Morgunblaðið - 03.03.2000, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BERGÞÓR
GUÐJÓNSSON
+ Bergþór Guð-
jónsson fæddist á
Akranesi 18. mars
1913. Hann lést á
Sjúkrahúsi Akraness
26. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðjón Þórðar-
son, f. 8.12. 1885, d.
23.6. 1941, og Ingi-
ríður Bergþórsdótt-
ir,f. 1.11.1889, d.3.9.
1958. Bergþór var
; <?lst.ur fimm systkina,
en þau eru Ingileif, f.
10.2.1916; Jóhannes,
f. 27.9.1920, d. 8.3.1999; Þórður, f.
10.10.1923; og Helga, f. 1.8.1928.
Bergþór kvæntist hinn
30.jan.1937 Guðrúnu Brynjólfs-
dóttur, f. 1.4. 1918, húsmóður.
Foreldrar hennar voru Brynjólfur
Nikulásson skipsfjóri, f. 18.11.
1890, d. 4.1. 1979, og Guðrún
Jónsdóttir, f. 7.8. 1887, d. 12.4.
1918.
Börn Bergþórs og Guðrúnar
eru:
1) Brynjar, f. 28.10.1937.
2) Guðjón f. 21.3. 1944, d. 2.3.
1994, maki Salome Guðmun-
^lsdóttir, f. 17.9. 1946. Dóttir
þeirra er Lára Huld, lögfræðing-
ur, f. 21.5. 1968, sambýlismaður
hennar er Flosi Arnórsson skip-
stjóri og eiga þau soninn Guðjón
Alex. 2 Ósk, f. 1.9.
1948, maki ÓIi Jón
Gunnarsson. Synir
þeirra eru a) Berg-
þór, f. 26.9. 1975, há-
skólanemi, b) Jó-
hann Gunnar, f. 3.1.
1980, fjölbrautaskól-
anemi, c) Rúnar, f.
26.6.1986, nemi.
Bergþór ólst upp í
foreldrahúsum að
Ökrum á Akranesi
og hóf ungur sjó-
mennsku, skipstjóri
varð hann tvítugur
og reri á bátum frá Haraldi Böðv-
arssyni & Co. Fyrsta bátinn eign-
aðist hann 26 ára og stóð í eigin
útgerð upp frá því. Fiskimanna-
próf tók hann árið 1932 og meira
fiskimannapróf frá Stýrimanna-
skólanum árið 1949.
Hann var einn af þrem stofn-
endum útgerðarfyrirtækisins
Fiskivers hf. á Akranesi 1947 og
var útgerðarstjóri þess. Síðar
keypti hann Sigurfara Ak 95 með
Guðjóni syni sínum og rak hann í
mörg ár. Frá sextugu reri hann á
smábátum frá Akranesi, með
Brynjari syni sínum, í rúma tvo
áratugi.
Utför Bergþórs fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Þegar Guðrún tengdamóðir mín
hringdi snemma á laugardagsmorg-
uninn og sagði að Bergþór hefði
verið fluttur niður á spítala, grunaði
mig að þetta væri hans síðasta
ferðalag.
Við hjónin drifum okkur strax af
stað úr Stykkishólmi, en það var um
seinan, við höfðum átt okkar síðustu
samverustundir með honum. Þótt
heilsunni hafi hrakað kom kallið
snöggt.
Kynnti okkar Bergþórs hófust
fyrir tæplega þrjátíu árum þegar ég
kynntist dóttur hans. Þá komu strax
fram einkenni hans, kraftur og vilja-
t
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐBJÖRG SVAFA BJÖRNSDÓTTIR,
áður til heimilis
i Miðtúni 18,
Selfossi,
er lést á Ljósheimum mánudaginn 28. febrúar,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardag-
inn 4. mars kl. 13.30.
Hörður Þórhallsson, Halldóra Guðjónsdóttir,
Erla Þórhallsdóttir, Ástráður Ólafsson.
t
Ástkær sonur okkar og bróðir,
ADAM KRZYSZTOF BEDNAREK,
Hellisbraut 13,
Hellissandi,
er lést af slysförum laugardaginn 26. febrúar,
verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju laugar-
daginn 4. mars kl. 11.00.
