Morgunblaðið - 03.03.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913
53. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Augusto Pinochet leystur úr lialdi í Bretlandi og heldur aftur til Chile
Fagnað sem hetju í Chile
en saksókn er hugsanleg
London. Reuters, AFP.
AUGUSTO Pinochet, fyrrverandi
einræðisherra Chile, hélt í gær til
heimalands síns eftir að Jack Straw,
innanríkisráðherra Bretlands,
ókvað að leysa hann úr haldi á þeirri
forsendu að hann væri ekki fær um
að verja sig fyrir rétti sökum heilsu-
brests. Andstæðingar Pinochets
lýstu ákvörðuninni sem „afbökun á
réttlætinu" en stuðningsmenn hans
í Chile bjuggu sig undir að fagna
honum sem hetju við heimkomu
hans í dag.
Rannsóknardómari í Chile hefur
hins vegar undirbúið málsókn á
hendur Pinochet og kvaðst í gær
ætla að helga sig því verkefni á
næstunni þar sem hann teldi „góð
skilyrði" í landinu fyrir réttarhöld-
um í máli hans.
Skömmu eftir að Straw tilkynnti
ákvörðun sína var Pinochet fluttur í
bifreið frá dvalarstað sínum nálægt
London þar sem hann hafði verið í
stofufangelsi. Herþota frá Chile
beið eftir honum á herflugvelli í
austurhluta Englands og hélt af stað
laust eftir klukkan eitt eftir hádegi.
Straw varði ákvörðun sína í bréfi
til sendiherra fjögurra Evrópuríkja,
Spánar, Frakklands, Sviss og Belg-
íu, sem höfðu vonast til þess að geta
sótt Pinochet til saka. Hann sagði að
breskir læknar hefðu komist að
þeirri niðurstöðu að Pinochet gæti
ekki komið fyrir rétt vegna heila-
skemmda eftir að hafa tvívegis feng-
ið vægt heilablóðfall í haust. „Málið
hefur rennt stoðum undir þá megin-
reglu að þeir sem fremja mannrétt-
indabrot í einu landi geta ekki álitið
sig óhulta annars staðar. Þetta verð-
ur varanlegur afrakstur þessa
máls,“ bætti ráðherrann við.
Hreyfing útlaga frá Chile í Bret-
landi sagði hins vegar að Straw
hefði „brugðist mannréttindamál-
staðnum" og sakaði stjórnvöld í
Bretlandi, Chile og á Spáni um að
hafa lagt á ráðin um að leysa deiluna
um framsal Pinochet til að komast
AP
Belgi heldur á mynd af Pin-
ochet með áletruninni „morð-
ingi“ í kröfugöngu í Brussel.
sagði Reed Brody, talsmaður Hum-
an Rights Watch. „En sú staðreynd
að hann var handtekinn og að kröfu
hans um friðhelgi var hafnað hefúr
þegar orðið til þess að heimurinn
hefur skroppið saman í augum ein-
ræðisherra úti um allan heim.“
■ Sviptur friðhelgi?/28
Stuðningsmenn Augustos Pinochets í Santiago í Chile fagna þeirri
ákvörðun breskra stjórnvalda að leysa hann úr haldi og fylgjast með
brottför flugvélar hans frá Brctlandi í beinni sjónvarpsútsendingu.
hjá frekari vandræðum. „Það er ein-
faldlega of hentugt fyrir viðkomandi
ríki að Pinochet, sem gat veitt löng
og greinargóð viðtöl fyrir örfáum
mánuðum, skuli nú allt í einu teljast
ófær um að skilja ákærurnar á
hendur sér.“
Spánverjar sætta
sig við ákvörðunina
Spænsk stjórnvöld sögðust ætla
að virða ákvörðun Straws en Balt-
azar Garzon, dómarinn sem óskaði
eftir þvi að Pinochet yrði framseldur
til Spánar, hét því að óska eftir
handtöku Pinochets ef hann færi
aftur frá Chile.
Franska stjórnin kvaðst harma
ákvörðun Straws og vona að Pin-
ochet yrði sóttur til saka í Chile.
Svissneskur saksóknari, sem hafði
reynt að fá Pinochet framseldan til
Sviss, gagnrýndi ákvörðun Straws
harkalega og lýsti Bretlandi sem
„gi'iðastað glæpamanna".
Belgísk yfirvöld sögðust ekkert
ætla að aðhafast frekar í málinu.
Forystumenn mannréttinda-
hreyfmga voru vonsviknir en sögðu
að málið hefði beint athyglinni að
öðrum einræðisherrum. „Það eru
hræðileg vonbrigði fyrir þúsundir
fórnarlamba Pinoehets að hann
verði ekki sóttur til saka á Spáni,“
Enn meiri flóðum spáð í Mósambík og annar fellibylur stefnir að landinu
Óttast að hjálpin
berist of seint
Maputo. Reuters, AFP.
