Morgunblaðið - 29.02.2000, Page 51

Morgunblaðið - 29.02.2000, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Reynslan af innflutningi búfjár er neytendum í hag ENN stendur yfir heit umræða um inn- flutning norskra fóst- urvísa til kynbóta á ís^ lenska kúastofninum. I þessu sambandi er rétt að skoða þann innflutn- ing búfjár sem þegar hefur verið firam- kvæmdur, þá reynslu sem bændur og neyt- endur hafa fengið af honum, og ekki er síð- ur athygli vert að skoða þá umfjöllun sem fram til þessa hef- ur komið fram um þann innflutning. Pau egg sem íslenskum neytendum standa til boða í dag eru öll úr hænum sem hafa orðið til með innflutningi, stöðugt eru flutt inn frjógvuð egg, þannig er viðhaldið af- kastagetu stofnsins. Sömu sögu er að segja um alla alifuglaframleiðslu. Það er áleitin spurning hvort nokk- ur framleiðsla eggja eða alifugla væri í landinu ef ekki hefði verið unnið af framsýni að kynbótum með innflutningi erlendra stofna. Fyrir fáum árum ákváðu svínabændur að kynbæta þann stofn svína sem fyrir var í landinu með innflutningi sem hefur skilað þeim árangri að í dag er íslenskt svínakjöt fyllilega sam- keppnishæft hvað gæði snertir og neytendur sjá svo sannarlega lægra verð á svínakjöti í dag. Reyndar má segja að að aukin hagkvæmni svína- ræktar vegna innflutnings hafí haft veruleg áhrif til lækkunar á öllum kjöttegundum neytendum til góða. Nýlega hafa verið birtar niður- stöður úr samanburðartilraun á ís- lenskum nautum annars vegar og hins vegar blendingsnautum af Li- mosín- og Angus-kyni sem hafa orð- ið til vegna innflutnings fósturvísa frá Danmörku. Það er skemmst frá því að segja að erlendu kynin þó blendingar séu hafa yfirburði um- fram þá íslensku hvað varðar vaxt- arhraða, fóðurnýtingu og bragð- gæði. Með ræktun þessara erlendu stofna eru kúabændur mun betur í stakk búnir til að bjóða neytendum betra kjöt á hagstæð- ara verði en hafa jafn- framt betri afkomu af framleiðslu sinni. Inn- flutningur sá sem hér hefur verið gerð grein fyrir varð allur án um- ræðu almennings eða vísindamanna. En nú er komið að íslensku kúnni og þó að sú um- sókn sem nú liggur óaf- geidd á borði landbún- aðarráðherra hafi farið í gegnum þá þröngu síu sem lögin um inn- flutning dýra gera ráð fyrir, rétt eins og ann- ar innflutningur búfár, þá bregður svo við að upp rísa alls kyns spekingar til mótmæla. Vísindamenn sem þögðu þunnu hljóði þegar fluttir voru inn naut- gripir, svín og hænsnfuglar risu nú upp og gerðu allt í einu mikið úr smithættu vegna innflutnings fóst- urvísa í tilraunaskyni. Ótal aðilar hafa í ræðu og riti étið hver eftir öðr- um allskyns „rök“ gegn innflutningi, jafnvel forsætisráðherra mælti gegn innflutningi í hátíðaræðu. Þó sumar ræður forsætisráðherra virðast settar fram án mikillar rökhyggju (sbr. Hólaræða) þá tekur fólk þó eft- ir því sem Davíð segir. En hvers vegna skyldu þeir sem standa að umsókn um innflutning fósturvísa í tilraunaskyni ekki hætta við fram- kvæmdina eftir öll þau gjörninga- veður sem á þeim hafa dunið? Það er vegna þess að talið er fullvíst að hlið- stæður árangur í mjólkurfram- leiðslu náist með erlendum kynbót- Kúakyn Imynduð umhyggja fyr- ir íslensku kúnni, segir Guðmundur Lárusson, getur hugsanlega þýtt það að kúabændur tapi í samkeppni um hylli neytenda. um og hefur fengist með innflutningi þeirra búfjártegunda sem ég hef gert grein fyrir í þessari grein. Með þátttöku íslands í al- þjóðasamningum um aukið frelsi í viðskiptum milli þjóða (WTO) er ljóst að ekki verður hægt að standa að öllu gegn auknum innflutningi landbúnaðarvara í nánustu framtíð. Þess vegna getur framtíð íslensks landbúnaðar ráðist af því hvernig hægt er að ná niður kostnaði, auka framleiðni og þar með að bjóða neyt- endum landbúnaðarafurðir á sem sambærilegasta verði þegar tekið er tillit til gæða framleiðslunar. Eggja-, alifugla- og svínabændur eru í dag án efa mun betur í stakk búnir til að mæta aukinni sam- keppni eftir þær kynbætur sem þeir hafa sótt mótmælalaust frá öðrum löndum. En kúabændur eiga víst að höfða til þjóðemiskenndar, fortíðar- hyggju og ofurástar neytenda á ís- lensku kúnni þegar kemur að auk- inni samkeppni. Þannig getur ímynduð umhyggja fyrir íslensku Aðalfundur líienska Hugbúnaöarsjóðsins hf. Aðalfundur íslenska Hugbúnaðarsjóðsins verður haldinn að Hótel Loftleiðum, Þingsal 1-4, miövikudaginn 1. mars 2000 og hefst kl. 14:00. Guðmundur Lárusson Sorgar og samúðarmerki Borið við miimingarathafair ogjarðariarir. Allur ágóði rennur til líknarmála. Fæst á bensínstöðvum, í Kirkjuhúsinu og í blómaverslunum. H KRABBAMEINSSJÚK BÖRN HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 4.06. