Morgunblaðið - 03.03.2000, Page 28

Morgunblaðið - 03.03.2000, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Stuðningsmenn fagna og andstæðingar harma lausn Augustos Pinochets Hugsanlega sviptur frið- helgi í Chile AP Andstæðingar Augustos Pinochets ganga með kröfuborða fram hjá hæstarétti landsins í miðborg Santiago í gær. Á borðanum stendur: „Samtök ættingja þeirra sem teknir voru af lífí af pólitískum ástæðum." Lundúnum, Santiago,. Reuters, AP, AFP. STUÐNINGSFOLK Augustos Pin- ochets, fyrrverandi einræðisherra Chile, skutu í gær töppum úr kampa- vínsflöskum og andstæðingar hans grétu vonbrigðistárum þegar fréttin af lausn hans úr stofufangelsi í Bret- landi barst til ehilesku höfuðborgar- innar Santiago. En þegar einræðis- herrann fyrrverandi lendir þar í dag, eftir 16 mánaða stofufangelsisdvöl í Englandi, á hann von á fleiru en fögnuði stuðningsmanna og skömm- um andstæðinga. Chileskur rann- sóknardómari hefur verið að undir- búa málsókn gegn honum í 68 liðum. Handtaka Pinochets, sem nú er 84 ára, og lögfræðislagurinn sem fylgdi í kjölfarið hefur sett áður óþekkt for- dæmi í alþjóðarétti. Nú hafa í fyrsta sinn fyrrverandi einræðisherrum verið gefin skýr skilaboð um, að þeir geti ekki lengur reitt sig á að njóta friðhelgi frá málsókn, hvorki í eigin heimalandi né erlendis. Ákvörðun Jack Straw, innanríkis- ráðherra Bretlands, um að sleppa Pinochet, sem tvívegis fékk vægt heilablóðfall sl. haust, byggðist á þeirri niðurstöðu óháðrar lækna- nefndar, að skert andleg heilsa hans gerði hann ófæran um að gangast undir réttarhöld. Sonur Pinochets, sem einnig heitir Augusto, sagði í Santiago að faðir sinn hefði tekið fréttinni af ákvörðun Straws „af mikilh stillingu, eins og hans er von og vísa, án þess að bera tilfinningar sínar á torg“. „Martröðin er yfirstaðin," sagði Luis Cortes Villa, fyrrverandi hers- höfðingi í Chileher og forstöðumað- ur Pinochet-stofnunarinnar í Santia- go. „Réttlætið hefur sigrað,“ sagði hann. Nokkrar götur sem næst liggja húsnæði Pinochet-stofnunar- innar höfðu verið skreyttar í chi- lesku fánalitunum og lögreglan lok- að þeim, þar sem búizt var við að hundruð stuðningsmanna einræðis- herrans fyrrverandi myndu safnast þar saman til að fagna heimkomu hans. En í höfuðstöðvum samtakanna Ættingjar handtekinna og horfinna, sem hafa sérhæft sig í að grafast fyr- ir um örlög fólks sem varð fyrir barðinu á harðstjórn Pinochets á ár- unum 1973-1990, var stemmningin dapurleg. Þar sló þögn á viðstadda, þegar fréttin barst frá Lundúnum. 58 kærur En samtímis því að flugvél chi- leska flughersins hóf sig á loft frá enskum herflugvelli var chileski dó- marinn Juan Guzman Tapia að leggja síðustu hönd á málsókn á hendur Pinochet fyrir voðaverk sem unnin voru á valdaárum hans. Allt í allt hafa 68 kærur verið lagðar fram gegn Pinochet í Chile á síðustu tveimur árum. Að kærunum standa hópar eins og Kommúnistaflokkur Chile, fyrrverandi pólitískir fangar, ættingjar horfins fólks og einkaaðil- ar sem telja hann ábyrgan fyrir þús- undum mannrána, pyntinga og morða. En til þess að mögulegt sé að draga Pinoehet fyrir rétt í heima- landi hans þyrfti að svipta hann frið- helgi þeirri sem hann nýtur sem öld- ungadeildarþingmaður, sem hann lét skipa sig til æviloka er hann lét af embætti æðsta yfirmanns heraflans árið 1998. Andres Zaldivar, forseti öldungadeildarinnar, sagði í gær að hugsanlega yrði Pinochet sviptur friðhelgi. „Það er hægt að svipta hann þeim forréttindum sem hann nýtur, rétt eins og gildir um alla aðra þegna þessa lands,“ sagði Zaldivar í símavið- tali við útvarpsstöðina Radio Coopera- tiva. Dóttir Pinochets, Jaqueline Pin- ochet, sagði í sjónvarpsviðtali að faðir sinn væri tilbúinn til að svara til saka. Zaldivar, sem dvaldi í útlegð á Spáni í valdatíð