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum og
fjórum Evrópuríkjum sögðust í gær
ætla að senda björgunarsveitir og
hjálpargögn á flóðasvæðin í Mós-
ambík eftir að hafa verið gagnrýnd
fyrir að bregðast seint við náttúru-
hamförunum. Hjálparstofnanir ótt-
uðust að hjálpin dygði ekki og bærist
of seint.
Hundruð þúsunda manna eru enn
í hættu á flóðasvæðunum og búist er
við að ástandið versni á næstu dög-
um. Spáð var enn meira úrhelli í
næstu viku vegna fellibylsins Gloríu
sem stefndi að strönd Mósambík í
gær og búist var við vatnavöxtum í
ám sem liggja um landið.
Bandaríkjastjórn kvaðst ætla að
senda 900 hermenn, sex stórar þyrl-
ur og litla báta til að taka þátt í
björgunarstarfinu í Mósambík, auk
sex flutningavéla sem eiga að flytja
þangað hjálpargögn.
Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og
Frakkar ákváðu einnig að senda
þyrlur, flutningavélar, báta og hjálp-
argögn til landsins.
Aætlað er að um 10.000 manns bíði
enn björgunar á húsþökum og trjám
eftir mestu flóð í landinu í hálfa öld.
Malaría, kólera og fleiri sjúkdómar
hafa þegar breiðst út á flóðasvæðun-
um, auk þess sem mikill skortur er á
matvælum.
Reuters
Þorpsbúar i Músambík bíða björgunar á húsþaki nálægt mynni árinnar
Limpopo, sem flæddi yfír bakka sína í mestu flúðum í landinu í hálfa öld.
Sellafield
Irar íhuga
málsókn
RÍKISSTJÓRN írlands hefur
hug á að höfða mál gegn ríkis-
stjórn Bretlands fyrir Evrópu-
dómstólnum og krefjast þess að
Sellafield-kj arnorkuendur-
vinnslustöðinni verði lokað, að
því er dagblaðið Irish Times
greindi frá í gær. Nýleg skýrsla
um brot á öryggisreglum stöðv-
arinnar er talin veita írsku
stjórninni lagalegan grundvöll
til málsóknar í fyrsta skipti.
Joe Jacob, ráðherra orku- og
samskiptamála írsku stjórnar-
innar, sagði eftir viðræður við
Helen Liddel, viðskipta- og iðn-
aðarráðherra Bretlands, að
lokun Sellafield væri nú fyrir
alvöru á dagskrá hjá írsku rík-
isstjórninni. Skýrslan um Sella-
field hefði leitt í Ijós, að víða
væri pottur brotinn í öryggis-
málum stöðvarinnar og niður-
stöðumar væru einfaldlega slá-
andi.
I skýrslunni, sem birt var í
febrúar, sagði breska kjarn-
orkueftirlitið, að kerfisbundin
stjórnunarmistök væru ástæða
þess að starfsmönnum hefði
reynst unnt að falsa öryggis-
skýrslur.
Jacob sagði, að Michael
McDowell, háttsettur embætt-
ismaður í dómsmálaráðuneyt-
inu, hefði kannað lagalegar
hliðar málsins undanfarið og
allt benti til, að fljótlega yrði
hægt að hefja málsókn fyrir
Evrópudómstólnum. Irsku
stjórninni hefði árum saman
verið bent á að hana skorti
lagalegan grundvöll til að krefj-
ast lokunar Sellafield en nú
væri loks hægt að grípa til að-
gerða.
Vilja auka olíu-
framleiðsluna
London. AFP.
OLÍUMÁLARÁÐHERRAR Sádi-
Arabíu, Venesúela og Mexíkó sögðu í
gær að þörf væri á að auka olíufram-
leiðsluna í heiminum vegna mikilla
verðhækkana. Þeir bættu þó við að
frekari samningaviðræður væru
nauðsynlegar til að ákveða hversu
mikið þyrfti að auka framleiðsluna
og hvenær það yrði gert.
Þetta er í fyrsta sinn sem olíu-
málaráðherra Sádi-Arabíu lýsir því
yfir opinberlega að auka þm-fi fram-
leiðsluna.
Ráðherrarnir komu saman í Lond-
on til að undirbúa fund OPEC, sam-
taka olíuútflutningsríkja, í Vín 27.
þessa mánaðar. Búist er við að þá
verði ákveðið að hækka framleiðslu-
kvóta samtakanna.
Olíumálaráðherrar ríkjanna
þriggja áttu stóran þátt í því að
OPEC náði samkomulagi á síðasta
ári um að minnka framleiðsluna, sem
varð til þess að olíuverðið þrefaldað-
ist og hefur ekki verið hærra í níu ár.
MORGUNBLAOW 3. MARS 2000