Morgunblaðið - 03.03.2000, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 27
Rússar hafna sáttaum-
leitunum Maskhadovs
Rússneskir hermenn taka sér stöðu í fjalllendi í Vedeno-gljúfri í Suður-Tsjetsjníu. Þangað hafa skæruliðar
aðskilnaðarsinna hörfað undan sókn Rússa.
Rætt um Tsjet-
sjníudeiluna
á fundi Rússa
og Vesturlanda
í Portúgal
Moskvu, Gudermes, Lissabon. AP, AFP.
EINN yflrmaður rússneska hers-
ins í Tsjetsjníu sagði í gær að
Rússar stefndu að því að hafa unn-
ið fullnaðarsigur yfir aðskilnaðar-
sinnum á innan við viku. En haft
er eftir öðrum foringja í hernum
að átökin geti átt eftir að dragast
fram á sumar. Hermt er að Tsjet-
sjenar berjist enn í litlum hópum í
nágrenni við bæinn Shatoi, sem
Rússar náðu á sitt vald á mánudag.
Aðskilnaðarsinnar halda enn fjór-
um þorpum í suðurhluta Tsjetsjníu
en ekki er vitað hversu margir
þeirra eru enn bardagafærir.
Rússnesk yfirvöld segjast vera
byi'juð að draga herlið sitt til baka
frá Tsjetsjníu og að lögreglumenn
leysi nú í vaxandi mæli hermenn af
hólmi.
Forseti Tsjetsjníu og leiðtogi
uppreisnarmanna, Aslan Maskh-
adov, hvatti í gær stjórnvöld í
Kreml til að ganga til samninga-
viðræðna við Tsjetsjena til að
binda enda á átökin. Rússnesk
stjórnvöld höfnuðu þegar í stað
umleitan Maskhadovs. Talsmaður
rússneskra stjórnvalda í málefnum
Tsjetsjníu, Sergei Jastrzhembsky,
minnti á að Maskhadov væri eftir-
lýstur uppreisnarmaður í Moskvu.
Igor Sergeyev, varnarmálaráð-
herra landsins, kvað fastar að orði.
„Maðurinn er glæpamaður, það
þarf ekki að hafa um þetta fleiri
orð,“ sagði Sergeyev.
Robinson fær að
fara til Tsjetsjníu
Rússar féllust í gær á að leyfa
yfirmanni mannréttindamála hjá
Sameinuðu þjóðunum, Mary
Robinson, að ferðast til Tsjetsjníu
til að kynna sér ástand mála þar af
eigin raun. Robinson hefur ítrekað
farið fram á að fá að fara til Tsjet-
sjníu en hingað til hafa Rússar
ekki viljað verða við þeirri beiðni. í
yfírlýsingu frá rússneska utanrík-
isráðuneytinu í gær var þó tekið
skýrt fram að ferð Robinson feli
ekki í sér staðfestingu á því að
Rússar séu reiðubúnir að vinna
með alþjóðlegum stofnunum að
mannúðarmálum í Tsjetsjníu.
í gær komu fulltrúar Evrópu-
sambandsins, Bandaríkjanna og
Rússa saman til tveggja daga
fundar í Lissabon, höfuðborg
Portúgals. Upphaflega var ætlunin
að ræða samvinnu ríkjanna í mál-
efnum Balkanskaga og Mið-Aust-
urlanda en búist er við að ástandið
í Tsjetsjníu verði fyrirferðarmikið
umræðuefni. Vesturlönd hafa
gagnrýnt Rússa harðlega fyrir
meint mannréttindabrot rússneska
hersins í héraðinu. Nokkuð hefur
þó dregið úr reiði Vesturlanda eft-
ir að upp komst að myndbands-
upptaka sem sagt var að staðfesti
grimmdarverk Rússa, var ekki það
sem menn höfðu ætlað. Þýskur
sjónvarpsfréttamaður sagðist hafa
SALTVATNSFYLLINGAR, sem
notaðar hafa verið til brjósta-
stækkana, hafa verið til athugun-
ar hjá matvæla- og lyfjaeftirliti
Bandaríkjanna (FDA) sem nú hef-
ur samþykkt áframhaldandi sölu
fyllinganna gegn því að konum sé
gerð grein fyrir mögulegum fylg-
ikvillum aðgerðarinnar. Algengt
er að fyllingarnar leki þannig að
nýrrar aðgerðar sé þörf.