Jarðsett verður frá Ingjaldshóli.
Stefanía Bednarek, Ryszard Bednarek
og systkini.
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
HÓLMFRÍÐAR Þ. GUÐMUNDSDÓTTUR,
Doddu frá Urriðaá,
Dvalarheimili aldraðra,
Borgarnesi.
Jóna Sigurðardóttir, Kjartan Magnússon,
Erlendur Sigurðsson, Gunnfríður Harðardóttir,
Guðrún Sigurðardóttir, Sigurbjörn J. Garðarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
styrkur, sem einkenndu öll hans
störf. Hann gekk ætíð af miklum
krafti til sinna verka og var kapps-
maður. Gilti það sama hvort um sjó-
sókn var að ræða eða lax- eða
rjúpnaveiðar. Sjómennskan var
hans ævistarf, en Bergþóri kynntist
ég ekki fyrr en hann var hættur
annarri útgerð en veiðum á smábát-
um. Hann fór þó í tvö sumur sem
stýrimaður með Guðjóni syni sínum
á síldveiðar á Norðursjó, en það var
þó meira til gamans gert. Hafði
hann af þeim veiðum mikla ánægju.
Það fékk mikið á Bergþór þegar
Guðjón sonur hans greindist með
krabbamein og andaðist langt um
aldur fram, tæplega fimmtugur.
Honum var mjög annt um velferð
sinna nánustu þótt hann væri á viss-
an hátt mjög dulur maður og flíkaði
ekki tilfinningum sínum.
Bergþór var alla tíð fengsæll
skipstjóri og hélt vel sinni skips-
höfn.
Á góðum stundum rifjaði hann oft
upp og sagði frá minnisverðum at-
vikum af veiðum og veðrum. Þótt
áratugir væru stundum liðnir var
minnið slíkt að það var eins og at-
burðurinn væri nýliðinn. Ofarlega í
huga hans var ævintýrið frá 1947
þegar Hvalfjarðarsíldin var, en þá
veiddi hann með áhöfn sinni 18 þús-
und mál á 60 tonna báti, Sigurfara
Ak. Hann var afskaplega stoltur og
ánægður þegar hann kom að landi
úr einum róðri sumarið 1978 á 1,5
tonna trillu sinni, með 130 kg. lúðu,
en í þetta sinn hafði hann verið einn
um borð.
Við fórum saman í nokkrar lax-
veiðiferðir sem voru þá gjarnan
gerðar að fjölskylduferðum og eru
þær ferðir mjög minnisstæðar, þó
einkum veiðiferðir í Flekkudalsá.
Það var lærdómsríkt að njóta leið-
sagnar hans, hvernig best væri að
standa að veiðum og hvar veiðivon
væri mest. Áin var kortlögð í höfði
hans og hver stund nýtt til að fanga
laxinn.
Bergþór var mjög veðurglöggur
og gaf sínum nánustu oft til kynna
að nú væri best að fara að koma sér
af stað áður en veður skylli á. Oft
notfærði ég mér veðurkunnáttu
hans, þegar sæta þurfti veðri til
ferðalaga.
Bergþór lenti í aftakaveðrum þar
sem skipskaðar urðu en hann var
farsæll skipstjóri og tapaði aldrei
manni á sínum ferli. Hann taldi sig
aldrei hafa lent í lífsháska en tæpt
var það þó, þegar þeir Brynjar son-
ur hans rétt náðu landi daginn áður
en Bergþór fagnaði áttræðisafmæli
sínu.
Við leiðarlok þakka ég Bergþóri
fyrir trausta vináttu og handleiðslu í
lífsins ólgusjó, og allt er hann var
mér og minni fjölskyldu. Eg bið
góðan Guð að styrkja Guðrúnu
tengdamóður mína og venslafólk
allt.
Óli Jón Gunnarsson.
Nú þegar þú ert farinn frá okkur
er mér efst í huga þakklæti fyrir all-
ar þær stundir sem ég fékk að njóta
með þér og allar þær yndislegu
minningar sem þeim fylgja. Hvort
sem það var rúnturinn á bryggjuna
þegar ég var lítill eða veiðitúrarnir
sem urðu svo margir og eftirminni-
legir. Ferðirnar í Flekkudalsá og
Fáskrúð mun ég alltaf geyma í
minningunni, sem og veiðitúra í aðr-
ar ár. Alltaf vorum við nafnarnir
saman á stöng og betri kennara
gæti enginn ungur veiðimaður
hugsað sér. Við veiddum nú líka ansi
vel saman.