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum. 3. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlut samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga. 4. Önnur mál sem eru löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi skulu hafa borist í hendur stjórnar meö skriflegum hætti, eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, aö Laugavegi 77, Reykjavík, hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Til þess að hafa atkvæöisrétt á fundi skal hluthafi hafa verið skráöur í bækur félagsins í síðasta lagi 8 dögum fyrir fundinn. í byrjun fundar skal athuga hvort fundarmenn hafi rétt til aö sitja fundinn og greiða atkvæöi, samkvæmt 2. mgr. 4.07. gr. í samþykktum félagsins. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við upphaf fundarins. Að aðalfundinum loknum munu fyrirtæki í eigu sjóðsins kynna starfsemi sína. Reykjavík, 21. febrúar 2000 Stjórn íslenska Hugbúnaðarsjóðsins hf. ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 5A~ kúnni hugsanlega þýtt það að kúa- bændur tapi í samkeppni um hylli neytenda og mjólkurframleiðsla og -vinnsla leggist að mestu af hér á landi. Þó landbúnaðarráðherra hafí ekki sagt þvert nei við umsóknum um innflutning, heldur leikið þann biðleik að vísa málinu í enn einn sniglahópinn (sniglahópur = nefnd á vegum Guðna) er ljóst að í eðli sínu er hann á móti þessum innflutningi en hefur þó ekki þá burði sem þarf til að afgreiða málið. Mikil er sú ábyrgð sem ráðandi menn þessarar þjóðar taka á sínar herðar með því að vinna gegn framþróun einstakra atvinnuvega og stofna þar með af- komu fjölda fólks í hættu. Er það ekki miklu fremur þeirra hlutverk að stuðla að framþróun og styrkja þannig atvinnulífið, en að hugsa eins og bóndi einn í næstu sveit sem grætur nánast fortíðina í hvert sinn er hann rífur af dagatalinu en vill jafnframt helst af öllu slá því á frest að takast á við framtíðina? Aratuga notkun og fjöldi vísindarannsókna staðfesta hollustu Kyolic. öheilsuhúsið Heimaslða: mælir meö KYOLIC www.kyolic.com rORVULA 1 S«tuc-' Það mælir allt með Kyolic Höfundur er kúabóndi í Ámessýslu. Dreifing: Logaland ehf. ELFA-OSO hitakútar og túbur Ryðfríir kútar með áratuga frábæra reynslu. Stærðir á lager: 30—50—80—120—200 og 300 lítra. Getum útvegað stærðir frá 400—1.000 lítra. Blöndunar-, öryggis- og aftöppunarlokar fylgja. Ennfremur bjóðum við hitatúbur frá 6—1200 kW og elektróníska vatnshitara fyrir vaska og handþvott. ELFA-VÖSAB olíufylltir ofnar Fallegir, einstaklega jafn og þægilegur hiti, engin rykmengun, lágur yfirborðshiti. Thermostatstýrðir. Kapall og kló fylgja. • í Stærðir á lager: 400—750—800 og 1.000 W. j Hæð: 30 eða 60 sm. Getum einnig útvegað tvöfalda ofna. * HAGSTÆTT VERÐ! Einar Farestveit&Cohf Borgartúni 28, ® 562 2901 Mánaðarlega getur þú komið í Apótekið þar sem hjúkrunarfræðingur og lyfjafræðingur verða til ráðgjafar Hugað verður að heifsvnní í Apótekínu Smáratorgi, miðwktfdogínn 1. mars kf. 14.00 tíl 18.00 2. mars i Apótekími Nýkaupí í Krínglunní og í Apóiekínv Firðí í Hofnarfirði frá 14.00 tl! 18.00 Huqaö ad heilsunni Allar mælingar verða skráðar í þina eigin bók sem afhent verður við fyrstu heimsókn 20. mars veröur hugaö að heilsunni í Apótekinu Smáratorgi í Kópavogi - í Apótekinu í Nýkaupi Kringlunni 21. mars. Apótekinu á Smiðjuvegi 22. mars, Apótekinu Hafnarfiröl 23. mars, Apótekinu löufelli 24. mars, Apótekinu Suöurströnd 27. mars, Apótekinu Spönginni 28. mars, Apótekinu Mosfellsbœ 29. mars og í Apótekinu Sketfunni 30. mars. anotkurs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.