Morgunblaðið - 03.03.2000, Síða 11

Morgunblaðið - 03.03.2000, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 11 Ovenjulegar aðstæður íslenskra rafvirkja í Grænlandi Áís- bjarna- slóðum við Scor- esbysund SÆVAR Árnason, rafvirki hjá Samskipum, var ásamt félaga sín- um, Kristni Jóni Amarssyni, um tæplega tveggja vikna skeið á ísbjarnaslóðum við Scoresbysund í febrúar sl. Þeir unnu í Græn- landi við uppsetningu þurrkunar- stöðvar fyrir selskinn fyrir fyrir- tækið Nuuka AS. Sævar hefur farið til Græn- lands í svipuðum erindagjörðum undanfarin ár. Til stóð að þeir fé- lagar gistu í húsi í Scoresbysundi, sem er 550 manna þorp, en húsið brann skömmu áður en þeir komu til landsins. Þeim var þá útveguð gisting í Kap Torben í um 10 km fjarlægð frá bænum, í húsi sem gekk undir heitinu ísbjarnahúsið. I húsinu var hvorki sími né vopn. Sævar segir að á þessu svæði hafist eingöngu við veiðimenn. Honum var sagt frá því þegar tveir Grænlendingar, sem bjuggu í næsta húsi við þá, voru að koma af veiðum og vom eltir af ísbirni. Þeir komust inn í húsið en upp- götvuðu þá að þeir voru orðnir skotfæralausir. Þeir heyrðu þruskið í ísbirninum fyrir utan húsið meðan þeir hringdu eftir hjálp til Scoresbysund. Þaðan komu menn innan tíðar og skutu björninn. Sævar segir að stórir ísbirnir hiki ekki við að ráðast inn í hús séu þeir svangir. Þeir geti einnig átt það til að ráðast að mönnum á sleðum en forðist vélsleða séu húnar með í hópnum. Sævari var einnig sagt frá annarri fjölskyldu sem bjó skamint frá húsi þeirra í Kap Torben. Fjölskyldufaðirinn var út.i á veiðum þegar fjölskyld- an heyrði þrusk fyrir utan húsið. Þegar fólkinu varð litið út um glugga sá það í trýnið á ísbirni. ís- bjöminn var að bisa við að brjóta sér leið inn í húsið þegar fjöl- skyldufóðurinn bar að garði og náði hann að fella dýrið. Veiðimennirnir komu að máli við þá fyrsta kvöidið sem þeir Næsti nágranni Sævars og Kristins var nýbúinn að flá ísbjörn sem hann skaut við húsið þeirra. Sævar kominn í hús eftir að hafa verið villtur á ísnum um morguninn er hann var að leita að sleðaforum til bæjarins. dvöldu í húsinu og höfðu miklar áhyggjur af því að þeir væm óvopnaðir. Þeir lánuðu þeim riffil sér til varnar en sjálfir eru veiði- mennirnir með hunda umhverfis sína bústaði. Veiðimennimir sögðu þeim að það væri ekki óal- gengt að ísbirnir færu inn í hús þegar hungrið syrfi að þeim. Sævar svaf því í tíu nætur með riffil sér við hlið. Þeir fóra jafnan á snjósleðum í myrkri frá húsinu að sínum vinnu- stað inni í bænum og aftur úr vinnu í myrkri. Mikil hætta er á því að menn villist á þessum slóðum og út á ísinn þegar skefur í slóð- irnar eftir hundasleða og snjósleða. Síðasta kvöldið sem Sævar og Kristinn voru í húsinu gerði mikinn skafrenn- ing. Þeir höfðu ætlað sér að fara þetta kvöld að þorpinu. Sævar tók þá riffilinn með sér og fór út á ísbreiðuna að leita að slóðinni. Hann villtist en þegar hann loks fann slóðina heim að húsinu á ný hafði einn veiðimað- urinn gert hundasleða kláran til að leita að honum. Frostið fór mest í 34 gráður meðan þeir voru þarna og magnast frostið margfalt þegar menn eru komnir á ferð á snjósleðum. Kristinn hafði ekki heilgrímu og kól hann í