Það er ómetanlegt fyrir ungan
mann eins og mig að hafa haft fyrir-
mynd sem þig, fyrirmynd sem ég
gat alltaf leitað til og borið virðingu
fyrir. Fyrirmynd sem sýndi mér
gildi dugnaðar og ósérhlífni.
Að eiga afa sem enn sótti sjóinn
82 ára gamall, kenndi mér að með
viljastyrknum er allt mögulegt. Það
er eiginleiki sem ég vona að ég muni
erfa frá þér, því öðrum eins dugnað-
arforki mun ég sennilega aldrei
kynnast.
Þú varst aldrei mikið fyrir að
segja sögur af sjálfum þér, en sög-
urnar sem ég heyrði frá þér og þó
sérstaklega öðrum mun ég ávallt
geyma með mér. Mér er sérstaklega
minnisstæð sagan af því þegar þú
varst á reknetaveiðum suðvestur af
landi árið 1941 og sigldir þar fram á
skipbrotsmenn af togara sem skot-
inn hafði verið niður, þeir höfðu þá
velkst um í einhverja daga. Fyrir
þetta björgunarafrek varst þú gerð-
ur að ævifélaga í Slysavarnafélagi
íslands.
Elsku afi, þú verður mér alla tíð
fyrirmynd. Þú varst heill maður
sem reyndist mér frábærlega. Ég
vona að í lífinu takist mér að feta í
fótspor þín, hvað kosti þína varðar.
Að endingu bið ég þig, kæri afi, að
hvíla í friði og vona að í lífinu takist
mér að reynast öðrum jafn vel og þú
reyndist mér.
Kveðja,
Bergþór.
Elsku afi minn, nú ertu horfinn á
braut og ég verð að segja bless í
hinsta sinn. Mig langar að þakka
þér fyrir það hve vel þú hefur reynst
mér alla tíð. Þú varst mér ávallt
mikil stoð og stytta. Þú gafst mér
svo mikið og kenndir mér svo margt
sem gerði mig að betri manni. Eg
sakna þín mikið en get huggað mig
við allar þær yndislegu minningar
sem ég á af okkur saman.
Ég minnist þess þegar ég var lítill
polli og kom í heimsókn til þín og
ömmu. Þegar ég var sestur við mat-
arborðið sagðir þú gjarnan: „Gjörðu
svo vel, frændi, skóflaðu þessu nú í
þig áður en þetta verður kalt.“ Enn
þann dag í dag „skófla“ ég í mig
matnum. Þegar ég lít aftur á minn-
ingar sem þessa, þá fær það mig -
ávallt til að brosa.
Ég bið Guð að varðveita þig,
elsku afi minn.
Vertu bless í hinsta sinn.
Þinn
Jóhann Gunnar.
+ Innilegar þakkir fyrir samúð við fráfall systur
okkar,
ÓSKAR JÓNU ÞÓRÐARDÓTTUR, \ TTpí
Skjóli,
áður til heimiiis
í Hólmgarði 13, Reykjavík.
Þórður Þórðarson, \
Gísli Þórðarson.
Lokað
í dag, föstudaginn 3. mars, verða skrifstofur okkar lokaðar frá
kl. 13 vegna jarðarfarar vinar okkar, félaga og samstarfsmanns,
BENEDIKTS RAGNARSSONAR.
Geysir vélsleðaferðir,
A-ferðir,
Geysir bílaleiga,
Avis bílaleiga.
Elsku afi minn, nú ert þú horfinn
frá okkur og mig langar til að segja
þér að ég sakna þín mikið og þakka
þér allt sem við áttum saman.
Ég bið góðan guð að varðveita þig
í þínum nýju heimkynnum.
Vertu sæll, elsku afi minn.
Þinn
Rúnar.
Mig langar til að minnast míns
elskulega afa, Bergþórs Guðjóns-
sonar, með nokkrum orðum. Afi var
mjög traustur maður og góður sínu
fólki. Hann var maður orða sinna og
ávallt reiðubúinn til hjálpar og að-
stoðar þeim er á þurftu að halda.