Pinochets, sagði að Guzman dómari yrði að sækja um það til þingdeildarinnar að Pinochet yrði sviptur friðhelgi, og að ákvörð- un dómarans yrði síðan að staðfesta hjá áfrýjundardómstóli í Santiago og loks hjá hæstarétti landsins. Guzman sagði í fyrradag, að hann væri að íhuga að leggja fram umsókn um að Pinochet yrði sviptur friðhelgi og látinn svara til saka fyrir að bera ábyrgð á aftökum án dóms og laga, morðum, pyntingum og hvarfi 1.198 stjómarandstæðinga á valdatíma hans. Og samtök ættingja horfinna hafa líka sagzt munu fara fram á að Pinochet verði sviptur friðhelgi sinni er hann snýr aftur til Chile. 3.197 dauðsföll Eftir því sem Sannleiks- og sátt- anefnd sú, sem komið var á fót eftir að lýðræðisumskipti höfðu orðið í landinu eftir að Pinochet lét af völd- um árið 1990, kemst næst, má rekja dauða 3.197 manna til harðstjórnar Pinochets. Einræðisherrann fyrr- verandi hefur hins vegar aldrei viljað viðurkenna að nein mannréttinda- brot hafi verið framin í valdatíð hans. Juan Gabriel Valdes, utanríkis- ráðherra Chile, sagði að málið hefði valdið landinu miklum álitshnekki og Pinochet ætti sjálfur mesta sök á handtökunni þar sem hann hefði „forsmáð almenningsálitið í heimin- um og þá sem gagnrýndu mannrétt- indabrotin í Chile“. Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði að það ylli sér von- brigðum að Pinochet yrði ekki sak- sóttur en bætti við að ákvörðun Straws sýndi muninn á einræðis- stjóm hans og réttarríki. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og ein af dyggustu stuðningsmönnum Pin- ochets, sagði að hann hefði reynst Bretum vel í Falklandseyjastríðinu 1982 og þeir hefðu endurgoldið það með „þrálátum pólitískum árásum". Fjársöfnun Helmuts Kohls misjafnlega tekið Bcrlfn. Reutcrs, AP, AFP. Helmut Kohl gengur fram hjá fréttamönnum fyrir utan heimili sitt í Berlín í gær. marka sem Kohl hefur játað að hafa tekið við frá ótilgreindum vel- unnurum flokks- ins á síðustu valdaárum sín- um. Biedenkopf í leiðtogasætið? Vitað er að Kohl er í mun að geta haft áhrif á hver velst í leið- togasæti CDU eftir að Wolfgang Scháuble, arftaki Kohls, lætur af því á flokksþingi í byrjun aprfl. í gær virtust líkur á því að Kurt Herskáir Albanar í Suður-Serbíu Spenna milli þjóðernishópa Gnjilanc. AP. FREGNUM þess efnis, að Helmut Kohl væri að safna fé til að mæta sektum sem vænta má að Kristilega demókrataflokknum í Þýzkalandi (CDU) verði gert að greiða vegna ólöglegra framlaga sem Kohl hefur viðurkennt að hafa tekið við, var tekið af tortryggni í gær, bæði utan raða flokksins sem innan. Þykir þetta út- spil kanzlarans fyrrverandi ekki til þess fallið að hjálpa mikið upp á til- raunir til að binda enda á ÍJármála- hneykslið sem steypt hefur flokknum í verstu kreppu sem hann hefur lent í frá stofnun fyrir yfir 50 árum. Kohl staðfesti fyrir fréttamönnum í gær að hann væri að reyna að leggja sitt af mörkum til að bæta fjármála- stöðu CDU, sem nýlega var gert að greiða sem svarar um 150 milljónum króna í sekt fyrir brot á lögum um fjármögnun stjómmálaflokka, og má búast við frekari sektum á grundvelli þess sem fram hefur komið um ólög- leg og vafasöm vinnubrögð við fjár- málastjóm flokksins. Er Kohl fór frá íbúð sinni í Berlín í gær vörpuðu fréttamenn spurning- um til hans um hvað honum gengi til með fjársöfnuninni. Hann svaraði að- eins að tilgangurinn væri „góður“. Friedrich Merz, nýkjörinn formaður þingflokks CDU og systurflokksins CSU á þinginu í Berlín, sagðist í gær fagna hverju því skrefi sem Kohl stigi til að bæta þann fjárhagslega skaða sem hann hefur valdið flokknum. En hann sagðist ennfremur ekki eiga von á því að þessi fjársöfnun hans væri til þess fallin að draga úr þeim hnekki sem traust fólks á flokknum hefur beðið vegna fjármálahneykslisins. Og Franz Múntefering, fram- kvæmdastjóri Jafnaðarmannaflokks- ins, sagði „erfitt að trúa því hvað sé í raun að gerast“. „Þetta er allt ótrú- lega vandræðalegt,“ sagði Múntefer- ing. „Þetta er afturfor til hins sama gamla Kohls, sem heldur að hann geti gert gott úr öllu með peningum. Ein- kunnarorð hans em: ,þegið þið bara og elskið mig’.