Um 130.000 konur fóru í
brjóstastækkun í Bandaríkjunum
á sfðasta ári, þar sem sílikonpok-
ar með saltvatnsfyllingu voru not-
aðir til stækkunarinnar. En nýleg
könnun Mentors, eins framleið-
anda saltvatnsfyllingana, fyrir
FDA leiddi í ljós að 27% fylling-
anna höfðu verið fjarlægð innan
þriggja ára frá aðgerð. I flestum
tilfellum voru fyllingarnar fjar-
lægðar vegna sýkingar eða leka,
að sögn talsmanns FDA. f um 9%
tilfella leka fyllingarnar innan
þriggja ára og rýrnar þá brjóstið
þannig að nýrrar aðgerðar er
þörf. Því lengur sem konur eru
hins vegar með saltvatnsfyllingar,
því líklegra er að þær þjáist af
hliðarverkunum vegna fylling-
anna. En skv. einni rannsókn
þjáðust um 73% kvenna með salt-
vatnsfyllingar af hliðarverkunum.
fest á band er rússneskir hermenn
lögðu illa út leikin lík tsjetsjneskra
uppreisnarmanna í fjöldagröf og
var fullyrt að merki um pyntingar
hefðu sést á líkunum. Komið hefur
í ljós að þýski fréttamaðurinn hafði
keypt upptökuna af blaðamanni
rússneska dagblaðsins Izvestia og
sagði sá að myndbandið sýndi
greftrun uppreisnarmanna sem
fallið hefðu í bardögum. Rússnesk-
ir ráðamenn hafa sagt að upp-
ákoman sýni að fjölmiðlar á Vest-
urlöndum séu reiðubúnir að trúa
öllu upp á rússneska herinn í
Tsjetsjníu.
„Það er ótrúlegt að litið sé svo
á að þetta sé eitthvað sem þú
verðir að umbera ef þú ert með
brjóstafyllingar," sagði dr. Steph-
en Li frá séraðgerðasjúkrahúsi í
New York og kvað tíðni mistaka
hættulega háa.
Ekkert þykir hins vegar benda
til að saltvatnsfyllingarnar séu
heilsuspillandi eða valdi hættu-
legum sjúkdómum, en nokkuð
hefur borið á að konur með salt-
vatnsfyllingar haldi hinu gagn-
stæða fram.
Saltvatnsfyllingar
sjaldgæfar hér á landi
Saltvatnsbrjóstafyllingar eru
algengasta gerð brjóstafyllinga í
Bandaríkjunum þar sem notkun
sílikonfyllinga hefur að mestu
verið bönnuð.
Að sögn lýtalæknanna Sigurðar
E. Þorvaldssonar og Rafns A.
Ragnarssonar eru saltvatnsfyll-
ingar hins vegar tiltölulega sjald-
gæfar í Evrópu, sem og hér á
landi, þar sem sílikonfyllingar
njóta meiri vinsælda. Að sögn
Rafns leka saltvatnsfyllingarnar
einhvern tímann í langflestum til-
vika þannig að þörf er á nýrri að-
gerð, en hann sagði salt.vatnið
sjálft þó ekki valda neinu tjóni.
Albright
ekki
forseti í
Tékklandi
MADELEINE Albright, ut-
anríkisráðherra Bandaríkj-
anna, hefur bundið enda á
vangaveltur um, að hún verði
næsti forseti Tékklands. í yf-
irlýsingu, sem hún lét frá sér
fara í gær, segist hún vera
upp með sér vegna þessara
bollalegginga en ekki muni þó
til þess koma, að hún verði eft-
irmaður Vaclavs Havels, nú-
verandi forseta. Albright er
fædd í Tékklandi, skírð Marie
Jana Korbelova, en fluttist
þaðan 10 ára gömul 1949.
Flýði fjölskyldan ofsóknir
kommúnista. Albright fer í
fjögurra daga heimsókn til
gamla landsins í næstu viku
en þá verður þess minnst, að
150 ár eru frá fæðingu Tomas
Masaryks, fyrsta forseta
tékkóslóvakíska lýðveldisins
1918.
