ar 60 milljóna króna frádrætti frá
hagnaði af reglulegri starfsemi en þar
segir Gylfi að tekið sé tillit til hlut-
deildar minnihluta í dótturfélögun-
um.
„Til að mynda hjá Skýrr hf. þar
sem hagnaður var á annað hundrað
milljónir, þá eigum við í raun 51% af
honum en af því að það er dótturfélag
okkar þá er allur hagnaðurinn skráð-
ur hjá okkur og svo er hlutdeild
minnihluta dregin frá aftur.
Nú sem fyrr er bókfært verð hluta-
bréfaeignar Opinna kerfa verulega
undir markaðsvirði. I þeim felst því
töluverð dulin eign.“
Áætlað er að árið 2000 muni sam-
stæðan skila um 210 milljónum króna.
Gert er ráð fyrir áframhaldandi vexti
og enn meiri aukningu eftirspumar
eftir vörum og þjónustu fyrirtækis-
ins, einkum fyrir rekstrarþjónustu og
vörur tengdar stærri tölvukerfum.
Aðalfundur félagsins verður hald-
inn 9. mars og verða þar meðal ann-
ars lagðar fram tillögur um 42 millj-
ónir króna arðgreiðslu eða 100% af
nafnvirði hlutafjár, fimmfalda jöfnun
hlutabréfa, 10% hlutafjáraukningu og
heimild til kaupa á eigin hlutum.
Uppfyllir væntingar
markaðsadila
Smári Rúnar Þorvaldsson hjá
rannsóknum íslandsbanka F&M,
hafði þetta um uppgjör Opinna kerfa
að segja:
„Markaðsaðilar voru mjög
bjartsýnir á uppgjör Opinna kerfa í
sínum spám og tókst félaginu fyllilega
að uppfylla væntingar þeirra. Félag-
inu tekst að halda birgðamálum í
mjög góðu horfi þrátt fyrir mikinn
vöxt en samsetning viðskiptaki’afna
gæti verið hagkvæmari og er það til
skoðunar að sögn forráðamanna fyr-
irtækisins. Binding fjármagns í
rekstrinum er í algjöru lágmarki sem
er mjög skynsamlegt í rekstri upp-
lýsingatæknifyrirtækja. Stjómend-
um fyrirtækisins hefur tekist mjög
vel að nýta þekkingu sína á rekstri
upplýsingatæknifyrirtækja til fjár-
festinga í tengdum rekstri. Gera má
ráð fyrir að áframhald verði á slíkum
fjárfestingum og er fjárfesting fé-
lagsins í @Ipbell merki um það.
Félagið ætlar að jafna hlutafé í fé-
laginu fimmfalt sem er einsdæmi á ís-
lenskum markaði og verður athygli-
vert að fylgjast með hvemig
markaðurinn bregst við þeirri fi-étt.
Seljanleiki eykst við jöfnun sem þessa
og auk þess kann þetta að hafa áhrif á
gengi félagsins til hækkunar vegna
sálrænna áhrifa. Einnig felst í jöfnun
sem þessari skilaboð frá stjórnendum
um enn frekari vöxt í framtíðinni.
Önnur tilkynning frá félaginu vek-
ur athygli en félagið hyggst greiða út
100% arð á sama tíma og það fer fram
á heimild til hlutafjáraukningar.
Heppilegri leið væri að fara í end-
urkaup á eigin bréfum og gætu hlut-
hafar þá valið hvort þeir fengju arð-
greiðslu eða ekki. Félagið gæti svo
selt þau bréf aftur út á markað þegar
þörf væri á fjármagninu til rekstrar-
ins,“ segir Smári.