andliti eitt sinn þegar þeir félagar voru að fara á milli staða. Sævar segir að návígið við miskunnarlausa náttúruna á þess- um slóðum sé engu líkt. Læknir í Scoresbysundi sagði Sævari frá atburði sem gerðist þarna fyrir ekki löngu síðan. Þá hafði græn- lensk stúlka lent í óhappi á snjó- sleða og lenti hún í klónum á sleðahundum sem drápu hana. Það er því ekki að undra að sleða- hundar eru jafnan hafðir í hlekkj- um og víða inni í bæjunum eru reistar girðingar þar sem óhætt er að skilja börn eftir meðan for- eldrar bregða sér frá. Bakki fram- seldi BAKKA til Bakka HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt fyrir- tækið Bakka hf. til að hætta að nota vörumerki sitt, þar sem sölufélagið Bakki sé eigandi þess. Sölufélagið Bakki var stofnað að tilstuðlan Bakka hf., en síðan hafa ýmsar hrær- ingar verið í Bakkamálum. Vörumerkið BAKKI var skráð hjá Einkaleyfastofu í júlí 1995 og var eig- andi þess Bakki hf. Hnífsdal. í ágúst sama ár samþykkti stjórn félagsins að taka þátt í stofnun sölufélagsins Kaldár og skyldi vörumerkið B AKKI vera eign Kaldár. Nafni Kaldár var breytt í Bakka söluskrifstofu hf. með ákvörðun aðalfundar í ágúst 1996. Framkvæmdastjóri Bakka í Hnífsdal framseldi vörumerkið til Bakka sölu- skrifstofu í ágúst 1996. í október 1996 heimilaði Bakki söluskrifstofa Bakka í Hnífsdal notkun á vörumerk- inu BAKKI og var það skilyrði sett að Bakki söluskrifstofa sæi um sölu og markaðssetningu afurða Bakka. Á árinu 1996 var heiti útgerðarfé- lagsins Osvarar í Bolungarvík, sem Bakki hf. Hnífsdal var aðili að, breytt í Bakka Bolungarvík hf. og samein- uðust Bakki hf. í Hnífsdal og Bakki Bolungarvík hf. í október 1996 undir nafninu Bakki hf. Bakki hf. samein- aðist síðan Þorbimi hf. Grindavík í júlí 1997 undir nafni Þorbjarnar hf., sem stofnaði Bakka hf. með heimilis- fang í Bolungarvík í ágúst 1998 og í desember sama ár keypti félagið Naseo ehf. meirihluta í félaginu. í janúar 1999 tilkynnti Bakki hf. Bakka söluskrifstofu hf. um uppsögn á sölusamningnum. í framhaldi af því tilkynnti Bakki söluskrifstofa hf. að Bakka hf. væri hvorki heimilt að nota orðið BAKKI í firmaheiti né til auð- kenningar á framleiðsluvörum. Hæstiréttur segir, að stjóm Bakka hf. Hnífsdal hafi samþykkt framsal vömmerkisins til Bakka söluskrif- stofu hf. Hafi það verið heimilt sam- kvæmt ákvæðum laga um vöramerki og form framsalsins verið gilt. Var talið að þegar Bakki hf. sagði upp sölusamningnum hefði forsenda þess, að félagið mætti nota vöram- erkið, brostið og notkunin því óheimil án leyfis Bakka söluskrifstofu hf. Þá var talið að Bakki hf. hefði ekki sýnt fram á að rök stæðu til annars en þess að heimildarbresturinn næði einnig til notkunar orðsins Bakki í firmaheiti félagsins. Var þar með staðfest niðurstaða héraðsdóms um að Bakka hf. væri óheimilt að merkja framleiðslu með orðinu BAKKI og félagið skyldi breyta heiti sínu, þann- ig að orðið Bakki væri ekki notað. Fé- laginu var gert að afmá heitið úr hlutafélagaskrá að viðlögðum dag- sektum. Sýknaður af broti á læknalögum HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað mann af ákæra um brot á læknalög- um. Maðurinn birti tilkynningu, þar sem hann auglýsti sig sem „Doetor of