Hann hafði mikið gert til að gleðja
okkur barnabörnin og kom þá vel í
ljós hversu fullur rausnar hann var.
Afi var einstaklega barngóður
maður og frá þvi ég man eftir mér
var mér ávallt sýnd mikil hlýja á
heimili afa og ömmu á Skólabraut-
inni. Þar var gaman að fá að gista
nótt og nótt þegar ég var lítil. Oft
fórum við afi þá saman í bíltúr og
eins var viss ljómi yfir því að fá að
vera hjá honum úti í bflskúr, þar
sem hann vann að netum sínum o.fl.
Einu sinni fékk ég meira að segja að
fara með þeim afa og pabba í grá-
sleppuróður og var það mikið ævin-
týri fyrir mig, þá sex ára gamla.
Þannig eru allar mínar minningar
um afa; fullar af hlýju og kærleika.
Afi stundaði sjómennsku allt sitt
líf. Fyrr á árum var hann mikill af-
laskipstjóri og stundaði m.a. mikið
sfldveiðar. Hin seinni ár reri hann
síðan á eigin trillu, allt fram að átt-
ræðu. Starfsævin var því orðin æði
löng og víst að oft hefur afi verið
mikið þreyttur eftir erfiða róðra síð-
ustu árin. Hann talaði hins vegar
ekki um slíkt og sýndi einatt af sér
mikla ósérhlífni við starf sitt.
Afi var mikill veiðimaður í sér.
Þar sem fiskveiðunum sleppti tóku
laxveiði og rjúpnaskitterí við. Hann
var einstaklega laginn við veiðarnar
og stundaði þær af ástríðu. Hugsun-
in var þó ekki sú að veiða eingöngu
ánægjunnar vegna, heldur var hann
ávallt að færa björg í bú.
Núna síðustu misserin hafði
heilsu afa hrakað allmikið. Það var
okkur Flosa því mikil ánægja að
hann skyldi fá að lifa það að sjá
langafabarn sitt, hann Guðjón Alex,
skírðan í janúar sl. Ég bið góðan
guð að styrkja ömmu og aðra
aðstandendur afa og þakka fyrir að
hafa fengið að alast upp í nálægð og
njóta samvista við þennan góða
mann.
Lára Huld Guðjónsdóttir.
Ljómar heimur logafagur,
lífið fossar, hlær og grær.
Nú er sól og sumardagur,
söngvar óma fjær og nær.
Vorsins englarvængjum blaka,
vakir lífsins heilög þrá.
Sumarglaðir svanir kvaka
suður um heiðavötnin blá.
Þessar ljóðlínur Friðriks Hansen
koma í hugann þegar ég minnist
föðurbróður míns, Bergþórs Guð-
jónssonar, sem í dag er kvaddur
hinstu kveðju að loknu löngu og
giftudrjúgu æviskeiði. I minning-
unni hljómar þetta lag af vörum
hans - söngur náttúrubarnsins. Á
bak við alvörugefið og yfirvegað fas
hversdagsins bjó glettni og ljúf-
mennska. Á góðum stundum þegar
gleðin ríkti og hvfld var tekin frá
amstri daganna hljómaði söngurinn.
Sterka röddin hans, glettnislega
brosið og ólgandi lífsfjörið er minn-
isstætt. Bergþór var veiðimaður af
guðs náð. Ef ekki var verið að
stunda sjóinn var haldið fram til
heiða og inn til dala til rjúpnaveiða
eða lax- og silungsveiða. Nálægð og
átök við náttúruna voru lífsnauð-
synleg og um leið var haldin í heiðri
sú virðing við hana sem öllum sönn-
um veiðimönnum er í blóð borin.
Bergþór var fæddur að Hvítanesi
á Akranesi, sonur hjónanna Guð-
jóns Þórðarsonar og Ingiríðar
Bergþórsdóttur, sem síðar fluttu að
Ökrum og bjuggu þar allan sinn bú-
skap. Var fjölskyldan jafnan kennd
við það hús á Akranesi. Ingiríður
var dóttir hjónanna Bergþórs Árna-
sonar og Ingiríðar Jóhannesdóttur,