Hamas-liðar
felldir
ÍSRAELSKIR sérsveitamenn
felldu þrjá Palestínumenn í
gær er þeir umkringdu hús í
þorpinu Taibeh í Norður-ísra-
el. Er það eingöngu byggt ar-
öbum. Sagt er, að mikið af
sprengiefni hafi verið- í húsinu
og hafi mennirnir verið að
undirbúa hryðjuverk. ísraelsk
yfirvöld fullyrða, að mennimir
hafi tilheyrt hinum herskáu
Hamassamtökum meðal Pal-
estínumanna.
Kínverjar
varnarlitlir
gegn alnæmi
KÍNVERJAR eru hugsanlega
varnarlausari gegn alnæmi en
sumir aðrir kynþættir og er
ástæðan sú, að í þeim er yfir-
leitt ekki að finna erfðafræði-
lega stökkbreytingu, sem veit-
ir nokkra vörn gegn veirunni.
Hafa kínverskir vísindamenn
komist að þessari niðurstöðu.
I Bandaríkjunum finnst stökk-
breytingin í tíunda hverjum
manni en aðeins í einum af
hverju þúsundi í Kína. Talið
er, að um 400.000 Kínverjar
hafi smitast af alnæmi.
Veldur of
mikið joð
ðfrjósemi?
Á SÍÐUSTU árum hafa oft
verið fréttir um, að frjósemi
karla fari minnkandi og eink-
anlega í svokölluðum velferð-
arríkjum. Bandarískir vísinda-
menn telja sig nú hafa fundið
ástæðuna: Joðbætt salt. Segja
þeir, að fyrst hafi orðið vart
við minni sæðisframleiðslu hjá
karlmönnum um 1960 og eink-
anlega hjá þeim, sem voru
fæddir um 1924. Þá var fyrst
farið að joðbæta salt í Banda-
ríkjunum. Það var vegna þess,
að joðskortur getur valdið
andlegum vanþroska. Vísinda-
mennirnir sýndu fram á með
rannsóknum á músarungum,
að þeir, sem fengu lítið joð,
höfðu helmingi stærri eistu og
meiri sæðisframleiðslu en
þeir, sem fengu meira en nóg
af joðinu.
„Ofurkennarar“
settir yfír breska
„tossaskóla“
Daily Telegraph.
NÝR hópur „yfirskólameistara"
verður ráðinn til að hafa yfir-
umsjón með þeim gagnfræða-
skólum í
Bretlandi
sem sýna lé-
legan náms-
árangur að
því er dag-
blaðið Daily
Telegraph
greindi frá í
gær.
Skóla-
meistararnir,
sem verða alls
tíu talsins, hljóta um fimm sinn-
um hærri laun en kennarar í
Bretlandi almennt, eða 100.000
pund á ári, andvirði um 12 millj-
óna ki’óna. Hverjum skólameist-
ara verður falið að hafa yfirum-
sjón með 3-5 skólum og ber þeim
að bæta námsárangurinn.
Hissa á
ofurlaunum
Kennarar tóku andköf þegar
David Blunkett, menntamála-
ráðherra Bretlands, gaf upp hver
áformuð laun „ofurkennaranna"
yrðu, og Doug McAvoy, formað-
ur bresku kennarasamtakanna,
sakaði Blunkett um að horfa að-
eins á tölfræðina við samanburð
á skólunum. „Ég hvet til, að tillit
sé tekið til annarra þátta eins og
heimilisaðstæðna, kyns, sér-
kennsluþarfa og fjölda nem-
enda,“ sagði McAvoy.
Að mati Blunketts eru auknir
erfiðleikar, sem skólar í efna-
minni hverfum þurfa að sigrast
á, ekki afsökun fyrir lélegum
árangri nemenda. McAvoy telur
hins vegar, að þá sé um leið verið
að gefa í skyn að kennarar geri
minni kröfur til fátækari nem-
enda, sem sé móðgun við þá sem
leggi allt sitt af mörkum til að
bæta kennslu í þeim skólum.
70 skólar af 3.000
Ný reglugerð menntamála í
Bretlandi kveður svo á að a.m.k.
15% nemenda í hverjum skóla
verði að ná grunnskólaprófi ár
hvert. Þeim skólum sem hafi
ekki náð þessu takmarki fyrir
2003 verður síðan hugsanlega
lokað. En 70 af rúmlega 3.000
gagnfræðaskólum í Bretlandi
hafa verið undir þessum mörkum
sl. tvö ár.
Vandkvæði brjósta-
stækkunar
könnuð hjá FDA
Gaithersburg, Maryland. AP.