Oriental Medicine" með austræn læknisfræði að sérgrein. Hæstirétt- ur sagði að þar hefði hann hvorki kallað sig lækni né sagst stunda lækningar þannig að bryti gegn lögum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn til greiðslu sektar. I dóminum kemur fram að mað- urinn lauk eins árs námi í nuddi og fékk starfsleyfi sem nuddfræðingur í ríkinu Nýju Mexíkó í Bandaríkj- unum. Hann hefði að loknu þriggja ára námi og sérstöku prófi fengið leyfi til þess að kalla sig „Doctor of Oriental Medicine" og starfa á grundvelli þess í sama ríki. Hann leitaði eftir leyfi heilbrigðisyfir- valda hér til að mega starfa sem sjúkranuddari og við nálastungum- eðferðir. Hæstiréttur segir að ekki verði séð að umsóknirnar hafi verið afgreiddar. „Fallast má á það, sem fram kemur í héraðsdómi, að heil- brigðisyfirvöld hafi dregið að setja reglur um það, sem þar er nefnt óhefðbundnar lækningar," segir Hæstiréttur. Rétturinn féllst heldur ekki á að maðurinn hefði brotið bann lækna- laga við skottulækningum. Læknum veitt heimild til að eiga hlut í lyfjabúðum I NYJU framvarpi til lyfjalaga, sem heilbrigðisráðherra hefur lagt fram á Alþingi, eru heimildir starfandi lækna, tannlækna og dýralækna til að eiga hlut í lyfjafyrirtækjum rýmk- aðar, svo framarlega að þessi hlutur hafi ekki teljandi áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra. Um leið era lögin hins vegar þrengd að því leytinu til að þau verða einnig látin taka til maka lækna og barna undir 18 ára aldri en um þessa aðila gilda engar hömlur í dag. Samkvæmt núgildandi lögum er læknum bannað að vera eigendur að lyfjabúðum enda heíúr verið talin hætta á hagsmunaárekstram í þessu sambandi, þ.e. að læknir ávísaði á lyf sem hann sjálfur hefði hag af því að selja. Aðspurð um það hveiju breyting- arnar nú sættu sagði Guðríður Þor- steinsdóttir, skrifstofustjóri lög- fræðiskrifstofu heilbrigðisráðu- neytisins, að breyttar aðstæður kölluðu á að ekki væri fortakslaust bann við því að læknar ættu hlut í fyr- irtæki sem ræki lyfjaverslun. Mætti nefna sem dæmi að nú væri farið að reka lyfjaverslanir í hlutafélagaformi og benti Guðríður á að ef farið væri nákvæmlega eftir núgildandi lögum mætti læknir t.d. ekki fjárfesta í hlutabréfasjóði vegna þess að sjóður- inn ætti e.t.v. hlutabréf í fyrirtækjum eins og KEA eða Baugi, sem bæði reka lyfjaverslun. Guðríðm- sagði erfitt að setja ná- kvæmar reglur um það hversu stór hlutur lækna mætti vera en skv. framvarpinu yrði hins vegar heimilt að kveða nánar á um það í reglugerð. Guðríður neitaði því hins vegar að sú þrenging á lögunum, sem fælist í því að láta þessi lög einnig taka til nánustu ættingja lækna, væri tilkom- in af gefnu tilefni. Á hinn bóginn byði það upp á þann möguleika, að menn reyndu að fara í kringum lögin, ef slík ákvæði tækju ekki einnig til nánustu ættingja. NATURAL COSMETICS Jason Aloe Vera 84% Hand & body lotion á sér enga sinn líka* Prófa&u ogiþú munt sjá árangur i silkintjúkri húð. • Innihelclur 84% hreint Aloe Vera • Bætt með Jurtate Extract • Róar, mýkir og græðir • Er ofnæmisprófað og inniheldur rétt pH stig • Innihcldur UV sólarvörn Fæst í sérverslunum og apótekum um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.