Morgunblaðið - 03.03.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.03.2000, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Stórt verslunarhús byggt við Langholt Færa þarf götuna og hitaveitulögn EINKAHLUTAFÉLAGIÐ Hymir ehf. ætlar að byggja um 1.500 fer- metra verslunarhúsnæði á einni hæð á 7.000 fermetra lóð sem fé- lagið fékk úthlutað við Langholt á Akureyri. Um er að ræða stálgr- indarhús og er stefnt að því að hefja framkvæmdir með vorinu og að húsið verði tilbúið næsta haust. Eins og fram kom í Morgunblað- inu hefur verið rætt um að Bónus setji upp verslun í nýja húsinu. Guðmundur Marteinsson fram- kvæmdastjóri Bónuss sagði að fyr- irtækið hafi verið að skoða þann möguleika á hverju ári að koma til Akureyrar á ný. „Við teljum okkur eiga fullt erindi norður en endan- leg ákvörðun um hvort af því verð- ur liggur þó ekki fyrir. Við ætlum að hugsa okkar gang fram á vor- ið,“ sagði Guðmundur. Einn af þeim möguleikum sem hefur verið til skoðunar hjá Bónus er fyrir- hugað verslunarhús við Langholt. Vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda þarf að færa hluta Lang- holtsins til austurs um tæpa 40 metra og jafnframt að færa hita- veitulögnina sem er í götunni til vesturs, meðfram Hörgárbraut- inni. Gunnar Jóhannesson á tækni- deild Akureyrarbæjar sagði stefnt að því að bjóða út flutning götunn- ar um helgina en að framkvæmdir á lóðinni gætu ekki hafíst fyrr en búið yrði að flytja hitaveitulögn- ina. Hin nýja lega Langholtsins er yfir mýrarsvæði og þarf að hækka götuna nokkuð. Gunnar sagði að gatan ætti vafalaust eftir að síga nokkuð, bæði á framkvæmdartím- anum og eins fyrstu mánuðina á eftir. Parna verður því malarvegur fyrst um sinn, eða fram undir vet- urnætur, eins og Gunnar orðaði það. Innkeyrslan frá Undirhlíð verð- ur tæpum 40 metrum austar en gatan mun liggja í boga og koma til baka upp undir Miðholt. „Þetta er um 160 metra götukafli og mun um helmingur leiðarinnar liggja í boga,“ sagði Gunnar en skiladagur á verkinu er áætlaður um mánaða- mótin apríl/maí. Margir sýnt áhuga Bjarni Reykjalín arkitekt á arki- tektastofunni Form teiknar nýja húsið og hann sagði stefnt að því hefja framkvæmdir um leið og snjóa leysir. Hann sagði að hönn- unarvinna væri í fullum gangi, auk þess sem verið er að leita tilboða í Morgunblaðið/Kristján Gunnþór Hákonarson og Erling Erlingsson, starfsmenn Akureyrarbæj- ar, voru að dýptarmæla á lóðinni við Langholt í gær, þar sem fyrirhugað er að byggja verslunarhúsnæði á næstu mánuðum. Töluverðar breyt- ingar verða á þessu svæði, því í húsnæði á móti fyrirhugaðri verslun hefur Bónusvideo opnað myndbandaleigu og Domino’s pizzastað, þar sem áður var rekin verslun með vélsleða o.fl. og dekkjaverkstæði. stálgrindarhús erlendis frá. Bjarni svæðinu, eða 6-8 metrar að sögn sagði þetta svæði mjög gott fyrir Bjarna og er nú m.a. verið að verslunarrekstur og að margir hafi kanna hvernig hagkvæmast sé að sýnt því áhuga. Nokkuð djúpt er standa að framkvæmdinni. niður á burðarhæfan jarðveg á Fjórða Vetraríþróttahátíð ÍSÍ Setningarathöfn í Skautahöllinni VETRARÍÞRÓTTAHÁTÍÐ ÍSÍ 2000 verður sett í Skautahöllinni á Akureyri laugardaginn 4. mars kl. 17.15. Hestamenn og aksturs- íþróttamenn verða með sýningu á flötinni og tjöminni austan við höllina kl. 17 sama dag. Við setn- ingarathöfnina verða flutt ávörp, þá verður skrautsýning og list- danssýning auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir íþrótta- keppni dagsins. I tengslum við upphaf hátíðar- innar verður íshokkímót í dag, föstudaginn 3. mars, og hefst það kl. 18 þar sem etja kappi lið Skautafélags Akureyrar, Skauta- félags Reykjavíkur og Bjarnarins í 4. og 5. flokki en það heldur svo áfram á laugardag frá kl. 8 til 14.30. Opið verður fyrir almenning í Skautahöllinni eftir setningarat- höfn vetraríþróttahátíðar eða frá kl. 18.30 til 21 á laugardag en einnig er opið fyrir almenning á sunnudag frá kl. 13 til 18. Mikið verður um að vera um helgina í tengslum við hátíðina. Keppt verður í svigi barna 9 ára og yngri í Hlíðarfjalli og þar fer einnig fram Þórsmót í göngu fyrir 12 ára og yngri á laugardag, en sama dag verður einnig snjó- brettakeppni í fjallinu. Þá verður Ferðafélag Akureyrar með létta sklðaferð um Eyjafjarðarbakka á laugardag. Keppt verður í krullu (curling) á snjóþrettum og skíðum á sunnu- dag, en þann dag kl. 14 mun Bjöm Bjamason