“ A ARD-sjónvarpsstöðinni og í dag- blaðinu Bild hefur verið greint frá því að Kohl hafi safnað sex milljónum marka, andvirði um 22 milljóna króna, frá fjársterkum vinum sínum í viðskiptalífinu. Þessi upphæð sam- svarar því sem gera má ráð fyrir að CDU verði gert að greiða í sekt vegna þeirra u.þ.b. tveggja milljóna Biedenkopf, gamall innanflokks- andstæðingur Kohls og núverandi forsætisráðherra Saxlands, yrði fyrir valinu sem málamiðlunarlausn, svo að aukið svigrúm gæfist til að ná sátt í flokknum um framtíðarleiðtoga. Dagblaðið Die Welt greindi frá því í gær að Biedenkopf, sem nú stendur á sjötugu, hefði hitt hóp áhrifamanna í flokknum í Lúbeck, sem vildu að hann tæki að sér að gegna flokksfor- mennskunni unz þeir erfiðleikar sem flokkurinn á við að etja núna séu yfir- staðnir. Lízt þessum stuðningsmönn- um Biedenkopfs miður vel á að Ang- ela Merkel, núverandi fram- kvæmdastjóri CDU - sem er 45 ára Austur-Þjóðverji - hreppi æðsta flokksembættið. IBUAR af albönskum uppruna í suð- urhluta Serbíu, skammt austan við Kosovo-hérað, hafa stofnað frelsis- her til að verjast árásum sem þeir segjast hafa orðið fyiir af hendi Serba. Albanir eru fjölmennir í þremur bæjum í Suður-Serbíu, Pres- evo, Medvedja og Bujanovac, og kenna hersveitir þeirra sig við bæina. „Við ætlum ekki að efna til stríðs, heldur koma í veg fyrir að í óefni fari,“ sagði einn forystumanna frels- ishersins við fréttamann AP-frétt- astofunnar í gær. Einkennisbúningar og tákn her- sveitanna eru sögð minna á Frelsis- her Kosovo (UCK) sem nú hefur af- vopnast. Serbar hafa undanfarna daga haldið því fram að albönskum íbúum í suðurhluta Serbíu berist stöðugt liðsauki frá Kosovo og yfir- menn Atlantshafsbandalagsins, sem sinnir nú friðargæslu í héraðinu, hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu. Yfir- menn friðargæsluliðs NATO hafa heitið því að stöðva alla þá sem reyni að fara yfir landamörk milli Kososvo og Serbíu. 1.300 manns flúið Serbíu á tveimur mánuðum Spenna hefur farið vaxandi í Suð- ur-Serbíu milli þjóðernishópa eftir að tveir bræður af albönskum uppruna voru myrtir í lok janúar síðastliðins. Serbneskur lögregluforingi var veg- inn um síðustu helgi og þrír ser- bneskir lögreglumenn særðir. Um það bil 1.300 albanskir íbúar hafa að sögn fulltrúa alþjóðlegra hjálpar- starfsmanna flúið frá Serbíu til Kos- ovo á síðustu tveimur mánuðum. Á síðustu þremur dögum hafa meira en 100 manns komið til Kosovo vegna ástandsins í Suður-Serbíu, að sögn þeirra. ----------------- Riefenstahl í þyrluslysi Miinchen. AP. BJÖRGUN ARÞYRLA þýzka bif- reiðaeigendaklúbbsins ADAC lenti í gær við sjúkrahús í MUnchen eftir að hafa sótt ljósmyndarann og kvik- myndagerðarkonuna Leni Rief- enstahl, sem frægust er fyrir að hafa gert áróðurskvikmyndir fyrir nazista á fjórða áratugnum, til Súd- an, þar sem hún rifbcinsbrotnaði í þyrluslysi fyrr í vikunni. Riefenstahl, sem er 97 ára að aldri, var f Súdan í þeim tilgangi að heimsækja núba-þjóðflokkinn í fyrsta sinn í 23 ár. Með í för voru kvikmyndagerðarmenn. Riefenstahl var útskúfað úr opin- beru lífí eftir stríð fyrir að hafa gert myndir eins og „Sigur viljans", heimildamynd um flokksþing Nazistaflokksins árið 1934, og mynd um Ólympíuleikana í Berlín árið 1936. Ljósmyndir sem hún tók af núba-mönnum á áttunda ára- tugnum aflaði henni aftur virðing- ar og á síðustu árum hefur hún lagt stund á neðansjávarmyndatökur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.