menntamálaráðherra taka nýjan veitingaskála, Strýtu í Hlíðarfjalli, í notkun. í næstu viku verður svo boðið upp á skíðagöngunámskeið fyrir alla fjölskylduna við gönguhúsið í Hlíðarfjalli. Kristnihátíð hefst í Þingeyjarprófastsdæmi „Lifandi kirkja í ljósi sögunnar“ HÁTÍÐAHÖLD í Þingeyjarprófasts- dæmi vegna 1000 ára kristni í landinu hefjast formlega á sunnudag, 5. mars. Yfirskrift kristnihátíðarhaldanna er „Lifandi kirkja í ljósi sögunnar“. Öllum kirkjuklukkum í kirkjum prófastsdæmisins, 24 að tölu, verður hringt samtímis, kl. 13 á sunnudag, en þær em á svæðinu frá Svalbarði á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð austur að Sauðanesi á Langanesi. Þennan dag verður messað í a.m.k. einni kirkju í hverju prestakalli og munu börn og unglingar taka þátt í helgi- haldinu enda ber daginn upp á Æsku- lýðsdag þjóðkirkjunnar. Skipulagðir hafa verið nokkrir við- burðir í tengslum við kristnihátíðina í prófastsdæminu, en í lok apríl, þann 30., verður bamastarfshátíð þar sem öll böm sem starfað hafa í kirkju- starfi prófastsdæmisins koma saman. Hátíðarguðsþjónusta verður í Húsa- víkurkirkju í lok júlí í tilefni opnunar kirkjumunasýningar í Safnahúsinu. Þar verða sýndir kirkjumunir úr kirkjum prófastsdæmisins auk þess sem sýndar verða skuggamyndir af kirkjum og kirkjumunum úr Þingeyj- arprófastsdæmi sem Sigurður Pétur Björnsson hefur tekið saman. Ný kirkja, Þorgeirskirkja, vígð við Ljósavatn Ný kirkja á Ljósavatni, Þorgeirs- kirkja, verður vígð 6. ágúst í sumar af biskupi íslands, herra Karli Sigur- bjömssyni. Þann dag verður hátíðar- dagskrá við Goðafoss með fjöl- breyttri dagskrá, en m.a. verður fluttur stuttur leikþáttur um þann at- burð er Þorgeir Ljósvetningagoði kastaði goðum í Goðafoss. Jónas Kristjánsson frá Fremstafelli í Kinn skrifaði þáttinn en Amór Benónýs- son frá Hömrum í Reykjadal leik- stýrir. Leikþátturinn verður fluttur á fossbrúninni. Síðasti liður dagskrárinnar verður unglingahátíð við Vestmannsvatn þar sem unglingar úr Þingeyjai'- og Eyjafjarðarprófastsdæmum koma saman við leik og störf í ágústmánuði. ------------------------ Sýning Iðunnar opin um helgina SÝNING Iðunnar Ágústsdóttur í Vín í Eyjafjarðarsveit verður opin um helgina á afgreiðslutíma blóma- skálans, en hún var framlengd vegna óveðurs um síðustu helgi. Yfirskrift sýningarinnar er Forréttur og þar gefur að líta um 20 verk. Síðar á ár- inu mun Iðunn efna til tveggja sýn- inga og ber þá á borð fyrir gesti sína aðal- ogábætisrétti. Eigum örfáa PQLflRIS árg. 2000 Akureyri Dalsbraut 1, sími 462 2840 Sfi PofarisoM. Kópavogi '•i/ Smiðjuvegi 4, sími 577 5040 Kirkjuvika hefst í Akureyrarkirkju í 21. sinn Umhverfi og hjálparstarf í brennidepli KIRKJUVIKA verður haldin í Ak- ureyrarkirkju í tuttugasta og fyrsta sinn og hefst hún á sunnu- dag, 5. mars, með fjölskylduguðs- þjónustu. Kirkjuvika var fyrst haldin á föstunni árið 1959 að furmkvæði sr. Péturs Sigurgeirssonar, þáverandi sóknarprests og siðar biskups, og er hún hugsuð sem liður í því að brjóta upp hefðbundna þætti fastra dagskrárliða í kirkjunni og Ieggja áherslu á sérstök málefni sem eru ofarlega á baugi hverju sinni. Að þessu sinni verður heimurinn allur, umhverfi og hjálparstarf í brennidepli og bæði er um að ræða sérstaka dagskrá og einnig fléttast atriðin inn f fasta liði kirkjunnar. Kirkjuvikan er haldin annað hvert ár en hitt árið á móti er haldin Kirkjulistavika þar sem listrænir atburðir eru áberandi. Margir góðir gestir koma og segja frá dvöl sinni í Afríku og á Indlandi, tónlist verður flutt frá ýmsum heimsálfum og munu einnig tónlistarmenn og kórar koma við sögu, en þar má nefna Beyene Kait- assie og Galle Stoka frá Eþíópíu, Gunnar Kvaran sellóleikara, Kór Menntaskólans á Akureyri, Ommu- kórinn, Kór Tónlistarháskólans í Pitea í Norður-Svíþjóð, Barna- og unglingakór Akureyrarkirkju og Kór Akureyrarkirkju. Öllum fimm ára börnum í sókn- inni verður sérstaklega boðið á upphafsatriði vikunnar, en þar fá þau afhenta bókina Kata og Óli fara í kirkju. Að auki er öllum nemend- um í 7. bekk Lundar-, Oddeyrar- og Brekkuskóla boðið í kirkjuheim- sókn, sóknarprestar fara ásamt Önnu Ólafsdóttur, framkvæmda- stjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, í framhaldsskólana og þá verða bi- blfulestrar, kyrrðarstund og opið hús fyrir eldri borgara á sfnum stað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.